Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 3
13. blað TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1949. 3 Söguleg rit um Austurland Efíir dr. Hiclaard Beek. Ritun héraðssagna hefir j Bókin er vönduð að frá'- fariö mjög í vöxt hin síðari gangi, prýdd fjölda staða- og mannamynda og teikninga, öllum hlutaðeigendum til sóma. Ættu Breiðdælingar vestan hafs og annars staðar að minnast sinnar gömlu sveitar í verki með því að afla sér þessarar sögu hennar og lýsinga. II. Austurland. Safn aust- firzkra fræða II. bindi. Rit- stjórar: Halldór Stefánsson og Þorsteinn M. Jónsson. Út- gefandi: Sögusjóður Austur- lands. Akureyri 1948. 314 bls. í fyrsta bindi þessa rit- safns, sem út kom 1947, var það fyrirheit gefið, að reynt yröi að koma út einu mynd- arlegu bindi árlega. Það lof- orð hefir nú verið efnt fyrir U M VÍÐA VERÖLD: LfFIÐ í MOSKVU ár, og ber það vitni þakkar- verðum sögulegum áhuga og fagurri ræktarsemi við ætt- stöðvar og menningarerfðir. Tveim nýjustu ritum af því tagi, sem greinarhöfundi hafa borizt í hend«r, verður hér getið að nokkru, en þau eiga bæði sammerkt um það, að þau fjalla um Austurland. I. Breiðdæla. Drög til sögu Breiðdals. Jón Helgason og Stefán Einarsson gáfu út í Reykjavík. Kostnaðarmenn: Nokkir Breiðdælir 1948. 332 bls. Meginefni þessarar fjöl- þættu og frcðlegu héraðslýs- ingar er þetta: „Landnáms- og byggðarsaga Breiðdals" eftir Stefán Einarsson, „í t síðastliðið ár, því að fyrir Breiðdal fyrir sextíu árum ' stuttu síðan kom í hlað ofan- (1849—1857)“ eftir Árna sig- j nefnt annað bindi safnsins, urðsson, „Minningar úr Breið og mun óhætt mega segja, að dal frá seinni hlúta nítjándu Þar sé haldið vel í horfi um aldar“ eftir Guðmund Árna- fróðlegt innihald og frásagn- son, „Minningar úr Breiðdal. arhátt. Aðallega frá síðasta tug 19. Ritið hefst á nákvæmri og aldar og til þessa tíma míög greinargóðri lýsingu á (1946)“ eftir Önnu Aradóttur, landnámi í Austfirðingafjórö „Verzlun í Breiðdal" eftir Þor ungi eftir Halldór Stefáns- stein Stefánsson, „Sveitar- ! s°n, er fjallar bæði um land- lýsing“ eftir Sigurjón Jóns-! námið almennt og einstök son, „Sveitarbragir“ eftir | landnám. Er þar geysimik- ýmsa, „Heydalaprestar“ eftir ill og merkilegur fróðleikur Óla Guðbrandsson kennara, I færður í einn stað. Halldór „Framtíð Breiðdals" eftir Pál ritar einnig skilmerkilega og Guðmúndsson, „Breiðdælir! góða grein um „Goðorða- og fyrir vestan haf“ eftir Stefán ' þingaskipun í Austfirðinga- Einarsson, og „Þættir“ eftir j fjórðungi,“ sama máli gegnir ýmsa. um hina fróðlegu grein hans Hin ítarlega inngangsrit- um Hrafnkelsdal og byggðina gerð dr. Stefáns Einarssonar Þar, er átti það sannarlega um landnáms- og byggðar- skilið, að saga hennar geymd sögu Breiðdals er, eins og ist með þeim hætti. vænta mátti, rituð af vand- ! Seinni helmingur ritsafns- virkni og miklum lærdómi, og ins er helgaður merkismann- mikið á henni að græða, ekki inum Hallgrími Ásmundssyni sízt fyrir það, hve nákvæm- á Stóra-Sandfelli, er var bæði Jörgen Sandvad, sem vinnur við blaðið Politiken, skrif- aði eftiríarandi ferðaþátt í vetur, þegar hann hafði dvalið um hríð í höfuðborg ráðstjórnarríkjanna. Frásögn hans virð ist óvenjulega hófsöm og sanngjörn, ef miðað er við hávaða þeirra ritgerða, sem íslenzkir blaðalesendur sjá um Rúss- land. lega höf. fer út í það að rekja og skýra mannanöfn og ör- nefni, og nýtur viðtæk mál- fræðiþekking hans sín þar á- gætlega. Hann ritar einnig gagnorðan inngang að hinni prýðilegu ritgerð Árna Sig- urðssonar (Mozart, Saskatc- hewan) um Breiðdal um miðja síðustu öld, sem er fá- gæt menningarsöguleg heim- ild og ágætlega rituð, enda að öllu samanlögðu samfelldasta og veigamesta ritgerðin í bók- inni. Með því er þó hreint ekki gert lítið úr hinum ritgerðun- um, sem allar eiga sér mikið sögulegt gildi, og eru vel í let- ur færðar. Glögg og skipuleg í senn er t. d. lýsingin á Breið dal eftir Sigurjón bónda í Snæhvammi, og mikinn fróð- leik að finna í grein Óla Guð- brandssonár urn Heydala- presta. Framtíðarmöguleikum Breiðdals er vel lýst í grein Páls Guðmundssonar um það efni, og gagnfróðleg grein dr. Stéfáns Einarssonar um Breið dæli fyrir vestan haf, sem upp runalega birtist í „Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar,“ en hér prentuð með nokkrum leiðréttingum og viðaukum. Þeim, sem þjóðlegum kveð- skap unna, mun þykja góður fengur að sveitabrögunum, er jafnframt eiga sögulegt gildi. Þættirnir í bókarlok geyma einnig þjóðlegan fróðleik, sem vert er að halda til haga. sveitarhöfðingi og merkis- skáld á sinni tíð, og orðið hef ir kynsæll með afbrigðum, eins og víðkunnugt er. Megin mál þessa hluta ritsins er þáttur Hallgríms eftir Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi, hressilega skrifaður og hinn fróðlegasti, enda fer höf. vítt yfir, gerir það þáttinn bæði skemmtilegri aflestrar og eyk ur á menningarsögulegt gildi hans, en fyrir það verð- ur hann einnig nokkru laus- ari í reipunum. Ber hann í heild órækt vitni mikilli ætt- fræðilegri og þjóðfræðilegri þekkingu Benedikts, glöggum skilningi hans í þeim efnum, og eigi sízt ríkri ást hans á hinum austfirzku átthögum hans og menningu þarlendis, sem falla ætti í frjóa jörð hjá sveitungum hans. Mishermi er það samt í frá sögn hans, að Helgi Jónsson Hallgrímssonar hafi fyrstur manna gerzt ritstjóri að ísl- lenzku blaði í Vesturheimi. Sigtryggur Jónsson var fyrsti ritstjóri blaðsins „Framfara" í Nýja-íslandi, fyrsta prent- aðs blaðs, er íslendingar gáfu út vestan hafs (sept. 1877— jan. 1880), en Helgi Jónsson var hins vegar stofnandi og ritstjóri næstelzta íslenzka blaðsins þeim megin hafsins, „Leifs“, er kom út í Winnipeg 1883—1886. Vel var það og verðugt að (Framhald á 6. siðu). Enda þótt flestar höfuð- borgir heims séu hafðar í huga er einhver sérstakur tignarblær yfir Moskvu og þó skortir jafnvægi í þróun borg arinnar. Þar' er í gildi víðtækt og voldugt skipulag um það, sem byggt er fyrir framtíð- ina, skipulögð verksmiðju- j hverfi með tilheyrandi starfs j mannaíbúðum, og opnum og { grónum svæðum á milli, en j það sem auganu mætir, eru: einkum sundurliðaðar tilraun ir með allt öðrum hætti. Aðalsmannahallir keisara- ( tímans standa þarna enn og eru flestar fullnytjaðar til opinberra þarfa en það leyn- ; ir sér ekki, að erfiðlega geng- ur að losa sig við hinn íburð- armikla ofhlæðisstíl. Áhrifa frá honum gætir enn í nýjum byggingum á kostnað skyn- samlegrar hagsýni, sem ann- ars virtist eðlilegt að fengi að njóta sín. Þannig eru til dæm is víða í miðborginni ný stór- hýsi til íbúðar með glæsileg- um skrautportum, sem nema upp á þriðju hæð, en þeim fylgir mikið autt og ónotað rúm, sem engum er til gagns. Fyrir þessum íburði eru nú augu manna að opnast, og því er stundum hagað svo til, að hinir miklu bogar eru reist ir þvert yfir götuenda, svo að þeir fá þar með það skynsam- lega hlutverk að bera uppi stórbyggingu. <* Svo er sagt, að aðeins einu sinni í styrjöldinni hafi þýzk- ir flugmenn náð að komazt inn yfir Moskvu. Þar sjást þó átökin milli gamals og nýs greinilegar en í þeim borg- um, sem harðast hafa verið leiknar af sprengjuárásum. Inni á milli nýrra stórhýsa, bæði í úthverfunum og mið- borginni eru hverfi gamalla timburhúsa, sem geta verið mörg hundruð ára gömul. Þau eru skuggi fornra tíma, þegar knipplingaumgerð var höfð við gluggana. Þetta er eins og tvær ólíkar myndir á einu blaði. | Moskva er undarlegt sam- bland af hreinleika, uppbygg- ingu og hrörnun. Við hátíða- I höldin í nóvember, þegar margar miljónir manna bera aurinn af þjóðvegunum inn í borgina á fótum sér, er mal- bikið á götunum þakið leðju, sem ekki verður þvegin undan fótum manngrúans, en hvers dagslega er að minnsta kosti götunum í miðborginni hald- ið sæmilega hreinum. Sé papp írssnepli eða pappamunn- stykki fleygt á götuna, er það tínt upp innan fárra mínútna, og guðslangan daginn eru her skarar hnellinna kvenna að , hreinsa og þrífa, auðvitað ' kappsamlega, enda hafa þær ekki annað en frumstæða hrísvendi til hreinlætisstarf- anna. Moskva er rúmgóð borg. Þar eru engar bakhúsaraðir, eins og við þekkjum annars stað- i ar. En viðhald húsanna er j hörmúlegt. Flest þeirra eru á iað sjá, eins og ekkert hafi verið um þau hirt frá því að þau voru byggð. Múrhúð og málning er farin af á stórum svæðum, og víða eru veggir sprungnir af frosti. Hjá okk- ur hafa gengið sögur um frá- bær afköst rússneskra múr- ara og við höfum ekki skilið í því, hvernig þeir færu að hlaða á einum degi svo mörg- um steinum, sem sagt var. Skýringin sýnir sig í því, hvernig þessi vinnubrögð oft- lega eru. Þau eru mjög léleg. í vegg- ina eru gleiðar glufur, þar sem raki og kuldi kemst inn um viðstöðulaust, strax og húðin hrynur utan af. Fyrir skömmu síðan virðist sá hátt ur hafa verið tekinn upp að byggja tígulsteinshús án þess að húða veggina, svo að það sýndi sig hvort svik væru í hleðslunni. Þetta er nefnt til dæmis um þá óvöndun, sem víða kemur fram í nútíðar- hættinum, sem borgin ber, en það er veila, sem stafar ekki aðeins - af styrj aldarástandi, heldur á sér aldagamlar á- stæður. Með þeim fyrirvara, að það að sjá með eigin augum geti verið vísasti vegur til mis- skilnings, lýsi ég því yfir, að af stuttri viðdvöl í Moskvu virðast lífskjör manna í borg- inni fara batnandi. Það er ekkert, sem lesið verður í út- liti fólks. Það er staðreynd, að skömmtun er yfirleitt af- numin. Það er í sjálfu sér eng in sönnun um framför, þar sem ríkisvaldið ákveður allt verðlag, en rétt er að hafa þetta í huga jafnframt því, að eftir því sem sagt er, fer verð nú lækkandi og á flest- um sviðum eru nógar vörur til. Verðlag er svo misjafnt,að örðugt er að skilja.Okkur virð ist að verðlagningin fari að einhverju leyti eftir því, hvort um munaðarvörur eða nauð- synjar sé að ræða, en þó kost- ar mjólkurlítrinn 1 rúblu í mjólkurbúðum ríkisins en 4—- 5 rúblur í mjólkurbúðum bændanna sjálfra. Þetta seg- ir fólk þar að sé hægt af því, að rnenn hafi ekki altaf tíma eða nenni að standa íjgiðröð- unum við búðir ríkisins', en það getur naumast verið fulln aðar skýring. Ef til vill er á- stæðan sú, að það er ekki fyllilega nóg mjólk á mark- aði. Vera má líka, að hér komi það til greina hvað fólk hef- ir mikil peningaráð, án þess að um peningaflóð sé að ræða. En þessi þj óð hefir öldum sam an ekki haft tækifæri til að nota peninga til að greiða annað en fæði og klæði og opinber gjöld. Til þess að fá hugmynd um verðlag og kauplag þarf að umreikna ríkisrúblurnar í krónur, en hiö skráða gengi hennar er 91 eyrir danskur. (Framhald á 7. siðu). Söngskemmtun Guömundar Jónssonar Eftir Sigurð Skiigi'irlil. Einn af píanókennurum Tónlistarskólans hefir í Tím- anum hjalað um framtíðar- horfur óperunnar hér á landi. Þessi maður, sem búinn er að fást við músikkennslu hér í s.l. 10 ár, ætti að hafa feng- ið nasasjón af því, að hér er um sérstaklega gott söngfólk að ræða, Tenóra, Bassa, Barytona, og ágætar kvenna- raddir. Hvort þessi píanókennari hefir talað fyrir munn þeirra forstjóra, sem stjórna Tón- listarfél., veit ég ekki, en það er einkennileg tilviljun, að aldrei skuli þeim hafa dott- ið það snjallræði í hug, að ráða duglegan söngkennara til skólans, svo að hægt væri að þjálfa hinar mörgu ágætu raddir, sem eru hér á hverju strái — ef til vill er því öll óperustarfsemi í augum þeirra „hégómi“, eins og þessi píanisti komst að orði. Ég veit það, að okkur íslend- inga vantar margt og mikið og við stöndum langt að baki öðrum þjóðum hvað músik- menntun snertir, en ég veit einnig, aö þegar þjóðleikhús- ið er fullsmíðað (um það þarf enginn að efast), að þá þarf það að fá fyrst og fremst fyrsta flokks óperudirigent, sem hefir áhuga og dugnað — og einnig söngvarar á borð við hinn ágæta söngvara Guðmund Jónsson, sem hélt söngskemmtun í Gamla Bíó s.l. sunnudag, og um Guð- mund ætlaði ég annars að skrifa nokkrar línur. Guðmundur hefir s.l. tvö ár verið nemandi við tónlistar- skólann í Stokkhólmi. Svíar eru forustumenn Norður- landa í söng og músik, sem og á öllum öðrum sviðum, og hefir því Guðmundur lært mjög mikið, bæði raddþjálf- un og meðferð. Söngskráin bar það einnig með sér, að Guðmundur er óhræddur að velja sér þau viðfangsefni, sem þrautþjálfaðir óperu- söngvarar bera djúpa virð- ingu fyrir. Brahms „fjögur alvarleg ljóð“ voru síðustu verk þessa mikla meistara — enda fram- úrskarandi stíl-hrein og fög- ur. Guðmundur söng þessi erfiðu lög prýðilega, þó hvað bezt Síraksbókarlagið. Bréf Páls postula til Korintu- manna var að vísu vel sung- ið, létt og fallega —- en vant- aði þann þunga og myndug- leika, sem Brahms útskýrir svo meistaralega í tónum, því Páll postuli ku hafa verið harður náungi í horn að taka. íslenzku lögin: Kaldalóns „Grindvíkingur", er ekta (Framhald á 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.