Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 8
33. árg. Reykjavík 19. jan. 1949. 13. blað 150 'pós. doliara 1 k arastóls í ísle 30. ársþing Þjóðræknisfélagsins í næsta mánisði Þrítujasta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- ufheimi verður haldið í Winnipeg dagana 21.—23. febrúar næstkoraandi. Mun verða efnt til sérstakra hátíðahalda í sambanai við þetta þing af því tilefni, að stofnað hefir verið til kennarastóls í íslenzkum fræðum við Manitóbaháskóla. evin rsiu m Paiestínumá Slevin telnr eklii Iseppilegt að ræða íbsjsi inál Biá en kveðst ræða fsan í næstn viku Á fundi neðri deildar brezka þingsins í gær kvaddi Churc- hill sér hljóðs og krafðist þess fyrir hönd stjórnarandstöð- unnar, að Bevin skýrði þinginu frá gangi Palestínumálanna síðustu dagana. íslendingum í Vesturheimi hefir lengi verið það mikið áhugamál, að hafin yrði kennsla í íslenzkum fræðum við Manitóhaháskóla, og munu þeir styrkja þessa starf semi með 150 þúsund dollara framlagi. Thor Thors sendiherra og frú hans hefir verið boðið að verða heiðursgestir á hinu þrítugasta ársþingi Þjóðrækn isfélagsins og taka þátt í há- tíðahöldunum vegna stofn- unar kennarastólsins. Þetta er Ibrahim Afcdel Hadi Pasha, sem varð forsætisráðherra Egipta- lands nýlega, er hinn fyrri var myrtur. Hollendingar viður- kenna illa meðferð á indónesískum föngum Hollendingar hafa játað, að forustumenn indonesíska lýð veldisins, sém handteknir voru í byrjun innrásar hol- lenzku hersveitanna, hafi sætt óhæfilegri meðferð og illum aðbúnaði. Hins vegar kveðst Hollands stjóm hafa skipað svo fyrir, að sendir verði menn frá Batavíu til eyjar þeirrar, þar sem sjálfstæðishetjurnar ind- ónesísku eru i haldi, og beri þeim að sjá um, að búið verði þolanlega að föngunum. Eins og kunnugt er, eru nú liðnar margar vikur síðan öryggisráðið skipaði Hollend- ingum að láta hina indónes- ísku stjórnmálamenn lausa. En það hafa þeir að engu haft, líkt og fleiri fyrirskip- anir þess, enda engum réfsi- aðgerðum verið beitt gegn þeim af hálfu S.Þ. Góðar samkomu- lagshorfur á Rhodos Á sáttáfúndi Egipta og Gyð inga á Rhodos hefir nú náðst fullkomið samkomulag um það að senda heim 250 sjúka og sára hermenn af hersveit um þeim, sem Gyðingar hafa haldið í herkví í Negeb. Verða þessir hermenn sendir heim á morgun og er undirbúning- ur að því þegar hafinn. Síld veiðist á Akur- eyrarpolli Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Þegar veður hefir leyft, heíir Valtýr Þorsteinsson, útgei’ðarmaður látið báta sína leita síldar í Pollinum við Akureyri, og hefir fundizt þar nokkuð af millisíld. Veður hefir þó oftast verið óhag- stætt til veiða, þar sem skipzt hafa á frosthörkur og þíður. En síðan á föstudag hefir vél- báturinn Garðar frá Rauðu- vík stundað síldveiði á Poll- inum innan við Oddeyrar- tanga og hefir hann aflað þessa daga 135 tunnur milli- síldar. Er talið, að eitthvað sé af síld þarna og verður reynt að halda veiðum áfram. Alfabrennu skáta- félaganna frestað Skátafélögin í Reykjavík hafa ákveðið að efna til álfa- hrennu á íþróttavellinum í Reykjavik, eins og þau hafa oft gert áður eftir áramótin. Hafði verið ráðgert að brenna færi fram í kvöld. Vegna snjókomu og óhagstæðra veð urskilyrða varð þó að hverfa frá þessu, og mun brennan verða jafnskjótt og veður leyfir einhvem næstu daga. Verður brennan þá auglýst. Ákveðið er að Ólafur Magn- ússon frá Mosfelli verði álfa- kóngur, en hann hefir áður gegnt því hlutverki. Álfa- drottning verður Lillý Gísla- dóttir. Álíabrennan mun hefjast með leik Lúðrasveit- Reykjavíkur kl. 8, en völlur- inn verður opnaður kl. 7. Er nauðsynlegt að fólk hafi tryggt sér aðgöngumiða áður til þess að .forðast troðning við innganginn. Bálkösturinn á að verða stærri og efnismeiri en nokkru sinni fyrr og þarna koma fram álfar, hirðmenn, fífl, púkar, grýla, leppalúði, risi, jólasveinn o. fl. Kynnir verður Guðbrandur Jónsson prófessor. Aðgöngumiðar verða seldir á eftirtöldum stöðum: Verzl. Halldórs Eyþórssonar, Víði- mel 19, Bækur og ritföng, Áusturstr. 1, Ritfangaverzlun ísafoldar í Bankastræti, Verzluninni Áhöld, Laugaveg 18, Skátaheimilinu, Snorra- Stjórn Suður-Kóreu viðurkennd Lýðveldisstjórnin í Suður- Kóreu hefir nú hlotið viður- kenningu ýmissa ríkja fyrir sjálfstæði landsins og eru þar á meðal Bandaríkin og Kína. Eru þessar viðurkenn- ingar gerðar samkvæmt gerð- um Öryggisráðsins og alsherj arþings S. Þ. Bevin svaraði því,_að brezka stjórnin teldi ekki hepþilegt áð ræða þau mál nú og bæri einkum tvennt tii'. Annað væri það, að sáttafundur Gyð inga og Egipta stæði nú yfir á Rhodos og virtis ætla að gefa góðan árangúr, og það gæti spillt samningum þar, ef harðar deilur ættu sér stað um Palestínumálin í brezka þinginu nú. Einnig kvað hann það hafa orðið samkomulag Breta og Bandaríkj amanna að láta uppgjör þessa máls bíða, unz sáttafundinum á Mænuveiki breiðist ekki út á Húsavík Mænuveikin hefir lítið sem ekkert breiðzt út í Húsavík að undanförnu. Aðeins er tal- ið fullvíst um eitt tilfelli, en sumir álíta þó, að um fleiri geti verið að ræða. Veikinnar hefir heldur ekki orðið vart að neinu ráði í sveitum Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Samkomu bann er þó í Húsavík, en skól- ar starfa. Veðurfar hefir verið frem- ur umhleypingasamt þar und anfarið en þó ekki mikil snjó- koma. Bílfært er fram í Reykjadal en ekki til Akur- eyrar. Einnig var óbílfært upp yfir Mývatnsheiði í gær, en búizt við að það mundi lag- ast bráðlega. Ný sarabandslög Í.S.Í. Þessi félög hafa nýlega gengið í íþróttasamband ís- lands: Ungmennasamband Vestur-Skaftfellinga (U.V.S.) hefir nýlega gengið í í. S. í. Formaður sambandsins er Estra Pétursson, héraðslækn- ir. Þessi félög eru í U.V.S.: Umf. Meðallendinga, Meðal- landi, Umf. Ósk, Hörglands- hreppi, Umf. Óðinn, Hörg- landshreppi, Umf. Ármann, Kirkjubæjarhreppi, Umf. Blá fell, Skaftártungu, Umf. Svan urinn, Álftaveri. Félagatala U. V.S. er um 130 félagsmenn. Nú eru í Í.S.Í. 22 héraðssam- bönd, með um 23150 félags- menn. braut 60, Ræsi h. f., Bóka- búð Laugamess og ef til vilj víðar. Verður tilhögunar og miðasölu nánar getið þegar ákveðiö hefir verið, hvenær brennan fer fram. Leikfélag Hafnar- fjarðar starfar : Svvar R. Kvaran ráð iim leiðbemandi hjá því Leikfélag Hafnarfjarðar hefir nú fyrir nokkru hafið starfsemi sína. Hefir félagið ráðið Ævar R. Kvaran til þess að setja á svið tvö leik- rit í vetur. Fyrra leikritið, sem sýnt verður, er „Gasljós" (Gas- light), eftir enska rithöfund- inn Patrick Hamilton. Er þetta mjög þekkt leikrit, sem sýnt hefir verið við geysi- mikla aðsókn í Lóndon og New York. Það hefir einnig verið kvikmyndað og var sýnt hér fýrir nokkrum árum með Charles Boyer, Ingrid Berg- man og Joseph Cotton í aðal- hlutverkunum. Sömuleiðis var leikritið sýnt hér í Tri- poli-leikhúsinu á hernámsár- unum af ameríska setuliðinu, og lék frú Inga Laxness aðal kvenhlutverkið. Leikurinn var þá leikinn á ensku. Hefir Inga Laxness einnig leikið sama hlutverk í London. Leikstjórinn, Ævar R. Kvar an, fer jafnframt með eitt aðalhlutverkið. Frú Inga Laxness og Jón Aðils leika einnig sem gestir hjá L. H. í þessu leikriti. Aðrir leikendur eru hafnfirzkir. Inga Laxness hefir snúið leikritinu á ís- lenzku. Sýningar á „Gasljósi“ munu sennilega hefjast um eða eft- ir næstu mánaðamót. Þá hefir L. H. í undirbún- ingi sýningar á revýu eftir Jón snara. Ér revýan ný af nálinni, og þó elcki alveg full- samin enn, eins og vera ber um revýur. Gerist hún á þess- um alsíðustu og beztu tímum skömmtunar og svartamark- aðs og tekur til meöferðar ýmis fyrirbæri líðandi stund- Rhodos væri lokið. Kvað hann mikils að vænta af þeim fundi. Hins vegar kvaðst hann mundi gefa þinginu skýrslu um þetta mál í næstu viku og svara þá um leið árásum, sem beint hefði verið að stjórninni í þessum málum. .Churchill tók síðan til máls og deildi hart á stjórnina fyr- ir aðgerðir hennar í Palestínp málunum. Þegar málið kæmi fyrir þingið í næstu viku, kvaðst hann mundi bera fram fyrirspurn um það, hver bæri ábyrgðina á því, að fimm brezkar flugvélar týndust i könnunarflugi við landamæri Palestínu. Bevin lýsti því yfir, að Bret ar hefðu ekkert herlið sent til Palestínu, en orðið að senda hjálparlið til Trans- j órdaníu vegna samninga sinna við það ríki. Hins veg- ar fullvissaði hann þingið um það, að brezka herliðið mundi aldrei taka þátt í árásarstríði á Palestínu. Olíuskip verður fyrir áfalli Oliuskipið Latia, er var á leið tii landslns frá Suður- Ameríku með olíufarm til Shellfélagsins, varð fyrir á- falli á sunnudaginn. Mun stjórnpallur skipsins hafa laskazt og stýrisbúnaður skemmzt. Latis er enskt skip. Það var væntahlegt til hafn- ar í Reykjavík í nótt. ar. Er þráðurinn sá, að frúin hans Jóns gamla bónda er að reyna að koma honum til fyr irheitna landsins, Ameríku, en það viil ganga brösótt, eins 1 og gengur. Annars fer leikur- inn að mestu fram á sumar- gistihúsi uppi í sveit, og kem- ur þar margt til greina. Revý unni hefir að vandlega at- j huguðu máli verið valið nafn- ið Gullni vegurinn. Ævar R. Kvaran mun setja revýuna á svið, en allir leik- ararnir verða annars Hafn- firðingar. Er þegar ráðið i öll aðalhlutverkin, en stjórn leik félagsins vill beina því til ungs fólks í Hafnarfirði, sem ! áhuga hefir á leiklist, að enn þá er óráðstafað í nokkur aukahlutverk. Þarf þetta unga fólk auðvitað að geta sungið eitthvað, eða að minnsta kosti raulað, því að vitanlega er fullt af söngvum í revýunni. Æfingar eru um það bil aö hefjast. Stjórn L. H. skipa nú: Sig- urður Gíslason, formaður, Stefán Júlíusson, ritari og Hjörleifur Gunnarsson gjald- keri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.