Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 6
c TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1949. 13. blað %/<? Síé \ I*impei*nel Sinitli Ensk stórmynd með: i.eslie Howard Sýnd kl. 9 | .................—... I Gimsteinar Bramlenborgar 1 Viðburðarík og spennandi amerísk leynilögreglumy nd byggð ásönnum viðburðum. Aðalhlutverk: Richard Travis Micheline Cheirel Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5 og 7 Uatfharbíc Skug'gar Framátðarinnnr (Conenter blast) Áhrifamikil og afarspennandi ný essk kvikmynd. Aðalhlutverk: Mervyn Johns Robert Bctty Nova Pilbean Bönnuð börnum innan 16 ára Ný fréttamynd frá Pathe Sýnd kl. 5 og 9 Simi 6444. Uafihat'fáatiatbíó Allt í lagi, lagsi! Hin sprenghlægilega gaman- mynd með ABBOT og COSTEIXO Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9249 Sög'ulegt rit. (Framhald af 3. slOu) láta fylgja þættinum nokkur ljóðmæli eftir Hallgrím, en ennþá meiri fengur er að eft- irfarandi ljóðabréfi, er hann (þá hreppstjóri) skrifaði ís- fjörð kaupmanni á Eskifirði til stuðnings fátæklingnum Magnúsi á Hryggstekk, er kaupmaður hafði neitað um úttekt til jólanna, en það er á þessa leið: Bágstaddur er nú Magnús minn, má enginn honum bjarga, bví hvorki vill þessi karlfuglinn konu né börnum farga. Fyrst guð vill ekki gleðja hann, grát hans né bænir nýta, einhver verður á aumingjann augum miskunnar líta. Ó, minn háttvirti eðla vin, upp á hvers náð vér vonum, bijúgur andvarpa, bið og styn: blessaðir, lánið honum. Ljóðabréf þetta, sem fellt Isr inn í þáttinn, og erindis- Jutta fræuka (Tante Julla) AUKAMYND: Frá skátamótinu (Jamboree) í Frakklandi 1947. Sýnd kl. 9 Síöasta sinn Á spönskum slóðum (On The Old Spanish Trail) Sýnd kl. 5 og 7 Tjarhat'bíc Ekkf er allt sem sýuist (Take My Life) Afar spennandi ensk sakamála mynd. Hugh Williams Greta Gynt Marius Goring Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára Bœjarbíc HafnarfirBi Monsienr Verdonx (Fool’s Gold) CHARLIE CIIAPLIN Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 9 Miranda (Hafmeyjarsaga) Sýnd kl. 7 Svikið gnll Sýnd kl. 7 Sími 9184 rekstur sá, sem þar var um að ræða, lýsir Hallgrími vafa- laust vel bæði sem skáldi og manni, eins og Benedikt tek- ur réttilega fram. Góður bókarauki er að kafl anum „Endurminningar frá frændfólki á Austurlandi (1886—1890“ eftir Bjarna Jónsson frá Þuríðarstöðum, I en það eru að mestu leyti ! bréf frá þeim árum frá frændfólki hans, og afkom- endum Hallgríms, austur þar. Frágangur bindisinsær góð ur, og mjög er það til hægðar- auka, að nafnaskrá fylgir. Vil ég, sem áður, hvetja Aust- firðinga beggja megin hafs- ins til þess að kaupa ritsafn þetta og stuðla að framhald- andi útgáfu þess. Heilsuvcrndarstöðin Bólusetning gegn barnaveiki held ur áfram og er fólk minnt á að láta endurbólusetja börn sin. Pönt- unum veitt mótttaka aðeins á (jatnla Bíc „MILLI FJALLS OG FJÖIIL44. Fyrsta talmyndin, sem tekin er á íslandi. LOFTUR ljósm. hefir samið söguna og kvikmyndað. Með aðalhlutverkin fara: Brynjólfur Jóhannesson Alfred Andrésson Inga 1‘órðardóttir Gunnar Eyjólfsson Lárus Ingólfsson Ingibjörg Steinsdóttir % Jón Leós Bryndís Pétursdóttir Sýnd kl. .5 og 9 Sala hefst kl 1 Verð aðgöngumiða krónur 15/— og krónur 10/— Flugkapteinu Georg Fornby Sýnd kl. 3 ~fri/ícli-bíc Miunislaiisi maðurinn (Somewhere in the Night) Afar spennandi amerísk saka- málamynd byggð á sögu eftir Marvin Borowsky. Aðalhlutverk: John Hodiak Nancy Gulild Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Sími 1182 Lækkun rekstrar- útgjalda ríkisins. (Framhald af 5. síBu). I»á fyrst, þegar Alþingi hef ir gert hreint fyrir sinum dyr um í þessum efnum, getur það komið til skattþegnana og krafist aukinna skatta- álaga til að vega á móti greiðsluhalla fjárlaganna, ef slíks kynni að verða þörf. Að öðrum kosti, munu margir borgaranna líta svo á, að þótt þingið hafi hinn lögfræðilega rétt til slíkra álaga, bresti því siðferöilega grunvöllur- inn. X+Y BERNHARD NORDH: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 32. DAGUR (555555535555555555591 dreginn ásetningur hans að komast sem fyrst heim. Það var ekki heldur veður til þess að vera úti að nauðsynja- lausu. Toppar grenitrjánna svignuðu í norðvestanstorm- inum, himinninn hafði á örskammri stundu orðið að ein- um kólgusjó. Það voru aðeins örfáir kílómetrar heim að Marshlíð, og Páll vonaðist til þess að ná þangað, áður en óveðrið skylli á. Hann renndi sér yfir lækinn í slíku hendingskasti, að skíðin svignuðu í boga við bratta bakkana. Síðan brunaði hann másandi út yfir mýrina, sem var fyrir neðan þver- hnýpta hamra Hljóðaklettsins. Þar hafði alla lausamjöll skafið burt, og skíðin urguðust við svell og freðnar þúfur. Mýrin var ekki nema um þrjú hundruö faðma löng, og mað- urinn streittist á móti storminum í stefnu á lágan ás, sem vaxinn var kyrkingslegu birkikjarri: Þegar þangað væri komið, var hann sama sem heima. Fjallið gnæfði á aðra hönd, rismikið og ógnandi — trölla berg af gráu forngrýti, svo þverhnýpt, að þar festi varla snjókorn, nema í efstu brúnunum, þar sem stórar hengjur. höfðu myndast. En þær voru horfnar í æðandi skýjahafið, sem var í þann veginn að byrgja himin og jörð. Páll átti ekki nema svo sem þrjátíu faðma ófarna að kjarrlendinu, þegar honum varð snögglega litið upp til Hljóðalclettsins og sá ægilega snjódyngju koma á flugferð niður hamrahlíðina. í næstu andrá kom önnur snjóskriða, engu minni. Báðar stefndu með ofsahraða niður á mýrina. Páll átti ekki margra kosta völ — hann fleygði sér niður og byrgði andlit sitt með handleggjunum. Eftir örfáar sek- úndur var mýrin horfin, sokkin í hvíta hrönn, þar sem trylltasta neyðarópi hefði orðið að aumlegasta hvísli. Ekkert sást, nema samanbarðar snjóöldurnar, sem kastazt höfðu langt út á Marzvatnið. Páll lá kyrr og greip andann á lofti. Hann áræddi ekki að rísa á fætur. Það var ekki einu sinni gerlegt aö lyfta höfðinu, án þess að skýla andlitinu, því að nú var stór- hríðin skollin á, svo dimm og ofsaleg, að hann hefði getað gengið beint á húsvegginn heima hjá sér, án þess að vita, hvar hann var staddur. En það var ekki heldur gott að liggja of lengi kyrr. Eftir fimm eða sex minútur yrði hann kominn á kaf í samanlamda fannbreiöu. Páll vissi, i hvaða hættu hann var. Hann þrýsti hökunni niður að bringu og brölti á fjóra fætur. Lengra komst hann ekki. Ofsahörð vindhviða fleygði honum um koll og ók honum með sér marga metra. Honum lá við köfnun í hríðar iðunni — nú varð honum fullljóst, að hann var nauðulega staddur. Hann átti að vísu aðeins ófarna um þrjátíu faðma að stað, þar sem hann gat fundið sæmilegt afdrep. En í svona aftakaveðri gat sá spölur orðið hraustmenni ofraun. Það var ekki langt síðan einn frumbýlingurinn varð úti tuttugu skref frá bæjardyrunum heima hjá sér. Páll reyndi að skríða á móti veörinu, og eftir hálfrar stundar baráttu við hamslaus náttúruöflin, rak hann hönd- ina í fyrstu birkiklóna. Eftir nokkrar mínútur var hann kominn í svo gott skjól, að hann afréð að setja á sig skiðin og baksa á þeim gegnum birkiskóginn. Frostið hafði einnig hert talsvert, og föt Páls, sem höfðu vöknað í krapahryðj unum fyrr um daginn, urðu að klaka- brynju, er gerði honum erfitt um allar hreyfingar. En nú voru ekki nema nokkur hundruð faðmar heim að Marzhlíð, og gegnum þéttan og skjólgóðan skóg að fara. Hann varð að treysta því, að hann hefði sig heim úr skógarjaðrinum, Páll þumlungaðist áfram, nálgaöist bæinn, tók sér ofur- litla hvíld undir hlöðuveggnum og skreið svo í áttina heirn að húsinu. Hann sá votta fyrir því gegnum hríðarmökkinn, þegar hann átti ófarin tíu skref, og í næstu andrá hvildi hönd hans á dyrahúninum. Hurðin gekk frá stöfum, en Páll gat naumast stigið yfir þröskuldinn. Stirður og þjak- aður reikaði hann að hlóðunum til þess að bræða af sér klakabrynjuna. En þar var engan yl að finna. Allt var kalt og sótugt og andrúmsloftið mengað ösku. Það var ógerlegt að kveikja upp í svona veöurofsa. Hvað eftir annaö stóS þrlðjudögum írá kl. 10—12 í slma Köld borö og 2781. hcifnr vcizlnmatm* flugltfAit í Tittiattum sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR vindstrokan niöur um reykháfinn, sem kveinaði og gaulaði við átök stormsins, og allt hefði fyllzt af reyk, ösku og neist- um, ef reynt hefði verið að halda eldi lifandi. Það leið drjúg stund, áður en ísbrynjan utan á Páli hafði slaknað svo, að hann komst úr fötunum. Kona hans fann t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.