Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1949. 13. blað 'Jrá kafi til keila í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, simi 5030. Næturvörður verður í Inólfs apóteki, sími 1330. Næturakstur anast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið f kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka a) Oscar Clausen rithöfundur flytur erindi: Þegar tuthúsið var reist í Skólavörðuholti. b) Steingerður Guðmundsdóttir leikkona les kvæði eftir Einar Benediktsson. c) Upp- lestur: Þjóðsögur. Ennfremur tón- leikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.05 Óskalög. 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja fer frá Reykjavik kl. 20 í kvöld vestur um land í hringferð. Hekla er í Álaborg. Heröubreið er væntanleg til Akureyrar í dag. Skjaldbreið er í Reykjavík. Súðin var á ísafirði í gær á suðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Hermóður var. á Patreksfirði í gær á norður- leið.-Sverrir er á Breiðafirði. Einarsson & Zoega ‘ Foldin er væntanleg til London í kvöld. Lingestroom er væntanlegur til Færeyja annað kvöld. Reykjanes er á Vestfjörðum lestar saltfisk til Grikklands. Sambandið. Hvassafell er á Skagaströnd og lósar timbur. Vigör fór til Ný- fundnalands í gær. undanfarna daga úr öllum sveitum nema Mýrdal, en ekki frá ýmsum einstökum bæjum. Útkoma Tímans. Blaðið gat ekki komið út í gær vegna. rafmagnsleysis. Prentvélarn- ar, sem allar ganga fyrir rafmagns afli, stóðu kyrrar mestan hluta dagsins í fyrradag og alltaf öðru hvoru í gær. Var rétt með naum- indum að tókst að ko|na þessu blaði út. Söngskemmtun. Hinn dáði söngvari Guðmundur Jónsson syngur í Gamla Bíó í kvöld Hefst söngurinn kl. 7. e. h. og má búast við að bekkir verði þétt setnir eins og venjulega, þegar þessi söngvari lætiu heyra til sín. Landsdómarar. Eftirfarandi hefir Tíminn verið beðinn að birta: „Að gefnu tilefni skal það tekið íram að hér • á landi eru engir landsdómarar í frjálsíþróttum lög- legir, nema stjórn Frjálsíþrótta- sambands íslands hafi staðfest þá. Stjórn Frjálsíþróttasambands ís- land“. Að vestan. íslendingarnir vestan hafs eru duglegir að skrifa og gefa út bæk- ur, þó að þeir séu ekki fjölmennir og enskan herði að þjóðarbrot- inu frá öllum hliðum. Sig. Júl. Jó- hannesson segir frá í nýútkominni Heimskringlu, að nú fyrir jólin hafi komið út stór bók i Winnipeg (175 bls. í gríðarstóru broti), sem er saga Álftavatns- og Grunnavíkurs- byggðar, gefin út í tilefni af 60 ára afmæli byggðarinnar. Bókin er rit- uð af 25 mönnum með ágætum frá- gangi og kostar aðeins tvo dollara. Þeir eru segir landarnir vestra. U. M. F. Njarðvíkur er ekki i U. M. F. I. og ekki kunn ugt um að það sé neitt í ætt við venjuleg Ungmennafélög. Flugferðir FJugfélag íslands. Guilfaxi var í Gander í gær. í dag árdegis átti hann að fara til Prestvíkur og Kaupmannahafnar. hafi Gullfaxi ekki farið í nótt, þá var ráðgert að Geysir færir í hans stað þessa ferð til Prestvíkur og Kaupmannahafnar með 40 farþega. Árnað heilía Hjónabönd. Séra Bjarni Jónsson gaf saman í hjónabanl um s. 1. helgi ungfrú Guðnýju Sigfr. Jónsdóttur, Baldurs götu 9 og Símon Þorgeirsson járn- smið. Einnig ungfrú Sigrúnu Pálsdóttir Fóssvogsbletti 18 og Hjört Hjartar son sjómann. Séra Jakob Jónsson gaf saman í hjónaband á sama tíma ungfrú Ingibjörgu Þórðardóttur og Ingvar Björnsson. Heimili Skeggjagötu 19. Trúlofanir. Nýlega hafa kunngjört hjúskap- arheit sitt ungfrú Björg Einarsdótt ir, Skipholti 27 Rvík. og Sigurður Björnsson frá Búrfelli í Grímsnesi, nú að Snorrabraut 22, Rvík. Einnig hafa kunngjört hjúskap- . arheit sitt ungfrú Guðrún Mganús dóttir, Fálkagötu 14. Rvík. og Ás- geir Ásgeirsson stud pharm. frá Flateyri. Úr ýmsum áttum Nóg mjólk. Búist er við að nóg mjólk veröi á markaönum í dag. þótt snjór sé nú orðinn allmikill víða og heiðar- vegir ófærir. Mjólkurbifreiðarnar komust næst um óhindrað Krýsuvíkurveginn í gær með mjólkina að austan. Voru þær um fjóra klukkutíma á leið- inni frá Selíossi til Reykjavíkur. Var dálítill þæfingssnjór hjá Kleif arvatni og Hlíðarvatni. Austanfjalls heíir mjólkin náðst A Lonely Heart's Club? I Ytri-Njárðvík eru á hverju laugardagskvöldi og oftar haldnar skemmtanir, sem eru þjóðinni til vansæmdar. Skemmtanir þessar eru aðallega sóttar af erlendum starfsmönnum af Keflavíkurflug- velli og ungum stúlkum, sumum vart" af barnsaldri. Þarna er aug- lýst, að ölvun sé bönnuð, en samt virðist vera þar gnægð bjórs og á- I fengis, sem ekki er ættaö frá Á- I fengisverzlun ríkisins, og margir | gerast vel drukknir, er líður á kvöldið. Enska er höfuðmálið Gaddavírsgirðing, sem er um flug- völlinn á blettum, hefir verið rifin niður við samkomuhúsið, þar sem þessar skemmtanir eru haldn- ar, og planki lagður yfir skurð, sem þar er. Nefnist þetta „the women gate“, og hefir verið lagður að því sérstakur vegur af aðal- braut flugvallarins. Þegar skemmt- unum lýkur halda hinir erlendu menn með veiðifeng sinn í gegnum „the women gate“, stíga upp í bíla, er bíða innan við þaö, og fara með hann til bækistöðva sinna til fulln- aðarverkunar. Þetta er útdráttur úr bréfi, er bílstjóri sendi Tímanum og birtist hér í þessum pistlum fyrir tíu dög- um. Miklar sögur höfðu lengi geng- ið af samkomum þessum, og voru þær mjög á sama veg og lýsing bílstjórans. Meginkjarni þessa orð- ’ róms og svo bréfs bílstjórans er sá. 'að þeir, er að þessum samkomum 1 standa, hafi í gróðaskyni efnt til skemmtana, er byggjast fyrst og fremst á því að koma á undirbún- ingskynnum milli útlendinganna og stúlkna, er fást til þess að koma á þessar samkomur. Hefir það fengið að vonum misjafna dóma að gera sér slíkt að féþúfu, ekki sízt þar eð tvö félög standa að þess ari starfsemi, æskulýðsfélag og kven félag, auk þess sem ýijiislegt fleira þykir óviðkunnanlegt og sögulegt í sambandi við þessar skemmtanir. Nú hefir mér borizt bréf frá Ólafi Sigurjónssyni, formanni Ung- mennfélags Njarðvíkur, og Valgerði Pálsdóttur af hálfu Kvenfélags Njarðvíkur. En þessi félög eru það, sem standa fyrir starfseminni í um ræddu samkomuhúsi, „Krossinum", sem svo er kallað. Birtist bréfið hér. „Sem svar viS grein í blaði yðar undir nafninu „Johny gamli er voða krútt“. skal eftirfarandi fram tekið. Fólk hér er mjög undr- andi yfir því að nokkurt blað skuli ljá slíkum tilhæfulausum róg- greinum rúm. Hinar raunhæfu orsakir fyrir reiði bílstjórans munu vera þær að félögin tóku þá ákvörðun að banna áfengi jafnt gegn erlendum sem innlendum mönnum. Þessu til ör- yggis var um leið bannað að bíl- stjórar gætu hindrunarlaust ráf- að út og inn eftir að húsinu var lokað, urðu þeir þá að lúta sömu reglum og aðrir. Þessar ráöstafan- ir höfðu þær afleiðingar að lítið bar á áfengisnotkun. En líklegt þyk ir að atvinnuskilyrði bílstjóranna hafi reynzt erfiðari eftir þessar ráðstafanir. Þar sem segja má að hvert atriði í bréíi bílstjórans sé ósannindi og hinn illgjarnasti rógur í garð félag anna er standa að Samkomuhúsi Njarðvíkur og fólks hér yfirleitt. Við sjáum okkur ekki annað fært en að höfða mál gegn bílstjóranum og gefa honum kost á að verja sinn málstað fyrir dómstólunum." „Segið ekki frá því í Gat, kunn- gjörið það eigi á Askalon-stræt- um,“ sagði Davíð konungur eftir atburðina á Gilbóafjalli: — frjarð- víkingar munu lika kjósa, að hljótt sé um meðalgöngustarf sitt. í bréfinu virðist einna helzt gefið i í skyn, að hér sé aðeins um eins- konar sakleysislegan „lonely heart’s j club“ að ræða. En slíkar stofnanir standa með miklum blóma í ýms- I um stórborgum Ameríku og eru 1 einkum reknar til hagsældar og j hugarhægðar öldruðum konum, er ' orðið hafa utan gátta í tilverunni. i En vonandi verður seinna tæki- 1 færi til þess að kanna betur, hvor aðilinn, bílstjórinn eða forsvars- menn kvenfélagsins og ungmenna- félagsins í Ytri-Njarðvík, hafa gef- ið sannari lýsingu á ástandinu í „Krossinum.“ Ég hefi gefið bílstjóranum kost á að sjá svarið frá eigendum „Kross ins“. Á þessu stigi málsins vill hann engu við bæta frá sínu brjósti, öðru en því að málsókn sé honum kær- komið tækifæri til þess að leiða í ljós ýmislegt, sem vert sé, að al- þjóð viti um, og sumt hefir enn legið í þagnargildi. J. II. BLANDAÐIR AVEXTIR KVÚLDSÝNING Vegna fjölda áskoranna verður sýning í Sjálfstæöis- húsinu í kvöld, (miðvikudaginn) kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2 í dag. Sími 2339. — Dansað til kl. 1. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniuiimiiiiHmiiiiHiiimmiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir Guðmundur Jónsson bariion: \ +Söne^óh i *em mh un \ í Gamla Bíó miðvikud. 19. jan. kl. 7 síðd. stundvíslega. | Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. I Aðgöngumiðar í Bókabúð Lárusar Blöndal og Hljóð- 1 § færaverzlun Sigríöar Helgadóttur. i ................iiiii............................... !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦$♦♦♦♦♦}♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< '♦♦♦♦♦♦♦♦< •♦♦♦♦♦♦ Skaftfellingafélagið í Reykjavík | ♦♦ í: heldur skemmtifund að Röðli föstudaginn fyrstan í ♦♦ ♦♦ :: Þorra 21. janúar n.k. — Skemmtiatriði: Félagsvist og « ♦♦ dans. — Húsið opnað kl. 20. Spilað frá 20.30 til 22.15. H ♦♦ JJ :: Dans til kl. 1. — Mætið stundvíslega. ♦t H :: Skaftfellingafélagið. ♦♦ Nokkrar konur veröa ráðnar til starfa við barnaleikvelli Reykjavíkur- bæjar. Umsóknir um starfið skulu sendar til garðyrkju- ráðunauts Reykjavíkur, Hafnarstræti 20, fyrir 30. þ. m. Viðtalstími kl. 1—2.30 virka daga, nema laugardag, og ♦ gefur hann allar nánari upplýsingar. ^ Borgarstjórinn í Reykjavílc. § és f *• :: :: :: :: a : ♦♦ :« I ♦♦ :: REYKJAVÍK - NEW YORK ♦♦ ♦♦ Flugferð verður til New York fimmtud. 27. janúar. Væntanlegir farþegar hafi samband við skrifstofu « - ♦♦ U :: ♦♦ ♦♦ :: :t :: vora sem fyrst. :: ♦♦ H ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ 8 :: ♦♦ U :: ♦♦ H :: ♦♦ ♦♦ :: 1 Sími 81440. EINARSSON & ZOÉGA Reglubundnar hálfsmánaðar ferðir frá Genoa og Liv- orno til Amsterdam. Næstu feröir s/s Luna 27. þ. m. og s/s Thesens 10. febrúar. Umboðsmenn í Genoa: Christoforo David, pósthólf 445 Umboðsmenn í Livorno: L. V. Ghianda, pósthólf 70.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.