Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1949. 13. blað Syndir annara Einar H. Kvaran skrifaði skemmti'ega sög;: um syndii^ annarra. MaSurinn sniiiCLar gáfaður og um leið djúpvitur, en efnið heillanc'i. Menn verja svo miklum dýrmætum tíma í að hugsa um syndir annarra manna. Hér í Reykjavík eru geíin út fimm stór dagblöð. Grunn- tónninn hjá flestum þeirra er að sannfæra lesendur sína um syndir annarra. Merm venjast þessu, taka varla eft- ;ir því, nema sérstakt tilefni gefist. Eitt þannig fyrirbæri hefir nýlega átt sér stað með þjóð vorri. Það er í áramótaboð- skap formanns Sjálfstæðis- flokksins, hr. Ólafs Thors, sem birtist í Mbl. 31. des. f. á. Formaðurinn skrifar langt mál. Tveir meginþættir eru 1 greininni: lofsöngur um „ný- sköpunarstjórnina" sálugu og skammir um Framsóknar- flokkinn. Undiraldan er lof- gerð um hans eigin stjórn 1944—46, og þó e.t.v. öllu frek ar sterk og ómótstæðileg hvöt til að reyna að fljóta á synd- um annarra, þ. e. Framsókn- ar. Hún er að hans dómi hinn mikli bölvaldur í íslenzku þjóðlífi og frá henni flest illt runnið. Hann kemur aftur og aftur að þessu. Er áberandi, hve Framsókn sækir mjög á huga formanns :uis nú um áramótin. Hann tekur fram, að Sjálfstæðis- tlokkurinn sé einbeittari og sterkari en nokkru sinni áð- ur. Þó er eitthvaö aö: aftur Framsókn á næsta leiti! En hún getur og á að liggja utan garös um sinn. Þá er allt gott. Aðeins eitt ógert, að lækka gengið, og þar meö kaupið hjá öllum vinnandi stéttum. Hér verður í mjög stuttu rnáli rætt um nokkra megin- þætti í áramótahugleiðingum þessa sjálfumglaða stjórn- málamanns. Stjórnin 1944—46. Þessi stjórn studdist við mjög sterkan þingmeirihluta og tók lítið eða ekkert tillit til stjórnarandstöðunnar, sem þá voru Framsóknar- menn. Hún hóf göngu sína undir öðrum ástæðum en mokkur önnur stjórn hér á 'íandi hefir gert: íslendingar voru ríkir. Stjórnin setti sér það mark að ráðstafa eignum þjóðar- innar og öllum tekjum. Sér- stök ríkisstofnun var sett á fót til annast þetta, ásamt ráðherrunum sex. Var gengið að þessu með áhuga og sóttist verkið vel. Á annað þúsund milljóna hafði þjóðin til umráða þessi tvö stjórnarár Ólafs Thors. En allt tókst að éta upp. Ekki allt í mat og klæði og eyöslu, en meginhlutann. Botnvörpu skipakaupin er ánægjulegasta framkvæmd þessara ára. En hvernig átti stjórnin að eyða 600 millj. króna, auk árlegra tekna, án þess að eitthvað nýtilegt sæist eftir? Hvers vegna er Mbl. æ of- an í æ að hæla Ól. Th. og sínum mönnum fyrir þetta? Hvers vegna er Ólafi sjálf- um þetta svo ríkt í huga nú um áramótin? Þetta síendurtekna sjálfs- hól um nýsköpun þeirra manna, sem komu öllum þess um fjármunum fyrir á tveim- | Hverjir eru þessir útgerðar ur árum, er vægast sagt rnenn? Ýmsir þeirra eru mjög grunsamlegt. Það felst í mestu atorku og ráðdeildar- því tilraun til að friða þeirra menn. En almennt munu eigin samvizku.. Þeim hlýtur þeir enga sérstöðu eiga frá að vera það ljóst sjálfum eins löndum sínum, að þeir þjáist og öllum öörum, aö hér er af „peningalystarleysi", og | þeir hafa einurð á að kref j - | ast þess, að ríkið ábyrgist | þeim gcða afkomu í meðal aö' ári. En hirða gróðann sjálf- ekkert að þakka. Framsóknarfiokkurinn. Það er • stundum erfitt ráða þá gátu, hvort Ólafi Thors sé ríkara í huga, ánægj an með sína eigin stjórn eða óvildin til Frarnsóknar. Nú eru syndirnar varla lengur þeim gamla aö kenna, held- ur Framsókn. ir, ef betur gengur. I Þeir hafa lært að fara í j kröfugöngur. En þeirra ganga ! er með nokkuð öðrum hætti en verkamanna," sem labba um göturnar, berandi kröfu- ! spjöld. Þeir koma margir En lítum á rökin. 1944—46 hverjir í fínum lúxusbílum og var Framsókn minnihluta- heimta, að ríkið ábyrgist flokkur, sem engu fékk kom- þeirra hag. ( ið fram af áhugamálum sín-1 Kannast form. Sjálfstæðis- um. í kosningunum 1946 kom flokksins nokkuð við þannig hann meö skarðan hlut frá kröfugöngur? i borði. Stjcrnin gat ráðið öllu 1 ! fyrir honum. Á það var held- Niðurlagsorð. 1 ur engin dul dregin eftir kosn 1 Freistandi væri að drepa á ingarnar. ' i ýms atriði fleiri í áramóta- | En nú er Ól. Th. og sam- grein formannsins, eins og herjar hans að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að flest ar syndir séu þessum flokki að kenna. Þetta er of barnalegt. Fleiri og fleiri brosa að þessu. Hitt eru óhrekjandi sann- indi, sem enginn Sjálfstæðis- flokksmaður getur hnekkt, að j málstaöur þessa fámenna andstöðuflokks frá 1946, sem aðeins fékk kosinn fjórða hluta alþingismanna, var þaö harður undir tönn fyrir ný- 1 sköpunarstjórn Ól. Th., að hún hrökklaðist frá völdum | eins og kunnugt er. Hér eru óþörf stór orö. Allt fjas um t. d. vangaveltur hans um fjárhagsráð. Honum þykir því hafa verið mislagðar hendur í störfum sínum, — og kenn- ir auðvitað Framsóknar- mönnum. Hann lýkur lofsorði bæði á Sjálfstæðis- og Jafn- aðarmenn. En eins og allir vita, eru Framsóknarmenn í minnihluta í fjárhagsráði. Er þá erfitt að sjá, hvernig minni hlutinn — hinir vondu Fram- sóknarmenn — fer að því að snúa á meiri hlutann, sem er bæði góður og vitur. Þetta er að fara á hunda- vaði hjá formanninum, og vont að sjá, að hvaða strönd syndir annara er gagnslaust.: þannig rök bera hann. Framsóknarmenn voru I Sannleikurinn mun hins- kvaddir í stjórnina til ao ^ vegar sá, aö fjárliagsráð hafi bjarga því á land, sem tök J ekki ej'ft digra sjóði frá tíð Ól. yrðu á, með öörum þjóðholl- ■ Th., og hefir mönnum skilist um mönnum. Það er skiljan- á formanni ráðsins, að það legt og mannlegt, að þeim, I gæti ekki ausið gullinu á báða sem réðu stjórn 1944—46,! bóga. Eða ávísun á gull. finnist nú fátt um. En það 1 skiptir ekki ýkja miklu máli. Og er ekki mikilmannlegt. Kauplækkini, gengis- lækkun. Formaðurinn ræðir um; kauplækkun, en íer mj tikum | höndum um það viðkvæma j mál. Telur hann ekki von, að j þeir lægst laun.uðu vilji lækka kaup sitt. En hann virð ist ákveðinn með gengis- lækkun. Þessi málflutningur er tákn rænn. Hvað er gengislækkun annað en kauplækkun? Hvaða gagn er að gengislækk Lækjargötu un fyrir útgerðarmenn, ef kaupið hækkar um leið í jöfnu hlutfalli og krönan lækkar? Gengislækkun er fyrst og fremst leið til aö lækka kaup manna og gert sparifé al- mennings verðminna. Það er leið til að rýra afkomumögu- leika vinnandi manna. Ef til vill eru þeir nú betri en dag- legar tekjur þjóðarheildar- innar leyfa. En þá á formað- ur stærsta stjórnmálaflokks- ins að hafa hreinskilni og djörfung til að segja alþjóð, að hann sjái enga leið út úr erfiðleikum líðandi stundar, aðra en kauplækkun. Formaðurinn bfer hag út- gerðarmanna mj ög fyrir brjósti og vill láta þá fá ráð- stöfunarrétt á gjaldeyri, sem fæst fyrir fiskinn, a. m. k. að verulegu leyti. Við þörfnumst stærri sjón- armiða og meiri átaka en að skamma fulltrúa landbúnað- arins á Alþingi og í ríkis- stjórn. Enginn lifir til lengdar á syndum annarra. B. G. Hér sit ég við kertaljós að morgni dags hinn 17. janúar 1949 og skrifa þetta. Baunar hafa kerti verið ófá- anleg um alllangt skeið, en vinir mínir í einni skrifstoíunni hér í grennd gáfu mér þetta kerti. Þar hefir víst verið til pakki frá fyrra ári. Og nú skrifa ég við ljósið af þessu litla kerti. Leiðslan frá Soginu er biluð. Austur í Jórukleif eru 3 staur- ar brottnir. Þannig var þetta allan daginn í gær. Þá var rafmagni frá Elliðaánum og toppstöðinni skipt á milli hverfanna og var ætlunin að hver um sig fengi ljós og rafmagn í tvo tíma í senn. En í morgun vex álagiö svo mjög að smækka verður hverfin, sem raf- magn fá í einu, svo að þessari áætlun verður engan veginn fylgt. Þetta er ekki gott fyrir iðnrek- endur. sem hafa menn á launum, en verða að láta þá standa verk- lausa vegna rafmagnsleysúl Og húsmæðrúnum, sem treysta ein- göngu á rafmagniö, þykir þetta heldur ekki gott. Og svo mikið er víst, að þeir Keykvíkingar. sem vilja hafa reglulegar máltíðir verða nú margir að hafa kaldan mat eða einskonar skrínukost. Og lítið gerir þaö, — einn til tvo daga. en verra er það þar sem smá- börnin eru og ekkert hægt að velgja rafmagnslaust. Nú lileður niður snjó svo að þó að hvorki sé harka né ofsi er sorta- bylur. Veðráttan hér í Reykajavík hefir verið óvenjulega leiðinleg um hríð. Annan tímann úrhellisrign- ing, en hörkufrost þess á milli og stundum snjókoma. Þar af leiðir, að stundum mynd ast á götunum krapaelgur, svo að manni kemur í hug það, sem segir í kvæðinu um götur Siglufjarðar: Ef þar á að stíga þurrum fætl þurfa menn stígvél upp í klof. Það er eins og Nói sagði forðum. daga: Það er ógnarelgur og óskaplegt flóð bullum sull og bleyta, börnin mín góð. Og þetta skuli eiga sér stað í borg, þar sem ekki fást skóhlífar eða vatnsheldir skór! Svo er þá flughálkan aðra stund ina þegar skyndilega hleypir frosti í bleytuna, svo að um allar götur verður hálagler. Bílstjórunum er oft aðgæluþörf þessa dagana, og stundum ber líka út af hjá þeinr og djr verkfæri eru illa leikin. Á laugardaginn tepptist Hellis- heiði, og á sunnudaginn fóru mjólk urbílarnir Krýsuvíkurleið. Þá voru skaflar í Almannagjá en að öðru leyti var Mo'sfellsheiði slarkfær. Hins vegar er ekki nokkur von til þess að nokkur vegur haldist fær ef lengi viðrar eins og nú. Það mun ýmsum hafa brugðið í brún á mánudagskvöldið við þá frétt, að mjólkurbílar hefðu komið að austan, þar sem vegir innan- bæjar voru sums staðar illa færir strætisvögnum. En þessir bílar komu samt eftir Krýsuvíkur- veginum. svo að ekki þurfti að skammta mjólkina í Beykjavík. Starkaður .gamli Fasteignasölu- miðstöðin 10 B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, sklpa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, svo sem brunatryggmgar, innbús-, líf tryggingar o. fl. i umboðl Sjó- vátryggingarfélag íslands h. f. Viðtalstími allavvirka daga Kl. 10—5 aðra tíma eftir sam- komulagi. Túrbína tilsölu Lítt notuö 10 kw. Pellon- túrbína til sölu. Upplýsingar á Kirkjubóli. Sími um Nes- kauppstað. 'Utheilii Tifflœnn Höfum venjulega mikið af karlmannafötum úr sterkum íslenzkum efnum. FÖTIN Bergstaðastræti 28. Sími 6465. Fresfið ekki lengur, að gerasf áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.