Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefanil: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarslmar: 4373 og 2353 AfgreiBslu- og augifjs- ingaslmi 2323 PrentsmiBjan Edda 33. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. janúar 1949. 15. bla&’ Giftusamleg björgun: Tvo menn tekur út af vél- bátnum Mumma frá Flateyri Tókst að bjarga þelm báðum vegœa g'óðrar SRmlkunnáttu og snarræðis skipverja Eins og getið var um í fréttum fyrir nokkrum dögum Jirepptu Vestfjarðabátar ofsarok í fiskiróðri aðfaranótt s.l. laugardags og urðu fyrir miklu veiðarfæratjóni. Hlutu sumir Jieirra einnig áföll. — Vélbáturinn Mummi frá Flateyri fékk á sig brotsjó og tók tvo menn út. Svo giftusamlega tókst þó til, að þeim varð báðum bjargað. Tíminn átti í gaer símtal við Benedikt Vagn Gunnarsson, formann á Mumma og spurði bann um þennan atburð. Mennina tekur út. Um hádegi á laugardag var vélbáturinn Mummi frá Flat- eyri sem er 22 smálestir að stærð með fimm manna á- j höfn staddur um 20 milur norðvestur af Sauðanesi og var að draga linu sína. Var þá ofsarok og stórsjór. Áttu skipverjar eftir að draga um þriðjung linunnar. Um klukk an tólf á hádegi fékk Mummi á sig stórsjó að aftan og gekk hann alveg yfir bátinn. Þrír skipverjar voru þá við línudráttinn á þilfarinu mið- skipa og tók tvo þeirra út. Voru það þeir Guðmundur Jónsson og Jón Þorleifsson báðir frá Flateyri, ungir menn. Var Jón allvel syndur en Guðmundur ósyndur. Bát- inn hálffyllti, en þegar hann rétti við eftir ólagið bar bára Guðmund svo nærri bátnum, að skipverjar náðu honum innbyrðis. Jón hélt sér uppi á sundi. Þegar skipverjar komu auga á Jón eftir ólagið, hafði hann borizt nokkuð frá bátnum eða 10—15 metra. Vélarúm bátsins hafði hálf- fyllzt og vélin stöðvazt, svo að ekki varð bátnum hnikað nær Jóni. Var hann all- vel syndur og hélt sér uppi á sundi og. reyndi að synda nær bátnum. Tókst honum eftir nokkra stund að komast svo nærri bátnum, að skipverjar náðu honum innbyrðis. Var hann hinn hressasti og varð ekki meint af. Má segja að þessi björgun hafi tekizt ó- venju giftusamlega. Tvær klukkustundir að tæma bátinn. Svo mikill sjór hafði komið í bátinn, þar á meðal vélar- rúmið, að skipverjar voru tvær stundir að dæla úr hon- um svo að þeir gætu komið vélinni af stað. Tókst það samt vel og var klukkan orð- in tvö um daginn, er þeir gátu haldið af stað til lands. Gekk heimferðin vel. Töpuðu 80 lóðum. Þegar ólagið reið yfir bát- inn tók allt lauslegt ofan þilja út. Þar á meöal bala með um fimmtíu lóðum, sem búið var að draga. Auk þess varð Mummi að hverfa frá þeim lóðum, sem eftir voru og tap- aði hann þvi alls um 80 lóð- um auk ýmislegs annars, sem út tók. „ARtaf vitlaust veður.“ „Annars er tíðarfarið slæmt hér vestra um þessar mundir. Alltaf vitlaust veður, hvaðan sem hann blæs,“ sagði Bene- dikt formaöur á Mumma að lokum. „Afli hefir þó verið á- gætur, þegar á sjó hefir gef- ið.“ Viðgerð lokið á háspennulínunni að austan ísing olli biluninni I fyrrinótt tókst viðgerðar- mönnum frá Rafveitunni, að ljúka viðgerð á háspennulín- unni að austan, sem hafði slitnað niður vestan við Jóru- | kleif við Þingvallavatn. Fóru viðgerðarmenn austur í tveim ur leiðöngrum á skíðum og mótorsleða. Varð fyrri leið- angurinn að brjótast tiu klukkustundir í hríðarveðri, þar til komizt varð á áfanga- stað. Var þá um sinn ekkert hægt að vinna að viðgerð, en i fyrradag lægði svo hægt var að hefja viðgerðina um mið- nætti í fyrrinótt og var henni lokið um klukkan fimm að- faranótt gærdagsins. Bilun þessi varð vegna þess að ísing hafði náð að festast á línunni og sligað hana nið- ur, svo einn strengurinn slitn aði en þar með var rafstraum urinn rofinn til bæjarins. Undanfarna daga hefir raf magnið verið skammtað í Reykjavík, og hafa hverfi bæjarins verið rafmagnslaus sitt á hvað.’ Af þessu hefir leitt ýmsar truflanir og tafir á bæjarlífinu og af þeim sök um kom Tíminn ekki út í gær dag. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111'. I Fyrsta málið var | I um eignarrétt | I á tófuskinni I | Hæstiréííur hélt fyrsta i | málfiutningsfund sinn í = | hinum nýju húsakynnum í 1 f Arnarhvoli í gær. Fyrsta í | málið, sem rétturinn tók \ I þar fyrir, var dálítið nýstár | | legt, og f jallaði það um | 1 eignarrétt á tófuskinni. | Málstildrög voru þau, að \ | árið 1945 slapp platínu-ref | \ ur úr haidi frá Birni Páls- | | syni bónda á Löngumýri cn i | refurinn var síðan skotinn 1 i af öðrum manni. Björn i i taldi sig eiga skinnið en 1 I skotmaður vildi ekki láta i i laust. Undirréttur dæmdi i 1 svo, að skotmaður ætti i | skinnið, en Björn áfrýjaði. = i í gær fór fram málflutning i i ur í Hæstarétti og flutti | | Sveinbjörn Jónsson, málið 1 í fyrir refeiganda en Eggert | | Claessen fyrir skotmann. i I Er þetta mál talið all at- 1 | hyglisvert, þar sem það i i fjallar um eignarétt hús- i i dýra, eða hvort hér skuli f | gilda sömu reglur og um i i kindur eða hesta. Kom sú | i röksemd m. a. fram í rétt- § 1 inum, að þótt hér hefði | | verið um mannýgt naut að | i ræða hefði að vísu verið af i | sakanlegt að skjóta það, en \ | eingnaréttur eigandans á i i því hefði verið óskertur i | eigi að síður. i Skólura lokað í Húsavík Prá fréttaritara Timans í Húsavík. Tvö mænuveikitilf. hafa nú komið fram í Húsavík, en ann að þeirra var kunnugt fyrir nokkru síðan. Skólunum hefir nú verið lokað þar í eina viku til bráðabrigða og samkomu- bann hefir verið þar um nokk urt skeið. Verður verðið á hitaveitu- vatninu hækkað? Umræðnr um fyrirspurn Pálma Haitncs- sonar Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag beindi Pálm Hannesson fyrirspurn til borgarstjóra í tilefni af því, að lagv hafði verið fram í bæjarráði bréf frá hitaveitustjóra varð- andi hækkun á hitaverði. Spurðist Pálmi fyrir um, hverjar tillögur hitaveitustjóra væru. Borgarstjóri skýrði svo frá, að hitaveitustjóri legði til, að hitaverðið yrði hækkað til samræmis við kolaverðið, enda hefði verið ætlazt til þess í upphafi að það fylgdi kolaverðinu. Auk þess rök-. styddi hitaveitustjóri tillögu sína með því, að hitaveitan hefði stórframkvæmdir í und irbúningi, en skorti fjármagn til þeirra. Þá gat borgarstjóri j I þess, að. hitaveitustj óri hefði j borið fram svipaðar tillögur í j fyrra, en þá hefði ekki verið fallizt á þær. Pálmi Hannesson kvaðst líta svo á, að rangt væri að miða hitaverðið við kolaverö, heldur ætti vitanlega að miða það við sannvirði, en gera þó I, vitanlega ráð fyrir hæfileg- væri. Jón Axel Pétursson og Steingrímur Guðmundssor tóku að vissu leyti í sama. streng og Pálmi, en töluðv. auk þess urn þann möguleika að hækka verðið eingöngu í, vissri umframeyðslu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- bæjar ÍTtsvörhi áæfluð n*r 53 miljónir króna Fjárhagsáætlun Reykjavik urbæjar fyrir árið 1949 var lögð fram á bæjarstjórnar- fundi i gær. Borgarstjóri fylgdi henni úr hlaði með all- ítarlegri ræðu, en fleiri töl- uðu ekki, enda er það venja, að fulltrúar andstöðuflokk- anna geymi athugasemdir sínar til seinni umræðunnar. Samkvæmt fjárhagsáætlun inni, eins og borgarstjóri um afborgunum og forðast hallarekstur. Stofnkostnað nýbygginga ætti vitanlega að greiða niður með tekjum af þeim sjálfum. Pálmi benti á, að verðlag á ýmsum nauðsynjum virtist heldur fara hækkandi, en kaup ýmsra starfsmanna væri ýmist fastbundið eða reynt væri að halda því niðri. slíkt myndi þó reynast óger- legt tii lengdar, nema taum- hald yrði haft á verðlaginu. Ella myndi fyrr en síðar koma til alvarlegra árekstra. Mik- ilsmegandi stjórnmálaforingj ar hefðu nýlega bent réttilega á það, að það opinbera þyrfti að færa saman seglin. Þetta væri rétt. Ef það opinbera gengi á undan og drægi held- ur úr álögunum en yki þær, væri auðveldara fyrir það að íiimiiiimiiiii»i»iii»»MiHiniUMiHii»i»m^i»*uiiuiiiiiiiii koma til almennings á eftir og krefja hann um að stilla kröfum sínum í hóf. Yki það hins vegar álögurnar og kröf urnar, gæti það ekki lcrafizt hins gagnstæða af borgurun- , um. Borgarstjóri svaraði þessu litlu og var ekki ráðið, hver afstaða hans og flokks hans Alþingi koraið sam an til funda Fjárlögin og verri- > umtrmállu verða helztu mál þess Alþingi kom saman til fran. haldsfundar í gær. Allmarg- ir þingmenn voru þá ókomn- ir til þings og var meða. þeirra forseti efri deildai. Bernhard Stefánsson, er ligg- ur í mænuveiki. Veikind., hans eru þó ekki talin alvar- leg. Aðrir þingmenn, sem ekk. voru mættir, eru væntanlegir um helgina, ef samgönguj hamla ekki. Helztu málin, sem liggja. fyrir þinginu, eru fjárlögin og verzlunarmálin. Framsóknar- menn hafa lagt fram sérstaki, frumvarp um verzlunarmálin eins og kunnugt er, og orð- rómur gengur um, að við- skiptamálaráðherra ætli ac, leggja fram annað frumvarp- ið. lagði hana fyrir, eru útsvörin áætluð 52.6 milj. kr. en aörar tekjur bæjarins 8.4 milj. kr. Borgarstjórinn gerði ráð fyr- ir, að útsvörin myndu hækka í meðferð bæjarstjórnarinn- ar. Borgarstjóri kvað flesta út gjaldaliðina áætlaða hærri en áður og gerði grein fyrir hækkununum. Þetta mál verður rætt nán- ara í blaðinu síðar. | Aðalfundur mið- i síjórnar Fram- | sóknarflokksins I Aðalfundur miðstjórnar I Framsóknarflokksins verð- = ur settur í Reykjavík mánu í daginn 21. febrúar n. k. \ Áríðandi er að allir mið- \ stjórnarmenn mæti á fund | inum eða varamenn þeirra \ að öðruin kosti. Miðstjórn- 1 armönnum af Norður- og e Austurlandi skal sérlega | bent á ferð Esju suður, en | hún fer frá Akureyri 14 \ febrúar austur fyrir land 1 og kemur til Reykjavíkur | um 20. febrúar. IIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIMMIIMM}

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.