Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1949. 15. blað Vijja Síc Piiupcrnel Sniilh Ensk stórmynd með: I,eslie Howard Sýnd kl. 9 Ungar systnr mcð ástarþrá ain fallega og skemmtilega lit aiynd með: June Haver George Montgomery Vivian Blaine Sýnd kl. 3, 5 og 7 Uajjhartfíé Maðurinn með gervifingiirna (Uneasy Terms) Afar spennandi leynilögeglu- mynd, tekin eftir skáldsögu eftir þennan vinsæla höfund. AUKAMYND Alveg nýjar fréttamyndir frá Pathe, London. Sýnir meðal anars björgun flugmannanna á Grænlandsjökli. _____Sýnd kl. 5, 7 og 9__ lingir leynilög- reglinnenn Sýnd kl. 3 Sala hefst kl. 11 f. h. Hafinarfáariarltíó Allt í lagi, lagsi! Hin sprenghlægilega gaman- mynd með ABBOT og COSTELLO Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9249 Mættulcgt pukiir (Framhald af 5. slBu). á, að ríkisstjórnin verður að halda málum leyndum um skemmri tíma vegna tillits- semi til annarra þjóða, en slíkt hefir ekki réttlætt pukr- ið og leyndina, er hér á sér stað, nema í fáum tilfellum, og t. d. alls ekki í tveimur þeim stórmálum, er nefnd voru hér á undan. Sé þjóð- inni Iátin í té vitneskja um málin, getur hún rætt þau af hófsemd og skynsemi og verra er þá að koma æsing- um að. Slíkar umræður um málin eru líklegar til þess að leiða til heillavænlegastrar niðurstöðu. í sama tölublaði Alþýðu- blaðsins, sem sagði frá vænt- anlegri utanför utanríkisráð- herrans, er skýrt frá því, að Lange utanríkisráðherra Norð manna hafi daginn áður rætt all-skorinort í stórþing- inu um viðhorf norsku stjórn arinnar til bandalagshug- mynda þeirra, sem nú eru á döfinni. Myndi það ekki hreinsa andrúmsloftið hér, ef íslenzki utanríkisráðherr- ann gerði það sama? í útvarpsfregnum má oft (jatnla Síó SKYTTURMR (Les Trois Mousquetaires) Sérstaklega spennandi. efnis- mikil og vel leikin frönsk stór- mynd. ger eftir hinni víðfrægu og spennandi skáldsögu eftir franska stórskáldið Alexander Dumas. — Danskur texti. Sýnd kl. 3, 6 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. 'Tjarnarkíc Glæsileg framtíð (Great Expectations) Ensk stórmynd eftir skáldsögu Charles Dickens. John Mills Vallrie Hobson Sýnd kl. 9, Bör Börsson Norsk mynd eftir hinni vin- sælu skáldsögu Sýnd kl. 3, 5 og 7 Sala hefst kl. 11 f. h. Sœjarbíó HafnarftrOi Monsieur Verdoux (Fool’s Gold) CHARLIE CHAPLIN Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 9 Síðasta sinn Miranda Hafmeyjarsaga Sýnd kl. 7 Simi 9184 „MILLI FJALLS OG FJÖBU“. Fyrsta talmyndin, sem tekin er á íslandi. g* n LOFTUR Ijósm. hefir samið söguna og kvikmyndað. Með aðalhlutverkin fara: Brynjólfur Jóhannesson Alfred Andrésson Inga hórðardóttir Gunnar Eyjólfsson Lárus Ingólfsson Ingibjörg Steinsdóttir Jón Leós Bryndís Pétursdóttir Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl 1 Verð aðgöngumiða krónur 15/— og krónur 10/— Flugkeppni með George Forby Sýnd kl. 3 Sala hefst kl. 11 f. h. 7'ripcli-bíó heyra sagt frá almennum um ræðum í brezka þinginu um utanríkismál, án þess að nokkrar sérstakar tillögur * liggi fyrir. Þetta er gert til þess að láta þjóðina fá vit- neskju um afstöðu stjórnar- innar á hverjum tíma. í amerískum blöðum er þó rætt um utanríkismálin af enn meiri bersögli en í evróp- iskum blöðum og stjórnin þar skýrir oft frá fyrirætlunum Sínum á þessu sviði áður en hún leggur þær fyrir þingið. Þaö er gert til þess að fá skynsamlegar umræður um málið og til þess að skápa heilbrigt almenningsálit. Það yrði íslenzku lýðræði og utanríkismálum mikill á- vinningur, ef forráðamenn- irnir fylgdu fordæmi Engil- saxa í þessum efnum og forð- uðust allt óþarft pukur, sem aldrei getur haft neitt gott í för með sér. X+Y. Miimlslausl maöiiriiin (Somewhere in the Night) Afar spennandi amerísk saka- málamynd byggð á sögu eftir Marvin Borowsky. Aðalhlutverk: John Hodiak Nancy Gulild Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Sími 1182 BERNHARD NORDH: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 34. DAGUR j:i S4$«$í$$4S$S5SÍ$«í!( Bergnr Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarflrði, simi 9234 SK1PAUTG6KÐ KIRUSINS „SÚSIN” er nú á förum héðan til Italíu og mun taka þar farm til heimflutnings í kringum miðj an febrúar. Eru þeir, sem óska að fá fluttar vörur með skipinu, vinsamlega beðnir að snúa sér til afgreiðslu- manna skipsins. Ballestrero, Tuena & Canepa, Via C. R. Ceccardi, 4—11, Genova eða Minieri & Co. Via Depretis, 102, Napoli — Hvað er um að vera, barn? Marta var komin fram á gólfið og fálmaði eftir lamp- anum. — Það var barið að dyrum, pabbi, stundi hún. — Barið að dyrum? — Já, flýttu þér fram úr. Hann liggur kannske aöfram- kominn við huröina. Lars og kona hans hlupu bæði fram úr fleti sínu. Þau voru alklædd, og Birgitta gekk að hlóðunum og náði í þurr- an birkibörk. Svo rétti hún sig upp með uppkveikjuna í hendinni, og sárir kippir fóru um þreytulegt andlitið. Það var ómögulegt að kveikja upp — á þessari nóttu var þess enginn kostur. Marta reif burt tuskurnar, sem troðið hafði verið milli stafs og hurðar, og fór meö föður sínum fram í fordyriö. Lars opnaði útidyrnar, og feðginin rýndu bæði út í iðulausa hríðina. Ekkert kvikt var að sjá, aðeins hríðarmoldviðrið, sem umlukti húsið, og þykkan skafl, sem hlaðizt hafði upp í hléi við eitt hornið og yrði sjálfsagt orðinn jafn hár þak- skegginu að morgni. Lars dró andann djúpt og hrópaði út í myrkrið, dimmum rómi: — Jónas! — Jónas! Og Marta æpti líka í örvæntingu sinni: — Jónas! Ekkert svar, nema draugalegt kvein stormsins við hús- hornið. Stúlkan óð út í skaflinn og krafsaði niður í hann. Hríðargusurnar lömdu andlitið á henni. Lars starði vonleysislega út í myrkrið. Hann kallaði einu sinni enn, en hann gerði það fremur vegna Mörtu en lík- indanna til þess, að Jónas væri í kallfæri. Þau urðu að forða sér inn aftur. Það var tilgangslaust að leita umhverfis húsið. Lars hálfdró dóttur sína inn. Hún hneig grátandi niður í rúmið sitt. — Þetta er mér að kenna, stundi hún. Mér að kenna, mér að kenna.... > I — Hvað segirðu, barn? — Víst er það mér að kenna, aö Jónas fór þetta. Það var ég, sem bað hann að ráða sig ekki hjá Lappanum. Ef hann hefði gert það, væri hann ekki — ekki dáinn. — .Þaö er ekki víst, að Jónas sé dáinn, Marta. — Jú — jú. Hann getur ekki lifað af uppi á reginfjöllum í svona aftaka veðri. Það veizt þú vel, pabbi. Það er engum manni líft þar uppi, þegar svona stórhríð skellur á.------- Jónas, Jónas....! Lars var þungbúinn. Stúlkan hafði rétt að mæla. Hefði Jónas verið á fjöllum uppi, þegar hríðin skall á, voru litlar líkur til þess, að þau ættu eftir að sjá hann lifandi — ef til vill ekki einu sinni dauðan heldur. í fjöllunum var mörg skálin og skápurinn, þar sem maður hafði aldrei stigið fæti sínum. — Jónas hefir áreiðanlega ekki verið uppi á fjöllum, Marta. Hann stefndi í áttina að Suttung, þegar hann lagði af stað í morgun. Hann hefir sennilega verið í grennd við Grjótsæ, þegar hríðin skall á. En stúlkan lét ekki huggast. Grjótsæ — Jónas — kom ekki til mála! — Jú — og þá hafði hann veðrið á eftir sér. Hann kemur heim á morgun. Marta hélt áfram að gráta og barma sér yfir því, að hún skyldi eiga sök á dauða bróður síns. Hann hefði ekki verið einn uppi á reginfjöllum, ef hann hefði slegizt í fylgd með Löppunum. Lars fól andlit sitt. Það var ómögulegt aö tala um fyrir henni. Og víst var það satt, að það var hún, sem hafði komið í veg fyrir, að Jónas gerðist hjarömaður. AÖ þessu sinni að minnsta kosti. Jónas hafði samt ekki hafnað boði Turra afdráttarlaust. Hann hafði þvert á móti ætlað að ráða sig til hans með vorinu — og kveðja þá Marzhlíö fyrir fullt og allt. Seinast í gær hafði hann haft orð á því, að næsta vetur myndi sér verða betur til fanga. Lars slökkti á lampanum og lagöist raunamæddur í rúmið við hlið konu sinnar. í marga raun hafði hann sjálfur kom- izt hér við Marzfjallið, og enn hafði ekkert megnaö að upp- ræta þá trú hans, að allt, sem á dagana drifi, hefði einhvern æðri tilgang. En ef Jónas var nú dáinn — hver var tilgang- urinn? Hann leitaði svars árangurslaust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.