Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 3
15. blað TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1949. 3 1 ísLen.din.gaþættir I *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•i •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦s Minningarorð: Gunnar Guðjónsson, Gestsstöðum í NorðurárdaL Gunnar Guðjónsson frá Geststöðum var borinn til moldar 14. jan. s.l. Gunnar var fæddur að Geststöðum í Norðurárdal 6. sept. 1899, sonur hjónanna Guðjóns Guðmundssonar og Guðrún- ar Daðadóttur. Bjuggu for- eldrar Gunnars á Geststöð- um í 35 ár. Byrjuðu búskap 1893, þá á niðurníddu fjalla- koti. Guðjón var mjög mikill eljumaður og hafði mikinn áhuga á að bæta jörðina.bæði að túnbótum og húsabótum. Byggði hann öll hús jarðar- innar og tvær heyhlöður, sem þá voru mjög óvíða hér í sveit. Guðrún, kona Guðjóns, var mesta myndarkona; gaf hún bónda sínum ekki eftir og taldi ekki úr umbótastarfi hans. Eins og gefur að skilja var lífsbaráttan mjög hörð, með stóran barnahóp, á lélegu, slægnalausu fjallakoti, með kargaþýfðum túnkraga. Börn Guðjóns, sem upp komust, voru: Guðmundur, drukknaði ungur í fiskiróðri suður með sjó, Elín, dó ung, um tvítugt, Gunnar, Páll, Gunnhildur og Þórdís, þrjú hin síðast töldu eru búsett í Reykjavík, Páll trésmiður, en systurnar vinna við sauma. Haustið 1919 fór Gunnar á Hvanneyrarskólann, dvaldi hann þar veturinn, en ekki varð honum auðið lengra náms, því að heimili for- eldra hans þarfnaðist vinnu hans og aðstoðar. Um þess- ar mundir missti móðir Gunn ars heilsuna. Var það mikið áfall fyrir heimilið, þar sem Guðjón var tekinn að eldast og lýjast. Það varð örlagaríkt fyrir Gunnar að verða að hætta við námið og hverfa heim að Geststöðum, því það varð til þess, að hann ílengdist þar og varð bóndi þar eftir föð- ur sinn. Ég hygg, að á þeim árum, sem Gunnar hvarf frá námi, hafi hann ekki lang- að til þess að setjast að á Geststöðum. Gunnar hóf þar búskap 1929 og giftist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jóhann- esdóttur, ættaðri norðan úr Miðfirði. Varð þeim 4 barna auðið, og eru þau þessi: Guð- mundur 18 ára, nemandi í fjórða bekk menntaskólans í Rvík, Jóhanna 17 ára, Guð- rún 15 ára og Sesselja 14'ára. Á Geststöðum gat ekki ver- ið framundan annað en strit og erfiðleikar. Þótt jörðin væri allmikið bætt frá hendi föður Gunnars, þá höfðu kröfurnar til lífsins og erf- iðleikarnir við það að hafa aðkeyptan vinnukraft, aukist meir. Það kom fljótt í ljós, að Gunnar var stórhuga og mik- ilvirkur bóndi og að jörðin hafði engan veginn í sér þá umbótamöguleika, sem hugur Gunnars krafðist. Var mér vel kunnugt um það, að Gunnari kom mjög í hug að fá sér annað býli, þar sem væru meiri umbótamöguleik- ar og betur í sveit komið. En seiðmagn hlíðarinnar og fjalladalsins, er sólin brosti við á kyrlátu vorkvöldi, heill- aði hug bóndans, og þetta seið magn hélt honum föstum, þrátt fyrir það að hann sæi þörfina fyrir að leita hælis annarsstaðar, þar sem um- bótaskilyrðin væru betri og meiri afkomumöguleikar, létt ari störfin fyrir hann og konu hans, sem ekki var hraust til heilsu og léttara um vik að koma börnunum til náms, þótt ekki væri nema í barnaskóla. Það þekkir eng inn, nema sá sem reynt hef- ir, hvaða erfiði fylgir búskap á erfiðu fjallabýli, símalaus og oft og tíðum lítt færum eða ófærum vegi, þá fyrir- hyggju, sem þarf að hafa í hverju einasta atriði, og hví- líkt þrek þarf til þess að þola einangrunina fyrir einyrkj a hjón með 4 ungbörn. Gunnar gekk öruggur í mót örðugleikunum. Honum tókst að tvöfalda töðufallið og bæta túnið, svo að hægt var að koma við heyvinnslu- vélum, umbæta bæinn mikið og setja í hann miðstöðvar- hitun. Hann byggði og mjög vandaða heyhlöðu fyrir öll hey, með votheystóttum. Að þessari hlöðu átti svo að færa öll hús. Hann girti nokkurn hluta beitilandsins til hag- ræðis fyrir fjárgæzlu, sem annars var mjög erfið. Gunnar var mjög vel verki farinn, góður smiður og á- gætur vefari; varð honum allt að verki, sem hann snerti á, hafði einnig glöggt auga fyrir því, sem fór vel. Heim- ilið varð allt hið snyrtileg- asta, utan húss og innan. — Kona Gunnars vandaði mjög til heimilishaldsins. Hvernig sem á stóð var allt hreint og fágað innan húss. Gunnar var gestrisinn og þótti vænt um, þegar gesti bar að garði. Var hann glaðvær heim að sækja og kom þá brátt í ljós áhugi hans fyrir umbótum á búskaparháttum og umbót- um í félagsmálum. Gunnar var félagslyndur og tók þátt í öllum félagsmálum sveitar sinnar og var þar sem annars staðar áhugasamur og heill. Á fimmtánda búskaparári Gunnars tók heilsan að bila, og í ágústmánuði 1943 varð hann að fara í sjúkrahús. Aftur kom hann heim eftir tæplega árs fjarveru, þá sæmilegur til heilsu, en þó með mikið lamað starfsþrek. Varð það því að ráði, að hann fluttist alfarinn frá Geststöð um að Hafþórsstöðum í sömu sveit og hóf búskap þar. Á Hafþórsstöðum sá Gunnar mikla umbótamöguleika og nú var að hefjast handa á ný um ræktun og húsabætur. Verka Gunnars þau fjögur ár, sem hann bjó á Hafþórsstöð- um, mun lengi gæta. Hann hóf þegar undirbúning að all mikilli ræktun, byggði vand- að hús yfir verkfæri og áhöld, stórvandaða heyhlöðu fyrir öll hey; í henni átti að koma fyrir votheystóttum og að (Framhald á 7. siðu). A UM VÍÐA VERÖLD: Á skozku sveitaheimili Sigurd Severinsson heitir Svíi sá, sem þessa grein skrif- aði, en hún birtist nýlega í S S U blaðinu sænska. Lesendur skulu gæta þess, þar sem rætt er um verðlagið í Skotlandi, að jafnan er átt við sænskar krónur, þegar ekki er talað um enska mynt. Sænska krónan er 1.81 kr. ísl. og sterl.pd. 26.22. Útsunnanvindurinn kemur frá írlandi og leiðir með sér krapahryðjur yfir höfð- ana og daladrögin. Fjöll og hæðir verða hvít af snjó, því að það er kalt þar uppi, en á láglendi festir ekki snjó. Mönnunum á jarðeplaakr- inum er kalt. Þeir berja sér milli þess, sem þeir keppast við vinnuna þar til fingurnir taka að dofna af kulda. Þetta var él eitt. Bráðum skín sólin aftur og það lifnar yfir mönn unum við upptökuna og þeim vinnst betur. En til fjallanna halda snjóskýin áfram að dreifa sínu hvíta dufti. Sprettan er góð. Það þreytir bakið, að standa boginn á jarðeplaakri dag eftir dag. Það er ekki við hæfi löðurmenna. Nú höfum við haldið áfram við þetta verk í heila viku. Það er síð- asta vika í október og allan mánuðinn hefir mr. Brown verið að vona að veðrið batn- aði, svo að okkur gæfi að taka upp. En það hefir rignt stöð- ugt í Skotlandi þetta haustið og einkanlega hér í Wigtons- héraði, suðvestanverðu. Mr. Brown er heppinn með sprettuna, jarðeplin eru stór og falleg. Hann hefir mikið af matarjarðeplum að selja eftir hátíðarnar, þegar verð- ið er hæst. Nú kostar smálest- in 6—8 sterlingspund en verð ið hækkar eftir áramótin um nokkur pund á smálest og ef til vill meira. Það fer eftir því hvað mikið verður til, en nú hefir verið góð uppskera um allt Skotland og í Englandi líka. Því vona menn að jarð- eplaskömmtunin verði engin á komandi ári, en undanfar- in ár hafa þau verið skömmt- uð annan tímann. Annars hefir öll uppskera verið góð í Skotlandi í haust, en veðrið um uppskerutímann mjög óhagstætt og það versta sem sögur fara af um langa tíð segj a bændurnir. Og þeg- ar ég yfirgaf Skotland í nóv- emberbyrjun mátti víða sjá hafra úti á ökrum. Hér á bænum Carseriggan hirtum við síðustu hafrana siðast í september. Annað korn var ekki ræktað hér, en auk þess rófur og kál og fleiri fóður- jurtir. í Austur-Skotlandi hins vegar er ræktað mikið hveiti, rúgur og sykurrófur. Dráttartæki skozkra bænda. Fjórhjólaða vagna sá ég hvergi í þessum hluta Skot- lands. Bændurnir notuðu að- eins tvíhjólaðar kerrur, breið ar eins og vörubíla. Þær áttu bezt við landslagið. Fjórhjól- aður vagn hefði fljótlega olt- ið á hinu óslétta landi. Drátt arvélar voru hér heldur ekki. Landið er svo mishæðótt, að hvergi er hægt aö fá sjónar- hæð, svo sjái yfir allan akur- inn í senn. Þetta var á Carseriggan og sveitinni í kring. Fáar mílur í burtu var flatlendara milli hæðanna. Og í Kircinner, þrjár sænskar mílur í burtu, er risavaxinn hernaðarflug- völlur. Þar eru dráttarvélar notaðar eins og hvarvetna í Skotlandi, þar sem ástæður leyfa. Því eru hestar í lágu verði. Ég var á uppboði þar sem góðir og traustir vinnu- hestar voru seldir á 600—700 krónur, reiknað í sænskum peningum. Aðeins einn hestur fór á 1450 krónur. Það var fyr irmyndar skepna eftir skozk- um kröfum. » Annars þótti mér skozku hestarnir ekki fallegir. Þeir eru stærri en belgisku hest- arnir í Svíþjóð, ekki eins sterk ir, en þægir og þolinmóðir. Aldrei beit hestur eða sló, jafnvel þó að slegið væri í hann fyrir ofþungu æki. Sauðfjárræktin. Skotar hugsa ekki mest um hrossaræktina. Það er sauð- féð og kýrnar, sem þeir meta mest. í Ayrhéraði, sem er bezta landbúnaðarhérað Skot lands er nautgriparækt og mjólkurframleiðsla mesta á- hugamál bændanna. Öll með- ferð mjólkur er þar á háu stigi. Þó fann ég þar ekki neitt, sem tæki því fram, sem þekkist í Svíþjóð. Það er sauð fjárræktin, sem Skotar hafa komizt lengst í. Mikil land- svæði eru þar eingöngu höfð til sauðfjárræktunar. Cars- eriggan, þar sem ég vann, er gott dæmi um fjárbú í Skot- landi. Mr. Brown átti 750 fjár (hið stórhyrnda svarthöfða- kyn). Landareign hans var 100 hektarar og fjórir fimmtu hlutar hennar voru einungis beitarland fjárins. í New- ton Stewart, sem er 3 þúsund manna þorp í miðju hérað- inu, eru vikulegir sauðfjár- markaðir öll haustin. Dýrir hrútar. Úti fyrir markaðshúsinu höfðu bændurnir hver sinn dilk fyrir fé sitt. Verzlunin gekk liðugt, enda veitti ekki af, þar sem þúsundir fjár voru seldar á einum degi. Verðið var 70-130 shillingar á kind. Varla gat heitið, að ég sæi annað fé en af svarthöfða kyni í þessu héraði. Hins veg ar er mest um cheviotfé í Austur-Skotlandi. Og hvað segið þið um verðlag, eins og 800 sænskar krónur fyrir einn kynbótahrút af svarthöfða- kyni og 1500 krónur fyrir cheviothrútinn? í sama blaði og ég les um þessi kynbóta- dýr, sé ég sagt frá hesti, sem er afbragðs kynbótagripur, og er seldur á 3.915 krónur aðeins. Fj árbændurnir veröa að hafa sauðamann og það þurfti óhrakinn mann til þess að vera fjármaður hjá mr. Brown. Hálft áttunda hundr- að fjár þarfnast eftirlits- manns og hann verður að hafa góða hunda og stundum aðstoðarmann. Það verður að baða féð einu sinni á mán- uði að sumrinu og þrisvar á vetri hverjum til að eyða ó- þrifum. Fjárhundarnir skozku. Fjárhundarnir eru vitur dýr, sem kunna sín verk. Fyrsti dagur minn á heimil- inu var sunnudagur, og þá fékk ég mér langa gönguferð út í víðáttuna. Þegar fólkinu þótti mér dveljast, datt því í hug að ég kynni að villast og sleppti báðum fj árhundunum út að leita mín. Rétt í því að ég sneri heim aftur mættu þeir mér og runnu síðan smá geltandi sinn til hvorrar hlið- ar við mína lítilmótlegu per- sónu, svo að þeir væru vissir um að ég kæmi til skila. Afkomuskilyrði og Iaunakjör. Það er miklu arðvænlegra að vera bóndi í Skotlandi en Svíþjóð. Smábúskapur þekk- ist þar ekki og hver bóndi á sinn eigin bíl. Hins vegar saknaði ég þeirrar reglusemi inan húss og utan, sem ein- kennir sænsk bændabýli. Auðvitað er þar allskonar fólk, og þar eru líka afbragðs jarðyrkjumenn, sem hafa allt í bezta lagi. Mjólkin var borguö með 40 —50' aurum lítrinn, en hún verður dýrari að vetrinum eftir því, sem framboðið er minna. Hafrar kosta 29 aura kg., ekki 2.80 tylftin og kýr- verð er allt að 1000 krónum. Verkalauneru hinsvegar sjald nast hærri en í Svíþjóð. Dag- launa maður fékk 12,60 fyrir vinnu sína og eina máltíð aö auki, en vikukaup verka- manns í sveitum var 4 pund ef hann fæddi sig sjálfur. Vit anlega var þetta breytilegt og oft urðu bændur að borga meira svo að þeir fengju fólk. Mr, Brown hafi vinnumann fyrir 14 pund á mánuði og allt frítt og unglihg fyrir 10 pund. Fjármaðurinn fékk 4 og hálft pund á viku, 8 tunn- ur af jarðeplum á ári og tvö kýrfóður. Betra að búa í sveit. Bæði í Englandi og Skot- landi hefir verið sama vanda- málið og í Svíþjóð, flóttinn úr sveitunum. Stjórnarvöldin gera nú allt sem þau geta til að sporna þar í gegn, sagði mér fyrirmyndarbóndi í Kirk cinner. Mér fannst allt ann- að viðhorf til borgar og sveit ar í Bretlandi en Svíþjóð. Þeg ar ég sagði það við minn góða gistvin í Kircinner, svaraði hann, að mikil breyting hefði orðið á í Englandi hin síðustu ár. Borgarbúum fannst að þeir stæðu á miklu hærra menningarstigi en sveitafólk ið. Eftir stríðið er viðhorfið annað. Þannig hafa til dæmis fjölmargir Lundúnabúar, sem dvöldu utan borgar sinnar vegna loftárásarhættu á stríðs árunum, aldrei snúið heim aftur. Þeim hefir þótt betra að búa út á landi. Ég heimsótti sænskan vin minn, sem dvaldi í sama hér- aði og ég. Það var laugardags kvöld og við sátum og hlust- uðum á útvarpiö. Það var flutt ur landbúnaðarþáttur og vin ur minn segir: „Blóm munu spretta úr malbikinu áður en talað verð (Framhald á 7. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.