Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1949. 15. blað Fiskmagn og hagnýting Grein sú, sem hér fvlgir, bix*tist í seinasta blaði Æg- is og er eftir ritstjóra hlaðs ins. Þar sem hér er rætt um mikilsvert efni, sem ýmsum forráðamönnum sjávarút- vegsins virðist hvergi nærri nógu Ijóst, þykir Tímanurn rétt að vekja á því aukna athygli með því að endur- prenta greinina. Síðastliðið -ár var meðal- aflamagn hvers íslenzks fiski manns um 90 smálestir. Er það marg falt meira en ger- ist hjá nokkurri annarri tiskveiðiþjóð. Sama verður jinnig uppi á teningnum, pótt miðað sé við fólksfjölda 'pjóðarinnar í heild. Mörgum iaefir þótt þessi hlutur okkar státsverður og haldið honum i lofti í ræðu og riti. Má til sanns vegar færa, að slíkt sé ekki óeðlilegt. En nokkuð þyk :ir mér kenna einsýni í því að miða svo mjög við magnið, sem dregið er á land, en skoða það léttara á metum, hvaða verðmæti okkur tekst að gera úr því. Þess eru dæmi um formenn, sem reynzt hafa aflahæstir, að þeir hafi skilað lélegastri útkomu. Svipuð er sagan um okkur sem fiskveiðiþjóð. Meðalaflamagn hvers fiski- rnanns er meira en hjá nokk- írri annarri þjóð, en meðal- verðið miklu lægra en dæmi eru til annars staðar. Orsök- in til hins lága meðalverðs á ::ætur að rekja til þess, að hér hefir margt ekki verið aýtt, sem talið hefir verið m'ikilsvert hráefni annars staðar og megnið af fiskaf- arðum okkar hefir verið flutt út óunnið eða lítt unnið. Þótt allmikil breyting hafi i’ ofðið i þessum efnum und- anfarin ár, skortir þó enn mjög mikið á, að komið sé í það horf, sem þörf væri á. Afli togaranna er mest allur seldur óunninn og hinir nýju sogarar hafa engin tæki til aukinnar hráefnanýtingar. Þannig verður því allt rask, sem fellur til á þessum stóru veiðiskipum, að fara í sjóinn aftur. Síldarafurðirnar eru ýmist fluttar út óunnar eða hálfunnar, að síldarmjölinu andanskildu, sem telja má t'ullunna vöi-u. Síldarlýsið mun teljast hálfunnin vara og saltsíldin er hrávara, svo sem kunnugt er. Til fullunninnar vöru telst verkaður saltfiskur, fiskimjöl, freðfiskur og fiskmeti, sem iagt er eða soðið niður. Preð- tiskiðnaðurinn hefir átt lang drýgstan þátt í að hefja með- alverðið. Hefðu aðrir þættir fiskiðnaðarins lagst jafn- þungt á sveifina með að hækka meðalverðið, mundi vafalaust álitamál, hvort upp á okkur stæði í þessum efn- um miðað við aðrar fiskveiði- þjóðir. Þegar rætt er um meðalverðið okkar og það er borið saman við það, sem til þekkist annars staðar, er eðli legt, að því sé ekki gleymt, hve mikla hlutdeild síldin á i heildaraflanum. Hundraðs- hluti hennar er það stór, að við þurfum ekki að vænta þess, að ná nokkru sinni því meöalverði er tíðkast hjá þeim þjóðum, sem afla miklu Eflir Lííðvík Eristjjánssoii ritstjóra. verðmætari fisks en hér á sér stað. Það orkar ekki tvímælis, að ekki er minna um vert að hirða um hagnýtingu aflans en kosta kapps um að draga sem mest föng á land. Sú ný- sköpun, sem átt hefir sér stað undanfarin ár í sambandi við sjávarútveginn, hefir fyrst og fremst miöað að því að auka aflamagnið. Hinir nýju togarar eru glöggt dæmi um það. Þeir hafa mikla mögu- leika til þess að auka með- aláflamagn fiskimannsins að mun frá því sem nú er, en hins vegar hafa þeir engin tæki til hráefnavinnslu um- fram það, sem var og er í gömlu togurunum. Aukning síldariðnaðarins hefir nær eingöngu beinzt að því að geta tekið til vinnslu æ meira magn, en skilyrðin til að framleiða verðmeiri útflutn- ingsvöru úr síldinni mega heita óbreýtt. Síldarlýsið er enn flutt út óhert, að ég nú ekki tali um, að unnar séu úr því eftirsóttar og verðmætar iðnaðarvörur. Niðursuða og niðurlagning á síld er enn svo lítil, að þess gætir ekkert í samanburði við það síldar- magn, sem fært er á land. Hugmyndin um stóra niður- suðuverksmiðju á Siglufirði er horfin í skuggann og fisk- iðjuverið í Reykjavík, sem var ið hefir verið miklu fé til að koma upp, er ekki enn megn- ugt að gegna því hlutverki, sem því var ætlað, sökum þess, að það skortir enn ýms tæki, sem þarf til vinnslu á aflanum. Er slíkt furðuleg ráðsmennska úr því ráðizt var í að reisa svo dýrt og mik- ið hús, sem fiskiðjuverið er. Hitt er þó enn furðulegra, að það hefir ekki getað fengið nægilegar umbúðir um þau matföng, sem það hefir þeg- ar aðstæður til að fx-amleiða. — Meðan svo horfir, að ekki er reynt að nýta þau mann- virki, sem reist hafa verið með það fyrir augum að auka fjölbreytni í framleiðslunni og ástæða væri til að ætla, að gætu átt sinn þátt í að hækka meðalverðið, er þess ti-auðla að vænta, að ráðist verði í annað og meira í því sambandi. Það er hvorki á mínu færi né annarra að ráða í, hver vegur ísl. jSjávarútvegs kann að verða hin næstu ár, en sæki í svipað horf og var fyr- ir styrjöldina, þá munum við- ótvírætt kenna þess, að hafa ekki gert veigameiri tilraunir til þess að koma hér upp fjöl- breyttari fiskiðnaði. Aðstæð- ur til að efla hér fjölbreytt- an fiskiðnað, eru að mörgu leyti eins góðar og á verður kosið, þótt enn hafi ekki reynt á, hversu við mættum bezt hagnýta okkur þær. Margt bendir til þess, að gefa ætti hagnýtingu aflans meiri gaum en verið hefir. Ég efa ekki, að mörgum þyki gaman að státa af því, að íslendingar eigi ein stærstu og beztu fiskiskip í heimi, að meðalafli fiskimannsins sé hér margfalt meiri en annars ' staðar, en hins vegar munu fæstir verða til að státa af því meðalverði, sem fæst fyr- ir aflann. Ég held, að það geti trauðla verið álitsmál, að þær fram- kvæmdir í ísl. sjávarútvegi, sem kunna að geta átt sér stað næstu árin, þurfi fyrst og fremst að beinast að því að auka hagnýtingu afla- fengsins og gera hana svo fjölbreytta, sem frekast er kostur. Gæti okkur tekizt að minnka hrávörumagnið, sem flutt er út, en aukið magn fullunnu vörunnar að sama skapi, myndi skapast aukin atvinna við framleiðslu sjáv- arafurða og jafnframt auk- ast sala á vinnuafli fyrir er- lendan gjaldeyri. Eitt veiga- mesta verkefni, sem nú er fyrir dyrum í ísl. atvinnumál um, er að stuðla að auknum og margþættum fiskiðnaði. Reynslan frá síðasta áratug ætti að minnsta kosti að hafa kennt okkur, að fábreytni í framleiðsluháttum er hættu- leg þeim atvinnuvegi, sem skapar helftina af útflutn- ingsvörunni. Vegni þeim at- vinnuvegi illa, hlýtur þjóð- inni allri að vegna miður. Þórarinn Þorleifsson á Skúfi sendir okkur lítið bréf og þarf ekki neinna skýringa við. Eg kann hon- um beztu þakkir fyrir og læt það koma hérna: „Nú er gamlárskvöld og prestur- inn hefir talað í útvarpið, um frið! Mér dettur í hug gömul lítil saga, eða atvik, sem stundum hefir verið hlegið að, þó í rauninni sé máske ekki mikil ástæða til þess að hlæja að henni fremur en sumu öðru, sem að er brosað: Það var einu sinni á kirkjustað roskin kona, jmesta sóma manneskja, en þótti stundum nokkuð „einföld“ <en „sæl ir eru einfaldir"). Hún fór oftast í kirkju þegar messað var og mikið oftar en aðrir heimamenn, sem voru víst ekki sérlega kirkjuræknir, hvað sem guðhræðslunni hefir liðið. Svo var það einn messudag að hún kom úr kirkjunni og mætti syni bóndans; ungum manni og kátum, skýrleiksmanni og góðum dreng: „Hvaða guðspjall var í dag?“ Segir hann. Hún vatt sér snöggt við og segir: „Ha? Hvaða gugspjall? Ég hélt að alltaf væri sama guðspjall- ið!“ Þá var hlegið. Ogn nú segi ég þessa sögu en legg ekkert út af henni. Segi bara, „njóti hver sem nemur.“ , Mér hefir þótt Iítlff bera á kveff- skap í „baðstofunni" i vetur, enn sem komið er og get ekki fyrir minn smekk borið lof á „hjalið“. Blöðin núna fyrir jólin og raunar oftast, eru mest auglýsingar. Þunn ur vatnsgrautur. Héðan eru engar fréttir, nema í almæli er komið að hrafninn sé alveg hættur að segja: „Krunk" og „krá“ en segi nú alla jafnan: „Ráð! ráð“. Segja vitrir menn, að annað tveggja sé, að þetta sé einskonar nýsköpun eða hrafn- inn hafi nú loks fundiö gott ráð til einhvers, sem enginn getur þó vit- að hvað er. Ég held, að hann hafi bara fengið í sig hæsi, en þaö er ekki að marka. Ég sendi nokkrar vísur, sem verða þó ekki grjón í grautinn. Svo þakka ég fyrir gamla árið og óska góðs Tíma á næsta árinu.“ Hvar er heimili aldraða sjó- manna bezt komið? Á sínum tíma var búið að ætla menntaskólanum stað inni í Laugarnesi. Laugarnes er fornfrægt höfuðból og kemur mjög við sögu. Ekki sízt á þeim tíma, sem þar var biskupssetur, — og svo vildi til, að Jón Sigurðsson vistað- ist þangað sem biskupsskrif- ari. Er órannsakað, hvaða á- hrif aðstaðan þar og sam- vinnan við Steingrím biskup kann að hafa haft á líf og starf Jóns Sigurössonar. Mundi hann hafa stutt stjórnmálabaráttu sína jafn víðtækri þekkingu á sögu og högum landsins, ef hann, ein mitt á þessu skeiði ævinnar, hefði ekki átt kost þessa „lífsins skóla“ í samvinnu við mikinn fræðimann og með þær heimildir tiltækar, er jafnan fylgdu biskupsstólun- um. Auk sögufrægðarinnar er Laugarnes einn af hinurn mörgu fögru stöðum innan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur. Að þessu leyti hefði ekki verið illa til fallið að velja menntaskólanum þarng stað, ef á annað borð þykir rétt að flytja skólann úr stað. Síðar kom fram ósk um, að heimili aldraðra sjómaiana yrði valinn staður i Laugar- nesi. Svo míkla samúð á sjó- mannastéttin í hugum al- meianings og ráðamaiaiaa, að það muia mega telja óskrif- (FramhalcL á 7. síðu). Svo koma þær þá hérna fugla- vísurnar hans Þórarins. Hrafninn skilur mannamál — margt í grípur nefið; — skyldi ’ann hafa svarta sál? Svona’ er fyrsta stefið. Beiðist mútu’ af barninu, brostnum rómi syngur; hrökklast úti’ á hjarninu hrjáður snjótittlingur. Tísku hjúp á haminn dró, hálsinn kann að reigja; kurrar rjúpu karri’ í mó, hvað er hann að segja? Valur frái vængjunum vel kann slá með þunga, uppi í háu hömrunum þann á gráa unga. Kjörnum legi komst hann næst, kvörnum ei á lifir, örninn fleygist fugla hæst förnum vegi yfir. Hverfur rjóð á ránar slóð röðuls glóð af meiði. — Svana móðir sára móð syngur ljóð ’á heiði. Hér ’af granda heimskunnar, heima er strandar vandi flýgur andinn ferða snar fram hjá landa bandi. Landabandaðdráttaraflið. Þ. Þ. Útsynningur og éljagarri er hlut skipti okkar síðuStu dagana. Hinir yngri þegnar í þessum bæ muna ekki annan eins snjó. Nú er ekki langt að komast í skíðafæri og er vonandi að það verði notað meðan gefst. En þar sem veturinn er hálfnað- ur og þorri byrjaði i gær óska ég og vona að hann verði stilltari í fari en síðustu dagar, þó að ég biðji hann ekki um blíðu. Starkaffur gamli. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Slgurðssonar, Njálsgötu 22. Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Sigurðardóttir. Helgi Sigurðsson. Guðgeir Jónsson. Steinunn Guðmundsdóttir. 9iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! [tilkynning frá Skattstofu Reykjavíkur um söluskatt Hér með er skorað á alla atvinnuveitendur, sem eigi hafa þegar skilað skýrslu um sölu- skatt fyrir síðasta ársfjórðung 1948, að gera það iaú þegar, ella verður dagsektum beitt og | skatturinn áætlaður. Skattstjórirm í Reykjavík lllliiillllllllllllltlltlillllllllllllllllllllillllllllllillllliilllllilliillllltllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllll* iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin»£

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.