Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1949, Blaðsíða 8
33. árg. Reykjavík 22. jan. 1949. 15. blað Kai-shek tekur hvíld frá störfum Fjögurra mamia nefud seiul tll sainninga við uppreisHarmenit í gær tilkynnti Chiang Kai-shek, forseti Kína, að hann mundi taka sér hvíld frá störfum og leggja niður forseta- | völd um stundarsakir. Varaforsetinn tekur nú við völdum, : og hefir verið send fjögurra manna nefnd til samninga við uppreisnarmenn. Chiang Kai-shek hélt sér- stakan ráðuneytisfund í gær og tilkynnti stjórninni þessa ákvörðun sína. Hann kvaðst? þó aðeins leggja niður völd- in um stundarsakir og væri það tilraun sín til að gera friðarsamninga við uppreisn- armenn auðveldari og firra þjóðina meira böli af völdum borgarastyrjaldarinnar. Hann gaf út ávarp til kínversku þjóðarinnar þar sem hann segist hafa barizt gegn inn- rás Japana í Kína unz sigur var unninn, en hann hafi ver ið andvígur borgarastyrjöld og vilji nú leggja sín lóð á metaskálarnar til þess að binda endi á hana. í gærmorgun fór hann flug leiðis til fæðingarbæjar síns Fenghwa sem er um 100 míl- ur frá Nanking og hyggst dveljast þar um skeið. Li Tsung-jen varaforseti tekur nú við völdum og er að- ’alverkefni hans að leita um sættir við uppreisnarmenn. Sun Fo hefir og beðizt lausn- ar fyrir ráðuneyti sitt og er það gert til þess að gefa for- setanum frjálsar hendur um stjórnarval í samræmi við stefnu þá, sem taka verður í friðarsamningunum við upp- reisnarmenn. Talið er þó víst að ráðuneyti Sun Fo muni starfa áfram. Fjögurra manna nefnd hef ir nú verið send af stað til friðarsamninga við upppreisn armenn, en líklegt er talið, að kommúnistar vilji ekki semja um vopnagrið fyrr en friðar- ráðstefna er setzt á rökstóla. Ný tillaga um Indó- nesíumálm í Örygg- isráðinu Öryggisráðið hélt fund í Lake Success í gær og ræddi Indónesíumálin. Var þar bor- in fram af nokkrum ríkjum tillaga í þessum málum. Var hún þess efnis að öryggisráð- ið setti á stofn bráðabirgða- stjórn í Indónesíu fyrir 15. marz n. k. Skyldi sú stjórn undirbúa frjálsar kosningar til stjórnalagaþings, og færu þær kosningar fram í okt. n. k. Síðan yrði .gengið endan- lega frá stofnun Bandaríkja Indónesíu sem sjálfstæðu og fullvalda ríki og yrið það stofn að eigi síðar en 1. júlí 1950. Þá kvað tillagan einig svo á, Hollendingum skyldi skipað að láta tafarlaust lausa alla stjórnmálafanga Indónesa, er þeir hafa nú í haldi. Bretar fá ef tirstöðv- ar dollaralánsins í Kanada Kanada hefir nú tilkynnt Bretum, að þeir geti fengið eftirstöðvar dollaralánsins, sem Kanada lofaði þeim. Neyddist Kanada til þess þess að frysta eftirstöðvar lánsins í fyrra, þar sem dollaraskort- ur var þá orðinn í landinu sjálfu. Eiga Bretar nú að fá 10 millj. dollara á mánuði unz eftirstöðvar lánsins, sem eru 275 millj. dollara eru all- ar greiddar af hendi. Finnur Jónsson hættir í Fjár- hagsráði Finnur Jónsson eru um þess ar mundir að hætt störfum sínum í Fj árhagsráði, þar sem Innkaupastofnun ríksins, sem hann verður forstjóri fyr ir tekur senn til starfa. í stað Finns tekur Óskar Jónsson sæti i Fjárhagsráði. Jólin eru ekki haldin hátiðleg i Moskvu, en í þess stað eru ára- skiptin haldin hátiðleg með ann- ars með því að búa til stóra jóla sveina á götum úti eins og þessi mynd sýnir, sem tekin er í Moskvu Kári Sigurjónsson hreppstjóri í Tjör- neshreppi látinn Á miðvikudaginn var lézt að Hallbjarnarstöðum á Tjör nesi Kári Sigurjónsson hrepp stjóri og fyrrum alþingismað um. Minntist forseti Alþingis þessa mæta manns, er þingið kom saman i gær. Kári var á 74. aldursári. Hann bjó allan sinn búskap á Hallbj arnarstöð um og þótti hinn mætasti maður, margfróður og víðles- inn. Hann var landkjörinn þingmaður og sat á aukaþingi árið 1933. Ræða Trumans: Bandaríkin munu beita sérí fyrir eflingu S. Þ. Efnahag'sleg viðreisii lýðræðisríkjanna skilyrði f riðar í heiminnm Truman forseti Bandaríkjanna vann embættiseið sinn í Washington í- fyrradag. Voru mikil hátíðahöld í Bandaríkj- unum þann dag og voru um 130 þús. manns viðstödd hátíða- höldin í Washington en milljónir manna horfðu á þau í sjónvarpi. Er Truman hafði unnið embættiseiðinn ávarpaði hann þingið og ræddi einkum utanríkismál og stefnu Banda ríkjanna í þeim. Hann drap á fjögur megin- atriði í ræðu sinni, er hann sagði að Bandaríkin mundu leggja áherzlu á. Hið fyrsta var það að efla Sameinuðu þjóðirnar eftir mætti og gera þær að áhrifamiklu valdi í þróun heimsmálanna. Hann sagði einnig að Bandaríkin mundu beita sér enn meir að efnahagslegri endurreisn með al lýðræðisþjóða Evrópu á sama grundvelli og Marshall- hjálpin markaði. Þá drap hann einnig á varnir lýðræð- isríkjanna og nauðsyn varnar bandalaga þeirra er komið gætu í veg fyrir styrjöld og hindrað árásir á þau. Að lok- um lagði Truman áherzlu á það, að Bandaríkin hjálpuðu þeim þjóðum, sem skemmra væru á veg komnar í tækni og iðnaði til þess að auka fram- farir sínar 1 þessum efnum. Truman ræddi einnig nokk uð um utanríkisstefnu Rússa Um 1000 bifreiðar nutu ið- gjaldaafsláttar hjá Sam- vinnutryggingum s.l. ár Verðskuldaðat’ ha^shætur handa gætiinm hifreiðarstjórum og' hvatning' til meira um- ferðaöryíígis Þegar Samvinnutryggingar hófu starf, tóku þær upp þá nýbreytni að gefa afslátt af tryggingaiðgjaldi þeirra bif- reiða, sem enga skáðabótaskyldu orsökuöu í eitt ár eða fleiri. Á s.L ári fengu um 1000 bifreiðar afslátt samkvæmt þessu og nam lækkun iðgjaldanna alls um 40 þús. kr. Það lætur nærri að um 60% þeirra bifreiða, sem tryggðar voru hjá Samvinnutrygging- um á s.l. ári nytu þessarar lækkunar, og er hún hvort tveggja í senn verðlaun til þeirra bifreiðastjóra, sem ekki orsaka neina skaðabóta- skyldu á árinu og einnig á- vöxtur af samtökum til hags- bóta fyrir bifreiðastjóra sjálfa. Það eru gætnu og ör- uggu bílstjórarnir, sem hér njóta verðugra hagsbóta, og ætti það að hvetja til meiri varfærni og skapa meira um- ferðaöryggi. Iðgjaldaafsláttur þessi er framkvæmdur þannig, að bif iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiitiiiiiKiiiaiiiiiiiiiiMiiiiniMiiif | Reykvíkingar | ! mega þakka Krýsu! Ivíkurveginum ríf-| | legri mjólkur- I | skammt í dag I 1 Í gær komust mjólkurbíl i ! arnir úr sveitum austan \ 1 aðeins eftir Krísuvíkurv. til! | Reykjavíkur. Komu átta \ | bílar úr Ölfusinu með I | 24000 lítra, svo að mjólkur | | skammtur Reykvíkinga er í 1 nú rýhri í dag. Krísuvíkur I | vegurinn var víðast hvar i ! greiðfær í gær og þurfti \ | hvergi að ryðja nema lítils 1 | háttar hjá Kleifarvafni. g | Hjá Hlíðarvatni var nokk- i 1 ur snjór, en bílarnir kom- | | ust þar um hjálparlaust. i | Þó var snjórinn svo mik- 1 g ill í Ölfusinu, að bílarnir f I urðu að láta snjóýtu ryðja | | veginn á undan sér til I i Hveragerðis og mjög erfið- | i lega gkk að ná mjólk til i i Flóabúsins af láglendinu i | hvað þá úr uppsveitum. f | Bæði Hellisheiði og Mos- \ \ fellsheiði eru nú ófærar og i | er það því Krísuvíkurvegin i í um að þakka, að Reykvík- \ i ingar eru ekki nær alveg i i mjólkurlausir í dag. \ iiiiiiiiiiiiiiiii(Iiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin1111111111111 og aðfarir kommúnista í ýms um löndum. Sagði hann að kommúnistar virtust telja deilumál þjóðanna óleysanleg án styrjaldar og byggjúst þvi við henni en lýðræðisþjóðirn- ar tryðu hinu gagnstæða í lengstu lög. reið, sem ekki hefir orsakað neina skaðabótaskyldu í eitt ár fær afslátt, sem nemur 10 % fyrir fyrsta árið, en ef eng in skaðabótaskylda orsakast af völdum bifreiðarinnar næstu ár, getur iðgjaldaaf- slátturinn orðið 25% eftir 3 ár. Orsaki nú bifreið, sem hef ir afslátt, bótaskyldan skaða, fellur afslátturinn alveg nið- ur, ef hún hefir haft 10%, en hafi hún haft 25% lækkar hann í 10%. Bifreið þessi hef ir svo auðvitað tækifæri til að vinna sig aftur upp á næstu árum í hámark afslátt- arins. Þessi nýbreytni Samvinnu- trygginga er hin merkasta og til mikilla hagsbóta fyrir bif- reiðastjóra, eins og árangur síðasta árs sýnir gerla, og á þó eftir að koma betur í ljós, er Samvinnutryggingar hafa starfað fleiri ár. Önnur trygg ingarfélög hafa nú einnig tekið upp svipað fyrirkomu- lag, og er það fordæmi Sam- vinnutrygginga að þakka. Nú sem stendur eru um 2500 bifreiðar tryggðar á vegum Samvinnutrygginga. Skeramtifundur Félag ungra Framsóknar- manna heldur skemmtifund í Eddu-húsi Lindargötu 9A í kvöld kl. 9. Stefán Jónsson fréttamaður mun flytja þar ávarp, en auk þess vera mörg ágæt skemmtiatriði. Það er ekki að efa að þessi skemmtifundur verður mjög vel sóttur, og er því vissara fyrir félagsmenn og gesti þeirra að mæta stundvíslega. Skíðamót íslands fer fram á ísafirði Ápsþing §kíðasam- bandsins Iialdið um leið Ákveðið hefir verið, að Skiðamót íslands 1949 fari fram á ísafirði um páskana, 14.—18. apríl, og hefir Skíða- ráð ísafjarðar verið falið að stanáa fyrir mótinu. Formað- ur Skíðaráðs ísafjarðar er Guttormur Sigurbjörnsson. Skíðaþingið, þ. e. ársþing Skíðasambands íslands, mun verða haldið á ísafirði í sam- bandi við mótið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.