Tíminn - 23.01.1949, Síða 4

Tíminn - 23.01.1949, Síða 4
TÍMINN, sunnudaginn 23. janúar 1949. 16. blað Bessastaðir og Bessastaðakirkja Þegar ríkisstjóri tók viS völdum konungs hér á landi, t’engum ,við loks íslenzkan fljóðhöfðingja. Var þá nauð- synlegt að fá strax þjóðhöfð- ingjasetur. — Hiö forna höf- uðból, Bessastaðir á Álfta- j nesi, var af þáverandi eig- ( ‘anda, Sigurði Jónassyni, af xausn boðið fram sem gjöf til þjóöhöfðingjaseturs, og var það þegið. — Þáverandi rikisstjóri, Sveinn Björnsson, gerði áætlun um nauðsynlegar endurbætur, • ekki aðeins inni, heldur og úti. Var þegar hafizt handa. Smátt og smátt var bætt úr og endurbætt. Allt var það gert með hófsemi, en þó með þeim myndarskap, sem alltaf ainkennir Svein Björnsson. i Nú er svo komið, að Bessa- staðir blasa við hverjum peim, sem þangað kemur. Myndarlega hýst og vel setið stórbýli með mikla nýrækt, þar sem myndarlegur bú- skapur er rekinn og margs konar tilraunir eru gerðar með góðum árangri. Sérstak- lega eru korn- og línakrarn- , ir ánægjuleg sjón og hvöt hverjum sem áhuga hefir fyr ir framtíðarbúskap á íslandi. Þeir, sem til þekkja, vita, að forseti íslands, Sveinn Björnsson, hefir verið lífið og sálin og aðal-driffjöðrin í öll- um þessum búnaðarfram- kvæmdum á Bessastöðum. Eitt var það þó, sem enn var áfátt og kallaði eftir að- gerð. Það var Bessastaða- kirkja. Hún var hrörleg, fú- m og lek og algerlega óvið- unandi bæði sem safnaðar- kirkja og kirkja æðsta höf- uðbóls íslands. Forsetinn hafði fundið til þessa lengi, haft orð á því og hvatt til, að úr þessu yrði bætt. Fyrir rösku ári mun hann hafa borið fram við ríkisstjórnina ákveðin tilmæli um, að hafizt yrði handa um þetta verk. Ríkisstjórnin sá, að þetta var nauðsynlegt og ákvað að láta fara fram gagngerða viðgerð á kirkjunni. Verkið var falið hinum reynda og ágæta starfsmanni ríkisins, húsa- meistara Guðjóni Samúels- syni. Aðgjörðum er fyrir nokkru lokið. Bessastaða- kirkja er fullgerð, og hin vandaðasta, hið prýðilegasta guðshús, sem um komandi ár og.aldir getur rækt sitt tvö- falda hlutverk að vera safn- aðarkirkja á Álftanesi og kirkja þjóðhöfðingja íslands. Þökk sé þeim öllum, sem að þessu þarfa verki hafa unn- ið. — Svo undarlega hefir brugð- .i$ við, að síðan þetta verk var framkvæmt, hefir verið um það ókyrrð og ófriður. Fyrst byrjuðu skrif og ræður ’ um, að með breytingunum væri kirkjan skemmd, helgi hennar svipt af henni. Allir . þeir, sem sáu kirkjuna áður ‘og sjá hana nú, vita um hina stórmiklu framför, serrr orðin ér. Síðan var rætt um, að að- gerðin væri of dýr. Hvað er það nú hér á landi, sem ekki er dýrt? En það undarlegasta er þó, að síðan kirkjan var aftur tekin í notkun, hefir ekki iinnt ónotum, einnig til sjálfs þjóðhöfðingjans, í sambandi við kirkjuna. Eru í blaðaskrif um bornar fram ásakanir og aðfinnslur, en hér verður að- eins bent á tvennt. Að því er fundiö, að við vígslu kirkjunnar voru tekin frá sæti fyrir ríkisstjórnina og fulltrúa erlendra þjóðhöfð ingja, alþingismenn og nokkra gesti aöra. — í Dóm- kirkjunni í Reykjavík er það oi’ðinn siður, að ríkisstjórn- in lætur taka frá mikið rúm fyrir séi’staklega boðna gesti við margar guðsþjónustur. Og sú venja er ævagömul, og er enn í Dómkirkjunni, að hvað full sem kirkjan er, er haldið lokuðum nokkrum bekkjum handa vissum emb- ættismönnum. Hvaða ástæða er til sérstakrar aðfinnslu í Bessastaðakirkj u ? Nýlega birtist rætin grein, þar sem m. a. er sagt frá, að aðeins dauf ljós hafi lýst upp Bessastaöakirkju á gamlárs- kvöld, þar til sóknarprestur- inn og forseti hafi gengið í kirkju, þá hafi öll Ijós kirkj- unnar verið kveikt. Út af þessu er svo lagt með óvið- eigandi skýringum og útúr- snúningum. Nú hagar svo til í Bessastaðakirkju, að í stað altaristöflu er útskorin Kristsmynd á krossi. Ljósi er þannig fyrir komið, að ljós- kastari í lofti varpar skærri birtu á myndina, 'en vegg- Ijós lýsa kirkjuna sjálfa. — Það er alveg sérstakur há- tíðar- og helgiblær í kirkj- unni, þegar ljósið frá ljós- kastaranum lýsir upp Krists- líkneskið og kórinn. Þannig var ástatt, þegar gengið var í kirkju á gamlárskvöld, — Og í Dómkirkjunni í Reykja- vík er sú venja, eins og í mörgum öðrum kirkjum, sem rafljós hafa, að meðan söfn- uðurinn safnast saman, eru áðeins lítil Ijós tendruð, en um Íéið og prestur gengur í kór og . guðsþjónustap byrj- ar, er allt ljóshaf kirkjunn- ar tendrað. — Fer þetta vel, og er flestum hugleikið. — Blaðið Tíminn, blað bænda á íslandi, hefir hvað eftir annað verið með slettur í þessu máli. Hvað veldur? Er það löngunin til að draga allt og alla niður í dægurþras og ríg? Má ekkert lengur vera heilagt, háleitt eða ofar venjulegu aui’kasti blaðanna? Ekki þarf þó blaðið að halda, að bændur á íslandi meti ekki það sem vel er gert. Þeir meta það og þakka, en fyrir- líta nartið og riöldrið. Þeir unna kirkju landsins og skilja hlutverk hennar. Þeir meta þjóðhöfðingja landsins, hinn mætasta mann, sem með mikilli skyldurækni og trúmennsku hefir starfað fyr ir þjóðina langt líf, sem í ríkisstjóra- og forsetatíð sinni hefir hvað eftir annað sýnt yfirburðahæfileika síná í þessari æðstu stöðu lands- ins. Bændur landsins, eins og sjómenn og verkamenn, óska þess, að þessi litla þjóð, ekki síður en þær stærri, megi eiga einn embættismann, sem geti verið sameiningar- tákn þjóðarinnar, þjóðhöfð- ingja, sem allir geta litið upp til. Fólkið hefir sýnt það sjálft, alls staðar á landinu, þegar Sveinn Björnsson ferð- aöist um það fyrir nokkru. Það sýndi sig árið 1945, þeg- ar Sveinn Björnsson var sjálf kjörinn forseti, og enn mun fólkiö í landinu óska eftir að fá að sýna það við forseta- •kjörið á þessu ári. Bóndasonur. * Tímanum er ánægja að því að birta þessa grein, en telur það á misskilningi byggt, að hér í blaðinu hafi verið haft í frammi nart eða sletbur í garð kirkjunnar eða forset- ans í sambandi við þetta mál. Hinsvegar geta skoðanir ver- ið skiptar um ýms minnihátt ar framkvæmdaatriði, og þarf það ekki að spilla fyrir góð- um málum, nema síður sé, þótt það sé rætt opinberléga. Ritstj. Leiðrétting og afsökunarbeiðni I tilefni af grein minni, sem birtist hér í blaðinu 19. þ. m. verð ég að taka fram eftirfar andi atriði: Þar sem sagt er frá átökun um um það, hvort áfengi skyldi haft um hönd í skólan um á ísafirði er leiðinleg mis sögn. Tiþaga um að svo skyldi ekki vera var samþykkt í bæjarstjórninni og greiddi fulltrúi sósíalista og einn full trúi Sjálfstæðismanna henni atkvæði auk Alþýðuflokks- mannanna. Ranghermi mitt bið ég hlutaðeigendur að virða á betri veg og fyrirgefa ef þeir geta. Það var ekki ætlun min að gera þessi mál á neinn hátt að persónulegu rógsmáli, en aðeins að vekja athygli á þeim ágreiningi, sem um það er, hvort hafa skuli áfengi um hönd í skólum hins opin- bera. í öðru lagi vænti ég, að þau ummæli, sem ég hef um þaö, að siðspilling stafi af því að lögvernda áfengisverzlun í landinu, verði ekki tekin sem ádeila á Áfengsverzlun ríkis- V ♦ t l l t t t ins sem stofnun eða starfs- memx hennar. Hitt munu flest ir hafa heyrt, að sagt væri sem svo um vafasamar ráð- stafanir, að það væri ekki verra en að flytj a inn og selj a brennivín. Og þannig vildi ég ræða þetta málefnilega. Halldór Krlstjánsson Lækjargötu 10 B. Siml 6530. Annast sölu fastelgna, sklpa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, svo sem brunatryggmgar, innbús-, líí tryggingar o. fl. I xxmboði Sjó- vátryggingarfélag íslands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5 aðra tima eftlr sam- komulagi. Augtýsingasími Tímans er nú 81300 i ♦ I iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiio | Hafnarf jörður Auglýsing um lögtak I ógreiddra gjalda til bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar Samkvæmt kröfu bæjarstjórans í Hafnarfirði úr- | skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum til 1 bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, er féllu í gjalddaga 1. marz, Í 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, | 1. október og 1. nóvember. Ennfremur úrskurðast lögtak fyrir fasteignaskatti i og fasteignagjöldum, er féllu í gjalddaga 1. janúar og - [ 1. júlí 1948. Lögtakið verður framkvæmt fyrir gjöldunum með I dráttarvöxtum og kostnaði að átta dögum liðnum frá í birtingu þessa úrskurðar, verði eigi gerð skil fyrir I þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 20. janúar 1949. Guðm. í. Guðmundsson. riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^iiiiiiiiiii^iiii||itiiiiiiiiiitiiiiaiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiif Gautagulrófufræ rússneskt gulrófufræ, allskonar matjurta- og blóma- fræ. (Pantað gegnum söllufélag garðýrkjumanna frá A. Hansen.) Sendum gegn pöntunum um land; allt. Blómaverzluuin Hvammur h.f. (Sími 2434) Njálsgötu 65, Reykjavík. i náFUM FYRIRLIGGJANDS: FISKILÍNUR ÖNGLA Iimkauiiadeil d Landssambands ísl. líivegsmanna. I VANLJR SKRIFSTDFUMAÐUR óskast í rafmagnsdeild vora. Þarf að hafa kunnáttu í enskri og danskri tungu. SAMBANÖ ÍSL. SAMVIAMFÉLAÍiA VÉLADEILD. iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiitiiitiiiiKrvrtrrrrffiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiv

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.