Tíminn - 13.04.1949, Síða 1

Tíminn - 13.04.1949, Síða 1
Ritstjóri: Þárarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jön Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81304 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda' 33. árg. Reykjavík, miSvikudaginn 13. apríl 1949. 76. blað Inneign bankanna í marzlok 24 milj. í' lok marzmánaðar nam inneign bankanna erlendis, ásamt erlendum verðbréfum o. fk, 42,7 milj. kr., að frá- dreginni þeirri upphæð, sem bundin er fyrir ógreiddum eft irstöðvum af kaupverði tveggja gufutogara, sem fest voru kaup á 1946. — Ábyrgð- arskuldbindingar bankanna námu á sama tíma 26.3 milj. kr., og áttu bankarnir, að þeirri upphæð frádreginni, þannig 16.4 milj. kr. inneign erlendis í lok síðasta mánað- ar. Við lok febrúarmánaðar nam inneign bankanna er- lendis 17.6 milj. kr., að frá- dregnum ábyrgðarskuldbind- ingunum. Hefir inneignin þánnig lækkað um 1.2 milj. kr. í marzmánuði. Framlag Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í Wash ington, 3.5 milj. dollara, sem látið var í té gegn því, að ís- lendingar legðu fram jafn- virði þeirrar upphæðar í freð- fiski til Þýzkalands, hefir ekki verið talið með í þeim tölum um inneign bankanna erlend- is, sem birtar hafa verið mán aðarlega. í lok síðasta mán- aðar var búið að nota 17.5 milj. af þeim 22.8 milj. kr., sem hér er um að ræða, og voru því eftirstöðvar fram- framlagsins þá 5.3 milj. kr. Sumargjöf 25 ára í fyrradag minntist Barna vinafélagið Sumargjflf 25 ára afmæli síns í Melaskólanum. Fluttu þar ræður formaöur félagsins ísak Jónsson, Arn- grímur Kristjánsson skóla- stjóri, Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsn borgarstjóri og ýmsir fleiri. Ýmislegt fleira var til skemmtunar og lokum voru á- gætar veitingar frambornar til samkomugestanna. Jón Þorláksson full smíðaður Botnvörpuskipið Jón Þor- láksson, R. E. 204, eign Reykja víkurbæjar, fór reynsluferð síðastliðinn mánudag, 11. þ. m. í reynsluferðinni gekk skip ið 12,9 sjómílur með olíu- geyma fulla. Jón Þorláksson er systur- skip HallveigarFróðadótturog að öllu leyti eins útbúið, að því undanteknu, að klæðning í lestum er úr tré. Sikpið mun verða afhent í Grimsby (Miðvikudag 13. apríl) í dag, og leggja af stað heimleiðis að forfallalausu að kvöldi. Eins og: kunnugt cr af fréttum fórst stór dönsk farþegallugvél í Eyra.undi skammt frá Málmey í Sví- ÞjóS í vetur. Var flugvélin á leið til Kaupmannahafnar frá Snáni og var þetta fyrsta för félagsins sem átti hana á þessari flugleiö Flugvélin nefndist Thorlak og var af svokallaðri Viking-gerö. Lengi vel tókst ekki að finna flakið á sjávarbotni, en fyrir nokkru tókst það og var þá farið að rcyna að ná því upp. I>að tókst fyrir nokkrum dögum og hér á myndinni sést það lioma upp á yfirborðið. Ríkisstjórnin le frumvarp um hlutatry ingasjóð IlluíviM'k sjííðisiiss er iir3 fcœía aílsaMíiíi ii(- Síerðiir skiiisiiaftaii, þeg’ar aflaliresíiír verður Ríkisstjórnin hefir lagt fram á Aíþingi frumvarp um hiutatryggingasjóð bátaútvegsins. í lögum um dýrííðar- ráðstafanir er svo ráð fyrir gert, að slíkur sjóður verði stofn aður af hálfum eignaaukaskatti samkvæmt 2. kafla þeirra laga. í frtimvarpi þessu segir meðal annars: 1. gr. Stofna skal sjóð, er heitir hlutatryggingasjóður bátaút- vegsins. Heimili hans og varn arþing er í Reykjavík. 2. gr Hlutverk sjóðsins er að bæta aflahluti útgerðar og skipshafna, þegar almennan aflabrest ber að höndum. Trygging samkvæmt lögum þessum er skyldutrygging. 3. gr. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, síldveiðideild og al- menna fiskideild. Réttindi í síldveiðideild eiga öll íslenz^ skip bátaflot- ans, sem gerð eru út á síld- veiðar með herpinót eöa svip- uðum veiðarfærum. Réttindi i almennu fiski- j deildinni eiga þau skip báta- j flotans, sem þorskveiöar ' stunda með línu, botnvcrpu, dragnót, netum o. s. frv., ef skipshöfn er ráðin upp á hlut eða hundraðshlut af aflaverð mæti. 4. gr. Til þess að ákveða, hvað teljast skuli almennur afla- brestur, reiknar Fiskifélag ís i lands árlega út meðalmagn | skipa á hverri vertíð, miðað j við fullan úthaldstíma, sein- ustu fjögur árin á þorskveið- um, og á sama hátt meðal- aflamagn skipa seinustu átta árin á sildveiðum, og ber sjóönum að veita aðstoð inn- ! an þeirra takmarka, sem lög i þessi setja, ef aflamagn nær ! eigi 75% af meðalafla á þorskveiðum og 65% á ’síld- veiöum. | Meðalafli síldveiðiskipa á hverri vertíð reiknast fyrir landið allt. En meðalafíi skipa í fiskideild reiknast sér staklega fyrir ákveðin svæði , og cru þau þessi: a. Faxaflói, ásamt Sandgerði, Grindavík, Eyrarbakka, Stokkseyri og Vestmanna- eyjum. b. Austfirðir og Hornafjörð- ur. c. Norðurland. d. Vestíirðir og Breiðafjörður Þá kemur til aðstoðar sjóðs ins vegna fiskideildar, ef meðalafli á éinhverju nefndra svæða nær eigi 75% af meðalaflamagni seinustu fjögurra ára. í 7. grein segir: Stofnfé sjóðsins er: Helmingur eignarauka- skatts, sem. innheimtur verð- ur samkvæmt II. kafla laga nr. 128 1947, um dýrtíðarráð- stafanir. Nú nær stofnfé samkvæmt þessari grein ekki íimm milljónum króna, og skal rík- issjðður þá leggja fram það, sem til vantar. Stofnfé sjóðsins skiptist að jöfnu milli fiskideildar og síldveiðideildar. í 8. grein segir: Árlegar tekjur sjóðsins eru: 1. 1% — einn af hundraði — af óskiptum vertíðarafja bátaflotans. 2. Framlag úr ríkissjóði að jöfnu á móti 1. lið. 3. Vextir og aðrar tekjur sjóðsins. Tekjur samkvæmt 1. lið skiptast á deildirnar þannig, að tekjur vegna síldveiða' falla síldveiðideild,, en tskj- ur vegna þorskveiða fiski- deiid. Tekjur samkvæmt 2. lið, framlag rikissjéðs, skipt- ist til deildanna í sömu hlut- föilum. • (Framhald á 8. siðu) Bátafiskur seldur í Bretlandi Vélskipið Helgi Helgason írá Vestmannaeyjum seidi ís- varinn bátafisk úr Vest- mannaeyjum hinn 8. þessa mánaðar í Bretlandi fyrir 9540 sterlingspund. Skipið er komið aftur heim til Eyja. Unnið dag og nótt að fiskverkun í Eyjnm ^eiueiuSih ®g keim- arar grg:ií: æðaskól> ans vktK'a aÖ 4‘raisi- leiðsliusin c?su skcið. í Vestmannaoyjum er nú lindað miklu af fiski á degi hverjum. Ágætu: afli er hjá Eyjabátum, sérs aklega þó hja netabátum, cer.i hafa aflað meö hreir.um á :ætum upp á r.iðkastið. Auk heimabátanna kemur fjöldinn alulr af að- komubátum og skipum til Vestmannaeyj a ýmist til að taka þar vistir, lar.ria afla, eða hvort tveggja. Talsverður hlufi r.f aflanum er fluttur út jafn óoum ísvar inn á Bretlandsmarkað, enda berst oft svo mikið af fiski í að i Eyjum þessa dagana að ekki má tæpara standa, svo að takast megi að koma aflan um frá verkun og forða frá skemmdum. Þó að mikið af aðlcomufólki sá í Eyjum á þessari vertíð er það hvergi nóg. Var þvi gripiö til þess ráðs á dögunum að gefa nemendum gafnfræðaskólans • fri frá skólanum, svo að pilt- ar og stúlkur skólans gætu hjálpað til að forða aflanum frá skemmdum. Vinna piltarn ir við ísun og aðgerð en stúlk j urnar að pökkun í hraðfrysti | húsjmum. Kennarar skólans vinna einnig að fiskverkun- inni, meðan skólafriið er. Er þetta fyrirkomulag hjá Gagn fræðaskólanum í Eyjum til fyrirmyndar, enda óvist hvort ! nemendurnir afla sér hald- betri menntunar á annan hátt þennan stutta tíma en við i hin lífrænu störf. Skemmtisamkoma * i Armanns í fyrrakvöld bauð Glimu- félagið Ármann öllum meölim um sínum, sem komu fram fyrir félagsins hönd á 60 ára afmæli þess og ennfremur öll um þeim sem keppt hafa fyr- ir félagsins hönd það sem af er þessu starfsári, til skemmti fundar í samkomusal Mjólk- j urstöðvarinnar. Fyrirliðar jhinna ýmsu flokka afhentu jaftur á móti stjórn félagsins til vörslu verðlaunagripi þá sem viökomandi flokkur hafði unnið. Alls vóru 12 bikarar af hentir stjórninni, 6 fyrir handknattleik og 6 fyrir skíða keppni. Fundinn sóttu milli 3 og 400 hundruð manns. Jens Guðbjörnsson, formað j ur félagsins þakkaði fyrir hönd stjórnarinnar en Árni Kjartansson hafði orð fyrir skíðafólkinu og Sig. G. Norð- , dahl fyrir handknattleiks- j flokk kvenna og ka.rla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.