Tíminn - 13.04.1949, Side 2
2
TÍMINN, miðvikudaginn 13. apríl 1949.
76. blað
í nótt.
Næturlæknir er í lækn;_varðstof-
unni í AusturbæjarskólantÆi, sími,
5030. Næturvörður er £ Ingólfs
Apóteki, sími 1330 Næturakstur
annast Litla Bilstöðin, sími 1380.
Útvarpib
í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20.00 Fréttir. — 20.30 Kvöldvaka:
a) Frásöguþáttur eftir Bjarna Jóns
son fangavörð: Fyrsta sjóferð mín
á þilskipi (Þulur flytur). b) Sigurð-
ur Skagfield syngur lög eftir pró-
fes^or Sveinbjörn Sveinbjörnsson
með undirleik tónskáldsins (gaml-
ar plötur). c) Upplestur (Einar
Fáisson leikari). — 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22.05 Passíusálm-
ar. — 22.15 Óskalög. — 23.00 Dag-
skrárlok,
Hvar eru skipin?
Sambandið.
Hvassafell kemur væntanlega á
morguh til Keflavíkur fré Álaborg,
með sement þaðan.
Laxfoss
fer á morgun til Akraness ðg Borg-
arness kl. 2.30 e. h. Frá Akranesi
á suðurleið kl. 9 síðdegis.
Einarsson & Zoega.
Foldin fermir í Hull á miðviku-
dag. Spaarnestroom er í Reykjavík.
Reykjanes fór frá Vestmannaeyj-
um s.i. sunnudag áleiðis til Amster
dam.
Ríkisskip.
Esja var á Akureyri síðdegis í
gær á vesturleið. Hekla fer frá
Reykjavík kl. 24 í kvöld vestur um
land til Akureyrar. Herðubreið er á
Vestfjörðum á norðurlei.ð Skjald-
breið er væntanleg til Reykjavík-
ur í dag. Þyrill er í olíuflutningum
í Faxaflóa.
Flugferbir
Flugfélag fslands.
Gullfaxi fór til - Prestvíkur og
Kaupmannahafnar í gormorgun
með 42 farþega. Er væntsaiegur til
baka um kl. 6 síðd. í dag,
í gær voru farnar tvær serðir til
Akureyrar, einnig flogið til Vest-
mannaeyja og Keflavíkur.
Loftleiðir.
Geysir fór til New York í gær-
morgun með 24 farþega. Ætlaði
hann að fljúga í einúm áfanga og
koma þá til New York um kl. 21.30
í gærkveldi. í gær var flogið tilt
Akureyrar og Vestmarínaeyja.
Biöð oa tímarit
Gerpir.
Marzhefti Gerpis er nýkomið.
Fiytur það: Verðbólgan og atvinnu-
vegirnir, eftir G. J. Hvað er sann-
leikur, eftlr Vilhjálm Hjálmarsson.
Um strönd og dal, (Mjóifjörður),
eftir Hjálmar Vilhjálmsson og ým-
islegt fleira er í þessu riti þeirra
Austfirðinga
Forsíðumyndin er af Hofsár-
gljúfri í Mjóafirði.
Úr ýmsum áttam
Snjór.
Mikill snjcr er hér víoa i upp-
sveitum sunnanlands. Maður úr
Biskupstungum, sem var á ferð i
bænum í gær sagð þar í sveit svo
mikinn snjó að slétt væri yfir allt
af fönn.
Síðaslliðinn laugardag fór maður
á jeppa upp að Fornahvammi. Meö
an hann stóð þar við gerði svo
mikinn snjó í viðbót við þann sem
fyrír var, að hann varð að skilja
jeppann eftir og ganga langar leið-
ir þangað sem bílfært var.
Annars er mjög mikill snjór í
íajf/ tíl heila
öllum Norðurárdalnum og niður í
Stafholtstungur.
Frá forsætisráðuneytinu.
Vegna orðróms, sem komið hef-
ir upp í Kaupmannahöfn, um að
forseti íslands liafi áformaö opin-
bera heimsókn til Ðanmerkur,
Noregs og Svíþjóðar skal það upp-
lýýst að þetta hefir komið til tals,
en nauðsynlegur undirbúningur
hefir ekki verið geröur ennþá og
því heldur ekki ákveðið hvenær
| slik heimsókn verði, ef til kemur.
I
Frá Hafnarfirði.
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar
lieldur fund í kvöld kl 8.30 í Vöru-
bilastöðinni i Hafnarfirði.
Veröur þar rætt um stjórnmála-
viðhorfið og bæjarmálefni Hafnar-
fjarðar.
Hahdbók.
utanríkisráðuneytisins 1949 átti að
Vera í smáklausu hér í dálknum í
gær, en ekki 1939 eins og misrit-
ast haföi.
Einherji.
segir frá því að hinn vinsæli söng-
vari Þorsteinn Hannesson muni
koma heim í sumar og syngja opin-
berlega.
Einherji færir fram úr ensku
blaði, sem dæmi um hve söngur
Þorsteins líki vel þar úti á Eng-
landi:
„Hannesson er úrvalssöngvari.
Hann er eins og fæddur Siegfield-
sönvvari. eðlilegur hetjutenór, sem
birtist beint út úr goðsögninni, og
hann var alls ráðandi á leiksviðinu
eins og honum ba.r“
í afarstóru húsi þar sem Þor-
steinn söng, er þessi umsögn var
um hann, þá lék 65 manna hljóm-
sveit undir.
Málverkasýning.
Svavar Guðnason opnar mál-
verkasýningu á morgun (skírdag)
kl. 1 e. h. í Sýningarsal Ásmundar
Sveinssonar að Freyjugötu 41.
Mun Svavar sýna þar 20—30 olíu-
málverk og nokkrar vatnslitamynd-
Ræktarsemi.
1 nýkominni skýrslu Mennta-
skólans í Reykjavík skólaárið
1947 til 1948, getur Pálmi rektor
þess við skólauppsögn s.l. vor
hafi Bjarni Jónsson fyrrv. banka
stjóri flutt ræðu og afhent skól-
anum að gjöf frá 50 ára stúdent-
! um málaoa mynd af Birni Jens-
, syni. Einar B. Guðmundsson
hæstaréttarlögmaður hafi talað
! og fært skólanum að gjöf frá 25
ára stúdentum málaða mynd af
Boga Ólafssyni. Og Björn Þórðar
son dr. juris hafi talað fyrir
hönd nemendasambands skól-
ans og tilkynnt að söfnun til
Bi-æðrasjóðs væri nú lokið og
hefðu safnast tvö hundruð þús-
und krónur, sem síðar yrðu af-
hentar. Loks gat rektor þess að
tíu ára stúdentar hefðu afhent
skólanum minningarsjóð Krist-
jáns Tryggva Jóhannssonar,
verkfræðings.
^Jéíacjóííj-
SkiSafélag Reykjavíkur
mælist til þess, að þeir meðlimir
eða aðrir, sem njóta vilja gistingar
eða geriða í Skíðaskálanum um
hátíðina, noti skíðaíerðir þess að
öðru jöfnu. Skiðaferðir alla dag-
ana kl. 10. Fariö frá Austurvelli og
Litlu Bílstöðinni. Farmiðar við
bílána..
Hreinsum gólfteppi, einnig
bólstruð húsgögn.
Gólitcppa-
hreinsuHÍn
Barónsstíg—Skúlagötu.
Sími 7360.
Köld borð og
lieitm* veizlumatur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR sýnir ll
♦♦
♦«
Draugaskipið I
í dag kl. 3. — Miðasala frá kl. 2 e. h. p
:: í;
:: Anfi'án í páskum kl. 8. Miðasala í dag kl. 4—7. Sími 3191 «
FLEYGT PENINGUM
I vetur hefir einstaka sinnum hér
i blaðinu verið leidd athygli að því
dauðans leiðinda ráóle.vsi, að vera
að skipuleggja fólks- og vöruflutn-
inga inn fyrir Hvalfjörð, einkum
þegar.þar er rnjög vond færð eða
þyrfti að vera að moka snjó af
veginum með ærnum kostnaði. En
hins vegar. væri ágætur flóabátur,
Laxfoss, hálftómur í ílestum feiö-
um milli Reykjavíkur, Akraness og
Borgarness.
Gekk þetta svo langt aö farið
var aö ráðgera að þyrfti aö neyð-
ast til að selja Laxfoss, án þess að
tími sá væri kominn, sem hann
mætti missast frá sínu dýrmæta
hlutverki, sem hann hefir innt af
hendi síðan hann var smíðað'ur og
á eftir að gera um einhverja fram-
tíð ennþá.
En þaö er víðar pottur brotinn
i þessum efnUm, heldur en með
flutningana íyrir Hvalfjörð. Nú er
kominn góðm- skipa kostur til þess
að annast strandferðirnar. En á
sama tíma og þau skip skrölta hálf
tóm meðfram ströndunum með
miklum taprekstri, er veiið að moka
snjó af fjallvegum óg draga far-
artæki yfir þá með ærnum kostn-
aði og erfiði. Þannig hefir póstur
og farþegar, öðruhvoru síðan á
nýjári, verð dregið norður yfir
Holtavörðuheiði og stundum verið
meira en dægur í þeim drætti. Hef-
ir þetta verið oft liið versta verk
og auðvitað ákaflega kostnaðar-
samt. Meðal annars hafa verð átta
bilstjórar á liáu kaupi við þetta
ferðalag fyrir utan þá menn, sem
liafa verið á jarðýtum og ýmis kon-
ar öðrum verkfærum við snjóruðn-
inginn. Þó að þetta séu duglegir
menn og alls góðs maklegir, þá er
þetta lítið ráðdeildarlegt hjá hinu
opinbera, að vera -að henda tugum
og hundruðum þúsunda króna nið
ur í þessa kleppsvinnu.
Þriðjutíaginn fyrir rúiBl. hálf-
um mánuði síöan var t, d, farið að
moka Keriingarskarö og var svo
haldið áfrarn alla vikuna með jarð
ýtu og fl. verkfærum og talsverð-
um mannafla. Loks á sunnudag
skröltu einstaka bílar í gegn Á
mánudaginn strax, lokaðist vegur-
| . •
| mn alveg aftur og hefir verið ófær
síðan. Einnig var farið að moka
Öxnadalsheiði um hávetur!
Það gegnir allt öðru máli þótt
eitthi að sé’ mokað að vorinu á
stöku stað- til þess aö flýta fyrir
sumarakstrinum.
En það er litiö vit i að fleygja
peningum í snjómokstur á heiðum
uppi um miðjan vetur, nema þá í
sérstaklega aðkallandi þörf. Þegar
traðirnar eru komnar eins og áKerl
ingarskarði um daginn og Öxna-
dalsheiði í vetur, skeflir jafnharð-
j an niður í þær, þótt slarkast megi
j máske eftir tröðunum eina dag-
I stund. Á sama tíma þjóta skipin
| meðfram ströndunum hálftóm á
| skemmri iíma vestur í Stykkishólm
og norður með landi, heldur en
I verið er að brjótast á þessa staði
j í gegnum snjófannirnar.
| Nei, skipulagning á lítinn rétt á
sér frá ríkisvaldinu, ef hún verður
til þess að fleygja peningum til
snjómoksturs á heiðunum. Og það
verður svo aftur m. a. til þess að
draga úr víðlialdi og nýlagningu
vega, þar sem þeirra er mikil þörf.
V. G.
O
O
o
o
GLATT Á HJALLA
KVÖLDSÝNIND
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. — Sími 2339.
Dansað til kl. 1.
hátíðarmatinn
S V í N A K J 6 T
í steik og kótelettur. *
NAUTAKJÖT
buff — gullash — hakk
3S«pinlaiESÍr fuglai*
iílíkasvið — ílrvais iiangikíjöt
Fólk er vinsamlega beðið a'ð gera innkaupin
sem fyrst.
Kjötbúöin KRON
Skólavörðustíg 12. — Sími 2108.
Vesturgötu 15. — Sími 4769
♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦*••♦♦♦♦♦»♦♦•♦♦♦♦<“♦••■♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦«... ...
-*♦*♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦•♦♦♦♦•♦«•
♦•«♦•♦♦•♦♦♦'
ngling
vantár til þess að bera út blaðið í Túnin.
T í M I N N
Lindargötu 9 A. — Sími 2323.
::
1
::
>♦♦♦♦•♦♦♦•'
::::::::::::::::::::::::R»R«R::::a:«:::::RRR:
Hefilbekkir
Getum útvefaö litla hefilbekki, sérstaklega hentuga
fyrir skóla og til notkunar í heimahúsum. — Þeir sem
vildu tryggja sér slíka hefilbekki, eru beðnir að leggja
inn pantanir sem fyrst. — Sýnishorn fyrirliggjandi.
JárhVöruverzlun
Jes Zimsen h.f.
Reykjavík