Tíminn - 13.04.1949, Side 4
TÍMINN, miðvikudaginn 13. apríl 1949.
76. blaS
Ekki er nú vakurt, þótt riöið sé..
í.
Gunnar Bjarnason hrossa-
fræðingur á Hvanneyri lem-
ur nýlega fótastokkinn á
víxlaðri tindabykkju í dálk-
um ísafoldar. Ræðir hann
framfaramál okkar Austur-
Skaftfellinga; má um ritsmíð
hans segja það, sem kveðið
var: „Ekki er nú vakurt, þótt
riðið sé“. Er greinin kostu-
legur samsetningur, fara þar
saman kostir reiðskjótans,
taumhald og reiðlist riddar-
ans.
Það getur tæplega til tíð-
inda talizt, þó að því fólki,
sem valizt hefir til búsetu á
útskögum og í einangrun,
séu sendar hnútur frá'tagl-
hnýtingum þeirra manna,
sem þenja lönguhausa til að
magna gjöringahríðar mis-
skilnings og hleypidóma milli
íbúa í dreifbýli og þéttbýli
þessa lands. Og tónninn í
þeim kveðjum er alltaf sá
sami: það er ráðizt á þá
menn, sem fólkið í dreifbýl-
inu hefir valið til forystu, fal
ið málefni sín til sóknar og
varnar á opinberum vett-
vangi. Þeir menn eiga að
vera aumingjar, hugsjóna-
snauðir, kolbítar í öskustó
kyrrstöðu og skammsýni,
menn, sem ekki taka málefni
til flutnings málefnanna
vegna, heldur vegna illvilja
'eða sýndarmennsku.
En jafnframt er þess vand-
lega gætt í ritsmíðum níð-
högganna, að fara lofsam-
legum orðum um blessað
fólkið, sem hefir valið sér svo
misheppnaða trúnaðarmenn.
Fólkið á að vera brennandi
af eldmóði, framfaraþrá og
víðsýni. En kennir ekki sýni-
legs tvískinnungs og óheil-
inda í myndgerð þeirra póli-
tísku klessumálara, sem á
þann hátt tjarga myndir af
andstæðingum sínum á leik-
tjöld flokksbaráttunnar? Er
ekki ósennile'gt, að kjósendur,
sem eru áhugasamir um
framfaramál, velji sér að for
ingjum dáðlausar lyddur?
Níðið um forystumenn ein-
angraðra byggða er um leið
níð um fjöldann, sem hefir
falið þeim mannaforráð. En
það níð verður að segja und-
ir rósum, allra helzt, ef höf-
undarnir eru á kjósend^veið-
um.
En þeir komast þó aldrei
inn í lönd sigurvinninganna
á eintópiu krábulli, — jafn-
vel þó að þeir hafi í vega-
nesti nokkur halahár úr gull-
kálfi flokksklíkunnar.
2.
Það þarf skefjalausa ó-
skammfeilni til að skrifa um
framfaramál okkar Austur-
Skaftfellinga á þann hátt,
sem Gunnar Bjarnason ger-
ir. Skulu hér nokkur atriði
úr ritsmíð hans tekin til at-
hugunar.
Vegna þeirrar sérstöðu, er
Hornafjörður hefir sem við-
leguverstöð fyrir báta af
Austfjörðum — tvímælalaust
bezta verstöðin austanlands
á vetrarvertíð — þótti ekki
óeðlilegt, að ríkið tæki á sína
könnu hafnarframkvæmd-
irnar. Hagsmunamál heils
landsfjórðungs máttu ekki
dragast á langinn um skör
fram, vegna efnalegs getu-
leysis fámenns hreppsfélags.
Nú fræðir Gunnar Bjarna-
Eftir Sigurjón Jónssou
son okkur á því, að hagur
ríkissjóðs sé orðinn svo bág-
borinn undir fjármálastjórn
Sjálfstæðisflokksins, að ekki
sé kleift að leggja úr honum
10 milljónir króna til lands-
hafnar á Hornafirði. Býst
hann meira að segja við, að
ríkissjóður sé kominn á þá
horrim, að taka muni ára-
tugi, áð landshöfnin í Njarð-
víkum komist í „burðarlið-
inn“, hvað þá lengra, þrátt
fyrir það, þó að hún sé stað-
sett í raunhæfninni, frjáls-
lyndinu og athafnaseminni,
sem hann er að dásama sunn
anlands.
En um leið og Gunnar
Bjarnason málar fjandann á
gafla ríkisfjárhirzlunnar,
hvetur hann Austur-Skaft-
fellinga til að „krefjast lausn
ar í hafnarmálinu", láta ekki
alþingismennina Pál Þor-
steinsson og Ásmund Sig-
urðsson njóta neinnar værð-
ar, fyrr en þeir hafi leyst
þetta stórmál að fullu. Er
ekki annað skiljanlegt, en
þeir eigi nú þegar að knýja
fram næga fjárveitingu til
verskins. Þá er ekki skortur
á silfrinu í tóma kassanum
hans Jóhanns úr Eyjum.
Svona getur íþróttagarpur-
inn Gunnar Bjarnason farið
í gegn um sjálfan sig.
í sambandi við hafnarfram
kvæmdir hér á Hornafirði
talar Gunnar Bjarnason um
trúna á „framtak einstakl-
inga og samúð með því að
skapa jafngildi landshafnar
og þó gera betur . . .“ Svo fer
hann'að ræða um tekjulind-
ir fyrir hreppsfélagið. Gam-
an væri meira að heyra. Er
hann á svona hógværan hátt
að gefa til kynna, að ein-
hverjir milljónerar muni fá-
anlegir til að framkvæma
hér aðkallandi hafnarfram-
kvæmdir, leggja fé úr eig-
in vösum gegn viðurkennd-
um eignarrétti á höfninni?
Með öðru móti gæti ekki
Hafnarhreppur auðgast á
útsvörum hafnarmannvirkj -
anna, — því að Gunnar
Bjarnason fer þó aldrei að
halda því fram, að hreppur-
inn hafi heimild til þess að
leggja útsvör á sinn eigin
hafnarsjóð.
Sennilega er hugmynd
Gunnars Bjarnasonar sótt til
Vestfjarða. Eru þar ekki ein-
hver stórmenni, sem hafa af
eigin rammleik lyft greltis-
tökum í hafnarbótum, án
þess að njóta fjárstuðnings
frá hreppsfélögum eða rík-
inu?
Gunnar Bjarnason segir:
„ —-------kauptúnið mundi
efnast á útsvörum af útgerð
einstaklinga, en-ríkisrekstur-
inn yrði vafalaust lögvernd-
aður gegn útsvari þar eins og
annarsstaðar“.
Hvaða Salómonsvísdómur
er þetta hjá hrossaræktar-
ráðunautnum? Hver hefir
verið að tala um það, að
þjóðnýta hér útgerð, þó að
landshöfn og fiskiðjuver
risu hér? Smáútgerðin er
vafalaust bezt komin í einka
rekstri, eða í félagssamtökum
þeirra, sem við bátana vinna.
En með bættum hafnarskil-
yrðum, með iðjuverum, þar
sem unnið yrði að hagkvæm-
ari og betri nýtingu sjávar-
afurða, ykist að miklum mun
atvinna í þorpinu. Það yrði
vatn á myllu hreppsfélags-
ins, þegar sveitarstjórnin
kæmi saman til að jafna nið
ur útsvörum eftir árstekjum
útgerðanna, sjómannanna og
verkamannanna.
Það er líka sannleikur
málsins, að aldrei hefir
heyrzt rödd í þá átt, að þjóð-
nýta hér útgerð. Gunnar
Bjarnason veit það líka,
hann er aðeins að þyrla upp
ryki, friða slæma samvizku,
dagana eftir að Sjálfstæðis-
flokkurinn skar upp herör til
að fella á Alþingi frumvarp
um landshöfn á Hornafirði.
Gunnar Bjarnason heldur
áfram: „Það er ekki nokkr-
um efa undirorpið, að aukin 1
útgerð á Hornafirði með fisk- |
iðjuveri og bryggju í Óslandi
er*fyrsta og stærsta umbóta- 1
mál A.-Skaftfellinga, en
fyrsta verkið í þeirri fram-
kvæmd er að leggja breiðan
veg út í Óslandið".
Eftir orðanna hljóðan
mætti ætla, að þarna sé ver-
ið að benda á nýjar leiöir í
umræddum málum. En svo er
ekki. Gunnar Bjarnason er
ekki hugmyndaríkur, en
hann hefir lag á því, að
koma þannig að málum, að
ókunnugir geti- ímyndað sér,
að hann sé að varða vegi og
forða frá villu.
Vonir standa til, að vegur-
inn út í Ósland verði lagður
á komandi sumri, en það er
ekki dyggð Gunnars Bjarna-
sonar að þakka. Fiskiðjuver-
ið og bryggjan, sem hann tal
ar um, eru tekin úr frum-
vörpum þeim, sem hans elsku
legu samherjar hafa nú ver-
ið að bolast við að fella á Al-
þingi. Er gott til þess.að vita,
að Gunnar Bjarnason skuli
þrátt fyrir allt viðurkenna
nytsemi þeirra frumvarpa;
þess er líka að vænta, að mál
in séu góð, því að Gunnar
Bjarnason hefir — sennilega
óviljandi þó — gefið aðal-
flutningsmönnum þeirra svo
hljóðandi siðferðisvottorð:
„-----báðir einlægir og góð-
ir drengir, sem vilja héraði
sínu allt hið bezta“.
En þó segir hann í sömu
grein:
„Hafnarbúum og öllum A.-
Skaftfellingum ætti nú að
vera orðið ljóst, að nauðsyn-
legar umbætur og aðstaða til
útgerðar í Höfn muni aldrei
fást undir forustu þeirra
manna, er nú handleika þau
mál“.
Jæja, Gunnar Bjarnason
talar um, að aðstaða til út-
gerðar í Höfn muni aldrei
fást o. s. frv. Veit ekki mað-
urinn, að hér hefir ^rið út-
«gerð í áratugi, aðstaðan er
fyrir hendi. En velunnarar
þessara mála eru að berjast
fyrir því, að virina sem bezt
úr þeirri aðstöðu. Það er dá-
lítið annað.
Og svo má lesa út úr rit-
vaðli Gunnars Bjarnasonar,
að undir forystu einlægra og
góðra drengja, sem vilja hér-
aði sínu allt hið bezta, fái
Austur-Skaftfellingar aldrei
sigur í framfaramálum sín-
um. Þetta er býsna broslegur
boðskapur. Hvað er greinar-
höfundurinn að segja? Hvern
(Framhald á 7. siOu).
Sijður í Danmörku, rétt við Ala-
borg hefir verið komið upp sérstakri
byggingarvöruverksmiðju í flugvéla
skýli miklu, sem Þjóðverjar létu
eftir sig. Þar er framleitt bygg-
ingarefni, sem Danir nefna duri-
sol. Og þetta nýja efni þykir nú
gefa góðar vonir um að geta orðið
dönsku þjóðinni mikil hjálp í bygg-
ingamálunum.
Þetta durisol er búið til úr sem-
enti og hefilspónum. Hefilspænir
eru keyptir að hvaðanæva úr land-
inu og eru daglega aðfluttir þrír
farmar járnbrautavagna til verk-
smiðjunnar auk þess, sem alltaf er
unnið að því að hefla ódýrt timbur
upp til agna á staönum. Úr þessu
efni eru búin til stór stykki, eins
konar holsteinar og er fljótlegt að
hlaða úr þeim, en saman eru þeir
límdir með því að hella sements-
steypu í göt, sem á þeim eru og
standast á niður um vegginn. Þaim
ig myndar þetta durisol tvöfaldan
vegg með loftrúmi og steypusúlum
til styrktar.
Þessir nýju veggir hafa tvöfallt
meira einangrunargildi en venju-
legur steinsteypuveggur og auk þess
sparast með þessu móti mikil vinna
og mótaviður. Eftirspurn eftir
þessu nýja efni er mjög mikil en
vitanlega er ekki komin full reynsla
af gildi þess. Þetta er eitt af hin-
um nýju byggingarefnum, sem eru
á tilraunastigi. Sagt er mér að
efni þessu líkt muni eitthvað hafa
verið reynt sem einangrunarefni
hér á landi og væri fróðlegt að
hgyra vitnisburð fróðra manna um
þau efni.
Þéssi Tímavísa var mér fengin í
gærmorgun og þykir mér svo gam-
an að henni, að ég vil láta hana
heyrast í baðstofunni:
Tíminn fer og Tíminn sér
hvað tíminn ber í skauti sínu.
Tíminn er í tíma hér
tmans þér að benda á línu.
Vestanmaður sendir hér smábréf,
sem hann segir að sé um þjóð-
ræknismál:
„Ég hef verið að bíða eftir rödd-
inni úr Gljúfrasteini í tilefni af
orðsendingu Rússa til okkar við-
vík j andi Atlantshaf sbandaiaginu.
Sú var tíðin að yfir stóðu samri-
ingar af íslendinga hálfu við er-
lenda þjóð. Það var fyrir tveimur
árum rúmum, er Bandaríkin viidu
íá afnot af flugvellinum í Keflavik.
Þá sendi brezka stjórnin orð um
velþóknun sína í málinu. Það var
meiri ókurteisi við íslenzkan mál-
stað en skáldið mikla í Gljúfra-
steini gat þolað. Þá reis það upp
og brá penna sínum hart og títt
og lét skammt stórra höggva í
milli. Vildi það venja menn eins og
Bevin af því, að eiga orðastað við
íslendinga á slíkan hátt, kvað þá
sjálfa myndu ráða málum sínum
og skyldi hann hafa við orðsend-
ingu sinni hið þjóðlega svar frjálsra
íslendinga: Éttu það sem úti frýs.
Aftur hefir útlend þjóð gert sig
svo djarfa að gefa okkur bendingu
um þóknun sína á samningum við
aðra. í þetta sinn voru það Rússar.
En það skiptir auðvitað engu og
söm er tryggðin við málstað íslands
og frelsisins fyrir því. Ekki efast ég
um það, að eldur föðurlandsástar-
innar logi jafn glatt og fölskva-
laust hjá Gljúfrasteini fyrir því.
Og það mun sannarlega verða á-
drepa, sem hinn rússneski utan-
ríkisráðherra fær hjá okkar heims-
fræga skáldi og frelsishetju og
væntanlega því hraustlegri, sem
hann er lengur að draga til slags.
Og það verður lítandi í Þjóðviljann
daginn þann, sem Halldór Kiljan
Laxness segir Vishinsky til synd-
anna fyrir skort á háttvísi gagn-
vart frjálsri smáþjóð“. -
Já. Það verður lítandi í Þjóð-
viljann daginn þann. Það er víst
alveg áreiðanlegt.
Starkaður gamli
Maðurinn minn og faðir okkar
Gnðmundur Brynjólfssou
andaðist að heimili sínu Miðdal í Kjós að kveldi hins
11. apríl.
Guðbjörg Jónsdóttir og börn.
iiiiiimiiiiiiiimmimiiimimimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiimimmimiimiiimiiiiimiMimiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiif
| ÚTBOÐ*
Þeir, sem gera vilja tilboð í að byggja barnaskóla í
1 Langholti, vitji uppdrátta og útboðslýsingar, gegn
= *
I 200.00 króna skilatryggingu.
Húsameistari
Reykjavíkurbæjar
iiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiimHiiiimimiiiiimmiiiiiimiiimimmiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiimiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB
AUGLÝSINGASÍMI TÍMAAS ER 81300
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiinuiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiHiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii'miiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimiiii