Tíminn - 13.04.1949, Qupperneq 5

Tíminn - 13.04.1949, Qupperneq 5
76. blaff TÍMINN, niiðvikudaginn 13. apríl 1949. Tflrj’^rr^ i'T ■ MiðviUud. 13. apríl Endurskoðun á lög- um fyrv. stjórnar Það hefir vakið nokkra at- hygli, að tveir af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, Hall grímur Benediktsson og Sig- urður Kristjánsson, hafa flutt þingsályktunartillögu, ~~þár sem m. a. er lagt til áð leggja niður allmörg ríkisfyrirtæái. Rekstur flestra þessara fyrir- tækja skiptir þó ekki máli fyrir afkomu ríkissjóðs eða þarf ekki að gera það. Þáu atriði tillögunnar, sem veru- legu máli skipta fyrir rikís- sjóð, felast í tveimur seih- ustu liðum hennar, en þar er lagt til, áð endursköða skólalöggj öfina og trygging- löggjöfina, sem settar voru í tíð fyrrv. stjörnar, meö sparnað fyrir augum. Hvað, sem um önnur atriði umræddrar tiílögu má segja, er óhætt að fullyrða, áð þeás- ir tveir liðir hennar eigá rétt á sér. Með umrseddum - iög- um voru ríkissjöði hundnir nýir stórfeldir útgj aldabagg- ar, sem nú eiga m. a. drjúgán þátt í hinni 'seinlegu af- greiðslu fjárlaganna. Það er í alla staði eðlileg og sj&íf- sögð athugun, hvort ekki sé hægt að spara á þessum út- gjaldaliðum, án þess að það verði tilfinnanlegt fyrir al- menning í landinu. Þegar tryggingalöggjöfin var sett, vöruðú Framsóknár- menn við afgreiðslu hennar, þar sem undirbúningi-henn- ar væri á margan hátt ábóta- vant. Af þessum ástæðum tóku Framsóknarmenn efcki þátt í afgreiðslu hennar. Fyr- ir þetta var þeim legið mjög á hálsi í seinustu kosningum. Ekki sízt reyndi Sjálfstæöis- flokkurinn að nota setningu tryggingalöggjafarinnar til að auglýsa sig sem mifcinn umbóta- og jafnréttisflokk — flokk allra stétta. Framkvæmd tryggingalög- gjafarinnar hefir þegar leitt í ljós, að hún er stórlega göll- uð og að sú afstaða Fram- sóknarmanna var því á full- um rökum byggð, að betur þurfti að undirbúa hana. Er óþarft að rekja þessa ágalla hér, því að þeir eru svo kunn- ir orðnir. Síðan Framsóknarmenn komu, í stjórnina hafa þeir reynt að fá verstu ágalla tryggingalöggjafarinnar leið rétta. M. a. hafa þeir fengið því framgehgt, að .svokallaður atvinnurekendaskattur hefir verið stórlækkaður, Þessi skattur var sérstaklega þung- ur bændum og útveginum,þar sem þessir aðilar máttu ekki heldur við auknum skáttáá- lögum. Þá fékk Framsóknar- flokkuifnn loforð á seinasta þingi fyrir endui-skoðun trýgg ingalöggjafarinnar, én v.ið það loforð hefir enn ekki ver- ið staöið. Það er vel, ef Sjálfstæðís- flokkurinn meinar það alvar- lega, að hann vilji stuðla áð endurskoðun tryggingálög- gjafarinnar. Sá stuðningur ætti að nægja til þess, áð umræddri endurskoðun, ]er Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir, verði ekki frestaö öllu lengur. Þáð markmið ERLENT YFIRLIT: Kennan og Bohlen Helztn ráðunantar Bandaríkjaima varð- andi sambúðina vlð Sovétríkin í fréttum að undanförnu hefir oft verið getið tveggja manna í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þegar f jallað hefir ^erið um sam- búð Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Þessir menn eru George F. Kennan og Charles E. Bohlen, helztu ráðunautar Bandaríkjastjórn ar í Rússlandsmálum. í danska biaðinu „Infformation" var nýlega sagt nokkuð frá þessum tveim mönnum og fer sú frásögn hér á eftir: — George F. Kennan og Charles E. Bohlen eru þeir menn, sem ábyrgir eru fyrir athugunum þeim, sem gerðar eru á vegum Banda- ríkjastjórnar á afstöðu Ráðstjórn- arríkjanna til Bandaríkjanna og annarra landa. Þeir eru raunveru- lega ábyrgir fyrir þeim upplýsing- um, sem lagðar eru fyrir seðstu stjórn Bandaríkjanna, þegar upp á að kveða dóma og draga álykt- anir 'af því, sem gerist í Kreml, og ákvarðanir eru teknar um andsvör. Það eru þessir tveir menn, sem ásamt Marshall bera meginþunga þeirrar ábyrgðar, sem fylgir þeirri ráðstöfun, að 1947 var hætt að vægja fyrir Ráðstjórnarríkjunum og slá undan, en tekin upp þrótt- meiri stefna. Og þar sem það er nú álit þeirra, sem lagt er til grundvallar fyrir afstöðu Banda- ríkjanna til Ráðstjórnarríkjanna, er það ekki nema von, að þær þjóð- ir, sem eru aðilar Atlantshafsbanda lagsins, hafi löngun til að kynn- ast þeim. GEORGE F. KENNAN er 45 ára gamall og hefir unnið í 23 ár í utanríkisráðuneytinu. Hann stund- aöi nám við Princeton háskólann en í utanríkisþjónustunni byrjaði hann störf sín í Sviss, Þýzkalandi og síðar Eystrasaltsríkjunum Þar var það, sem kynni hans af Rúss- um hófust. Hann fékk strax áhuga fyrir Rússum og gerði sér Ijóst, að þjóðskipulag þeirra gat gert þá að stórveldi, og Bandaríkin kæmust ekki lengi hjá því að taka afstöðu til þess. Hann sat um að komast til Moskvu strax og stjórnmála- samband yrði upp tekið milli ríkj- anna, og lagði sig eftir rússueskum bókmenntum, sögu og máli. Þegar svo utanríkisráöuneyti Bandaríkj- anna óskaði á fjórða tug . aldar- innar að kynna sér sjálft rússneska stjórnarhætti betur en orðið var, voru nokkrir ungir menn sérstak- lega búnir undir það í Washing- ton. Einn þeirra var Kennan. Hann íór til Moskvu með fyrsta sendiherra Bandaríkjanna, William Bullitt. í höfuðborg Rússa hélt hann athugunum sínum áfram. Hann kom þangað í þeirri trú, að márgt væri vel um stjórnar- hætti Rússa og skipulag, en þegar fram liðu stundir og hann kynnt- ist málunum betur, varð honum ljÓBt, að Ráðst jó) narríkin gætu með tíð og tíma orðið Bandaríkj- unum hættuleg. Hann skildi, að innst inni trúðu leiðtogar Rússa því alltaf, sem byltingarforingjarn- ir höfðu sagt, að milli þeirra og auðvaldsheimsins- væri djúp, sem aldrei yrði brúað. Þessir tveir heim ar gætu hvorki sætzt eða átt sam- leið. KENNAN VAR FJÖGUR ár í Moskvu. Að því loknu fór hann til Prag og síðar til Berlínar, þar sem hann var unz friðslit urðu með Þjóðverjum og Bandaríkja- mönnum og tepptist hann þá í Þýzkalandi. Árið 1944 komst hann til Moskvu við mannaskipti. Þar dvaldi hann svo, og fyigdist með hvernig hinu rússneska stórveldi óx vald og metnaður eftir því sem herir þess urðu sigursælli á öllum vígstöðvum. Kennan var nú tekinn að gerast nokkuð gagnrýninn á Rússa. Hann var opinber fulltrúi þjóðar sinnar í Moskvu 1946, þegar Rússar rufu samkomulag með hernámi Azer- baijan. Skýrsla hans til stjórnar- innar um þetta mál var svo alvar- ieg og ólík bjartsýni Byrnes, sem þá var utanríkisráðherra og trúði á samvinnu við Rússa, að hann var litlu síðar kvaddur heim. Vel má það vera, að hann væri nú gleymdur maöur, ef Marshall hefði ekki fengið skýrslu hans í hend- urnar af tilviljun, þegar hann hafði tekiö við störfum af Byrnes. Þetta skjal, sem áður réði því, að Kennan var kallaður frá stjórn- málastörfum og fengin kyrrlát kennslustörf í Washington, varð nú til þess, að hann var kailaður fram ný. Marshall gerði hann formann þeirrar nefndar í utan- ríkisráðuneytinu, sem gerir tillog- ur um stjórnmálalegar áætlanir, og það er hann enn þann dag í dag. MR. BOHLEN er af efnafólki kominn og menntaður í Harvard Marshall, sem valdi þá Kennan og Bohlen til þess að vera ráðunauta sína í RússIandsmálUin háskóla. Hann á tuttugu ára starfs afmæii hjá utanríkisþjónustunni þetta ár. Eins og Kennan hefir hann frá æsku trúað því, að Ráð- stjórnarríkin yrðu stórveldi, og hefir haldið að þau kýnnu ein hvern tíma að ógna öryggi Banda- ríkjanna. Þetta var orsök þess, áð þegar hann var ungUr skrifari hjá sendiráðinu í Prag fór hann að leggja sig eftir rússneskum málum. Eins og Kennan var hanri sendur til Moskvu skömmu eftir að stjórn málasamband var tekið upp milli ríkjanna. Þar vár hann unz hánn var sendur til Tokíó árið 1940. Þar var hann til ráöuneytis um rússnesk mál, en þegar striðiö við Japani hófst v.ar hann fyrst inni- frosinn, en síðan sendur heim. (Framhald á 6. siðu) verður þó slík endurskoðun að hafa og á það munu Fram- sóknarmenn leggja ríka á- herzlu, að hún beinist ekki að því að skerða hlut þeirra, sem minnst mega sín, en hinsvegar verður vart komist hjá því að draga eitthvað úr hlunnindum þeirra, sem bezt eru settir. Annars er þessi tillaga þeirra tvímenninganna úr Sjálfstæðisflokknum vissu- lega lærdómsrík um starfs- hætti þess flokks. Fyrir sein- ustu kosningar básúnaði Sj álf stæðisflokkurinn mjög ágæti hinna nýju skólalaga og trygg ingarlaga, er stjórn hans og kommúnista hafði sett. Önn- ur eins dásemdarlög höfðu þá hvergi verið sett á byggðu bóli. Margir glæptust þá til þess að trúa þessu, þar sem ekki var farið að framkvæma lögin. Framkvæmd þeirra hef ir hinsvegar leitt í ljós, að ágætið var mi^na og allt ann að en af var látið. Nú er það líka orðið kosningamál hjá Sj álf stæðisflokknum að draga úr og breyta þeim lög- um, sem hann hældi sér mest af fyrir seinustu kosningar! Það verða fleiri af verkum fyrrv. stjórnar, sem Sjálf- stæðismenn eiga eftir að sann færast um að þarfnast breyt- inga og endurskoðunar, þeg- ar afleiðingar þeirra koma betur í ljós. Hin óvandaða afgreiðsla skóla- og trygginga laganna eru eins og smárnun- ir hjá mörgu öðru. Þjóðin á jafnframt eftir að sannfær- ast um, að eina fullnægjandi endurskoðunin í þessu sam- bandi, er að losa sig til fulls við forustu þeirra manna, er á mestu velgengnisárumhenn ar héldu þannig á málum, að yfir henni vofir nú at- vinnulegt hrun og fjárhags- legt ósjálfstæði. Raddir nábáanna Forústugrein Vísis í gær fjallar um þjóðlega samvinnu og lýkur henni á þessa leiö: „Auðsætt er að erfiðleikar eru framundan, sem illt verður að rísa undir, nema því aðeins að stefnubrcytingar gæti i fjárhags ■og atvinnumálum frá því, sem nú er. Til þess að slík stefnu- breyting' komist til framkvæmda verða öll lýðræðisöfl í Iandinu að sameinast i þeirri viðleitni að bjarga því, sem bjargað verður. Hinsvcgar mun áfram síga á ó- gæfuliliö, ef háð verður tilgangs laus togstreita milli þjóðlegra afla um ímynduð verðmæti, sem hver dagur gcrir fánýtari og fánýtari. Menn verða að sætta sig við þau kjör, sem at- vinnuvcgirnir geta látið í té, miðað við heilbrigðan rekstur, en hverfa frá því ráði að of- bjóða atvinnurekstrinum með- . auknum kröfum, sem hljóta að Ieiða fyrr enn varir til allsherj- ar stöðvunar. Menn verða frekar að hyggja aö því að tryggja hag sinn og sinna 4im næstu fram- tíð, en ofbjóða greiðslugctu at- vinnuveganna með kröfum, sem cinvörðungu miðast við líðandi stundu. Ekki tjóar að fást um oröinn hlut. Stríðsgróðinn er farinn vcg allrar veraldar og nú verðum við að búa að cigin fram leiðslu og kaupmætti. Kröftun- um verður að stilla í hóf og gæta viðeigandi varúöar, en til þess verður qgi gæta verulegrar liugarsfarsbreytingar mcð þjóð- inni, frá því sem nú er.“ Þetta er vissulega allt vel mælt hjá Vísi, en fylgir hug ur nxáli. Það munu verk Sj álfstæðisflokksins sýna á næstunni. í munni Sjálf- stæðisforingjanna hljómar allt tal um „þjóðlega ein- ingu“ og „hóflegar kröfur“ sem nöprustu öfugmæli og storkunaryrði, ef þeir halda á fram eins og hingað til að ver j a heiðnaberg sérhags- muna sinna. * Arasir kommiínist<i á Eystein Jónsson Af hálfu kommúnista hef > ir að’ undanförnu verið hala - ið uppi hinum ódreng'ileg'ustiii'; ; árásum á Eystein Jónssoti menntamálaráðherra. Hanri lxefir verið kallaður lana: ráðamaður, landsölumaðui,,, leppur og öðrum þeim nöl'r, • um, sem kommúnistum er xxuh. títt að nefna andstæðíngi, : j , sína. Óspart er því líka halþ ■ ið fram, að hann hafi brugö ist stefnu- flokks síns málstað þess fólks í dreifbýijvnií inu, er fylkir sér um hana. Raunar er það óþarft aiý, svara landráða- og landsolu brigzlum Þjóðviljans, því að I eyrum allra þjóðholli*,— manna hljóma slíkar nafn > giftir kommúnista sem sæmti arheiti. Þessi heiti velja, kommúnistar nú einkuni þeim mönnum, sem djarfleg ast halda á málstað friðar og frelsis og rétti smáþjóðanm?, Það eru menn eins og Ger- hardsen, Lange, Hedtoíi, Spaak, Herriot, Leon Blum, Attlee og- Bevin, er skípA efstu sætin á landráðalisty. kommúnista. Fyrir frjálshug og umbótasinnaða menn ei það vissulega sæmd að kom • ast á þann svartlista komnx ■ únista, þar sem slíkir önd • vegismenn baráttunnar íyrii’ friði og frelsi eru efstir á blaði. Brigzlum kommúnista um Eystein Jónsson er því óþarfr, að svara. Hinsvegar gefa þaa tilefni til að minna á það, ati engum núlifandi manni á fjárhagslegt sjálfstæði ís ■ lands meira að þakka en Ey- steini Jónssyni. Hann tók við fjárstjórn landsins á hinum mestu krepputímum, sem þjóðin hefir búið við. Helzti útflutningsatvinnuvegur þjó i arinnar hafði orðið fyrir stórfelldu markaðstapi og verðfalli. Ekkert annað en hrun og fjárhagsleg uppgjöf blasti við framundan. Me! fi-amúrskarandi festu og ein- beitni tókst Eysteini Jóns- syni að halda þannig á fjár - málastjórninni, að sigrazt var á þessum erfiðleikum, Engunx dylst það nú, að hefði á þessum tíma verið haldiö svipað á fjármálunum og seinustu árin, myndi f jár- hagslegt sjálfstæði þjóðar ■ innar glatað og ísland ekki lengur í tölu frjálsra ríkjj, fremur en Nýfundnaland. Fyrir þetta verk Eysteins Jónssonar mun þjóðin jafn • an stánda í ómetanlegri - þakkarskuld við hann. Það er rétt, að þegar nú verandi stjórn var mynduö, var ágreiningur innan Fram ,• sóknarflokksins um afstöð una til hennar. Allir viðui • kenndu nauðsyn sem víð» tækrasta samtaka um þ viðreisn, er koma þyrfti eft- ir óstjórn Ólafs Thors og; ■ kommúnista. Hinsvegar van> treystu ýmsir, að forkólfa" Sjálfstæðisflokksins væru enn komnir á það þroskastig, að þeir nxyndu vinna það tii, \: slíkrar endurreisnar að fórna, ýmsum sérhagsmunum sínum Meirihlutinn taldi þó rétt a i • gera þá tilraun, hvort hæg i ui: væri nxeð Sjálfstæðisflokkrx • um að bjarga því, sem bjarg að- yrði eftir óstjórn Ólaiú Thors og kommúnista. Ey,.- stcinn Jónsson valdist til ad> vera oddviti flokksins i þessu . (Framhald á 6. síöu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.