Tíminn - 20.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 20. apríl 1949 ■78. blað Húsnæðismál Reykjavíkur og áhrif þeirra á þjóðarbúskapinn ÞaÖ, sem er þó ennþá verra, Þrátt fyrir verðlagseftirlit og húsaleigulög, að ógleymd- um skattalögunum, er svo komið, að lítill hópur ófyrir- leitinna gróðamanna hefir komið ár sinni það vel fyrir borð, að þeir hafa sogið til sín mestan hluta hins svo- kallaða stríðsgróða. er það, að þessum sama hóp manna er ennþá leyft að merg sjúga atvinnulífið, og standa í- vegi fyrir því, að hægt sé að gera þær ráðstafanir er að haldi koma, til þess að framleiðsla okkar sé seljan- leg á erlendum markaði, án halla fyrir framleiðendur. Þeir menn, sem drýgstan þátt eiga í vexti dýrtíðarinn- ar og-'imnþá komast upp með að safna til sín miljónum á kostnað alþjóðar, eru fast- eignabraskararnir og húsa- leiguokrararnir. Vegna þess að ég hef orðið var við, að ýmsum utan Revkjavíkur finnst það mál lítið koma sér við, og vegna þess að fulltrúar þjóðarinnar virðast í þessum efnum sofa á verðinum, þykir mér hlýða, að bregða upp fyrir alþjóð, spegilmynd af þessum málum. Vona ég að sú mynd geti vak- ið einhverja, sem ennþá sofa. Þrátt f yrir verðlagsef tirlit gleymdist löggj öf um okkar það viljandi eða óviljandi að gera nokkuð til að hindra okursölu fasteigna. . Það er vitað mál að allan 'þann tíma, sem verðlagseftir s litið hefir staðið hefir fésterk- um bröskurum verið leyft að selja hús með 30—50% álagn- ingu frá kostnaðarverði. Ný hús hafa að jafnaði verið seld með ca. 25—50% álagi og eldri hús oft með mun hærra álagi. Þessi álagning hækkar stöðugt og nú er svo komið, að margar íbúðir í Reykja- vík eru seldar fyrir 800 kr. pr. teningsmetra, eða helmingi hærra en byggingarverð er hæst. Sagan er þó aðeins í byrj- un með þessu. Meginhluta hins óhæfilega gróða fast- eignasalans er stolið undan skatti. Algengast mun að telja húsasölu á pappírnum, sem næst sennilegu kostnað- arverði, en hinn illa fengni ágóði sleppur undan öllum á- lögum. Kaupandi er oft fús til að hjálpa seljanda með þessi skattsvik, vegna þess að hann á í mörgum tilfellum nokkr- ar þúsundir, sem hann hefir ekki talið fram til skatts, eöa þannig gekk það fram að eignakönnun og er þegar byrj að aftur. Á mörgum húseign- um hefir beinlínis orðið keðju verzlun. Þegar fjárhagsráð kom til sögunnar og fór að reyna að hafa einhvern hemil á fjár- festingu í húsabyggingum var farið að selja byggingarleyf- inin. Mun það nú til, að þau séu seld á tugi þúsunda. Þó að hinn óhæfilegi gróði, sem fasteignasalarnir safna tíl- sín, sé óhollur fyrir þjóð- a.rheildina og hafi stóraukið byrðar atvinnulífsins, eins og ég mun síðar sýna • fram á, þá, er það þó eins og dropi í EfftÍB* Hanncs Fá hafinu hjá þeirri plágu, sem húsaleiguokrið er. Húsaleigulögin áttu að hefta húsnæðisokur. Það hafa þau.gert að vissu marki, en í þeim málum hefir löggjöf- um vorum farið eins og í verð lagsmálunúm, að þeir hafa gleymt framhaldinu. Þrátt fyrir ‘ öll húsaleigulög er nú svo komið að flestir — ekki þó allir — sem leigja út íbúð- ir eða hluta úr íbúðum taka í leigu frá 15—25 krónur fyr- hvern fermetra íbúðar. Þetta þýðir 800—1000 krónur á mán aðarleigu fyrir 2 herbergi og eldhús. Húsaleigan í Reykjavik skapar þvi tvennt. í fyrsta lagi leggst hún með ægileg- um þunga á allt atvinnulífið. Með stéttarsamtökum tekst launamanninum, að knýja laun sín það hátt, að hann geti lifað, þrátt fyrir þessa leigu. Vitanlega örsnauður alla tíð. Tilvera hans verður aðeins í því fólgin, að vera mj ólkurkýr í j árplógsmann- anna. í öðru lagi verður á- sóknin í að festa fé sitt í hús- um æ meiri eftir því sem það gefur hærri vexti í húseign- um. Það væri hægt að skrifa langt mál, sem sannaði áþreif anlega, hversu ægilegt tjón hefir af því hlotizt, fyrir heppilega þróun þjóðfélags- ins, að löggjafar vorir skuli hafa svikist um, að gæta þess, að féð bæri ekki óeðlilega háa vexti i húseignum höfuðstað- arins. Hversu lengi verður t. d. hægt að halda uppi þvi þjóð- félagi, þar sem bóndinn verð- ur að afskrifa það fé, sem hann leggur í byggingu á jörð sinni um 50%, og á fullt í fangi með að láta jörðina renta 3% af afganginum, á sama tíma og sá, sem leggur fé sitt í hús í Reykjavík, fær 20% í vexti. Þannig er ástand ið í dag, og ekki nóg með þetta. Bóndinn inn til dala og sjómaðurinn eða verka- maðurinn í smáþorpunum, greiða svo drjúgan skild- ing í rikissjóð til þess að sá sjóður geti gefið með útflutn- ingsvörum okkar, svo atvinnu lífið geti haldist gangandi og verkamaðurinn eða fastlauna maðurinn í Reykjavík geti malað gull fyrir fjárplógs- manninn í höfuðstaðnum. Á þennan hátt nota okrar- arnir og skattsvikararnir all- an landslýð, með góðu sam- þykki þeirra manna sem hafa talið sig sjálfsagða, sem leið- toga allrar alþýðu. Ýmsir menn, sem lítt hafa um þetta hugsað, munu nú spyrja: Hvernig má það ske, að hin margumtöluðu húsa- leigulög koma ekki í veg fyr- ir þetta, og hvers vegna ganga menn sjálfviljugir út í það, að láta fjárplógsmanninn nota sig sem þræla alla ævi? Ástæðurnar fyrir þessu er langt mál að rekja í stuttri blaðagrein, en drepa má á augljósustu staðreyndirnar. Framkvæmdir hins erlenda setuliðs, er hér dvaldi í stríð- inu, dró til sín fólk víðs vegar að af landinu. Hinar fégráð- ugu afætur, er ávallt hafa Isson, Endirfelli vakandi auga á öllum auð- fengnum gróða, sáu sér leik á borði að setja fé sitt í hús- eignir til að leigja og selja. Meginið af því fé, sem laun- þegar náðu, með hækkandi kaupgjaldi, streymdi beint í pyngju okraranna. Þegar setu liðsvinnan hvarf, var hinn sniðugi samningur gerður á milli afætanna, og þeirra, sem þurftu að koma atvinnu lífinu á kaldan klaka. Þessi samningur var nefndur hinu fagra nafni „nýsköpun“, en sem var nánast um það eitt, að steypa á einu ári 600 millj. inn í okkar litla þjóðfélag, til að fullkomna það verk, sem setuliðsframkvæmdirnar höfðu byrjað á, að sópa fólk- inu til höfuðstaðarins. Slíkir þjóðflutningar juku gróða afætanna um stund. Byltinga mennirnir munu hafa brosað í kampinn. Þeir þurftu að skapa múgsál úr hinu rót- lausa fólki, og þegar allt var komið í kalda kol, kom þeirra tími. Þetta heppnaðist. Það er aðeins eftir að sjá, hver síð- ast hlær. Milljónirnar eyddust. Af- æturnar græddu. Fólkið streymdi til Reykjavíkur. Sparipeningar almennings streymdu í pyngju húsabrask ara og húsnæðisokrara. Þrátt fyrir alla tækni varð atvinnu lífið óstarfhæft, nema tug- milljónir — í ár 80—100 millj ónir — væru greiddar úr rík- issjóöi, sem meðlag með fram leiðslunni. Það má því segja, að nú sé verið að leggja fullnaðar- hönd á sköpunarverkið, þeg- ar síðustu aurarnir verða píndir út úr alþýðu tii sjávar og sveita í pyngju fjárplógs- mannanna, í stað þess að fórna okrurunum fyrir at- vinnulífið. Til fróðleiks fyrir þá, sem ekki hafa hugsað um þessi mál, eða ekki hafa haft aðstöðu til að kynnast þeim, skal hér lýst að nokkru að- ferðunum, sem notaðar eru til að sópa aurum almenn-1 ings í pyngju fjárplógsmann anna. Þjóðfélaginu hefir verið þannig stjórnað, að flestar framkvæmdir löggjafans, með góðri aðstoð þeirra, I er málefnum Reykjavíkur stjórna, hefir verið þann veg fyrir komið, að fólkið hefir hópast til Reykjavíkur. Sú viðleitni, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir sýnt í því að bæta kjör dreifbýlis- ins, hefir lítið mátt sín, á móti þeim bellibrögðum, sem aðrir flokkar hafa notað til að soga fólkið úr dreifbýl- inu. Það, að fólkinu í Reykja- vík hefir fjölgað um þriðj- ung síðan húsaleigulög- in voru sett, hefir haft það í för með sér, að aðeins tiltölu lega lítill hópur Reykvíkinga getur notfært sér húsaleigu- lögin. Þeir, sem leigja út nýtt hús næði, eða húsnæði í gömlu húsi, sem losnað hefir, hafa þá aðferð að láta leigutaka greiða meiri eða minni hluta (Framháld á 7. síðuj. Veturinn er aö kvcðja. Síðasti dagur hans er runninn upp og við lítum um öxl og nemum staðar við það, sem okkur finnst hugstæðast og sérkennilegast við þennan síð- asta vetur okkar. Þetta hefir víða verið heldur leið inlegur vetur um tíðarfar. Umhleyp ingar og óstöðug veður venju frem- ur hafa einkennt hann. í Reykja- vík og nágrenni bæjarins hefir ver- ið óvenjulegt vetrarríki. Og um allt land hafa komið slæmir kaflar. Síðustu dagar vetrarins hafa harð indalegan svip. Þaö snjóar svo að segja látlaust á fjöllin hér syðra. Á annan dag páska voru áætlunar- bílarnir í 5 klukkustundir að brjót- ast frá Hveragerði til Reykjavíkur yfir Hellisheiði. Og í uppsveitum austan fjalls er sums staðar svo mikið vetrarriki að kalla má að ekki sjái á dökkan díl. Haldist nú kuldatíð fram eftir vori verða það þau harðindi, sem eflaust koma illa við ýmsa. Við nefndum Hellisheiði. Það er stórkostlegt að sjá leiðina, sem þar er farin. Yfir fjallið frá Skíðaskál- anum í Hveradölum og austur á Kambabrún renna bílarnir eftir snjógljúfrum, sem víða eru svo djúp, að þeir hverfa alveg. Ruðn- ingurinn beggja megin vegarins er hærri en áætlunarbilarnr og þann- ig er hrönnin margra metra breiö á hvorn veg. Yfir að líta er þetta eins og strokið snjóflóð. Þeir tala um það farþegarnir í bílunum, að Víkverji ætti að fara þetta og sjá hvort allar snjóýtur landsins hafa alltaf verið að halda Krýsuvíkur- veginum opnum meðan föl var á Hellislieiöi eða Mosfelisheiði. Það er raunar engin furða, þó að minni snjór sé á vegi, sem liggur með sjó en þeim, sem á fjöllum er og Víkverji ætti nú að fara að taka eftir því, að það er regla, að oftar snjóar á fjöll en láglendi. Hitt er líka staðreynd, að Krýsuvíkurveg- urinn hefir haldið við sambandi milli Reykjavíkur og austursveit- anna, svo að það hefir ekki verið gjörsamlega slitið dögum saman öðruhvoru það sem af er þessu ári. Þetta sjá menn og nú vita þaö all- ir, enda er jafnvel Víkverji hættur að tala um veginn, og má segja þar um, að engum sé alls varnað. Hitt er svo annað mál, að vegur- inn er nú svo slæmur af aurbleytu á köflum, að hann er naumast fær, en það stendur til bóta. Og nú mun það vera viðurkennt, að sá vegur sé dýrmæt öryggisráðstöfun og beggja megin Hellisheiðar hafi almenningur mikið að þakka þeim, sem komu veginum á. Og við skul- um sjá, hvort Mbl. fer ekki bráð- um að þakka borgarstjóranum góð an stuðning við það mál? Þó að margur sé nú næstum bú- Inn að gleyma Atlantshafsbanda- laginu, muna Reykvikingar enn eft- ir ólátunum á Austurvelli 30. marz. Hér eru nokkrar vísur eftir K. frá þeim vigstöðvum: „Fangarnir í Alþingishúsinu". Þjóðin krefst, að þingmenn státnir þegar hljóti alfrelsi og verði aldrei aftur látnir inn í þetta fangelsi. Líkani Jóns Sigurðssonar i Al- þingishúsinu var snúið þannig, að andlitið horfði til veggjar. Öllu að snúa öfugt, það er hinn nýi siður: hnakkinn fram, en andlit aftur, upp skal vita niður. Staka. Magnast vandi. Valdaþras veldur grandinu. Svífur andlegt eiturgas yfir landinu. Tautað í norðvesturhorni Austur- vallar, 30. marz 1949. Mér ekkert ljós hið innra skín. Mér ógnar landans tryllta fas. Og enginn telur tár, sem valda toglegur og gas. En öllum þeim, sem eitthvað hafa lagt til mála í baðstofunni eða hlustað á það, sem þar hefir verið sagt, þakka ég fyrir liðinn vetur. Starkaður gamli. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við and- Iát og jarðarför fósturmóður minnar, íSijíríðar Magnúsdóttur. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sigurður Jósefsson. •iiiiiiiiBiiiiiiiffMiifiiiiiiiiiiaiiaiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiigiiiiiaiiniiiiiiiaig Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er á einn | eða annan hátt veittu okkur hjálp í sambandi við stór- | brunann 11. september s.l. Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. Elísabet Sigurbjörnsdóttir, Stefán Jónsson. I Gröf. ÍÍMMKIIMMMMMMMMIMMMMMMMIMMIIIMMMMMMMKMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMIIMIMMMMMMMMMIMMMKII IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIII|||||||||||||||||IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIII Innilega þakka ég öllum þeim, er glöddu mig á sex | | tugs afmæli mínu. | | Jónas Lárusson. 1 MMIMMIMMIMMMIIMIMMMMMMMMMMMMMIIIIMMMIIMIMIIIttllMMIIMMIIIIMMIMMIMMMMMMIMIMMMMMIIMMMIMMMMI IMIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMMMMIIIIIIF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.