Tíminn - 26.04.1949, Síða 6

Tíminn - 26.04.1949, Síða 6
I I TÍMINN, þriðjudagimi 26. apríl 1948. nw~ 82. blað t \ i 'Miiiiniiia Wífja Síc iiiiiiiniii Ljiifir ómar | (Somcthing in the Wind) | = Fyndin og fjörug ný amerísk = | söngva- og gamanmynd. f I Aðalhlutverk: | Deanna Durbin = Donald O Connor John Dall 1 1 og hinn frægi óperusöngvari | | JAN PEERCE | frá Metrópólitan sönghöllinni i | E i New York. = | ' Sýnd kl. 5, 7 og 9 uniiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilimiiiiiiiui | Vegir ástariniiar f | (Tlie MacombeT Aflair) \ f Áhrifarík, spennandi og mjög | I vel leikin amerísk stórmynd, = I gerð eftir smásögu Ernest Hem- i f ingway „The Short Happy Life f f of Mr. Maeomber" og birtist | f hún í tímaritinu „Kjarnar" = I undir nafninu „Stutt og laggott f | líf.“ 1 Gregory Peck, Joan Bennett, Robert Preston. \ Sýnd kl. 5 og 9. f S DANSSÝNING KL. 7... I iiiiiiiiiiniMUjiKmiitiiiiiiiiiim iiiiiiiilliiiiiiillin.iiiilll 7jarnarbíc iiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiii SKUIAGÖTÖWBsI Ráðskonan á Grnnd (Cnder falsk Flag) Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 1 e. h. Sími 6444 i s = •MiiiMiiiuiiiMiiiiuiuiiiiutiiuiiiuHnuiiuuumrmiiuiii Stórmyndin f Rauðu skórnir j (The Red Shoes) f f Heimsíræg ensk verðlauna i f balletmynd, byggð á ævintýri f f H. C. Andersen Rauðu Skórnir. i f Myndin er tekin í litum. IIIIIIUUU {....(jatnla &íó Leyndarmál hjartans = Pramúrskarandi amerísk kvik- = f mynd, listavel leikin og hríf- \ andi að efni. = Aðalhlutverk: Claudette Colbert Walter Pidgedon June AHyson X jdernhard fUJh: t WarÁtá ará 5. DAGUR Sýnd kl. 5, 7 og 9 !l iiiiiiiiiiiiii uuuunHuuui iii iiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuuiu Iripeli-bíc IIIUIIIIIIII i Aðalhlutverk leika: = Anton Walbrook, i Marius Goring Sýnd kl. 5 og 9 Sala hefst kí. 1 e. h. lUIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIUIIIIIHIllllllllllllllllllltlUIIIIIIMIIII 1 tjaýnarfáariarbíc i ■ IIIIIUHIK ^ j l l | HAFNARFIRÐI Í Mcrkið Zorro = c = Ógieymanleg og merkileg ævin- = | Engin e = týramynd um hetjuna Zorro og I - z og afreksverk hans. 1 sýning | = Aðalhlutverk: = r - i I | TYRONNE POWER 1 | | LINDA DARNELL | kvöld Sýnd kl. 7 og 9 = I | Simi 9249 1 1 C = e - lUIIIIIHIMHIIIIUIIIHHHIHHIIIItiliilllHHIUUIIIIHIIHIIH iiuiiiiiiiiiiiliiiiiiiiuuiiiiHHiiiriiiiiriiiiuiiiliiiuuiiuiiii Erlent yfirlit (Framhald af 5. siðu). legir foringjar. Öðru livoru berst þeim liðsauki frá flokksbræðrunum í Kína og er þá jafnan sem nýtt iíf færist í hreyfinguna. Nú er gert rað fyrir, að kommúnistar hafi inn áp skamms öll völd í Kína. Hitt er óséð, hvert kapp þeir leggja þá á það, að blanda sér í málin á Mal- akkaskaga. Ef þeir ráða það af að hjálpa flokksbræðrum sínum þar, getur það orðið Bretum erfitt. Ekki þó svo að skilja, að þeir geti ekki haldið stöðvum sínum, en það get- ur ;9rðið svo kostnaðarsamt að halþ^. uppi ró og spekt í landinu, að nýlendan missi gildi sitt. SVO ÓLÍKLEGT sem það virð- ist, eru það kínverskir auðmenn, sém kosta þessa óaldarflokka að mestu eins og sakir standa. Þeir neyðast til að kaupa sér frið við þá, svo að ekrur þeirra og námur verði ekki eyðilagðar. Því fer fjarri, að kínversk alþýða í landinu al- mennt styðji kommúnista. Þvert á móti kemur í ljós vaxandi bii milli stigamannanna og fólksins. Og vel má athuga það í þessu sambandi, að af 346 almennum borgurum, sem stigamenn hafa skotið síðan í júní síð’asta, voru 240 Kínverjar. Það er því alls ekki um að ræða neina þjóðernisiiga hreyfingu kín- verskrar alþýðu gegn Englending- um og Malajum. Ef svo væri, horfði málið öðru vísi við. Þjóð- ernistilfinning Kínverja á Malakka skaga er ekki mjög þroskuð, og stafar það meðfram af því, að Tífs- kjör þeirra eru rýmri en almennt gerist í Kína. Þeir eru ef til vill ekki ánægðir með ensku stjórpina, en hún hefir þó að minnsta kosti veitt þeim frið og öryggi og þolan- lega afkomu. Þetta vilja þeir varð- veita, og þess vegna sést það líka, að þeir skipa sér Englendinga meg- in í baráttunni.og það ræður ef til vill mestu um, að Bretar hafa styrkt aðstöðu sína undanfarið, svo að kommúnistar berjast nú til hins ýtrasta á yztu þröm tilveru sinnar. PVokkiir orð til utan- ríkisráðhcrrans (Framhald af 5. siðu). oft seinheppinn í baráttunni. Hann er það í þessu máli Honum myndi verffa betur á- gengt, ef hann fylgdi ráðum Framsóknarmanna. Það er ekki leyndin og pukrið um utanríkismálin, er gagnar bezt í baráttunni gegn Sumarhret Afar spennandi ög skemmti- | leg amerisk mynd, byggð á bók | Antons Tsjekov: „Summer Storm“. Aðalhlutverk: = Linda Darnell, \ George Sanders, \ Anna Lee. J I Sýnd ki. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. | Simi 1182. I luiHiiiiiuiuuiiHiiiiniiHiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiuuiiiiii kommúnistum. Það er ekki einhliða barátta fyrir hags- munurn braskaranna, sem er bezta vopnið í þeirri viður- eign. Bezta ráðið er að segja þjóðinni undanbragðalaust sannleikann um þau mál, sem hana varðar, og fylgja fram réttsýnni og framsæk- inni stjórnarstefnu, sem mið- ast við alþjóðarhag. Fengjust Sjálfstæðismenn til að stuðla að slíkri stefnu, myndu kommúnistar fljót- lega verða jafn áhrifalausir hér og þeir eru í Bretlandi og á Norðurlöndum. X+Y. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingum. Fasteignasölu- miöstööin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar. svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. i umboðl Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagl ís- lands h.f. Viðtalstimi alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eítir sámkomulagl. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 8234 ljós að svo stöddu. Inga mátti gjarnan lifa í þeirri trú, að það yrði hún, sem mjólkaði þessa kvígu, þegar fram liðu stundir. En Abraham datt ekki í hug að hverfa brott úr fjalla- byggðinni. Færi hann brott, fengi Jón aftur forgangsrétt að landinu við Marzvatn, og Abraham vildi sízt af öllu gera honum það eftirlæti. En hér kom fieira til. Hann hafði keypt búsmuni, átti hálfsmíðaðan bát og kvígu, sem erfitt var að selja, nema með miklu tapi. Vorið nálgaðist. Umsókn Abrahams var íyrir löngu kömin í hendur yfirvaldanna. og hinn 15. dag maímánaðar 1853 var það kunngert við Vilhjálmsstaðarkirkju, að úttekt á landi nýbýlisins skyldi fara fram 11. júlí, og teldi einhver sig eiga kröfurétt á væntanlegu landi þess, átti hann að mæta með skilríki sín og sönnunargögn að Saxanesi nefnd- an dag. Abraham kom yfir að Saxanesi á nýja bátnum sínum kvöldið áður en útmælingin átti að fara fram. Hann hafði meðferðis hurð, lítinn glugga með blýrömmum, járnpott og áhöld þau, sem hann hafði keypt í Noregi. Klukkan tíu sama kvöld komu úttektarmennirnir. Saló- mon Pétursson frá Grenihlíð og Jóhann Jónsson frá Jarfa- vatni, ásamt sjálfum sýslumanninum í Vilhj álmsstað, P. A. Hellgren. Sýslumaðurinn átti tíu mílna leið að baki. Það hafði bæði verið rigning og stormur, er hann var fluttur yfir Malgóvatn, og ferðin yfir Stái hafði jafnvel verið enn volksamari, því'að veglausar óbyggðir var að fara og marg- ar straumharðar ár í vexti á ieiðinni. En sýslumaður var vanur erfiðum ferðalögum um vegleysur, og það hafði al- drei komið fyrir, að hann kæmi of seint á ákvörðunarstað, þar sem embættisverk biðu hans. Enginn kom að Saxanesi til að gera kröfu til landsins. í rauðabýti morguninn eftir var róið yfir Kolturvatnið. Saxanesbændurnir slógust með í förina, því að þeir þurftu að gæta hagsmuna sinna, þegar iandamerkin yrðu ákveðin. Það leyndi sér ekki, að þeir höfðu samúð meö hinum unga landnema. Þegar bátarnir höfðu verið dregnir á land á norðurbakka Kolturvatnsins. skiptu þeir á sig föggum Abra- hams, þvi að nú var fyrir höndum löng ganga að bæjar- stæðinu nýja. — Við getum borið eitthvað, fyrst við eigum allir samleið, sögðu þeir. Við Marzvatnið vestra hittu þeir mann, sem Abraham flaug í hug við fyrstu sýn, að myndi verða sér þungur í skauti. Þessi maður var Ólafur Ólafsson frá Grjótsæ, ná- granni Abrahams að austan. Hann var þrekinn og lág- vaxinn, og langir og gildir handleggirnir héngu slyttislega niður með síðunum. Andlitið var stórskorið, og undirlegur glampi í gráum augunum, þegar hann heilsaði frumbýl- ingnum. — Þú ert maðurinn, sagði hann, seinmæltur og lág- mæltur. Abraham fann, að hann roðnaði. Fólst ekki einhver ógn- un í þessum orðum? — Já, ég er maðurinn, svaraði hann hránalega. Þú ert kominn til þess að sjá um, að ég seilist ekki á þína landar- eign, þykist ég vita. Ólafur kinkaði kolli og dró vinstra augað í pung, eins og hann væri að miða byssu. — Mér hafði satt að segja aldrei dottið í hug, að neinn kærði sig um að byggja hér. Þó að Jón kæmi hingað fyrir fimm árum og sendi svo einhverja umsókn, þá vissu allir, aö hann myndi aldrei áræða að flytja búferlum hingað. •— Hvers vegna það? Við þessari spurningu fékk Abraham ekkert svar. Úttekt- armennirnir voru að . tala við Saxanesbændur, og sýslu- maðurinn kallaði á Abraham. Nú átti að taka til starfa. Fyrst var bókfært, hvar húsið átti að vera og hvar gera átti sáðlönd. Það var sólskin í skógarhlíðinni við Marzvatn- ið þennan dag. í bókina var skrifað, að jarðvegurinn væri sæmilega frjósamur og ekki mjög grýttur. Þessu næst var ákveðið, að afgjaldið skyldi vera þrír rikis- dalir í peningum fyrir hverja fjórðungsskeppu lands. Síðán var haldið til skógar. Þetta varð löng ganga, og margir svita- dropar runnu. Abraham vísaði á fjórtán mýrarbletti og engjaskákir á mílulörrgu svæði, þar sem hann hafði hugsað sér að heyja. Landamerkin milli nýbýlis og Saxaneslanda

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.