Tíminn - 04.05.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 4. mai 1949.
88. Mað
Stiórnmálaviðhoriið
Niðurlag.
VI.
Ólánleg samstarfstilraun.
Af hálfu Framsóknarflokks
ins var árið 1946 tregða í því
að láta teymast inn í hið
hrynj andi hús f yrrverandi
stjórnar án rækilegrar við-
gerðar.
Fyrst reyndi Framsóknar-
flokkurinn að ná samstarfi
við Alþýðuflokkinn. En hægri
stefnan í Alþýðuflokknum
reyndist alls ráðandi meðal
forystumanna hans.
Þá gerði Framsóknarflokk-
urinn annað, sem ekki hefir
til þessa verið opinberlega
upplýst. Framsóknarflokkur-
inn bauðst til að styðja
hreina Alþýðuflokksstjórn, ef
hún viidi setja sér að marki,
heiðarlega og radikala stjórn
arstefnu í verzlunarmálum,
atvinnu- og fjármálum, líkt
og þeir flokkar, sem Alþýðu-
flokkurinn í orði kveðnu þyk-
ist eiga samstöðu með í ná-
lægum löndum. Ég fór þá til
Haralds Guðmundssonar og
bað hann að vinna að þessu.
Alþýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn höfðu að
vísu ekki meiri hluta, en ef
Sjálfstæðisflokkurinn felldi
svona stjórn, vildum við Fram
sóknarmenn ganga til kosn-
inga í samvinnu við Alþýðu-
flokkinn um stjórnarstefn-
una, mynda með því sterka
fylkingu, sem fengi meiri
hluta eða væri að minnsta
kosti alltaf nógu sterk til að
móta pólitíkina í landinu. —
En Alþýðuflokkurinn neitaði
— hann vildi alls ekki mynda
stjórn nema í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn. Slík
vinnuaðferð þekkist ekki hjá
öðrum flokki, er telur sig soci
aldemokratiskan og spáði illu,
enda varð reyndin í samræmi
við það. Var þá ekki um ann-
að að ræða, en samstarf með
Alþýðuflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum, eða stancja
utan við.
Ég hefi alltaf talið ósenni-
legt, að hægt væri að „reka
heiðarlega og þjóðnýta stjórn
arstefnu með“ hægrikrötum
og Sjálfstæðismönnum. Því
lengur sem setið var við samn
ingaborðið 1946, því meir
varð þessi grunur að fullri
vissu. Hið óheiðarlega eigna-
uppgjör og tvíræðu fyrirheit
í stjórnarsáttmálanum um
sérhvert þjóðnýtt mál, sýndu,
að ekki var vilji til að breyta
um stefnu.
Þó átti það svo að kalla að
í stjórnarsáttmálanum væru
gefin fyrirheit um:
Að' létta ánauðinni af bænd
um, og að gerðardómur á-
kvæði verðl. landbúnaðarv.
Væri betur, að fleiri stéttir
vildu bjóða slíkt. Þetta hefir
verið efnt.
að rétta við fjármál ríkis-
ins,
að stöðva dýrtíðina og
stefna að lækkun hennar,
að koma lagi á verzlunar-
málin.
Þó að samningar væru loðn
ir, gerðu sumir Framsóknar-
menn sér vonir um, að Al-
þýðuflokkurinn myndi vegna
hagsmuna umbjóðanda sinna,
þvingast til samstarfs við
Framsóknarflokkinn. Og með
al annars, til þess að ná
þessu samstarfi tilnefndi
Framsóknarflokkurinn full-
trúa í ríkisstjórn. Ef það ekki
Eftir Herinai
tækist, var frá upphafi ljóst
og viðurkennt, að samstarfið
yrði samstarf við tvo íhalds-
flokka og mistækist að veru-
legu leyti. Reyndin liggur nú
fyrir um þessa „samstarfstil-
raun“. Staðreynd er, að stað-
ið hefir verið við lítið annað
en fyrsta atriðið.
Framsóknarfl. hafði sagt
kjósendum sínum, að fram-
kvæmd þeirra atriða, sem ég
áðan nefndi úr stjórnarsátt-
málanum væri skilyrði fyrir
þátttöku hans í ríkisstjórn og
veru þar.,
Brigð núverandi ríkisstjórn
ar stafar af því, að ef Alþýðu
flokkurinn snertir hár á höfði
sérhagsmunaklíku Sjálfstæð-
isflokksins, hverfa ráðherrar
hans úr stólunum, eða óttast
það að minnsta kosti, að svo
verði.
í Alþýðubl. s.l. laugardag
segir, að íslenzk alþýða geri
eftirfarandi kröfur 1. maí:
Lækkun dýrtíðar.
Aukinn kaupmáttur launa.
Burt með svartamarkaðs-
brask.
Heilbrigða verzlun og við-
skiptahætti.
Þeir beri skattana, sem breið
ust hafa bökin.
Það er næsta skoplegt að
sjá þetta í blaði flokks,' .sem
stjórnar verzlunarmálunum,
og heldur beinlínis við því á-
standi, sem nú er. í hvert
einasta sinn, sem gerð hefir
verið heiðarleg tilraun til að
aflétta núverandi verzlunar-
einokun, láta skömmtunar-
seðla gilda sem innkaupa-
heimild, gefa neytendum
þannig frelsi og gera verzl-
unina réttláta, heilbrigða —
hefir íhaldið hótað — Al-
þýðuflokkurinn hlýtt eins og
auðmjúk hjú. Ráðherrar hans
hafa ekki hikað við að fella
tillögur sinna eigin flokks-
manna í viðskiptanefnd og
fjárhagsráði til þess að þókn
ast húsbændunum.
Núverandi verzlunarástand
er verndað með atkvæðum
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks,
gegn atkvæðum Framsóknar
flokksins. Það, sem alþýðan
býr við, er því verzlunarkerfi
Alþýðuflokksins, með okri
svörtum markaði og slíku,
sem íhaldið heimtar sem skil-
yrði þess, að Alþýðuflokkur-
inn fái að hafa „forystu“ í
ríkisstjórn. AHar fyrrnefndar
1. maí kröfur getur Alþýðu-
flokkurinn fengið samþykkt-
ar með atkvæðum sínum á
Alþingi. Það stendur ekki á
Framsóknarflokknum, og
kommúnistar yrðu að vera
með. Þetta eru mál, sem
Framsóknarflokkurinn hefir
barizt fyrir og hefir ekki tek-
izt að fá Alþýðuflokkinn til
að fylgja, af ótta við að rík-
isstjórnin falli. Og svo ber Al-
þýðuflokkurinn kröfuspjöld
um göturnar og heimtar það,
sem hann sjálfur stendur
gegn. Hann ætti að láta ráð-
herra sína bera þessi kröfu-
spjöld.
Alþýðuflokkurinn lét sam-
þykkja það á síðasta flokks-
þingi sínu, að tryggingarnar
væru mikil björg fyrir alþýð-
una þegar atvinnuleysi syrfi
að. Það var ekkert talað um
það, hvaðan greiðsla til trygg
inganna á að koma, þegar
framleiðslan, er stöðvuð. Og
m Júiuisson.
nú skrifar Alþýðublaðið um
það dag eftir dag að Alþýðu-
flokkurinn verjist af alefli
tveim meinvættum Alþýðunn
ar: Niðurfærslunni frá Fram
sóknarflokknum, og gengis-
lækkun frá Sjáífstæðisflokkn
um. Sjálfur hefir flokkurinn
staðið að 28 stiga vísitölu-
skerðingu, sem auðvitað er
niðurfærsla. Dulklædda geng
isskerðingu hefir hann sam-
þykkt i margs konar mynd-
um. M. ö. o. flokkurinn geng-
ur dag frá degi lengra í því
að samþykkja hvorttveggja
það sem hann þykist berjast
gegn. Það er ekki liklegt, að
svona vinnubrögð skapi tiltrú
meðal þjóðarinnar.
_ VI1-
Þegar gálgafresturinn er úti.
Það má með .fullum rétti
segja, að öðrum en Fram-
sóknarflokknum ber fremur
skylda til að benda á leiðir
út úr núverandi ógöngum.
Hann varaði við vaxandi dýr-
tið, þegar fyrrverandi stjórn-
arflokkar töldu „dýrtíðina
dreifa stríðsgróðanum“ hafa
„bjartar hliðar“ og „blóm-
ann“ aldrei meiri en eftir að
hún hafði vaxið þjóðinni yfir
höfuð, að „afkastameiri tæki
gátu greitt^hækkandi kaup“
að „gjaldeyristekjurnar
mundu verða 800 miljónir“ —
og að ef lækka þyrfti, ætti
það að gerast með einu
„pennastriki“.
Flestum ætti nú að vera
ljóst orðið, að þetta voru glam
uryrði og gyllingar.
Fyrsta spor núverandi rík-
isstjórnar til lækkunar var að
skerða vísitöluna um 19 stig
-— miða kaupgreiðslur við
vísitölu 300. Svo átti að lialda
áfram að færa niður — og
annar ráðherra Alþýðuflokks
ins sagði, að það væri glæpur
að hvetja til grunnkaupá-
hækkunar. Það mundi stöðva
framleiðsluna og koma verka
lýðnum í koll.
En þessa stefnu, sem stjórn
in var að verulegu leyti reist
á og mynduð um, er hún nú i
þann veginn að yfirgefa. Dýr
tíðin hefir þrátt fyrir vaxandi
niðurgreiðslur vaxiö, grunn-
kaup hækkað nokkuð og á
sama tíma og rifist er dögum
saman um það á Alþingi,
hvort afnema eigi vísitölu-
skerðinguna, sem átti að
stöðva skrúfugang verðbólgu,
hvetur Alþýðusamb., undir
stjórn Alþýðuflokksins, sem
hefir stjórnarforystuna, til
grunnkaupshækkana um allt
land. Allt eru þetta hin furðu
legustu vinnubrögð. Það er
sniðið af öðrum enda verð-
bólgunnar með vísitöluskerð-
ingu og stöövun og niður-
færslu lýst yfir sem stjórn-
arstefnu, og svo bætt við hinn
endann, í sumum tilfellum,
tvöfaldri lengd með grunn-
kaupshækkunum, sem vit-
anlega hafa sömu áhrif á
skrúfugang verðbólgunnar og
vísitalan. Flokkurinn, sem
'taldi hvatningu til grunn-
kaupshækkana glæp, er
stjórnin var mynduð, hvetur
nú til hennar fyrir munn
fulltrúa sína í stjórn Alþýðu-
sambandsins. Afleiðingar eru
þær, að til dýrtiðarráðstafana
þarf stöðugt vaxandi álögur,
(Framliald á 5. síðu)
Blaðalesandi sendir hér athuga-
seira, sem ég vil gjarnan koma á
framfæri, með því að ég held, að
það sé líka réttara, að blaðamenn
gæti hver annars málfæris heldur
en að enginn þori að blaka við öðr-
um af hræðslu um sjálfan sig, þó
að allar séum við syndugar, systur.
„Argus Þjóðviljaritstjóri er bögu
bósi í málfari og langar mig til að
sýna hér nokkur dæmi úr síðasta
sunnudagspistli hans, almennum
lesendum til athugunar. Þar segir á
einum stað: „Það er aðeins pex um
markmið; tilgangurinn er einn.“
Hér virðist höfundurinn halda að
markmiðið sé leiðin að markinu, og
er það heldur lélegur skilniiigur á
íslenzku máli.
Nokkru síðar segir sama persóna:
„Slíkir menn njóta nefnilega fyr-
jrlitningar allra.“ Þetta er líkt og
þegar Mbl. sagði, að þess væri vænst
að tjónið skipti tugum þúsunda.
Flestum finnst að það sé engin
nautn í fyrirlitningu annarra, og
þar sé því fremur að gjalda eða
þola en að njóta. En Argus hefir
víst aöra þýðingu orðanna í sinni
orðabók, eða svo er að sjá.
Enn scgir þessi rithöfundur:
„Hafa framkvæmt yfir 50% gengis-
lækkun á stærsta neyzluvöruflokki
almennings." Þó á hann ekki við
það, að gengi þessa vöruflokks hafi
lækkað, heldur hækkað, en kaup-
máttur peninga gagnvart honum
hafi lækkað um þetta. Samkvæmt
þessari orðabók er hver einasta
kauphækkun því „gengislækkun á
vinnuafli", það er: peningar missa
gildi sitt til kaupa á vinnuafli.
Þannig er það mál, sem Argus Þjóð
viljakempa notar Hugsunin er á-
líka skír hvar sem borið er niður.“
Mér skilst a® blaðalesenda þess-
um myndi ekki þykja ástæðulaust,
að gefin væri út sérstök orðabók
um málfar Þjóðviljans, þó að það
væri þó ekki nema vasa-orðabók.
Hér eru tvær stökur um þing-
helgi eftir K. og fylgir þeim þessi
tilvitnun:
„Ég vil ekki upphefja þinghelgi
neins þingmanns, eins og stendur,“
sagði Einar (Olgeirson).
Einar vill ei — „eins og stendur"
Ólafs rjúfa þinghelgi,
þótt sá stundum harðar hendur
hafi á sumra mannhelgi.
Samt er ekki útilokað,
að einhverntíma mætti ske
að Ólafi — og fleirum yrði þokað
út fyrir in helgu vé.
Hér bæti ég við einni stöku ný-
legri eftir Hafliða Nikulásson:
Mörgu er logið, margt er sagt,
margur er þrautum sleginn,
allt er sköttum undirlagt,
eg er sólarmegin.
Þetta mun lúta að því, að þeir
séu sælastir sem ekkert eigi svo að
áhyggjur af sköttum nái þeim ekki.
En Alfreð segir í Bláu stjörnunni,
að það sé fullt af sköttum, sem eft-
ir sé að leggja á, og það er ef til
vill rétt. Og víst er það að ein-
hvern veg verður að afla fjár, til
að halda uppi lífskjörunum.
Starkaður gamli
Ég þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt
auðsýndu mér vinarhug á sextugsafmæli mínu þann
27. apríl siðastliðinn.
Methusalem Methusalemsson
Bustafelli
▼
I
Jörð til sölu
Jörðin Kvíarholt í Holtahreppi í Rangárvallasýslu
er laus til kaups og ábúöar í næstu fardögum. Á jörð-
inni eru nýbyggð hús raflýst, stór og góð tún öll vél-
tæk.
Tilboöum sé skilað til eiganda jarðarinnar fyrir 20.
maí. Áskilinn réttur að taka hvaða tilboði sem er eöa
hafna öllum.
ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON
sími Meiri-Tunga
miiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiimiimmiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimimiiimimiiiimmiiimiiimtiiiiiiimini
| Herbergisþernu I
vantar nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni
Hótel Borg
fiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii