Tíminn - 04.05.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1949, Blaðsíða 6
TÍMINN, miðvikudagmn 4. maí 1949. 88. blað úa Síó 111111111111 ]foxættiii frá Barrow. 5 = | (The Foxes of Harrow). | | Tilkomumikil amerísk stórmynd § | byggð á samnefndri skáldsögu | = eftir Frank Yerby, sem komið § | hefir út í ísl. þýðingu. I Aöalhlutverk: E ‘5 = Rex Harrison = Maureen O’Hara Victor McLaglen 5 | Sýnd kl. 5 og 9. Eiiiitiiiiiiiiiiiiitiiiiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiu Örlagaglcttur (QZARDÁS) | | Bráðskemmtileg ungversk kvik- \ = mynd. — Aöalhlutverk: i | Bella Bordy I | Ladislaiís Palóczi i Háskólakór Budapest syngur. I Sýnd kl. 5, 7 og 9. iiutiiiiiiiiMU/iiiiiiiiniMii 1111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiim.iiiiin ~fja?itarbíé ■ 11111111111 vip SHÓIAGÖTU Rsiðskouan á Grund (Under falsk Flag) Sýnd kl. 5, 7 og 9. I - Sala hefst kl. 1 e. h. ■ = Sími 6444 I I ■niimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii: I Hafiwaffáariatbíó =: fæyniarniál Iijartans | Framúrskarandi góð amerísk i | mynd, listavel leikin og hríf- i | andi efni. — Aðalhlutv. leika: i Claudette Colbert Walter Pidgeon June Allyson STORMYNDIN = MAMLET j i Byggð á leikriti William Shakes- i : | peare. — Leikstjóri Laurence i = Olivier. Myndin hlaut þrenn i i Oscar verðlaun, sem bezta kvik = i mynd ársins 1948. | i Aðalhlutverk: í Laurence Olivier | Jean Simmons Basil Sidney i i Hamlet er fyrsta talmyndin, = i sem sýnd er á íslandi með ís- i i lenzkum texta. = | Frumsýning kl. 9. = Engin sýning kl. 5 og 7. i H'IIIIIIIIIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lllllllllllK Sœjarkíó IIIIIIIIIIHI [ HAFNARFIRÐI ) | Á vlllig'ötum | i Áhrifamikil, spennandi og vel | | leikin sakamálamynd. | Aðalhlutverk leika: i | Hedy Lamarr | | Dennis O’Keefe i i John Loder William Sundigan i i Bönnuð -börnum innan 14 ára. i (jatnla Síó iii!!iiuiii Braumacyjan (HIGH BARBAREE) i Spennandi og tilkomumikil ame i 1 rísk kvikmynd af skáldsögu | i Charles. Nordhoffs. og .James \ = Norman Halls. Van Johnson June Allyson i Thomas Mitchell Marilyn Maxwell i i Sýnd kl. 5, 7 og 9. JIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ~[Mf20li-bíÓ &, 71 Íicucl fJarJL: cJl.cu*S í UctrzL iícf iiiiiiiiuiii iiiiuiiiiiii | Synd kl. 7 og 9. — Simi 9249. = C = E : E : OiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii E Sýnd kl. 7 og 9. — Sími 9184. E iiiiiiiiiiiiiiilli<|ilii||iiiiiiitHiiiiiiiiiiil(iifiiiiimiiifiuiiii Stjórnmálaviðhorf ið (Framhald af 5. síðu). 5. Það þarf að lækka óhófs eyðslu ríkis og bæjarfélaga til þess að þjóðin hafi tryggingu fyrir að henni sé ekki ofþyngt með sköttum og útsvörum. Þetta tekur tíma, en það er hægt ef að því er unnið af festu og trúmennsku af fjár- málastjórn landsins. 6. Það verður, eins og Skúli Guðmundsson, hefir stungið upp á í þingflokknum, að leggja stóreignaskatt á þá, sem hafa eignir t. d. hálfa miljón eða þar yfir, og með því fé borga niður skuldir ríkissjóðs. Þegar þessi grundvöllur er tryggður og þá fyrst er hægt að byrja á því, að tala um Iækkun dýrtíðar og lækningu hins sjúka fjármálalífs. Fyrr þýðir ekki að ræða það mál í alvöru. Meðan verkamenn og ýmsir aörir greiða 1000 kr. á mánuðh eða allt að % launa eyrir venjulegs vinnutíma, húsnæði ljós og hita og ann- að eftir því, þýðir ekkert að semja við þetta fólk um úr- lausnir, því þær eru ekki til staðar. Þótt þessi réttláti grund- völlur væri til staðar mundi það ekki nægja. Framleiösl- an mundi ekki geta borið sig án ríkisstyrks og niður- greiðslu þrátt fyrir þetta. Þá kemur að því, að færa veröur niður verðlag og kaup gjald, eða breyta gengi eins og þarf til þess að framleiðsl- an beri sig sjálfstæð og styrkjalaus. Fyrst bæri að leita samn- inga við stéttarsamtökin. Við skulum gera ráð fyrir að þetta samkomulag náist ekki. Þá er athugandi lögbinding. Það er miklu meira átak að færa niður, en að stöðva dýr- tíð. Það kemur því ekki til mála, að reyna þessa leið nú með allri þeirri tortryggni, sem búin hefir verið til rang- lega og réttilega, fyrr en allt er um þrotið. Þá er að snúa sér að því, af stjórnmálamönnum, hagfræð ingum og öðrum fjármála- | BauSa mcrkið 1 (The Scarlet Club) | Afar spennandi amerísk leyni- = = lögreglumynd um leynilögreglu- | | manninn Charlie Chan. I Aðalhlutverk: Sidney Toler i Manda Moreland i Ben Cater • i i Sýnd kl. 5, 7 og 9. = Bönnuð börnum yngri en i i 16 ára. SÍMI 1152. 1 7iiu11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 mönnum, hvar niöurfærslan, eða gengislækkunin þarf að vera, til þess að framleiðslan geti borið sig á hinum nýja grundvelli, í meöal árferði. Þetta er reikningsdæmi, sem aö vísu er margbrotið, en þó tiltölulega auðvelt að leysa. Síðan er að snúa sér að því, að gera þessar ráöstafanir. Ýmsir segja að dýrtíðin sé komin of langt til þess að nið urfærsla sé lengur fær. Um það skal ég ekki fullyrða, það er ekki nægilega rannsakað. Ýmsum er gengislækkun mjög óljúf. En gæta skyldu menn þess, að stöðvun ríkis- stjórnarinnar á dýrtíð er að- eins bráðabirgðaúrræði, sem er í þann veginn að verða á- hrifalaust og að krónan er óbeint með vaxandi dýrtíð lækkuð æ ofan íæog áfram- haldandi lækkun af sama tagi yfirvofandi. Og með margvíslegum ráðstöfunum, svo sem gjaldeyrisskatti, sölu skatti, frjálsum útflutnings- vörum, er að auki fram- kvæmd dulbúin gengislækk- un, sem ckki kemur að liði, étur sig upp sjálf og verður því að endurtaka og auka ár frá ári. Hvað verður loks úr krónunni með slíkum og því- likum vinnuaðferðum, sem enginn endir sést á. Ef geng- isbreyting er gerð væri lílca hægt að afnema um leið, allt þetta þegar með gjaldeyris- skatti, söluskatti og hvað það nú allt heitir. Sumir líta svo á, að ef geng islækkun væri gerð, ætti að skipa kaupgjalds- og verðlags nefnd, fulltrúa Alþingis og stétta; hún ætti að semja um allt kaup fyrir 1. október ár hvert og ákveða laun opin- berra starfsmanna. Ennfrem ur ætti hún að ákveða. hvaða verð skuli greitt fyrir fram- leiðsluvörur, en bankarnir að ákveða gengisskráningu í sam ræmi við það, sem þarf til að geta greitt í íslenzkum krón- (Framhald, á 7. síðu). 12. DAGUR og í sköginum undir Geitafjalnnu stökk síór héri inn í runna og hjúfraði sig niður í fönnina. Gólih hljóðnuðu, og þögnin í auð'ninni varð enn ægilegri en áður. Svo kvað aftur. við ýifur. En nú var hreimurinn annar en áður. Nú voru hljóðin líkust því, er hópur grimmra og soltinna hunda eltir saert veiðidýr. Það var komin nótt. Súærinn glitarað eins og demanta- breiða i tunglskininu. Allt var kallt og hljótt. Ööru hverju heyrðist braka í grein. í skógarrj óðri skammt frá byggðinni undir Tröllafelli, um sex mílur saðaustur frá Marzfjalli stóð elgtarfur á skafli og barði framlöppunum nlður í hjarnið. Hann blés og fnæsti. í kringum tarfinn voni tveir úlfar á hlaupum. Það skein í livassar teanurnar í tunglsíjósinu, og froðan vall um kjaft- vikin. Snjórinn þyrlaðist um stríðhærða skrokkana, og aug- un glóðu af drápfýsn, sulti, sjálfsbjargarhvöt. Þeir gerðu hvert áhlaupið af öðru á elginn, en hann varði sig með þungum og hörðum klaufunum. Úlafamir voru fleiri en tveir. Inni í kjarrinu glórði í átta rauð augu. í tvo klukkutíma hafði úlfaflokkurinn elt elginn, þennan höfðingja skóganna, og þetta var í fjórða skiptið, sem hann hafði neyðzt til þess að nema staðar og snúast til varnar. Allt í einu vatt elgurinn sér til hliöar og tók á haröa- sprett. En úlfarnir, sem leynzt höfðu í kjarrinu, þustu á móti honum og stöðvuðu flótta hans. Nú hófst æðisgengin viðureign. Fnæsanái elgurinn reis upp á afturlappirnar og barði frá sér með framfótunum, og úlfarnir hlupu glefsandi og froðufellandi í kringum hann. Leikurinn barst fram og aftur um skailinn, hvoftarnir á vörgunum smullu eins og dýrabogar, og elgurinn blés og snörlaði. Mökkurinn stóð í kringum tryllt dýrin. Skyndilega hörfuðu úlfarnir frá og stóðu um hríð graf- kyrrir. Slefan lak úr gapandi hvoftunum niður í snjóinn. Það var eins og þeir væru að sækja í sig veðrið til loka- atlögunnar. Elgurinn beið átekta, mitt í úlfakreppunni Hann skalf af áreynslu, og úr ljótu bitsári á öðru lærinu fossaði blóð. Loks lagðist hann á hnén og lét höfuðið síga. Einn úlfanna lagðist niður og skreið nær bráð sinni — einn, tvo, þrjá faðma. Elgurinn beið hreyfingarlaus, eins og hann vissi ekki af hættunni, sem yfir honum vofði. Hann deplaði augunum, og múlinn seig neðar og neðar. Svo tók úlfurinn undir sig stökk, en fipaðist árásin. Kjaft- urinn á honum small saman þumlung frá hálsi elgsins, sem blóðið ólgaði og vall í hálsæðunum. Elgurinn greiddi honum þungt högg, svo að hann kastaðist langar leiðir, veinandi af sársauka. Nú gerði allur hópurinn leifturárás. Fimm glorhungruð villidýr dönsuðu í grimmdaræði kringum bráð sína. Elgurinn öskraði af reiði. Hann barði hausnum sitt á hvað, og mökkurinn úr ^.nösunum var orðinn rauður sem blóð. Úlfurinn, sem gerzt hafði nærgöngulastur við hann, var hann búinn aö traðka sundur undir klaufum sér. Enn sáu úlfarnir sér þann kost vænstan að hörfa. Ömur- legt gól ómaði í skóginum. En elgurinn skeytti því engu. Hann stóð titrandi yfir hinum fallna óvini sínum. Höfuðið vaggaði fram og aftur, og froðan lak af múlanum. Og enn gerði úlfahópurinn eitt skyndiáhlaupið. Elgurinn lyfti hausnum, en í sömu andrá læsti eitt kvikindið sig fast á háls honum. Skógartröllið reis upp á afturfæturna og brauzt um í tryllingi. en gat ekki hrist óvininn af sér. Örlitla stund stóð elgurinn kyrr, með úlfinn hangandi á hálsi sér, en síð- an slengdist hann aftur yfir sig, og allur flokkurinn á hann ofan. En varla var ein mínúta liðin frá falli elgsins, er blossa brá inni í kjarrinu og skot> reið af. Einn úlfanna valt um hrygg og lá þannig kyrr með blóðið vellandi um ferlegan kjaftinn. Hin kvikindin rifu til sín síðustu kjaftfyllina og flúðu eins og fætur toguðu inn í skóginn. Örskamma stund sást hvergi hreyfing, en svo renndi sér maður á breiðum og stuttum skíðum fram úr kjarrinu. Það sást varla í andlitið á honum fyrir skinnhúfunni, sem hann var með, og klakanum, sem sat í yfirskegginu. Hann nam staðar í miðju rjóðrinu, og það mynduðust hörkulegir drætt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.