Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1949næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 28.05.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 28. maí 1949. 114. blað I tíag. Sólin kom upp kl. 3.32. Sólarlag kl. 23.17. Á degisflóð kl. 6.25. Síðdegisflóð kl. 18.50. í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörðui' er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 1911. Næt urakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpíð í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og trió. — 20.45 Leikrit: „Nú í nótt“ eftir Kai Wilton (Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Danslög (plötur). — 24.00 Dag skrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss er í Reykjavík, fer 31. maí til Kaupmannahafnar og Gautaborgar. Dettifoss fór frá Leith í fyrradag 26. maí til Reykja- víkur. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss er í Reykjavík, fer í dag 28. maí til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Lagaríoss fór frá Reykjavik kl. 22.00 í gærkveldi 27. maí til Leith. Reykjafoss kom til Hamborgar 25. maí frá Grimsby. Selfoss kom til Antwerpen 25. maí. Tröllafoss fór frá New York 24. maí til Reykjavíkur. Vatnajökuli fór frá Akureyri 25. maí til Grimsby og London. Ríkisskip. Esja átti að fara frá Reykja- vík kl. 22.00 í gærkveldi til Vest- fjarða. Hekla var á Seyðisfirði í gær á norðurleið. Herðubreið er .i Reykjavík. Skjaidbreið var á Hvammstanga síðdegis í gær á norð urleið. Þyrill er í Reykjavík. Odd- ur var á Grundarfirði í gær. Finn- björn átti að • fara frá Reykjavík. í gærkveldi til Vestfjarða. Einarsson & Zocgii. Foidin er á leið til Newcastle. I.ingestioom er á leið til Hamborg- ar. Árnað heilla Hjpskapur. í gær voru gefin saman í hjóna- band í Kaupmannahöín ungfrú Erna Óskarsdóttir (Halidórssonar, ítgerðarmanns) og Jón Ólafsson, cand. juris, fulltrúi í félagsmála- láöuneytinu. Heimili brúðhjónanna verður fyrst um sinn við Amalie- gade 34, Kaupmannahöfn. Úr ýmsum áttum Frá fréttaritara á Akurevri í frásögnirini af aöalfundi Kaup- félags Eyfirðinga í síðasta blaði féll niður, að frásögnin var frá frétta- ritara Tímans á Akureyri. Fær góðar viötökur í Hollandi í vetur hélt scngkonan Elsa Sig- fúss hljómleika i Haag í Hollandi. Einnig söng hún þar í útvarp. Hef- ir blaðiö „Nieuwe Courant" fariö mjög lofsamlegum orðum um r.öng liennar. — Elsa Sigfúss söng m. a. íslenzk, dönsk og ensk þjóðiög. Skíðainönnum boöið til Svíðþjóðar Sænski skíðainaðurinn Novden- skjold, sem hér hefir dvalið að undanförnu. hefir ákveðið að bjóða til Svíþjóðár tveim ísienzkum skíða mönnum, öðrum úr K. R.. en hin- um úr í. R. Munu skíðamennirnir dvelja á skíðahóteli Nordenskjolds tvo mánuði næsta vetur, frá des.— febr., en á þeim tímá dvelja á hótel inu margir af kunnusta skíðagörp- um Svía. Læknaráðstefna í Frakklandi Dagana 5. til 10. sept. næstkom- andi verður haldin í París, alþjóða ráöstefna taugalækna. Forseti ráð- stefnunnar verður Th. Alajouan- ine, prófessor við Parísarháskóia. Listi yfir mál þau, er tekin verða til meðferðar á ráóstefnunni, er til sýnis í sendiráði Frakka. Aðrar upp lýsingar veittir dr. Raymond Garc- in, aðalritari ráðstefnunnar, 19, rue de Bourgogne, París (Vlléme). Úr Vestmannaeyjum. í Framsóknarblaðinu 25. þ. m. segir svo: Seint voraf þó sólargang ur hækki. í fyrrakvöld mátti sjá Heimaklett gráan af snjóhraglanda. Frost var víða um land s.l. nótt og hér í Eyjum snjóaði svo aö alhvítt varð, mun slíkt einsdæmi hér á þesum tima árs. Sýningar á íslenzkum málverkum í Danmörku íslenzku og finnsku málverkin á norrænu listsýningunni, sem stað- ið hefir yfir í Kaupmannahöfn, verða send til sýninga í Aarhus, Odense og Álaborg. þegar Kaup- mannahafnarsýningunni er lokið. Verður þetta í fyrsta sinni, sem íslenzk málverk verða sýnd í dönsk um borgum utan Kaupmannahafn- Bíöð og tíni.arit Menntamál janúar-maí-hefti þessa árs cr ný- kornið út„ líefst ritið á ítarlegri grein eftir dr. Katthías Jónasson um verknámsdeild. Þá eru ýmsar greinar í ’itinú, er varóa kcnnslu- og uppeiclismáj. Samband ísl. Leikfélag Reykjavíkur sýnir H A M L E T eftir Willam Shakespere á Sunnudagskvöld kl. 8 £ Leikstjórí: Edvin Tiemroth. — Miðasala i dag kl. 4—7. f barnakennara gefur út, en í út- gáfustjórn eru Ármann Halldórs- son, ritstj., Jón Kristgeirsson og Þórður J. Fálsson. Eining mánaðarblað um bindindis- og menningarmál, 5. tbl., 7. árgangs, er nýkomið út og flytur að vanda allmargar skeleggar greinar um bindindisstarfsemi. Ritstjóri er Pét ur Sigurðsson. Nokkurar myndir prýöa ritið. Voco de Islando Samband islenzkra esperant- ista, sem stofnað var í byrjun þessa árs, hefir nýlega hafið út- gáfu blaös á Esperanto og neínist það „Voce de Islandó,“ þ. e. Rödd íslands. Blaðið er eingöngu ritað á Esperanto. í því er þýðing á smásögunni „Fyrirgefning" eftir Einar H. Kvaran, gerð af Ólafi Þ. Kristjánssyni. Þá er grein eftir dr. A. Mildwurf, sem dvaldist hér á landi fyrir ári síðan og kenndi Esp eranto, og grein eftir Árna Böðv- arsson um síldariðnað íslendinga. Ingimar Óskarsson ritar um gróð- ur á íslandi, og er sú grein upphaf á greinaflokki um land og þjóð. Þá mun framvegis birtast i blaðinu smásögur og aðrir kaflar úr íslenzk um bókmenntum. í blaðinu eru nokkrar myndir. Samband íslenzkra esperantista gerir ráð fyrir að meiii hluti áskrif enda verði útlendingar og miðor efnisyal v.ð þaö. Blaðinu er ætlað að vera landkynning jafnframt því að þaS leggur sitt til umræðna um alþjöðleg má'eíni. 'Sambandið hefir orðið vait mikils áhuga érlendra ecperantista um ísland og íslend- inga. SIÐARI Uppstigningardagsrumba og hvííasunnuhret Fimm vikur nf sumri. A góðu ís- lenzku vori er jörð venjulega orðin algróin í byggóum á þeim tíma og slátlur gæti hafizt í beztu sveitum eftir þrjár til fjórar vikur, ef að vanda léti. Fénaður allur ætti að vera kominn úr húsi — einnig kýr, og kartöflugrasið jafnvel farið að skjóta unp jjrænum blöðum. En nú er annar háttur á. íslenzk náttúra hoíir brugðið tízku undanfarinna ára eða áratuga — sótt í gamlan sjóð eins og kvenfólkið, þegar þaö tók upp síðu tískuna aftur. Noröan og norðaustan stormur um land allt — snjókoma um allt Vestur- og Norðurland — allmikill snjór er víða á jöróu í byggðum. - í : Möðrudal á Fjöllum er a!lt þakið gaddi — og jafnvel illvígt hríðar- fjúk í Reykjavík. Þannig voru veð- urfregnir hvaðanæva af landinu í gær. Ekkert vor, enginn gróður fimm vikur af sumri. Þótt sólar j liafi' notið um miðjan dag einstaka | sinnum, svo að bráönað hafi úr j röndum hjarnfanna og jörð komið ' græn undan þeim, hefir allt kalið næstu frostnótt, svo að jörðin er grá og föl. Erfiðleikar bændanna hafa verið mik'.ir og margvíslegir. j.Ýmsir hafa orðið að horfast í augu við fóðurskort í fyrsta skipti um | mörg ér. Hey lieíir verið flutt miúi sveita og landsfjórðunga, fé flutt i úr hásveitum til þeirra, sem lrogra j liggja, og fóðu.r og vistir jafnvé! Nemendatónleikar Tónlistarskólans verða haldnir í Trípólíleikhúsinu, laugardaginn 28. maí 1949 kl. 2,30 síðd. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. í dag er næst síðasti dagur málverkasýningar máiverkasýningar ■ • OrlijýA £i()utÍAMhaf í Listamannaskálanum. Opin til kl. 23,00. ! Sumardvaíir barna I | Til 3. júní verður umsóknum um sumardvalir f barna veitt móttaka í skrifstofu félagsins, Thorvald- ( sensstræti G. Skrifstoíutími alla virka daga, nema laugardaga, klukkan. 1—3. RAIJÐI KROSS ÍSLANDS. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦«♦-- * - --* - -------.............. flutt með flugvélum til nauð staddra bæja. íslenzka þjóðin hefir enn þá einu sinni lifað harðindavor, og mönn- um hefir komið það á óvart, þrátt fyrir alla harðærisreynslu þjóðar- innai' á liðnum öldum. En mönnum er eiginlegt að vera bjartsýnir og búast við góðu, þótt gamall bú- marinsmálsháttúr ráðieggi að búast við hinu illa, því að liið góða skaði ekki. Eftir einn eða tvo ára- tugi góðæris hafa menngleymtharð J indum og ís að hálfu leyti. Þegar ! ísinn var á leið inn Húnaflóa fyrir skömmu, sagði bóndi noroan af Ströndum, að unga fólkið væri tölu (vert „spennt“ og hlakkaði til að ( sjá hann. Það er þó dálitið undar- j legt, aó í Strandarsýslu á íslandi • skuli vera vaxin upp tvítug kyn- slóð, sem ekki hefir litið hafís. j Það er ekki óvenjulegt, að sval- , an blási og jafnvel snjói á ís'.andi I um hvítasunnuleytið. Gömlu mcrin irnir kölluðu slík ihlaup uppstign- I ingadagsrum'ou og hvítasunnuhret. Tíðarfarið liér á lundi um þessar œundii' getur þó ekki kallazt því nafni. Það er aðeins framhald ill- vígra harðinda. Eirii vorblærinn, sem við höfum notið á þessu ári, var í marz. Margir gamlir menn hafa það nú á orð'i, að þessi harð- indi muni haldast fram yfir hvíta- sunnu. en þá muni batna og batna vel. A. K. heldur almennan félagsfund í dag 28. þ. m. kl. 2,30 e. h. uppi í Oddvellowhúsinu, Vonarstræti 10. UMRÆÐUEFNI: Miðlunartillaga sáttasemjara í deilu Vinnuveit- endasambandsins og Trésmiöafélags Reykja- víkur. AÖ afloknum fundi fer fram atkvæða- greíðsla um tillögu sáttasemjara. Vinnuveitendasamband íslands >♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦<»>■♦♦♦♦♦♦♦•«.■♦♦» Húseigendur athugið Vér höfum ávallt fyrirliggjandi olíugeyma íyrir húskyndingar. Vanir menn annast niðursetningu og tengingar á lelðslúm. Talið við oss hið fyrsta. Sími 81G00. Hið íslenzka Steinolíuhlutaféiag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 114. tölublað (28.05.1949)
https://timarit.is/issue/58025

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. tölublað (28.05.1949)

Aðgerðir: