Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1949næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 28.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 28. mat 1949. 114. Ma3 »» Gifuryröi viljum við engin hafa II Það er gott til þess að vita, ef íslenzkur landbúnaðar er kominn á það stig, með tækni og skipulagningu nýsköpun- ar, sem manni virðist af lestri blaða, og þó reyndar fremur af staðreyndum. En hvað sem því veldur, þá fer ekki hjá því, að er bænd- ur fylgjast með frásögum af breytingunum og þróuninni þá kennir uggs og jafnvel ó- trausts í hugskoti þeirra, vegna hraðans og ótta um að nýbyggingin sé ekki byggð upp af nógu traustum grunni, og þeir vita naumast, hvar þeir eiga, að smeygja sér í strauminn til þess að öðlast þau áhöld og aöstöðu, í starfi sínu, sem ekki yrði úrelt, þeg- ar næsta dag. Því er ekki að leyna, að mikið er ritað og margt gott, um nýsköpun ísl. landbúnað- ar, en því ber ekki að neita, að þar kennir mikillar ein- hyggju og stappar nærri, að sumt sé ritað sem algjör á- róður, í þess orðs fyllstu merkingu. Flest nýt verk og beztar athafnir hafa ætíð verið gagn rýndar allmikið. Hins vegar er það svo, að lítillar eða jafn vel engrar gagnrýni hefir gætt í sambandi við skrif um nýsköpun ísl. landbúnaðar. Má vera, að það stafi af því, að þar verði engri gagnrýni viðkomið, — allt sé fullkom- ið. — Hitt mun þó sönnu nær, að í sambandi við ný- sköpunina, hefir hugtakið — gagnrýni — verið bannfært. Þeir fáu, sem leiðst hafa út í að nota það hafa átt á hættu að vera settir á bekk með steinrunnum miðalda- seggjum eða þröngsýnum aft urhaldsklíkum. Og fýsir nokk urn að gista þar? Vegna þess að ég hefi trú á gagnrýni, samfara uppbygginum, álít að hún geri menn víðsýnni og athafnaríkari, freistast ég til að skrifa nokkrar línur um nýjustu athafnir og ummæli um nýsköpun ísl. landbúnað- arins. Hvar sem mér verður svo á bekk skipaö. Tilefnið er, að fyrir nokkr- um dögum las ég í „Tíman- um“ viðtal við fyrrverandi skólastjóra Runólf bónda Sveinson í Gunnarsholti, — þar sem hann, á hryssings- iegan hátt, kveður upp dauða dóm yfir vonum bænda í sam- bandi við þá fullkomnustu heyverkunaraðferö, sem reynsla er fengún fyrir hér á landi, og miklar vonir voru tengdar við og hann mælt manna mest líf í, sem sé súg- þurrkunarheyverkun, — án þess þó, að reyna að leiða einn staf, sem rök fyrir því, að hann fari með rétt mál. Hann segir, að súgþurrkun sé úrelt, vegna þess, að nú eigi bændur að verka allt sitt hey í votheysturnum. Ja, það þarf annað tveggja, til að kveða upp svona dóm, geysi þekkingu og reynslu, eða fá- dæma grunnhyggni. Mér virðist sem það sé skoðun þeirra, er vilja vot- heysturnverkun, að lítið, eða jafnvel ekkert, muni gert að votheysverkun yfirleitt hér á iandi, því að ekkert af því, sem sagt hefir verið um vot- heysverkun í turnum, er nýj- ung í heygerð, og aldrei minnst á bætefnamismun á turn- og gryfju-verkuðu heyi, Eftlr ISöSSvar Jénsson, Gauflöndum. sem varla er von, því að það er engin reynsla á því hér og líklega lítil þekking einnig. Svo að dómurinn virðist varla tímabær. Frá leikmannssj ónarmiði, virðist vera ýmislegt, sem ber að hafa í hyggju, þegar upp er kveðinn slíkur dómur. En þó einkum það, hvort vísinda lega sé rannsakað, að t. d. frá heilsufræðilegu og bæti- efnalegu sjónarmiði, megi gefa og beri að gefa skepn- um eingöngu vothey. Vitað er þó, að t. d. Svíar og Ameríku- menn, sem færa mjög í vöxt votheysfóðrun gefa einnig þurrkaðan hálminn, líklega þá til að auka fjölbreytni fóðursins. Um þetta er aldrei talað né ritað, og meðan um það fæst ekki úrskurður, sem studdur er með öðru, en fleipri einu, verður vitanlega aldrei önnur heyverkunarað- ferðin dæmd úrelt, en hin ein réttmæt. Og verður þess! vegna ekki rætt meira um það. ! Runólfur virðist þó vita, að eitthvað muni reynt við vot- : heysverkun hér á landi, því að hann kemst ekki hjá því að fara heldur niðrandi orð- ' I um um þá „hvotlaðferð,“ er bændur noti, að setja heyið í gryfjur. Ekki dæmi ég um hvort göfugra er að „sturta“ j . heyinu af bifreið eða vagni j í gryfju, eða púa því, með, dýrum tækjum, upp í turna. j En trúað gæti ég því, að það; ^ yrði ekki göfugur svipur á ^ bændum er þeir færu að taka úr turnunum og þar reyndist jlitio annað en freðið hey. Þvi að það hefir framdráttar- j mönnum turna reynst of- raun, eða litils virði, að fræöa jokkur, sem við jörðina erum jUm, hvort turnarnir séu ein- , hvernvegin einangraðir. Séu þeir það ekki, mega a. m. k. ; Norðlendingar búast við klakaskán innan í veggjum. |Auk þess sem freðið vothey er hættulegt fóður. Enn sem komið er verð ég a. m. k. að álíta að hey, sem sett er í rigningu í turna, hljóti að lúta svipaðri verkun og slíkt hey sett í gryfju með lokræsi. Og er óþarfi að kynna það meir. Nei, það ber eianig margs að gæta, þegar gert er upp á milli turns og gryfjuverkaðs votheys. Fyrst, hvort um bætefna- mismun sé að ræða, svo að stefna beri að turnverkuðu heyi fremur en úr gryfjum. Sé það ekki vísindalega rann- sakað og niðurstöður fengn- ar, sem beri turnunum gott vitni, verður ekki heldur hægt að dæma gryfjuverkun heys „hvotlaðferð“ eða úr- elta. En ég álít að stefna beri að því, sem rannsóknir leiða í ljós að sé heilnæmast og arðsamast. Þaö er enn fleira, sem kem ur til greina, fyrir utan kostn aðarhlið málsins. T. d. þeir bændur, sem hafa svipaðan bústofn af kúm og sauðfé (metið í ærgildi) og taka e. t. v. nær helming heyja sinna á ræktuðu eða óræktuðu út- engi og hitt á túni. Þeir þurfa þá augsýnilega a. m. k. tvo turna. En vilji þeir gefa kúnum hvorttveggj a, úthey og töðu, þarí í báða turnana, og eru þeir þá betur settir við fjósið, þó að fjárhús séu e. t. v. alllangt frá, er gefa þarf einnig í, — því engum dettur í hug að slengja út- heyinu ofan á töðuna í turni, en flestir munu þó vilja fylla heyílátin. Af þessu litla dæmi sést, að frá vinnu- hagfræðilegu sjónarmiði, stenzt þessi turnframdráttur ekki heldur, ennþá sem kom- ið er hér á landi, nema kennt sé að eingöngu skuli halda sig við eina búfjárgrein á þess- um stað, en aðra á hinum. Og er það mál út af fyrir sig. Hvað snertir kostnaðar- hlið málsins, skulum við fyrst og fremst hafa i huga, hvort við höfum efni á því að fara þannig með þann litla er- lenda gjaldeyri, sem nýsköp- un ísl. landbúnaðarins er ætl að, að sóa honum i fjölmörg reynslulaus heyílát, sem kref j ast þegar í stað heilsteyptrar véltækni á öllum sviðum og draga einnig þann dilk á eftir sér að ætið þarf mikinn út- lendan gjaldeyri til reksturs, auk mikils íslenzks rekstrar- fjár — á ég þar við saxblás- arana, sem eru einskis nýtir annan tíma ársins, — meðan mikill þorri bænda bíður og bíður eftir vélum til að und- irbúa jarðveginn, sem fylla á gömlu og nýtízku hey- geymslurnar með heyi. Og aðrir bíða eftir varahlutum o. fl. í þau verkfæri, sem feng in eru. Ég sleppi því að fara frek- ar út i verulegan vinnufræði- legan samanburð á verkun heys í turni og gryfjum, en augljóst er þó, að þar hallar ekki á gryfjur, nema síður til. Ég hygg að fæstum, sem byggja, gefist vel að byrja á þakinu. En telja má að hér sé viðhöfð ekki óhliðstæö að- ferð. Ef byggja á upp svo varan- legt sé, þarf að haga inn- kaupum og innflutningi á- halda þar eftir. Grundvöllur- inn virðist vera sá, hvernig sem heyið er verkað, að öll- um bændum, sem vilja, sé gert jafnt undir höfði með útvegun á vélum, er geta unnið og undirbúið jarðveg- inn, þannig, að nóg gras fá- ist í þær heygeymslur, sem rannsóknir leiða í Ijós að beztar séu og hagkvæmastar. Því að þess ber þegar að gæta, að ísl. landbúnaði getur staf- að hætta af því, ef einstök- um sveitum og héruðum er sérstaklega bugað með vélar og áhöld, þá getur skapast sá aðstöðumunur við framleiðslu sem afdrifaríkur getur orðið á mar-gan hátt. Með tilliti til heyverkunar- aðferðanna ber að haga inn- kaupum á öðrum minni hey- verkunarvélum. Komi í ljós, að eingöngu beri a5 stefna að votheysverkun, leiðir af sjálfu sér að innflutning ýmissa véla, t. d. snúningsvéla, virð- ist eiga að draga saman. En auka innflutning annarra véla t. d. heyhleðsluvéla. Tek þetta sem dæmi um hvernig mér virðist þurfa að haga sér eftir raunhæfum stefnum. — Við höfum ekki efni á að eyða gjaldeyri fyrir þau verkfæri, sem ekki eru varanleg og not ast ekki til hins fyllsta. Að (Framliald á 6. síðu). f vísuvi Gisla Jónssonar frá Stóradal um horfna góöhesta var þessi ein: Margan gladdi gæöings lund, Gotinn var hans sómi, svo að jafnvel stund og stund stafaði af báðum ijómi. Einn lesandinn skrifar og spyr, hvaö gotinn merki. Goti er hest- ur og þarf ekki frekar að ræða um það. Þetta er gamalt heiti í málinu, en eitt þeirra heita, sem nú eru orðin fátíð í mæltu máli. Sigurjón frá Krumshólum leið- réttir hér eina vísuna, sem birtist um dagnn eftir Júlíus í Hítarnesi. Hún hafði prentast: Hver sem ræð- ur rúnum duldum, en er svona: Hver sem raðar rúnum duldum rétt, svo engu verði breytt, síður þarf að safna skuldum, sem að aldrei fær hann greitt. Ekki verður nú sannað af þeim gögnum, sem til eru, hvort þessi villa hefir hlotizt af mislestri eða verið prentglöp beinlínis, en vísan er leiðrétt hér með. Svo kemur hér Þorbjörn Krumur og skýtur skildi fyrir Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Eins og þið vitið er fólki leyft að ónotast hér og munnhöggvast, en auðvitað er það líka vel þegið, ef menn bera blak af þeim, sem veitzt er að, þótt í smáu sé. Hér á að telja fram bæöi hið jákvæða og neikvæða eftir við- horfum, skapi og innræti hvers eins. En Krumur segir svo: „Geirmundur heljarskinn hreytti ónotum að frú Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur fyrir till‘gu hennar um aukaskammt handa fuglunum. Þau ónot voru óverðskulduð, því tillag- an átti fullan rétt á sér. Það er rétt, að lítið þarf til þess að seðja einn smáfugl, en ef seðja þarf marga tugi þeirra, eða jafnvel hundruö, svo mánuSLum skiptir, eilis og síðastl. vetur, getur það dregið sig saman. Hinsvegar var það ekki kostnaðarhliðin, sem hér var um að ræða, en aöeins að fá ieyfi hjá skömmtunaryfirvöldunum til þess að kaupa mat handa þess- um vesalingum. Ég þekki hjón, sem búa tvö sam- an og hafa aðeins tveggja skammt til mnráða, sem þau miöluðu fugl- unum af. Ég þori að fullyrða, að lítiö muni hafa verið eftir af korn- vöruskammti annars þeirra, þegar fuglarnir hættu að koma. Þau hafa ekkert sagt um það, hvernig þau gátu misst þetta handa íuglunum, en þau fengu þetta greitt með gleð inni yfir því, að sjá vini sína hóp- ast að til að segja hungrið. Skammt inn, sem öðru var ætlaður, létu þau duga handa báðum, og gleði þeirra verður ekki mæld í aurum. Annars er búiö að rita svo mikið um skömmtunina og með hve mikl um endemum hún var fram- kvæmd, að ég hefi þar litlu við að bæta“. Það er óskapleg veðrátta þetta vor. Nú er komið fram i maílok, íimm vikur af sumri, og síðustu dægur hefir veriö snjókoma um allan nyrðri hluta landsins. Up|>i á Grímsstöðum á Pjöllum hefjr snjóað, suður undir Seyðisfjörð eystra og um alla Vestfirði. Hér syðra eru öll fjöll hvít og hríðar- kófið hefir náð niður í byggð. Og það er ekki svo sem þetta hafi ver- ið iítið áhlaup allra snöggvast. Þetta er aðeins lítið eitt snarpara og verra en það veðurfar, sem hef- ir verið undanfarnar vikur. Norð- anátt köld og hvöss hefir verið ráð andi og hún hefir gert bændum víða um land erfiða daga, því að þetta er frábært og sérstakt harð- indavor. Og margir munu trúa því, að enn sé eftir full vika af kulda- kaflanum, því að það mun vera nokkuð almennt að binda vonir sínar um breytt og betra veður við dagana eftir Hvítasunnuna. Og víst væri þörf á því að þá gæti jörðin fariö að gróa. Starkaður gamli Innilegt þakklæti til Fljótshlíðinga og allra þeirra, sem vottuðu okkur vinarhug við útför JÓNS JÓNSSONAR frá Kvoslæk. Guðrún Mensaldersdóttir. Sigríður L. Jónsdóttir. Tómas Sigurþórsson. Laufey Jónsdóttir. Axel Oddsson. Gunnar Jónsson. Aðalheiður Sigurðardóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför eiginkonu og dóttir okkar. ÖNNU SIGURÐARDÓTTIR Eggert Ó. Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigurður Sigurðsson Öllum þeim sem heiðruðu mig og sýndu mér vinar- hug á sextugsafmæli minu 20 maí s. 1. með heimsókn- um gjöfum og heillaskeytum votta ég mitt innilegasta þakklæti og bið þeim alls góðs. Sigurður Sigurðsson Stóra Lambhaga llllllllllllllllllllllllll 111111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIimilllHIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIII Auglýsingasími Tímans 81300 IUUUUHUHUHHHHHHUUUHHUUHHUHHUHHUHUUUIUUUIUIIHUUHUHHHUHIUHHHHUUHHHUHIHUUHUHUHV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 114. tölublað (28.05.1949)
https://timarit.is/issue/58025

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. tölublað (28.05.1949)

Aðgerðir: