Tíminn - 17.06.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1949, Blaðsíða 3
iiiiiiiiHitiiitttiiiinmiiiiiHiiili ■fri 127. blaS TIMINN, föstudaginn 17. júní 1949. lUUIlUIIIIUUUIUUIUllllUUIIIIIIIIUimillUIIIIIIIIIIIIHKIIIIIHHIIHIHHUimHIIMIIIHIIItUmillUlllllimmHIH I Isiendingajpættir HIIIIIHHHHHIHIHHIIIIHHHIHHHHIIII 4IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIH' Sextugur: Ólafur Guðmúndsson, dýralæknir Miðvikudaginn 25. maí s. 1. átti Ólafur Guðmundsson „dýralæknir“ 60 ára afmæli. Þann dag efndu bændur sunnan Skarðsheiðar í Borg- arfjarðarsýslu til afmælis- fagnaðar að veitingahúsinu „Ferstiklu“ í þakklætis- og virðingaskyni við Ólaf fyrir þau margháttuðu lækninga- störf og þá óeigingjörnu.hjálp sem hann hefir æfinlega ver- ið reiðubúinn að láta í té, síð- an hann fluttist hingað í byggðarlagið. Þrátt fyrir slæma tíð og mikið annríki fjölmenntu bændur að Ferstiklu þennan dag. Það sýnir vel þann vinar- hug sem Ólafur á að mæta, og þau ítök, sem hann á í hugum manna. Afmælishófið fór mjög vel fram og var öllum aðilum til ánægju og sóma. Ólafur er Dalamaður, fædd- ur á Hornstöðum í Laxárdal en þar bjuggu foreldrar hans, þau Þorgerður Jónsdóttir frá Lækjarskógum og maður hennar Guðmundur Jónsson, en sá Jón, afi Ólafs, var vel þekktur um Dali og víðar fyr- ir lækningar á mönnum og lán og heppni við þau störf. Margt hefir breytzt á öld- inni sem nú er sénn hálfnuð, j frá því sem áður var, en fátt eins og það hve ungt fólk á| nú miklu'auðveldara en áður I var með að afla sér fræðslu og ^ menntunar, og ber vissulega I að lofa það og meta. Fátæk- | um sveitapilti voru ekki. margar leiðir opnar til menntunar og frama um alda- mótin; þess vegna fór svo, að löngun Ólafs til að læra lækn- isfræði varð að sitja á hak- anum fyrir því nauðsynlega og óumflýjanlega, skyldunni að hjálpa foreldrum sínum, og sjá sjálfum sér farborða. En náttúran er náminu ríkari, þó að Ólafi auðnaðist ekki að nema hina æðri læknislist, var samt tækifæri til. Frá barnæsku hafði hann lært að líta á skepnurnar, „húsdýrin“, sem vini sína og félaga og umgangast þau þannig. Það var því engin til- viljun þó að hann gæfi því snemma gaum ef eitthvað amaði að þessum vinum hans, og reyndi að bæta úr því. Þetta heppnaðist, og það fréttist líka. Vinir hans og nágrannar fóru nú að sækja hann til að líkna skepnum, síðan fóru svo aðrir að koma í sömu erindum, sem lengra þurftu að fara. Þó urðu þessar læningar fram eftir ævinni ekki annað en tafsöm ígripa- vinna, sem lítiö gaf í aðra hönd en tók oft dýrmætan tíma frá öðrum störfum; en hjálpsemi og velvild Ólafs til allra er og hefir æfinlega ver- ið frábær. Nú síöustu árin hafa dýra- lækningarnar loks orðið aðal atvinna Ólafs, hann hefir hlotið lítils háttar dýralækna styrk frá því opinbera, en þó hvergi nærri eins og okkur virðist hann eiga. Á því þyrfti að ráða bót sem allra fyrst, því Ólafur er okkur hérna al :veg ómissandi maður, og verð jfoanagruH(t mi grœnaH baítnt Hópferð norræna blaðamanna Það voru rúmlega 50 nor- rænir blaðamenn, sem hitt- ust í Álaborg 1. maí. Þar voru 6 danskir fulltrúar til að hafa leiðsögu og stjórn í 4 daga ferðalagi. Frá Noregi og Sví- þjóð voru samtals rúmlega 30 manns, álíka margir úr hvoru landi. Færeyingar urðu 5 í ferðinni og 6 Finnar. íslend- ingarnir voru fimm í ferðinni, ívar Guðmundsson, Benedikt Gröndal, Axel Tulinius og Ingi Helgason auk mín. Fulltrúi stjórnarráðsins, Bjarni Guð- mundsson kom aðeins til Kaupmannahafnar til hátíða- haldanna þar. Þakkarvert ferðalag. m ur því bókstaflega að búa við svo lífvænleg skilyrði að' hann þurfi ekki að sinna öðr! um óskyldum störfum. Því láni hefir Ólafur átt að fagna ' síðan hann fluttist hingað til Akraness að geta notið til- sagnar og velvildar tveggja nafna í dýralæknastétt, þeirra Ásgeirs Ólafssonar í Borgar- nesi og Ásgeirs Einarssonar í' Reykjavík, mér er kunnugt um að hann er þeim báðum þakklátur fyrir það. Ólafur er hestamaður og gleðimaður, æfinlega glaður og kátur, allt af reiðubúinn að leggja í eitt hvað nýtt, fara á jeppanum það sem aðrir hafa ekki farið, temja og spekja tryppavill- inga og óþekka hesta sem aðr ir hafa ekki treyst sér við, óragari ungling hefi ég varla þekkt, þess vegna er það næst um því ótrúlegt að þessi mað ur sé orðinn sextugur. Fyrst að ég minnist á Ólaf í sam- bandi við hestana vil ég geta lítillega um bezta hestinn sem hann hefir eignast. Stuttu eftir að Ólafur flutt ist hingað suður, frétti hann af bleikum fola hér í nágrenn inu. Sá galli var þó á Bleik að hann var hesta minnstur þrátt fyrir gott uppeldi. Full þroskaður varð hann aðeins 48 tommur, og það sem verra var, hann var heilsulaus og stóð því til að lóga honum. Þennan hest keypti Ólafur og tókst með stakri þrautseigju að lækna hann að mestu þó aldrei yrði hann að öllu jafn góður. Fulltaminn varö Bleik ur með mestu gæðingum sem hér hafa verið. Fór allt saman, mikill, hreinn og fallegur gangur, flýtir og spilandi fjör ugur vilji. En það sem mun þó halda minningu litla Bleiks lengst á lofti var hið frábæra hlaupþol sem hann var gæddur. Á þeim árum var minna um bílanotkun en nú, enda vgasambönd stórum ó- fullkomnari. Það kom sér því vel fyrir Ólaf að vera vel ríð- andi, og á sinn hátt stuðlaði þessi litli fallegi hestur að þvi að margri skepnu varð bjarg- að sem erfiðara hefið orðið ella. En þó að sprettirnir yrðu stundum bæði langir _ og strangir, til dæmis þegar Ólaf ur þurfti að fara að vetrar- lagi 50—60 kílómetra leið á milli mála, sá aldrei þreytu á Bleik, enda fékk hann sprett inn vel borgaðan með ríku- (Framhald á 6. slSu) . Það er alls ekki svo vitlaust að safna saman fólki eins og þessu og fara með það dálitla fræðslu- og kynningarferð. Það er gott að blaðamenn þekki hverjir aðra og svona ferð getur veitt mikla fræðslu, ef vel er á haldið, auk þess sem samfylgd í glöðum hóp er jafnan .góð hvíld og andleg hressing. Af hálfu Dana var ferðin vel undirbúin. Við fengum að sjá, að Danir eru mikil iðn- aðarþjóð og okkur voru sýnd- ir staðir, sem eru einkennandi fyrir landbúnaðarsögu þeirra og jafnframt menningarsögu, eins og Store Vildmose og Store Restrup. Við komum á ýmsa fegurstu og merkustu staði landsins í borgum og sveitum, svo að við fengjum svip af atvinnulífi og menn- ingu Dana. Og við fengum að koma heim til Pinstrups bónda í Re bilde, sem er formaður í fé- lagsskap jóskra bænda og mjög í brjósti stéttar sinnar og hefir setið á þingi og sá- um við bú hans. Mætti nokkuð að dagskrá ferðarinnar finna væri það helzt það, að fullmikill tími hafi farið í máltíðir. Það mun vera ýkjulaust, að suma dag- ana hafi 6 klukkustundir far- ið í máltíðir, og er það ofrausn, þegar margt er að sjá. Þó er það ekki glataður tími, því að oft ræddust menn við til gagns og gamans yfir mat og drykk, að ég tali nú ekki um í veizlunni í Bygghólmi, þar sem Axel Olson lét menn hafa söng og leikfimi yfir borðum. En haml var líka svo heillandi persóna, að ein finnska stúlk- an gerði þá játningu, þegar við fórum þaðan, að ef finnska alþýðusambandið ætti slíkan mann til forustu, yrði hún krati viðstöðulaust. Það var bara eitt, sem út af bar hjá Olson. Einn af lönd- um hans í hófinu greip fram í fyrir honum í borðræðu og minnti blaðamennina á, að þar sem þessi maður væri full- trúi alþýðusamtakanna, væri hann ábyrgur fyrir prentvill- unum. Olson skipaði honum að þegja heldur ákveðið og svo var haldið áfram án þess að þessi hættulegi ásteyting arsteinn ylli nokkru tjóni. Ég nefndi finnska stúlku, en þær voru fjórar með í ferðinni. Fimmta konan var sænsk, gift frú. Hitt voru karlmenn. Það er ekki stúlk- unum að kenna hafi menn haft mismikið af þeim að segja, í ferðinni, því að það var ekki álltaf gótt að komast AKri i;*öm að þeim gegnum þrefaldan mannhringinn. Sænska ferðaskáldið. Einn af Svíunum hét Claes Krantz frá Göteborgs Han- dels- og Sjöfarts-Tidning. Hann gerði sér það stundum til gamans að yrkja kvæði um helztu viðburði dagsins og söng þau svo við hentug tæki- færi. Síðasta erindið var tví- tekið og tók þá almenningur undir við hann og var þetta hin bezta skemmtun, en kveð- skapurinn snjall. En Krantz átti fleira til en að yrkja gamankvæði. Við komum þar sem heitir Hvid- sten Kro. Þar í þorpinu er steinn, sem reistur er til minningar um 9 danska menn, sem Þjóðverjar tóku af lífi á hernámsárunum. Krantz lagði blómvönd við steininn og mælti nokkur orð fyrir hönd ferðafélaganna. Hann talaði afburða vel um þýðingu þeirra manna, sem þyrðu að vera frjálsir þó að það væri lífshætta, og hvað allar litlar þjóðir ættu mikið undir því, að fólk væri hugsjónum frels- isins trútt. Ræðan var örstutt, en þó var þetta mjög hátíð- leg stund. Ég veit ekki hvaða minningar hafa vaknað í hugum samferðamanna minna. Á aðra hönd mér stóð Salama Simonen hin finnska, - seinna vissi ég, að hún átti heiðursmerki vetrarstríðsins — en hinum megin við mig var Oddvar Hellerud frá Nor- egi. Hitt fann ég, að á þess- ari hátíðlegu stundu vildum við öll vera trú hugsjónum friðar og frelsis. „Græni hesturinn“ Annars kynntumst við ís- lendingarnir Svíunum næsta lítið, nema þá „græna hestin- um“, en það var heiti eins þeirra í ferðinni, af því að hann sagði jafnan, að grænn hestur væri með í förinni, og fannst okkur stundum, sem hann vildi jafnvel meta menn með hliðsjón af því, hvort þeir hefðu séð þann græna. En þegar það kom upp í tali okkar í Hindsgavl, að ég væri bindindismaður, sagði þessi ferðafélagi minn: „Ertu bindindismaður? Hvað yarstu þá að gera með að fara þetta?“ Morguninn eftir fór sá græni beint til Kaupmanna- hafnar en við hinir fórum um Odense og skoðuðum Andersenshúsið, en það er safn til minningar um H. C. Andersen. Síðan komum við í bændaskólann í Dalum og borðuðum þar hversdagslega máltíð eins og tíðkast í dönskum bændaskólum. Þar voru ekki önnur drykkjarföng en eplasafi og vatn, og sögð- um við að sá græni hefði vitað þetta á sig. Sjaldséðúr drykkur. Það var annars nýtt í ferð okkar að sjá vatn á matborði, því að þó að venja væri, að þrjú glös stæðu við hvern disk, var ekkert þeirra ætlað undir vatn. Hins vegar var það venjan, að maður fékk nóg af óáfengum drykkjum með því að ganga eftir þeim. En þó að mér fyndust vínföng rausnarlega veitt í ferðinni, voru til menn, sem bættu við sig, þegar stanzað var nærri vínbúð. Okkur er stundum sagt, að íslendingar séu einu menn, sem drekki vin í óhófi,,.Ekki áttu þeir þó neinn methafa á því sviði í þessari ferð, en þeir áttu eina bindindis- manninn. Hins vegar sagði Odd Bye hinn norski um einn landa sinn, þegar hann var spurður um hann eftir máltíð í Store-Vildmose, en þá ferð kölluðu Danir „udflugt til Vesterhavet", að hann svæfi heima í hóteli. Og svo bætti hann við til skýringar: „Han tog sin Vildmose ud- flugt i nat.“ En sá góði maður, sem heima svaf meðan við hin skoðuðum verksmiðjur, ný- rækt, Börglum klaustur og baðstaðinn Lökkum, lét sig ekki vanta í kjallara Jens Bangs um kvöldið. Fyrir kom það í ferðinni, þegar almenningur fór .eitt- hvað að skoða, að maður sæti eftir í bílnum og hefði af fyrir sér með flöskunni. Og þegar menn gengu til rekkju í Hindsgavl, var einn förunaut- anna sofnaður í drykkjustofu, en það var nógur liðskostur til að bera hann til sængur, svo að þetta kom ekki að sök. Gildir einu. Við komum í Jellinge, þar sem rúnasteinarnir standa til minningar um Gorm gamla, Þyri Danabót og Harald blá- (Framhald á 4. siðu) SÝKLAR : og óhreinindi í mjaltavél yðar geta orsakað það að mjólkin skemmist og kemst þannig í lægri verðflokk, sem aftur leiðir af sér beint fjárhagslegt tjón fyrir yður. Þetta má fyrirbyggja með því að nota réttan hreinsilög, og mjaltavélareigendur ættu ekki að van- ^ rækja það. Hreinsiduft, til að laga úr hreinsivökva, sótthreins- andi og gerilsneyðandi, fyrirliggjandi. Duftið ér amerískt, 15 punda dunkum, og kostar kr. 39.50. • Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. o k i Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.