Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 3
163. blaS TIMINN, föstudaginn 13. ágúst 1949 Stef g jöSdin Greiiiargerð frá Sa mbandi tónskálda og cigenda fliitningsréttar Vegna misskilnings út af gjaldskyldu fyrir flutning verndaðra tónverka úr út- ’ varpstæki leyfir STEF sér að taka fram það sem hér seg- ir: 1. ) Hér á landi verða að gilda samskonar reglur um greiðslur fyrir flutning vernd aðra tónverka sem erlendis. STEF gerir ekki aðrar kröf- ur en þær, sem tíðkast í svo að segja öllum menningar- löndum. Ef STEF veitti und- anþágur, mætti það búast við skaðabótakröfum og jafnvel lögsókn af hendi erlendra að- ila, sem hafa falið því með- ferð réttinda sinna. 2. ) Bílstjórum og öðrum útvarpsnotendum er heimilt áð hlusta á viðtæki sín án greiðslu til STEFS, en þeim er ekki heimilt að flytja vernd aða tónlist fyrir farþega eða 'gesti, sem greiða gjöíd, né heldur að hagnýta tónlist- ina til fjárgróða á annan hátt. Þetta eru alþjóðaregl- ur, sem vér íslendingar get- um ekki breytt. , 3. ) Gjaldskrá STEFS gild- ir óbreytt fyrir þá, sem ekki hafa samið við STEF. Hinsveg ar er tekið fram í rækilegri greinargerð frá STEFI að reynt mun að sýna tilhliðr- un við þá aðila, er semja til lengri tíma og gera innheimtu og úthlutun STEFS auðveld- ari. STEFI er einnig heimilt, sökum hagkvæmra samninga við erlendu rétthafana, að sýna nokkra tilhliðrunarsemi við innheimtu eldri skulda fyrir flutning verndaðra tón- verka síðan ísland gekk í Bernarsambandið 7. septem- ber 1947., en þó því aðeins að gerðir séu um leið hentugir framtíðarsamningar um greiðslur fyrir flutningsrétt tónverka. Gagnrýni sú, sem STEF hef ir mætt, stafar bersýnlega af ókunnugleika á hagnýtingu höfundarréttar. Vér íslend- ingar höfum lengi vanist því að hagnýta oss endurgjalds- laust andlegar eignir ann- arra, en slíkt er ekki talið sæmandi siðuðum þjóðum. Undirbúningur að starfsemi STEFS stóð yfir í þrjú ár. Með samningum STEFS við erlenda rétthafa tókst að spara mörg hundruð þúsund- ir króna í erlendum gjald- eyri qg samkvæmt ósk Menntamálaráðuneytisins að forða íslenzkum neytendum frá töluverðum skuldakröf- um af hendi erlendra aðila. íslenzk tónskáld hafa sett nafn sitt sem tryggingu fyr- ir slíkum samningum. Við- urkenning og velvild um það bil hundrað þúsund erlendra rétthafa leggja skyldur á herðar STEFI, og það verður að gera sitt til að sannfæra þá um, að hér búi þjóð, sem ekki standi að baki öðrum menningarþjóðum í þessum efnum fremur en öðrum. Þeir mundu segja upp samning- um við STEF og fela lögfræð- ingum innheimtu á skulda- kröfum, ef STEFI tækist ekki að sannfæra þá um að hér sé fylgt sömu innheimtu- og úthlutunarreglum sem í öðr- um löndum. Ríkisútvarpið greiðir STEFI að meðaltali rúmlega eina krónu íslenzka árlega á hvern rétthafa verndaðra tónverka. Fyrir gjald þetta öðlast Rík- isútvarpið heimild til að koma á framfæri öllum verkum þess ara rétthafa í 35000 „eintök- um“ (tala útvarpsnotenda), en alþjóðavenja er að „STEF- IN“ veiti ekki með sama samn ingi heimild til frekari hag- nýtingar í fjárgróðaskyni. Einn höfuðtilgangur STEFS er að skapa með vandvirkni og fullum heiðarleik fyrstu skilyrðin til útbreiðslu ís- lenzkra lista erlendis og alls- konar álitsauka íslenzku þjóð arinnar. Starfsemi STEFS stendur undir stöðugu eftirliti erlendu rétthafanna, en STEF lauk bréfi til systurfélaga sinna erlendis nýlega með þéssum orðum: „STEF mun í fram- tíðarstarfi sínu kappkosta að reynast samboðið hinni þús- und ára gömlu menningu ís- lands, en hið endurreista ís- lenzka lýðveldi á sjálfstæði sitt öllu framar að þakka ó- dauðlegum verkum höfunda sinna og hyggst að vernda frelsi sitt með andlegum vopnum eingöngu“. Hundrað ára minning: -- & Séra Jón Jónsson að Stafafelli 12. ágúst 1849 — 12. ág jst 1949 B-mót í frjálsum íþróttum Á þriðjr^lags og miðvikudagskvöld fór fram á íþrótta- vellinum keppni í frjálsum íþróttum. Skilyrði fyrir þátt- töku í mótinu var, að þátttakandi hafi ekki náð 600 stigum í þeirri grein, er hann keppti í. Þátttaka í mótinu var mjög mikil. Helztu úrslit urðu: 200 m. hlaup: 1.—2. Stefán Sömisson, Í.R. og Friðrik Frið riksson, Selfossi, 24,3 sek., 3. Ólafur Örn Arnarson, Í.R. 24,4 sek. 800 m. hlaup: 1. Sigurður Guðnason, Í.R. 2:11,5 mín., 2. Þorst. Friðrikss. Í.R., 2:11,9, 3. Jón Andrésson, Í.R. 2:12,0. Hástökk: 1. Gunnl. Ingason Á, 1,60 m., 2. Jón Olsen, Umf. Keflavíkur, 1,60, 3. Þórður Þor varðarson. Í.R. 1,60. Stangarstökk: 1. Finnbj örn Þorvaldsson, Í.R. 3,10 m., 2. Hallur Gunnlaugsson Á, 3,00, 3. Sigurður Haraldsson Í.R. 3,00. Spjótkast: 1. Sig. Friðfinns- son, F.H., 44,33 m„ 3. Tómas Lárusson, UMSK, 42,81 m. 100 m. hlaup: 1. Böðvar Pálsson, Umf. Keflavíkur, 11,8 sek., 2. Alexander Sigurðsson, K.R., 11,9, 3. Gunnar Snorra- son Umf. R. 11,9 sek. Langstökk: 1. Karl Olsen, (Fravihald á 6. síðu) Sr. Jón prófastur Jónsson að Stafafelli í Lóni var fædd- ur að Melum í Hrútafirði 12. dag ágústmánaðar 1849, og eru því nú hundrað ár frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru Jón bóndi á Melum Jónssonar sýslumanns s. st., og Sigurlaug Jónsd. bónda á Helgavatni í Vatnsdal. Stúdentsprófi lauk hann með hárri einkunn um tvítugt, stundaði síðan nám við Kaup mannahafnarháskóla um tveggja ára skeið, innritað- ist síðan í prestaskólann og lauk þaðan guðfræðiprófi með I. einkunn. Sama ár fékk hann veitingu fyrir Bjarna- nesi i Hornafirði og tók vígslu vorið á eftir. Því kalli þjónaði hann í sextán ár en fékk þá veitingu fyrir Stafafelli í Lóni. Þar sat hann lengst, enda við þann stað oftast kenndur, og þar hvílir hann, en hann lést 21. júlí 1920. i Hann var prófastur Austur- ; Skaftfellinga nær hálfan fimmta tug ára, þingmaður sjö ár, amtráðsmaður eitt ár, ' sýslunefndarmaður um langt járabil og oddviti yfirkjör- j stj órnar. Svo sem alþj óð er I kunnugt var sr. Jón einn af lærðustu mönnum síns tíma, var kunnáttu hans í nor- rænum fræðum þó sérstak- lega viðbrugðið. Alla sína prestsskapartíð fékkst hann við rannsóknir í þeirri grein, svo sem föng voru á, og birt- ust ýmsar niðurstöður hans í sérstökum bókum, þó meir í ritgerðum í innlendum og erlendum tímaritum. Mun allt það, er eftir hann ligg- ur, bera vott um vandvirkni og glöggskyggni. Er það þó miklum erfiðleikum bundið ' að stunda slík fræði á út- kjálka, fjarri skjala- og bóka ^ söfnum. En nafn hans er I greipt í íslenzka bókmennta- sögu óafmáanlega. Þessi þátt , ur lífsstarfs hans er svo að isegja hverjum kunnur, en í hinn síður, sem veit að sól^n- arbörnum hans, mun hann þó í rauninni síst ómerkari. Hann kom í kall þangað aust- ur öllum ókunnur, rneð hátt próf, nokkuð fölur yfirlitum af stöðugum innisetum, grannur á vöxt og svo nær- sýnn að stappaði fádæmum. Mönnum mun hafa þótt sem þar færi maður lítt til stað- arforráða fallinn og manna ólíklegastur til þess að standa í erfiðum ferðalögum yfir stríð vötn og stóra sanda. En brátt kom í ljós að klerkur þessi fór allra sinna ferða sem heilskyggn væri, og hann kunni glögg skil alls þess, er að fésýslu og búskap laut. Hann var góður klerkur í stól, studdi boðskap sinn skýrum rökum og mál og stíll á ræð- um hans hánorrænn, sem að líkum lætur. Um tón var hon- um ósýnna, en ekki heyrði ég hann fyrir það lýttan. Utan kirkju, á eigin heimili, og hvar sem hann kom, var hann sífræðandi fólk, hafði sérstaka nautn af að tala við almenning um það, sem hann hafði lesið og miðla öðrum af þekkingu sinni og lær- dómi. Menntun hans var fyrst og fremst mikil á sviði hinna sígildu bókmennta, hanii var þaulkunnugur grísk um, latneskum og fornnor- rænum rithöfundum, og hér kom ræða hans oftast niður. En hann hafði sérstakt lag á að gera almenningi þessi viðfangSefni sín létt og auð- skilin, götuna furðu greiða upp á tinda þeirrar hámenn- ingar, er hann sjálfur dvaldi tíðast á. Almenn saga og nátt úrufræði voru einnig fræði- greinar, er hann lagði mikla rækt við. Hann var allra manna glaðastur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann orti þó nokkuð og helzt tækifærisljóð, sveita bragi og brúðkaupslj óð, og höfðu menn oft af þvi mikið gaman. Hann var málvönd- unarmaður mikill, vildi helzt skýra börn norrænum nöfn- um eða þeim einum, er hefð höfðu hlotið í islenzku máli. Fyrstu ár sín í Bjarnarnesi bjó hann með systur sinni, Ingunni, sem landskunn er nú fyrir ritstörf sín. Síðar gekk hann að eiga Margréti dóttur sr. Sigurðar Gunnars- sonar á Hallormsstað. Hún var óvenju vel gerð kona, svo sem hún átti kyn til, og kven- kostur hinn bezti. Hún hafði menntast vel í föðurgarði, var auk þess búforkur mikill. Henni var svipað farið og manni hennar, að hún hafði mestu unun af að láta aðra njóta góðs af kunnáttu sinni og menntun. Þótti það frami mikill ungum stúlkum að njóta handleiðslu hennar'og kennslu. Með frú Margréti eignuðust sr. Jón eitt barn, Sigurð, sem nú býr á Stafa- felli, ásamt konu sinni Ragn- hildi Guðmundsdóttur frá Lundum. — Síðari kona sr. Jóns var Guðlaug Vigfúsdótt- ir frá Arnheiðarstöðum. Hún var einnig hin ágætasta kona, manni sínum samhent um allt og höfðingi bæði í sjón og raun. — Það var óvenjumikill feng- ur afskektum byggðum aust- ur þar, að hljóta slíkan prest sem sr. Jón var og njóta hans um svo margra ára skeiö, og mun hans lengi minnzt sem einhvers mesta höfuðklerks, er þar hefir setið. Hvaðá há- skóli álfunnar sem var, myndi hafa talið sig fullsæmdan af honum sem kennara, slíkar voru gáfur hans og lærdóm- ur og má af því sjá,- hvort fámennar byggðir á hjara heims, hafi ekki mátt vel við una að njóta hæfileika hans um svo langt árabil. Stafafellsheimilið er enn í svipuðum skorðum og það var ar, enda tók Siguröur sonur i tíð sr. Jóns og frú Guðlaug- prófasts drjúgan þátt í að móta það og skapa. Enn stend ur litla kirkjan í sömu skorð- um og áður, ásamt timbur- húsinu, gamla, sem að vísu er nokkuð fornfálegt en þó sviphýrt og stílhreint. Óvenju staðarlegt er þarna heim að líta og slíkur snyrtibragur á öllu, sem sjaldséður er. Og um allan bæinn lykur ein- hver fegursti bæjarskógur, sem til er á landi hér, hátyppt tré með laufmiklum krónum, varpa birtu unaðar og frið- sældar yfir þetta fornfræga höfuðból. Elztu trén í þess- um reit voru gróðursett af prófasti. Haust hvert minnast þau hans, með því að strá laufum á legstað hans. Það er kveðja þeirra til hans,. kveðja frá landinu, sem hann elskaði svo heitt, landi fornr- ar frægðar, mikillar sögu og ódauðlegrar tungu. Páll Þorleifsson. d^œndur! Á liðnu ári voru yður sendar hinar nýju reglur um rúningu sauðfjár og meðferð ullarinnar. Ef þér hafið glatað blaðinu, þá biðjið kaupfélag yðar að láta yður nýtt eintak í té nú þegar, áður en rúið verður í vor. Athugið reglur þessar nákvæmlega hver og einn og leitist við að fara eftir þeim í öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir ullina. £awban4 iiL iatniimufólaýa Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.