Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 12. ágást 1949 168. blaffi Niðurlag. Ganialt og nýtt Þegár komið var í það ó- efrii, sem lýst var í fyrrihluta bessarar greinar, gafst fyrrv. stjórn upp nokkrum vikum eftir að gumað hafði verið yf- :!r kosningasigrinum. — Þegar 'purfti að hefja hina erfiðu glímu við afleiðingar fyrr- verandi stjórnarstefnu höfðu stríðsgróðamennirnir eitt markmið. Markmið þetta var að koma þunga afíeiðinganna a bak almennings, en vernda sinn eigin ránsfeng og bæta við hann eftir föngum. Til þess að þetta tækist, þurfti að búa til nýjan háv- aða til að fylla hugi fólks- ins. Áður var endurnýjun at- vinnutækj anna kölluð „ný- sköpun". Sá hávaði hafði reynst íhaldsmönnum mjög xengsæll. Nú var búinn til háv aði um kommúnistahættuna. í hátt á þriðja ár hafa verið birtar 2—3 greinar í hverju* blaði Morgunblaðsins. Alþýðu blaðsins og Vísis — og endur- teknar fréttir notaðar, til þess að sannfæra þjóðina um, að borgaraflokkarnir ættu að eins að hugsa um eitt: Kom- múnistahættuna. Það yrði að gæta þess að hugsa ekki um neitt annað, gefa engu öðru gaum, en þessum „glæpa- mönnum" og „landráðamönn um“. Við Framsóknarmenn erum sammála hinum flokk- unum um nauðsyn þess að berjast gegn kommúnisman- um. en óumræðilega ósam- mála þeim um aðferðina. Þessi hávaði virtist líka gerður í annarlegum tilgangi og öruggu trausti þess, að til sé nægilega mikið af einfeldn ingum. Sérhver hugsandi mað ur sér, að þessi hávaði er alvörulaus. í tvo áratugi hafa þessir sömu flokkar gripið til þéss sama ráðs með engu minni gífuryrðum. Á þessu sarna tímabili hafa þeir tví- vegis setið með „landráða- mönum“ þessum og „utan- garðsmönnum" í ríkisstjórn, síðast í tvö ár samfleytt og þá voru þeir ágætir. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði í mörg ár svo náið samstarf við „land ráðamennina" í verkalýðs- félögunum, áð þeir vissu naumast hvorum flokknum ýmsir verkamenn tilheyrðu — hvort þeir voru „landráða- menn“ eða Sjálfstæðismenn. Þegar samstarfið slitnaði 1946, tóku kommúnistar fund arhús af Sjálfstæðismönnum, ráku Ólaf og Bjarna út, börðu þá og hárreittu Ólaf, stökktu þeim á flótta inn í landsímahúsið, þaðan sem þeir komust undan út um bakdyr. Ólafur hélt þinginu þrátt fyrir þetta aðgerðar- lausu á annað hundrað daga, til þess að biðja kommúnista að koma aftur með sér í stjórn. — Þegar Stefán Jóhann byrj- aði á stjórnarmyndun, sneri hann sér hátíðlega til komm- úniáta og bað þá að vera með séí-í'stjórn. - Síðan þetta skeði hefir aldr ei_ hnnt árásum í Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu á kommúnistana fyrir það, að þeir skuli hafa hlaupið úr stjórninni í stað þess að sitja áfram og fást við erf- iðleikana. í. lok síðasta þings sam- fy.ljfíi allur Alþýðuflokkur- inn og hálfur Sjálfstæðis- flokkurinn með kommúnist- um.. í einu stærsta fjárhags- máli þingsins. Ög loks myndar Alþýðu- Enn tala verkin Eftir Hermann Jónasson flokkurinn meirihl. með „land ráðamönnunum" í bæj ar- stjórn Vestmannaeyja ■ og stjórnar þar gegn íhaldinu, en Sjálfstæöisflokkurinn myndar meirihluta með kom- múnistum í bæjarstjórn ísa- fjarðar og stjórnar með þeim þar. Og svo sem til að kóróna þá fyrirlitningu, sem dómgreind almennings er sýnd með þessum skrifum, skreppur Sigurður alþingis- maður frá Vigur vestur á ísafjörð svona einu sinni í mánuði til bróðurlegs sam- starfs« við „landráðamenn- ina“ um málefni ísafjarðar. — Þar er Sigurður forseti bæjarstjórnar, af náð „land- ráðamannanna“, og aðalfor- vígismaður samstarfsins við þá. En síðasta verkið, sem Sig- urður frá Vigur, meðritstjóri Morgunblaðsins, vinnur áður en hann fer vestur og fyrsta verkið, sem hann vinnur þeg- ar hann kemur til baka, er að skrifa greinar í Morgun- blaðið um það, að það eina, sem þjóðin eigi að hugsa um, sé kommúnistahættan! Til hvers er þessi skopleikur Sjálfsagt er rnikið til af einfeldingum, sem ekki sér í gegnum þessar blekkingar, einkum þegar þar eru næst- um eins innihald þriggja stór blaða samfleitt í næstum þrjú ár. — En hugsandi menn munu spyrja: Til hvers er þessi hávaði, þessi pólitíski skopleikur? Frá hverju á hann nú að draga athygli al- mennings? Því er auðsvarað, hvað þessi skrif eiga að fela. Þau eiga fyrst og fremst að draga athyglina frá verkum fyrr- verandi stjórnar og afleið- ingum þeirra. En svo er það líka annað. — Innflutning- urinn hefir dregist saman, en heildsalarnir og braskararn- ir, sem sprutfu upp eins og gorkuíur í tíð fyrrverandi stjórnar, heimta að halda tekjum sínum. Þetta er ekki auðvelt. — En reyna má það. Fyrst setti Sjálfstæðisflokk- urinn það að skilyrði fyrir stuðningi við jafnaðarmenn, að þeir fengju öll lyklavöld í verzluninni: Formann Fjár- hagsráðs, viðskiptanefndar, verðlagsstjóra og skömmtun- arstjóra. Síðan hefir meiri- hlutavaldið, sem þessir flokk ar hafa á Alþingi, í ríkis- stjórn, í öllum nefndum, verið notað til þess að taka helm- ing þess innflutnings, sem kaupfélögunum ber og af- henda heildsölunum til að græða á. — En vegna minnk- andi innflutnings dugar ekki lögleg álagning öllum þess- um sæg. Þótt vörur séu flutt- ar inn fyrir tugi milljóna, sést lítið af þeim í verzlun- um. Þær eru seldar með okri í leyniholum og settar í svarta markaðsbrask. Þetta veldur almenningi óbærilegri dýrtíð. — Með þessum hætti hefir Skapazt í þessu landi verzl- unareinokun, vöruokur, svarti markaður, sem á ekki sinn líka í neinu nálægu landi. Það veitir ekki af að reyna að fela þetta athæfi o. m. fl. þvílíkt með einhverjum hávaða. — Hvaða ráð sjáið þið betri til þess? Um hvað er ágreiningur? Skarpur ágreiningur hefir orðið og stöðugt dýpkað milli Framsóknarflokksins annars- vegar og Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hins- vegar. Framsóknarflokkur- inn hefir krafizt og krefst, að ófremdarástandið, sem ég lýsti, sé lagfært á kostnað auðmanna og okraralýðsins. Samstarfsflokkar hans segja: Nei. — Þegar Framsóknarflokkur- inn krefst þess, að lagður sé stóreignaskattur á þá, sem eiga t. d. hálfa milljón eða meira, þegar hann krefst þess að húsabrask og húsaleigu- okrið sé stöðvað með harðri hendi og vöruokri og svarta markað gerð sömu skil, þá segir Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn í einum kór: Nei, — og aftur nei. Við Framsóknarmenn höf- um barizt fyrir þessum breyt- ingum á ástandinu í ríkis- stjórn, miðstjórn flokksins gert um það ýtarlegar sam- þykktir, frumvörp verið lögð fram á Alþingi um flest atr- iðin. —-Þau hafa ýmist ver- ið feld eða svæfð. En opinberlega eru svör Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- ins ýmist þau, að Framsókn- armenn hafi aldrei lagt fram neinar tillögur, eða að hann ætli sér að rjúfa einingar- baráttuna gegn kommúnist- um og formaður hans að hefja samstarf við þá. Tillögur okkar er reynt að fela fyrir almenningi með því að ræða þær alls ekki. Þrátt fyrir þetta er ágrein- ingurinn, sem barist er um, augljós. Við Framsóknarmenn segj um: Fyrst afnemum við verzl unareinokunina, misskifting- una í innflutningi, svarta markaðinn, vöruokrið, leyfum framleiðslunni að kaupa nauðsynjar milliliðalaust, slá- um niður húsabraskið og húsa leiguokrið, leggjum eigna- skatt á þá sem eru auðugast- ir, til að greiða niður ríkis- skuldir, lækkum reksturs- kostnað þess opinbera. Um þetta eru okkar tillögur og framlögð frumvörp. Þegar þetta o. fl. hefir ver- ið gert, — þegar ríkisstjórn- in hefir gert hreint fyrir sín- um dyrum og létt þeim dráps klyfjum af almenningi, er þetta ástand veldur, — vilj- um' við koma til almennings og krefjast þess að hann fórni, — leggi hart aö sér um skeið til þess að skapa þjóðinni örugga framtíð. Tillögur AlþýSusam- bandsins Nýlega hafa verið birtar til- lögur, sem Alþýðusambandið hefir sent ríkisstjórninni um dýrtíðar- og kaupgjaldsmál. Tvennt vekur þar athygli. Rikisstjórnin hefir leynt þjóð ina því, að þessar tillögur hafi komið fram. í öðru lagi vekur það athygli að tillóg- ur Alþýðusambandsins eru svo til samhljóða tillögum Framsóknarflokksins. Þess- um tillögum, að ráðast fyrst gegn verzlunareinokuninni nýju, svarta markaðs brask- inu, vöru- og húsaleiguokri, hafnaði meirihluti ríkisstjórn arinnar. Heldur en að skerða hagsmuni okraranna varð kaupið og launin að lækka. Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokkurinn vilja engar breyt- ingar á stefnunni og það væri ekki rætt um þær í ríkis- stjórninni ef Framsóknar- flokkurinn gerði ekki endur- teknar kröfur um það. En framhald á stefnu Sjálf stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, með dýrtíðarstökk- inu, sem varð, Vegna launa- og kauphækkunar í vetur og vor, þýðir enn stóraukið fjár- mála„öngþveiti“ og hnignun fjármála oltltar á öllum svið- um, atvinnuleysi fyrir verka- lýðinn og um leið markaðs- tap fyrir bændur. Undanhald — eða sókn Stefna okkar Framsóknar- manna er, að í stað vaxandi undanhalds sé nú hafin sókn gegn erfiðleikunum. f stað áframhaldandi hnignunar, hefjist nú viöreisn, þar sem almenningur er með í brátt- unni. Við erum sannfærðir um, að þessi sókn, þessi við- reisn, er fyrirfram dæmd til að mistakast, nema þjóðin taki þátt í henni, og við álít- um að eina leiðin til þess að fá þjóðina til að leggja að sér og ganga með einhug, karlmennsku og áhuga í við- reisnarbaráttuna sé að í stað þess ranglætis og misréttis milli þegnanna, er nú ríkir, komi réttlæti og jafnrétti þegnanna. — Þá og þá fyrst verður þjóðin með í barátt- unni. Það er hægt að setja þenn an ágreining milli Sjálfstæð- is- og Alþýðuflokksins ann- arsvegar — og Framsóknar- flokksins hinsvegar fram i stuttu máli. — Á að halda áfram að vernda ránsfeng stríðsgróðabraskar- anna og tryggja það, að þeir bæti við bann á kostnað al- mennings — eða á að koma í veg fyrir þetta og stjórna fyrir hagsmuni allrar þjóðar- innar? Hin fyrri stefna hefir ver- ið og er stefna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins — unöir herópinu: Borgaraleg eining gegn kommúnistum — eins og hjá hinni sáluðu kuoming- tangstjórn í Kína. — Hin stefnan er stefna Framsókn- arflokksins fyrir alhliða sókn og viðreisn — og að sigra kommúnistana með heil- brigðri stjórnarstefnu. Um þetta er nú barist. Uœ þetta verður kosið. Einfalt val Það sem spurt verður um er einfalt og ljóst. Þeir sem vilja að núver- andi ástand haldi áfram: Verzlunareinokun, misskift- ing innflutnings, þar sem níðst er á kaupfélögunum, svartur markaður, vöruokur, milliliðasgróði á framleiðsl- unni, húsabrask, húsaleigu- okur, verndun á stóreignum stríðsgróðamanna innanlands og utan o. s. frv. — Þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. Þeir sem vilja afnema þetta eins og Framsóknarflokkur- inn og Alþýðusambandið liafa gert tillögur um, og hef ja síð- an á þeim grundvelli sókn til viðreisnar, þeir kjósa með Framsóknarflokknum, til þess að veita honum sterkari að- stöðu á Alþingi til að knýja mál sitt fram. Framsóknarflokkurinn hef ir verið og er fús til þess að sitja áfram í stjórn — ef orðið er við þeim kröfum hans, sem ég hef rakið í fá- um dráttum. Ef Framsóknarflokkurinn fer nú úr stjórn, er það vegna þess að hann vill ekki styðja eða bera ábyrgð á stefnu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- ins, sem ég hefi lýst, stefnu sem þjóðin hefir reynslu af í þrjú ár, stefnu, sem hann fær ekki breytt með núver- andi aðstöðu sinni á Alþingi. — Enda hafa samstarfsflokk arnir rofið stjórnarsáttmál- anna í vaxandi mæli, ofan á allt annað, jneð því að synja tillögum Alþýðusambandsins í vetur og vinnubrögðum í lok þingsins, sem er algert brot á grundvallarstefnu stjórnarinnar — stöðvun og lækkun, og er hún afleiðing af undanlátsseminni við okr- arana, sem almenningur er að reyna að bjarga sér undan í bráð með örvæntingar kaup- hækkunarbaráttu, eftir að meirihluti ríkisstjórnarinn- ar hafði hafnað Alþýðusam- bandinu um að þrengja að okrurunum. Andstæðingarnir segja, að Framsóknarflokkurinn sker- ist úr leik. Hann skerst að- eins úr þeim leik að styðja núverandi stefnu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins. — Hann telur sér það hvorki heimilt né rétt gagnvart þjóðinni. Til hennar áfrýjar hann úr- skurði meirihluta ríkisstjórn- arinnar, Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksins. Hann biður þjóðina um vald til að hnekkja þessum úrskurði, breyta stefnunni, — hefja til sigurs merki þeirrar stefnu, sem hann hefir markað og leggur fyrir þjóðina. Selskinn - r m ■ Kaupi hæsta verði: Selskinn, kálfskinn, kýrhúðir og hrosshúðir. Þóroddur E. Jónsson heii'dverzlun - Hafnarstræti 15 Reykjavík - Sími 1747.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.