Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1949, Blaðsíða 5
168. blaff TÍMINN', föstudaginn 12. ágúst 1949 5 Föstuílagur 12. ágiíst Braskararnir metn- ir meira en verka- lýðssamtökin Bréf það, sem st]órn Al- þýðusambandsins hefir ný- lega sent verkalýðsfélögun- um og birt var fyrir nokkru hér í Tímanum, hefir komið illa við málgögn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Bréfið sýnir það nefnilega svart á hvítu, að það hefði verið auðveldur leikur fyrir ríkisstjórnina að koma í veg fyrir kauphækkunarskriðuna í vor, ef fallist hefði verið á óskir verkal.samtakanna um vissar dýrtíðarráðstafanir. Slikt hefði hinsvegar valdið skerðingu á hagsmunum braskaranna og vegna undir- lægjuháttarins við þá hafn- áði stjórnarmeirihlutinn kröfum verkalýðssamtak- anna. Þess vegna réðust verkalýðsfélögin í kauphækk- unina sem nauðvörn. Þessi stefna var skýrt mörk uð af seinasta Alþýðusam- bandsþingi, en í ályktunum þess um þessi mál segir svo: „Þingið gerir sér ijóst, að dýrtíðin er þegar kom- in á það stig í landinu, að af lienni getur þá og þegar leitt víðtæka stöðv- un atvinnutækja, sem verkafólk þúsundum sam- an á afkomu sína undir. Þessvegna er fyrsta krafa þessa þings alþýðu- samtakanna alger stöðvun eða lækkun dýrtíðarinn- ar. Haldi dýrtíðin hins veg- ar áfram að vaxa, felur þingið væntajnlegri sam- bandsstjórn að vernda liagsmuni verkalýðsins með því að beita sér fyr- ir almennum grunnkaups hækkunum þ'annig, að raunverulegur kaupmáttur launanna rýrni ekki frá því, sem nú er. Þingið telur þó síðar- nefndu leiðina algera bend vörn verkalýðssamtak- anna, þar sem allt bend- ir til þess, að afleiðingar almennra kauphækkana gætu orðið þær, að at- vinnugrundvöllurinn — út gerð og fiskiðnaður — bilaði, svo að hækkað tímakaup leiddi síður en svo til hækkandi árs- tekna eða aukinnar kaup- getu verkalýðsstéttarinn- ar”. Samkvæmt bréfum þeim, sem Alþýðusambandsstjórnin hefir sent verkalýðsfélögun- um, hefir hún unnið í sam- ræmi við þessa stefnu og kraf ist ráðstafana í húsnæðis- .verzlunar-, verðlags- og skattamálum, er hefðu haft dýrtíðarlækkun í för með sér. Fyrst þegar fyrir lá, að stjórnarmeirihlutinn myndi hafna þessum kröfum, var hafist handa um grunnkaups hækkanir. í löngum greinum, sem Al- þýðublaðið og Morgunblaðið birtu í gær, er heldur ekki neitt reynt að hrófla við því, að hér sé ekki rétt skýrt frá gangi málanna. Hins vegar er verið með ýmsa útúrsnún- inga og blekkingar. Alþýðu- ERLENT YFIRLIT: Úvenjuleg ráðstefna 400 sérfraeðÍMgar frá 55 þjóðiun ræða iim varðveiælu og nyíjjMii uáíiHraaBðæfaiiiia Sameinuðu þjóðirnar hafa mörg önnur merkileg viðfangs- efni með höndum en þau, sem lúta beint að stjórnmálunum. Það er einmitt. á öðrum starf- sviðum, er þær hafa unnið merkilegasta starf sitt til þessa. Eitt þeirra verkefna, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tek- izt á hendur,. er að koma á samvinnu vísindamanna á sviði verklegra framfara og bættrar hagnýtingar á auðlindum nátt- úrunnar. í þeim tilgangi hefir verið kvödd saman sérstök ráð- stefna, er hefjast mun 17. þ. m. Upplýsingadeild Samein. þjóð- anna í Kaupmannahöfn hefir nýlega sent frá sér greinargerð um ráðstefnu þessa og fer sú frásögn hér á eftir: Þegar fjölskylda bóndans er orðin það stór, að jör-ð hans nægir ekki lengur til þess að fæða hana, á hann venjulega um þrjá kosti að velja: kaupa meira landrými, senda eitthvað af börnunum að heiman, svo að þau geti unnið fyrir brauði sínu, eða bæta jörðina, svo að hún gefi meira af sér. Því er svipað farið með heims búskapinn í dag og bóndann, sem eignast hefir of mörg börn. Jörðin gefur ekki lengur af sér nægilegan mikinn mat og aðr- ar nauðsynjar, fyrir þá 2y2 mill- jarða íbúa, er byggja hana. En þeir, sem stjórna heimsbú- skapnum eiga ekki um eins marga kosti að velja og bónd- inn: þeir geta ekki keypt meira land og þeir geta ekki sent börn sín að heiman. Ef íbúar jarðarinnar eiga að halda á- fram að lifa, og lífskjör þeirra að batna, er ekki um annað að velja en finna nýjar og betri leiðir til þess að bæta jörðina og nytja hana betur, svo að hún gefi meira af sér. Hins vegar verður að hafa það hugfast, að þeir sem stjórna heimsbúskapnum standa ólíkt betur að vigi en hinn venjulegi bóndi. Þeir hafa í sinni þjón- ustu sérfræðinga og vísinda- menn á öllum sviðum, sem hef- ir tekist að kanna dýpstu leynd- ardóma móður náttúru. í þeim stóra hópi eru bændur, sem hafa lært þá list að fá 60 tunn- ur af korni í uppskeru á sama landrými og þeir fengu áður 20. Og þar eru einnig sérfræðing- ar, sem hafa leyst þá þraut að kljúfa atómið, og senn munu kenna okkur að nota þá orku til friðsamlegra starfa. Ef þess- ir sérfræðingar, bóndinn og atómsérfræðingurinn og vís- indamennirnir á öðrum sviðum, ynnu saman, eru miklar líkur á því, að unnt yrði að auka framleiðsluna í heiminum. Og nú er einmitt verið að undirbúa slíka samvinnu. Þann 17. ágúst n. k. koma 400 sér- fræðingar og vísindamenn frá 55 löndum saman til fundar á vísindaráðstefnu S. Þ., er á að fjalla um varðveizlu og nytjun náttúruauðæfa í helminum. Ráðstefna þessi, USCCUR, verð ur að ýmsu leyti frábrugðin öðrum vísindaráðstefnum, sem haldnar hafa verið. Áður var það oftast svo, að það voru sérfræðingar á einhverju einu sviði, er komu saman til fund- ar. En að þessu sinni setjast á rökstóla sérfræðingar á öllum sviðum, sem á einhvern hátt varða framleiðsluna í heimin- um. Og það sem meira er um vert: Þessi ráðstefna er ’ekki haldin til þess að bera fram til- lögur eða gera samþykktir um nýjar löggjafir. Tilgangurinn með henni er aðeins einn: Full- trúarnir eiga að skýra hver öðr- um frá reynslu sinni og hug- myndum, er geta stuðlað að því að bæta lífskjör manna hvar vétna í veröldinni. blaðið leyfir sér t. d. að fara með þau ósannindi, að Fram sóknarflokkurinn hafi ekki stutt kröfur verkalýðssam- takanna. í því sambandi skal Alþýðublaðinu bent á, að bera saman þær kröfur, sem Al- þýðusambandsstjórnin bar fram við ríkisstjórnina, og tillögur þær og frumvörp um sömu mál, sem Framsóknar- flokkurinn bar fram á sein- asta þingi. Á því sést bezt, að tillögur Alþýðusambandsins og Framsóknarflokksins í mál um þessum hafa svo til farið alveg saman. Blekkingatilraun Mbl. er þó enn aumari, því að hún felst aðallega í því að reyna að kenna kommúnistum og Sig- urði Jónassyni um kauphækk anirnar! Hverjum einum má þó vera ljóst, að bráðabirgða- samningur Sigurðar Jónas- sona r f.h. Olíufélagsins hafði engin áhrif í þessum efn- um, því að stefna verkalýðs- samtakanna um að krefjast kauphækkana var þá mörk- uð og þegar búið að semja um nokkrar kauphækkanir, m. a. af formanni viðskiptanefndar í sa,mráði við Bjarna Bene- diktsson. Kauphækkunar- stefnan var ráðin, þegar stjórnarmeirihlutinn hafnaði tillögum verkalýðs- TRYGGVI LIE, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar hafa þegar borizt 500 skýrslur. Þær verða fyrst rædd- ar í undirnefndum, en síðan á sameiginlegum fundi allra full- trúanna, svo að hver og einn þeirra geti hagnast á reynslu þeirri, er fengist hefir á hinum ýmsu sviðum. Margir af full- trúunum eru valdir af stjórn- um viðkomandi landa. En mik- ilvægt er að hafa í hyggju, að þeir eru ekki fulltrúar stjórna sinna. Þeir sitja ráðstefnuna eingöngu sem sérfræðingar og vísindamenn. Ekki sem stjórn- arfulltrúar, sem verða að fylgja einhverri ákveðinni stefnu, og hegða sér í öllu í samræmi við fyrirmæli ríkisstjórna sinna. Ráðstefnunni mun skipt í nokkrar aðaldeildir, er m. a. munu fjalla um: vatn, jarðrækt, brennsluefni, orkulindir, skóga, gróður, námur og fiskveiðar. — Skýrslur þær, er ráðstefnunni hafa þegar borizt, eru mjög fjöl breyttar að efni, og fjalla um (Framhald á 6. síðu) samtakanna um lagfæringar í dýrt.málunum. Það er stjórn armeirihlutinn einn — og hann einn — sem ber á- byrgð á kauphækkunskrið- unni vegna undanlátssemi sinnar við braskarana. Eins og kemur fram í áð- urgreindri ályktun Alþýðu- sambandsþingsins er uggur í verkamönnum yfir því að hafa neyðst til að fara kaup- hækkunarleiðina. Sá uggur er vissulega ekki ástæðulaus. Launamenn eiga ekki aðeins á hættu, að kauphækkunin verði tekin af þeim aftur með hækkandi verðlagi og á- lögum, heldur að hún leiði til stöðvunar og atvinnuleysis. Til þess að koma í veg fyr- ir að verkamenn neyðist til slíkrar nauðvarnar aftur, þurfa þeir í næstu kosning- um að tryggja það, að ekki verði hér framvegis stjórn- armeirihluti, sem metur meira hagsmuni braskaránna en heilbrigðar kröfur verka- lýðssamtakanna. Ráðið til þess er að svipta Sjálfstæðis- flokkinn og Alþýðuflokkinn þingmeirihlutanum, sem þeir hafa nú, og efla Framsókn- arflokkinn, sem var eini stjórnarflokkurinn, . sem studdi kröfur verkalýðssam- takanna nú. Raddir nábáanna í Mbl. í gær er rætt um kaupgjaldshækkanirnar i vor og segir þar m. a.: „Greiniiegt er, að þegar kaupgjald er orðið svo hátt, að atvinnuvegir landsmanna standa ekki lengur undir því, heldur verður að greiða þeim styrk af almannafé, svo að þeir stöðvist ekki, þá er hækk un kaupgjalds skammgóður vermir. Hið hækkaða kaupgjald er þá mjög bráðlega tekið aftur af vcrkamönnum í hækkuðu vöruverði innanlands og hækkuðum sköttum, sem ganga til að borga hallann af útflutningsatvinnuvegun- um. Hagur verkamanna og alls almennings verður þess vegna sízt betri en hann áð- ur var. Aðstaða íslendinga til að selja vörur sínar á er- lendum markaði verður að- eins verri en nokkru sinni áður.“ Greinilegar getur það ekki verið játað af þessu sameig- inlega aðalmálgagni Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, að meiningin sé að taka kauphækkunina aftur af launamönnum með hækkuðu verðlagi og sköttum og hún sé því raunverulega ekkert annað en fals og „snuð.“ fyr- ir kosningar. Á þessu geta launamenn séð, hvort þeim hefði ekki komið betur að fá raunhæfa lækkun á dýrtíð- inni í stað kauphækkunar eins og líka var krafa Alþýöu- sambandsins og Framsóknar- Iflokkurinn vildi að yrði fall- Iist á. Á víðavangi ÞJÓÐVILJINN OG STJÓRNARSLITIN. Þjóðviljinn þykist ákaflega hneykslaður yfir því í gær, ef Framsóknarflokkurinn lætur ráðherra sína sitja í ríkisstjórninni fram yfir kosn ingar, eða í tvo mánuði eftir að stjórnarsamvinnan er raunverulega brostin. í til- efni af þessu velur hann Framsóknarmönnum ýms lít- ilsvirðandi nöfn og telur þetta sönnun þess, að þeir meini stjórnarslitin ekki alvarlega. í tilefni af þessum skrif- um Þjóðviljans er rétt að minna á það, að þegar flokk- ur hans sleit stjórnarsam- vinnunni við Sjálfstæðis- flokkinn og Alþýðuflokkinn haustið 1946, var það síður en svo að ráðherrar hans færu strax úr ríkisstjórninni. Þeir sátu í henni eftir það í nærri fjóra mánuði og virt- ust una sér þar hið bezta, þótt þeir teldu samstarfs- mennina bæði svikara og landráðamenn og jafnvel ann að þaðan af verra. Voru þeim stjórnarslitin kannske ekki alvara og sátu ráðherrar flokksins áfram í stjórninni vegna þess? Eða heyktust þeir bara fyrir Ólafi Thors? Sé þetta rétt, er afsakan- legt, að Þjóðviljinn skuli dæma Framsóknarflokkinn á áðurnefndan hátt. Þá sann- ast aðeins það fornkveðna, að margur heldur mann af sér. Sé þetta hins vegar rangt, þá falla þessi brigsl Þjóðvilj- ans dauð og ómerk, eins og annað glamur hans. ★ HVERJIR STUDDU KRÖFUR VERKA- LÝÐSFÉLAGANNA? Alþýðublaðið reynir í gær að nota það, sem sönnun þess að Framsóknarmenn séu and vígir verkalýðsfélögunum, að þeir hafi staðið gegn kaup- hækkunum á síðastl. voru. Það er rétt, að Framsóknar- menn voru apidvígir kaup- hækkunum, því að þeir vildu, að heldur yrðu gerðar ráð- stafanir til að auka kaup- mátt launanna. Slík afstaða var þó síður en svo nokkur fjandskapur við verkalýðs- hreyfinguna, því að hún lagði einmitt megináherzlu á þessar ráðstafanir og taldi kauphækkanirnar aðeins koma til greina sem nauð- vörn. Sé hægt að kalla nokkra andstæðinga verka- lýðssamtakanna í þessu sam- bandi, eru að forsprakkar Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, sem heldur kusu að vernda hagsmuni braskaranna en að fallast á tillögur verkalýðssamtakanna og neyddu þau þannig út í kauphækkunarbaráttuna. ★ ALÞ.BL. OG OPINBER- IR STARFSMENN. Ritstjóri Alþýðublaðsins er svo óður þessa dagana, að hann gerir flestar þær skyss- ur, sem fyrir einn mann geta komið. Hann verður iðulega margsaga á hinn hlægileg- asta hátt og lætur sig einu gilda, þótt hægt sé með skjal- festum heimildum að hnekkja ósannindum hans. Einkum sleppir hann sér alveg, þegar hann minnist á Framsókn- arflokkinn, sem hann virðist (Framhald á 6. síSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.