Tíminn - 25.08.1949, Qupperneq 4
TÍMINN, fimmtudaginn 25. ágúst 1949
177. blað
Sjálfstæðisflokkurinn og bændur
Yfirlýsing Morgunblaðsins: Sjálfstæðisflokkurinn mun framvegis
fyigja stefnu fyrrv. stjórnar í landbúnaðarmálunum
Mtol. hefir gefið fyrirheit
fim framtíðarstefnu Sj álf-
stæðisflokksins í landbúnað-
armálum. Það segir berum
ordurn í forustugrein sinni á
þriðjudaginn, að Sjálfstæðis-
ílokkurinn muni í landbún-
aöarmálum berjast fyrir
stefnu fyrrverandi ríkisstjórn
ar. Því er nú rétt að rifja upp
heiztu einkenni þeirrar
stefnu, svo að bændur lands-
ins viti hvers þeir eiga að
vænta af Sj álfstæðisflokkn-
um.
Verðlækkun knúin fram
með svikum.
..Það var fyrst í landbúnað-
arsögu fyrrverandi stjórnar,
aö þegar hún var mynduð
haföi verið leitað til bænda
am eftirgjöf á þeirri hækk-
fan afurðaverðs, sem þeim
bar á því verðlagsári vegna
hækkaðrar dýrtíðar í land-
inu — aukins tilkostnaðar við
búskapinn. Þeirri málaleitan
fylgdi loforð um það, að
stöðva skyldi verðbólguna og
koma fram hliðstæðum ráð-
stöfunum á öðrum sviðum
verðlags- og kaupgjaldsmála.
Búnaðarþingi þótti viður-
hlutamikið að bregða fæti
fyrir þessa tilraun til viðnáms
gegn dýrtíðinni, slík þjóðar-
nauðsyn sem stöðvun hennar
var.Þaðféllst því fyrirsittleyti
á eftirgjöfina í trausti þess, að
aðrar stéttir færu eins að.
Þannig tók fyrrverandi stjórn
Við málunum. Hún gerði enga
stöðvun í dýrtíðarmálunum á
öðrum sviðum, heldur lét það
vera fyrsta verk sitt að hækka
kaup hjá öðrum stéttum.
Þannig var fyrirheit það, sem
bændum hafði verið gefið full
komlega svikið.
Það hefir verið mikið og
þrálátt deilumál meðal
bænda innbyrðis hvort rétt
hafi verið að fallast nokkurn
tima á þessa 9,4% eftirgjöf
haustið 1944. Hvað sem þeim
ágreiningi líður þarf hitt
ekki.að vera neitt ágrelnings
efni meðal heiðarlegra
manna, að hvorki var rétt-
mætt né drengilegt að svíkjast
að bændum og brjóta grið á
þeim, svo sem ríkistjórn
Ólafs Thors gerði hér.
Það er þannig fyrsta atriði
þessarar stefnu, sem Mbl. boð
ar í landbúnaðarmálunum, að
hlutur bænda skuli lækkaður,
meðan bætt séu kjör allra
anarra.
Bændastéttinni neitað
am réttindi.
Jafnframt því, sem ríkis-
st j órnin skipaði bændum
skqr neðar en öðru fólki um
iaunakj ör með þeim geðslega
þggfiti, sem nú var vikið að,
var henni stefnumál að
synj,a þeim um stéttarlegan
vétt. í stað þess að viður-
kenna stéttarfélög þeirra
sem samningsaðila fyrir hönd
bændastéttarinnar, voru sam
in lög um það, að ráðherra
•skyldi á sitt eindæmi skipa
Sovét eða ráð, sem færi með
allt. verðlagsvald yfir fram-
leiðslu bænda. Ráðherrann
skyidi þar einn öllu ráða um
mannaval, en bændur sjálfir
enga íhlutun hafa og hvergi
svo mikið sem tilpgurétt um
nokkra fulltrúa í Sovétið.
Annað einkenni þessarar |
stefnu, sem Mbl. boðar að |
Sjálfstæðisflokkurinn ætli
sér að berjast fyrir framvegis,
er því þaö, að bændur beri
minna úr býtum fjárhags-
lega en aðrir menn. Næsta
einkennið er það, að þeim sé
meinað allt stéttarlegt jafn-
rétti við annað fólk í land-
inu.
Bændur afskiptir um
innflutning.
í þriðja lagi var það ein-
kenni á stefnu fyrrverandi
stjórnar, aö afskipta bændur
í gjaldeyrismálunum. Gerðir
voru samningar mörg ár fram
í tímann um skipakaup en
ekki neitt hliðstætt fyrir land
búnaðinn. Það fé, sem ætlað
var til raforkumála og nýrra
tækja í héruðum iandsins var
ekki einu sinni notað, þó að
tiltölulega lítið væri, hvað þá
að gerðir væru samningar til
langs tíma. Það var engin
áætlun gerð um það að full-
nægja rafmagnsþörf sveit-
anna, koma í verk skipulegri
ræktun landsins eða skapa
skilyrði til bættrar heyverk-
unar og nýtingar. Gjaldeyris
hömlur þær, sem höfðu stoð
í lögum, voru blátt áfram
notaðar til þess að afskipta
landbúnaðinn, meðan flest
annað en nauðsynjar hans,
þarft og óþarft, flæddi í stríð
um straum inn í landið.
Það er þannig þriðja ein-
kenni þeirrar landbúnaðar-
stefnu, sem Mbl. boðar, að
Sjálfstæðisflokkurinn muni
berjast fyrir, að láta landbún
aðinn vera hornreku við ráð-
stöfun galdeyrisins.
Oftraust á gleymsk-
unni.
Það er næsta djarft af Mbl.
að koma nú fram með þá yfir
lýsingu, að Sjálfstæðisflokk-
urinn muni halda fram þess-
ari stefnu í landbúnaðarmál-
unum. Ekki þarf þó glöggum
mönnum að koma á óvart, að
sú muni reyndin verða, en
sennil. virtist þó, að Mbl. vildi
reyna að breiða yfir það. Það
mun líka ætlast til þess, að
menn séu farnir að gleyma
fortíðinni og muni yfirleitt
illa hver stefna fyrrverandi
stjórnar var í málum landbún
aðarins. En því verður ekki
kápa úr því klæði. Bændur
muna fullvel þær deilur, sem
þeir hafa háð og heyja enn
um réttindi sín og hag, bæði
á sviði mannréttinda almennt
og fjárhagsmálanna. Mbl.
hefir hér áreiðanlega of-
traust á gleymskunni.
Hvers mega bændur
vænta?
Samkvæmt því, sem Mbl.
boðar nú, er það hlutskipti,
sem bændur eiga í vændum
ef Sjálfstæðisflokkurinn
íengi hreinan meirihluta á
þingi, eins og hann biður þjóð
ina nú ákaflega um, eitthvað
á þessa leið:
Hlutfalli framleiðsluverðá
bænda og almennra launa-
kjara í landinu yrði breytt
bændum í óhag eins og í tíð
fyrrverandi stjórnar.
Stéttarsamband bænda
yrði ekki viöurkennt sem lög-
legur aðili fyir bændanna
hönd til að ákveða verðlag á
framleiðslu þeirra, heldur
skipaði ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins einn Sovét til að af
greiða þau mál án allrar í-
hlutunar bændastéttarinnar,
svo sem var í tíð fyrrverandi
stj órnar.
/ Landbúnaðurinn yrði sett-
ur hjá við innflutning og
skiptingu gj aldeyris, honum
ætlaður lítill skerfur í áætlun
um og þó svikinn um það litla,
sem lofað væri eins og
átti sér stað í tíð fyrrverandi
stjórnar. Þannig var það
með gjaldeyri til innflutn-
ings og fjárframlög til láns-
stofnana, sgm lána til ræktun
ar og uppbyggingar.
Auðvelt fyrir bændur.
Fáir bændur munu verða til
þess, að ljá Sjálfstæðisflokkn
um atkvæði sitt til að koma
fram gegn landbúnaðinum
þeim fólskuverkum, sem
Mbl. boðar, ef þeir hugsa
þessi mál, sem allir skyldu
gera. Það er vitað, að hinir
skárstu menn í Sjálfstæðis-
flokknum voru alltaf andvíg-
ir stefnu fyrrverandi stjórn-
ar í landbúnaðarmálum og
hefir það mjög orðið til þess
að bjarga fylgi flokksins í
sveitum. Nú segir Mbl., að
þeir menn skuli engu ráða um
stefnu flokksins en hann
haldi fram þeirri stefnunni,
sem fyrrverandi stjórn hafði.
Enginn þarf nú að vænta
þess, að slíkir menn komi
viti fyrir Sjálfstæðisflokkinn
eða stilli ofsa hans í hóf. Mbl.
hefir sagt, að stefna flokksins
sé á móti þeim, og það má
gjörla vita um stefnu flokks
síns.
Það þýðir því ekki að
treysta því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi bætt ráð sitt
síðan 1946 eða aðrir menn og
betri ráði stefnu hans. Ef
honum verður sjálfrátt eftir
kosningar mun hann sýna
bændastéttinni hina sömu
fólsku og fyrr, neita menni
um almenn mannréttindi til
jafns við aðrar stéttir, neita
henni um fjárhagslega af-
komu líkt og öðru fólki, neita
henni um jafnrétti við aðra
í gjaldeyrismálum.
Mbl. hefir lýst fylgi flokks-
ins við þessa stefnu, sem svo
illræmd er meðal bænda.
Bændur muna hvernig stefn-
an var og er ennþá! Þeir
munu því eiga auðvelt með
að greiða atkvæði um þá
stefnu, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn gerir nú að einu megin-
atriði baráttu sinnar, þegar
hann byrjar að marka sér
kosningastefnu.
Forðist eldinn og
eignatjón
Framleiðum og seljum
flestar tegundir handslökkvi
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitið upp-
lýsinga.
Kolsýruhleðsan s. f. Simi 3381
Tryggvagötu 10.
Reykj avík
Anglýsið í Tímamim.
Borizt hefir eftirf. bréf frá
Stefi og er þess getið, að „birt-
ing þess sé aðeins leyfileg án
styttingar." Hér fer bréfið á eft-
ir orðrétt:
„Við í „STEFI“ höfum fullan
skilning á öllu gamni, en það
er ekki víst að lesendur yðar
skilji eins vel slíka gamansemi,
og þessvegna viljum við biðja
yður að reyna að forða þeim frá
því tjóni, sem þeir gætu orðið
fyrir, ef þeir misskildu starf-
semi STEFS. — Allt það mold-
viðri og allur sá útúrsnúningur,
sem kemur í ljós fyrir ranga
túlkun á störfum STEFS veldur
ekki STEFI heldur neytendun-
um hins mesta tjóns, sem get-
ur þó vaxið er frá líöur.
STEF fer með umboð nærri
allra rétthafa tónverka í heim-
inum. Frekari viðurkenning er
óþörf. — Þeir einir geta tekið
I umboðið af STEFI. íslenzk yfir-
völd geta ekki breytt þessari
staðreynd, nema að stjórnar-
skrá íslenzka lýðveldisins verði
afnumin. — Ef nauðsyn krefur,
verða íslenzkir dómstólar látnir
skera úr, en þeir dæma eftir ís-
lenzkum lögum og milliríkja-
samningum, er lagagildi hafa.
— Það er tilgangslaust að telja
fólki trú um að stjórnarráðið
geti úrskurðað slíkt. — STEF
mun reyna samningaleiðina enn
á ný og mun reyna að sýna
sanngirni svo langt sem heið-
arleiki í milliríkj aviðskiptum og
alþjóðareglur leyfa.“
Undir bréfinu stendur:: „Með
kollegakveðjum, yðar einlægur."
Hinsvegar fylgir engin undir-
skrift. Er þá búið að verða við
þeim óskum að birta bréf Stefs,
án styttingar.
,• I 'VS'.
Vestfirðingur sendir hingað
eina litla hugleiðingu:
„Vesturland, blað Sjálfstæð-
ismanna á ísafirði hefir undan-
farið mæðst stórkostlega yfir
því, að félagsmálaráðuneytið
hafi boðað, að ísafjarðarbær
muni settur undir opinbert eft-
irlit ef ekki verði betri skil á
fjárreiðum hans um og eftir
komandi áramót. Kallar blaðið
þetta hina verstu fólsku og of-
sókn af hendi Stefáns Jóhanns
og Finns, þó að ísafjörður hafi
skuldað Tryggingastofnun rík-
isins liðlega 300 þúsund um síð-
ustu áramót. Sú skuld hefir vit-.
anlega aukizt síðan en það
nefnir Vesturland ekki, heldur
hitt, að Vestmannaeyjar, sem
kratar og kommar stjórni, séu
litlu betur stæðar en ísafjörður.
Svo koma aSalrökin, en þau
eru það, að ríkissjóður skuldi
ísafirði 600 þús. kr. „lögbundið
framlag til skólabygginga.
Reyndar á ísafjörður þetta fé
ekki, því að hann er búinn aö
setja það að veði fyrir banka-
láni, svo að það gengur ekki til
Tryggingastofnunarinnar, en
söm eru vanskil ríkissjóðsins
fyrir því. En hart er í ári þegar
hrafnarnir kroppa augun hver
úr öðrum, en nú kroppar Sjálf-
stæðiskrummi á ísafirði augun
úr íhaldshrafninum í fjármála-
ráðuneytinu. Verður það að
teljast nauðvörn hjá Sigurði
Bjarnasyni, að verja flatsæng
sína og kommúnista með því, að
auglýsa vanskil og óreiðu í fjár-
málastjórn Jóhanns Jósefsson-
ar.
Og þetta eru flokkarnir, sem
ekki vildu heyra, að ástæða væri
til að ugga að tryggingakerfið
gæti orðið óhægur baggi á
sveitarfélögunum. En einkan-
lega er það einkennandi fyrir
skrif Vesturlands, að það vill
nota óreiðu og skuldir hjá rík-
issjóði og Vestmannaeyjabæ til
að kaupa sukkinu á ísafirði
frið og þögn, svo að hægt sé að
halda áfram. Blaðið vill benda
ríkisstjórn og Alþýðuflokkn-
um á það, að þeim sé bezt að
láta ísfirðinga í friði og lofa
þeim að safna skuldum svo að
þeirra menn fari ekki að hafa
hátt um fjármálaóstjórn ríkis-
ins og annarra bæjarfélaga."
Svo mælist Vestfirðingi og er
þetta sennilega allt rétt, sem
hann hefir að segja. Við mun-
um hafa óheppilega mikið af því
að segja, að einn sé múlbund-
inn með ávirðingum sinna
vandamanna, svo að hann geti
ekki fundið að við andstæðinga
sína eða sagt satt um glópsku
þeirra. Slíkt getur orðið alvar-
legt mál, því að almenningur á
kröfu og heimtingu á því, að al-
menn mál og opinber stjórn sé
rædd eins og mál sem alla varða
. og engin leynd á aö vera yfir.
Starkaður gamli.
Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu sem glöddu
okkur með heillaóskum og gjöfum á gullbrúðkaups-
degi okkar.
Ástríður Árnadóttir, Árni Ingimundarson
Kópaskeri
Frjáls gjaldeyrir
Óskum eftir sambandi við umráðendur að frjálsum
gjaldeyri (sbr. augl. Viðskiptanefndar 18/8) til kaupa
á iþróttavörum. Getum einnig útvegað leyfishöfum
allskonar íþróttavörur frá Norðurlöndum, Bretlandi,
Frakklandi og víðar.
H ELLAS
Hafnarstræti 22. Símar 5169 og 6368.