Tíminn - 27.08.1949, Síða 3

Tíminn - 27.08.1949, Síða 3
179. blaff TÍMINN, laugardaginn 27. ágúst 1949 / slerLdinga'pættir fS5$5$54-5 Dánarminning: Jón Jónsson, bóndi á Búrfelli 1 Miðfirði Jón Jónsson, bóndi á Búr- ] felli í Miðfirð'i andaðist að heimili sínu 27. maí s. 1., um það bil 85 ára gamall. Hann var fæddur á Tannstaða- bakka í Hrútafirði 7. júní 1864, sonur Jóns bónda Björnssonar frá Geithól, Björnssonar frá Valdasteins- stöðum, og Guðrúnar Jóns- dóttur bónda í Hvítuhlíð og Hvammsdal í Saurbæ, Björns- sonar bónda í Hvítuhlíð. Jón mun hafa þurft að Vinna fyrir sér strax þegar hann hafði til þess aldur og þroska, og var i vinnu- mennsku í átthögum sínum unz han stofnaði heimili. Ár- ið 1892 kvæntist hann Júlí- Önu Jónsdóttur frá Almenn- ingi á Vatnsnesi. Þau höfðu ekki jarðnæði til varanlegra áfnota fyrstu búskaparárin. Bjuggu fyrst á Kollafossi og Síðar á tveim öðrum.stöðum í' Miðfirði, en um aldamótin fluttust þau að Búrfelli og bjuggu þar upp frá því. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, fjóra syni og þrjár dætur. Synir þeirra eru Pét- úr og Guðjón, bændur á Búr- felli, Tryggvi, húsgagna- bolstrari í Reykjavík og Sig- fús, trésmíðameistari í Hafn- árfirði, en dæturnar eru Helga og Margrét, búsettar í Reykjavík, og Elinbjörg, bú- stýra á Búrfelli. Konu sína missti Jón árið 1941. Jón á Búrfelli og kona hans •voru efnalitil þegar þau býrj- uðu búskap, en bæði voru þau gædd miklu starfsþreki og einbeittum vílja til þess að komast áfram af eigin rammleik, enda tókst þeim það farsællega. Hagur þeirra fór batnandi, einkum eftir að elztu börnin komust svo á Iegg, að þau gátu orðið til hjálpar, en öll eru börn þeirra vel gefin, dugmikil og at- hafnasöm. Eftir leiguliðabú- skap á Búrfelli um allmörg ár, festu þau hjónin kaup á jörðinni og lögðu einnig fram vinnu og fjármuni til jarða- bóta. Túnið var sléttað og aukið, byggingar endurbætt,- ar og rafstöð byggð við bæj- arlækinn. Sumarið 1933 varð Búrfells- heimilið fyrir mjög tilfinnan- legu tjóni. Þá brann bærinn þar til kaldra kola og varð engu bjargað af því, sem þar var inni, því að svo stóð á að heimilisfólkið var allt fjar- verandi. En strax var hafizt handa um endurbyggingu, reist vandað íbúðarhús og fleiri byggingar og var nú byggt úr steini, svo að eldur- in gæti ekki aftur orðið að grantíi. Einnig var haldið á- fram jarðræktarframkvæmd- um, svo að á Búríelli er nú stórt og vel ræktað tún og töðufengur þar margfalt meiri en áður var. Jón og synir hans hafa fylgst vel með nýjungum, er stefndu til framfara í búnaðarháttum, og hagnýtt sér þær eftir því sem unnt var, svo að búrekst- ur þeirra hefir um mörg ár verið með mesta myndar- brag. Við fráfall Jóns á Búrfelli er vandaður og mætur mað- ur horfinn af sjónarsviðinu. Hann var forsjáll og góður bóndi, iðjumaður mesti og duglegur, og við lok langrar ævi gat han litið yfir mikið og gott lífsstarf. Hann átti því láni að fagna að eignast mikilhæfa og góða konu, og með sameinuðum kröftum þeirra og barnanna var mynd- að ágætt heimili, sem um langan tíma hefir verið ein af styrkustu stoðum sveitarfé- lagsins og hefir notið vin- sælda og virðingar í hérað- inu. Jón á Búrfeli var heilsu- góður alla ævi og gekk að störfum fram á síðustu ár. Hann lá rúmfastur -aðeins í fáa daga fyrir andlátið. Jarð- arför hans fór fram að Mel- stað 13. júní s. 1., og fjöl- menntu Miðfirðingar við lit- för hans. Sk. G. I^ancli uri Gætið þess að hirða og verka vel allar húffir og skinn, er til falla á búum yðar og afhenda þær Kaup- félögunum til sölumeðferðar. Reynslan mun hér eftir sem hingað til færa yðui sanninn um það, að með því móti fáið þér hagstæð- ast verð. £T<imband UL AatnCimufiélaqa Er „Pá-lína“ a5 ganga aftur? Jón Pálmason alþm. hefir skrifað í Morgunbl. a. m. k. tvær greinar síðustu dagana, sem bera það með sér, að hann er,. farinn að drekka stríðsölið fyrir kosningabar- dagann í haust. í grein, sem hann nefnir „Því var ekki dýrtíðin lækk- uð“, sem er að vísu þvætting- ur frá upphafi til enda, kem- ur fram greinileg mynd af skrípaleik Sjálfstæðisflokks- ins í dýrtíðarvandamálun - um. Jón Pálmason staðfestir ummæli Ól. Thórs, er hann kvað auðvelt að lækka dýrtíð- ina, ef sýnt væri, að þess gærðist þörf. J. P. finnst þetta „vel og viturlega mælt“ og að þetta mundi Ólafur hafa gert, ef kommúnistar hefðu orðið áfram í stjórn undir forystu hans, en Fram- sóknarflokkurinn „utan við“. í þessari grein J. P. gægist fram fóstur það, sem þing- maður þessi gekk með og baröist mjög fyrir, i þá tið, er verið var að mynda núver- antíi stjórn. Fóstur þetta var nefnt Pá-lína en varð aldrei íullburða, því eins og kunn- ugt er, varð Stefán Jóhann Stefánsson til að mynda nú- verandi stjórn, en hugar- fóstur Jóns Pálmasonar var, að Ól. Thórs myndaði stjórn þá með kommúnistum, án þátttöku Framsóknarflokks- ins. Of glöggt þreifar nú alþjóð á afleiðingum dýrtíðarflöðs þess, er stjórn Ól. Thórs með kommúnistum veitti yfir landið, til þess að hún óski eftir framhaldi af slíku á- byrgðarleysi, eyðslusemi og glamri, sem einkenndi þá stjórnarhætti. Þótt J. P. haldi því fram, að dýrtíðin hefði verið lækkuð, ef samsteypustjórn Ól. Thórs hefði setið áfram við völd, munu flestir aðrir líta svo á. að of lengi hafi þjóðin verið tröllriðin af fagurgala hans og loddaraskap, og þung séu þau syndagjöld, er hún á eftir að inna af höndum fyrir æf- intýrið það. Hitt kemur skringilega fyrir sjónir manna, að eftir að Morgunblaðið hefir mánuðum og árum saman varið dálkum sínum til að útmála kom- múnistahættuna hér á landi, kemur einn af aðalvirðinga- mönnum flokksins og gefur þær upplýsingar í sama blaði, að ef þessi þjóðhœttulegi flokkur hefði verið afram í rikisstjórn, þá hefði hið mesta vandamál, sem nokkru sinni hefir borið þjóðinni að j liöndum, verið leyst af þess- i um „landráðamönnum“ und- I ir forystu Ólafs Thórs. I Eftir lestur þessarar grein- ar, dettur manni í hug, hvort Pá-lína sé að rumska að nýju, og brostnar vonir Jóns Pálma sonar um samsteypustjórn með kommúnistum undir for- ystu Ól. Thórs, séu nú að lifna aítur. En hvernig verður þá með kommúnistahættuna, herra forseti? T. Á viðavan HEFIR ÞJOÐVILJINN AMERÍSKAN RIT- STJÓRA? Þjóðviljinn telur, aff held- ur betur hafi rekið hval á fjörur sínar, þar sem sagt var frá því í Tímanum, aff tekin hefðu verið upp um- mæli eftir Acheson úr frétta- eftirliti, sem borizt hefði frá ameríska sendiráðinu. Af þessu læst Þjóðviljinn draga þá ályktun, að raunverulega sé ritstjóri Tímans einhver óþekktur maður í ámeríska sendiráðinu. Það er raunar óþarft að upplýsa það, að blöðunum berst meira og minna frétta- efni frá öllum sendiráðunum og er þar aðallega um upp- lýsingar að ræða, er snerta hlutaðeigandi lönd, t. d. frá- sagnir af ýmsum framför- um, útdráttur úr ræðum þekktra stjórnmálamanna o. s. frv. Af hálfu sendiráðanna er hins vegar engin íhlutun um það, hvort þetta sé birt í blöðunum eða hvernig þaff sé gert. Þegar það upplýsist svo til viðbótar, að Þjóðviljinn hef- ir fengið send frá ameríska sendiráðinu nákvæmlega sömu plöggin og Tíminn og hefir sózt eftir að fá þau, verður heldur lítið eftir af umræddi rosafregn í Þjþð- viljanum, ef hún er skoðuð niður í kjölinn. Nema Þjóð- viljinn telji þetta þýða þaff, að raunverulega séu Magnús og Sigurður ekki ritstjórar Þjóðviljans, heldur einhver ónafiigreindur Ameríkumað- EINA ÍHLUTUNIN. í tilefni af framannefnd- um skrifum Þjóðviljans þyk- ir hins vegar rétt aff skýra frá því, að af hálfu eins sendiráðsins hér hefir veriff reynt að hafa áhrif á skrif Timans. Það var þegar Ólaf- ur Thors og kommúnistar sátu saman í ríkisstjórninni. þá barst ritstjóra Tímans á- minningarbréf frá utanríkis- málaráðuneytinu, þar seip hann var áminntur um að skrifa virðulega um erlendá valdamenn. Nánari eftir- grennslan leiddi í ljós, að rúss neski sendiherrann hafði kvartað yfir því við utanfík- isráðherra eða utanríkis- málaráðuneytið, að Tíminn skrlfaði ekki nógu smekk- lega um Stalin og aðra valda menn þar austur frá. < k • ! Þetta er eina íhlutunin, sem Tíminn hefir orðið fyrir af hálfu erlendu sendiráð- anná hér. ... ★ < .z; • ALÞÝÐUFLOKKURINN OG GENGISLÆKKUN; Grátbroslegt er að lesa þær yfirlýsingar Alþýðublaðs ins, aff flokkur þess sé á móti gengislækkun. Alþýffuflokk- urinn hefir nefnilega á und- anförnum árum stutt aljítir þær ráðstafanir, sem hafa miðað að verðfalli penipg- anna og síðan hann fékk stjórnarforustuna beitt gér fyrir mörgum tollahækkun- um, sem vitanlega eru ekk- _ert annað en gengislækkun. Ekkert stangast því meira viff staðreyndirnar en að Alþýðu flokkurinn sé andvígur geng- islækkun. ★ ÞA.Ð, SEM DEILT ER UM. Alþýðublaðið veit það líka mæta vel, að deilan stendur nú ekki um þaff, hvort ráð- ist skuli í gengislækkun, niffur færzlu eða hliðstæffa ráffstöf- un til að tryggja rekstur framleiðslunnar. Slík ráð- stöfun verður óhjákvæmi- leg, enda er þaff viðurkennt í svari Alþýðuflokksins til Framsóknarflokksins 9. þ. m-, þótt Alþýðuflokkurinn segi jafnframt aff ekki sé tíma- bært að ræða nánar um þáð' nú — þ. e. fyrir kosningarnár. Milli núv. stjórnarflokka (FramhalC á 6. síSii) Hljómleikar Mariu Markan Eftip Sig’urð Skagfield. Köld borð og heitnr veizlumatnr sendur út um allan bæ. SlLD & FISKUR Söngskemmtun frú Maríu Markan Östlund var vel sótt, I hvert sæti í Gamla bíó var iskipað, af áhugasömum á- ’ heyrendum.. — Frúin hafði . valið sér létt verkefni, því að mestu leyti söng hún íslenzk |lög — gamla kuninngja — sem áheyrendur þekktu — og jhefðu getað sungið þau með söngkonunni. Öll þessi ís- ienzku lög sem frúin söng, eru einföld, og mega ekki við neinni árásarstyrjöld, því þá ] glúpna þau og verða ekki að neinu. Frú Markan, sem hef- ir sterka rödd, tók of hörð- um tökum á þessum nýgræð- ingi hinna íslenzku tónskálda, svo að lögin töpuðu hinni virkilegu poesie, sem liggur til grundvallar þessum ljóð- rænu lögum. Og kvæðin — textinn — hið fyrsta skilyrði fyrir fögrum, ljóðrænum söng — er framburður text- ans, kemur þar fyrst og fremst til greina full þjálfuð hljóðfræði (phonologg), sem hver góður söngvari lærir til ýtrustu fullkomnunar. Verði þeim árangri náð, þá er leik- ur einn að syngja t. d. á kin- versku — því þá kemur frgm hinn sanni söngblær góðrar náttúruraddar, sem hrifur á- heyrendur, því ósjálfrátt koma þá fram efni kvæðanna sem tónarnir þýða, þótt hvorki áheyrendur né heldur söngvari skilji textann. í þessari grein sönglistarinn- ar var söng frúarinar ábóta- vant, og varð röddin of á- takamikil í „forte“ söng, og barnslega mjó í „píano“ söng. Einnig hætti frúnni til þess að breyta lögum eftir geð- þótta, og kom það fram í aukalaginu „Augun bláu“ eftir Sigfús Einarsson, þár sem frúin söng aukatón i enda lagsins, sömuleiðis trallaði frúin í lagi Kalda- lóns „Ríðum, ríðum og rékum yfir sandinn". Hvað skyldi gamli Grímur Thomsen segja, ef einhver færi að mæla fram, eða syngja þetta kvæði „Ríðum, ríðum“ t. d. svona: Ríðum, ríðum rekum yfir „skeiðina“ rennur sól á bak við „heiff- ina“. (Framhald á 6. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.