Tíminn - 27.08.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1949, Blaðsíða 1
---------------------------- Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn - ^---------------------j Skrifstofur í Edduliúsinu Fréttasímar: 81Z02 og 81303 Afgreiöslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. ágúst 1949 179. blaí'i Enn reytingsafli á Langanessvæðinu Sjómenn telja, að enn sé mikil síld á svæðinu kringum Langanes. En hins vegar veð- ur síldin mjög lítið, svo að Jítið verður úr afla. Nokkur skip komu til hafn- ar með talsverðan slatta, bæði til Raufarhafnar og verk- smiðjustaðanna við Eyja- fjörð í gær. Dálítið hefir verið Saltað síðustu dægur í allmörgum síldarsöltunarstöðvum. Mest var þó saltað á Raufarhöfn í gær og var þar unnið að sölt- un allan daginn. Alls hefir nú verið saltað í fimmtíu þúsund tunnur. Utflutningsverð- mætið 70 miljón- um króna minna en í fyrra Á þessu ári fram til júlí- loka voru fluttar út síldar- afurðir fyrir hálfa aðra millj. króna. Á sama tíma árið 1948 voru fluttar út sildarafurðir fyrir 87,6 millj. króna. Heildarútflutningurinn varð 70 millj. króna minni fyrri hluta ársins í ár, en fyrri hluta ársins 1948. Mest af útflutningsafurð- um hafa Bretar keypt, og þar næst koma Þjóðverjar. Kaup Bandaríkjamanna, Tékka, Hollendinga og Dana á vör- um héðan hafa minnkað um meira en helming, og sumar þessara þjóða hafa aðeins keypt af okkur þriðjung, mið- að við það sem var árið áð- ur, og sala íslenzkra afurða til Rússlands, Póllands og Finnlands hefir algerlega fallið niður, en nam hátt á fimmtándu miljón fyrri hluta árs í fyrra. Aftur á móti hafa Portú- galar keypt hér talsvert í ár, og afurðasalan til Ítalíu hef- ir aukizt mikið. 45 nauðungarupp- boð í Reykjavík auglýst í síðasta Lögbirtingablaði eru auglýst 45 nauðungarupp boð til lúkningar opinb. gjöld um. Er það stórum meira en venja er til, enda þótt inn- heimta opinberra gjalda standi fyrir dyrum, og bendir eindregið til þess, að allmörg- um veitist nú erfitt að standa skil á þeim álögum, sem þeim hefir verið ætlað að bera. Flest er þetta menn úr al- þýðustétt, sem uppboð eru auglýst hjá. Car Wood nefnist kappsiglingarnaður nokkur í Englandi, sem fundið hefir upp nýja skipagerð og báta. Hér sézt nnlend framleiðsla á slökkvitækjum Ií.©lsýru5ilcðslaii s.f. fraissleiðir bæði lian** j slökkvstaeki ©g' eldvarnarkerfi. Nýlega er hafin hér á landi framleiðsla á handslökkv».« tækjum og eins eldvarnarkerfum, sem hafa verið sett fi verksmiðjur og skip og fleira, með ágætum árangri. Vegná aukins öryggis þeirra húsa er slík kerfi hafa verið sett íi hafa tryggingarfélögin gefið eftir 15% af iðgjöldunum, Steinar Gíslason, framkvæmdastjóri Kolsýruhleðslan s./íí skýrði blaðamanni frá Tímanum frá tækjunum og fram- leiöslunni. ----------------------------- mynd af einu slíku skipi og gengur það 26 mílur. Höfuð- kostur þessa skipslags er sá, að það er mjög jafnskreitt og veltur aldrei, hvernig sem viðrar. Er talið að nær óhugsandi sé, að menn verði sjóveikir í slíku skipi. Gegnum endilangt skipið er gangur opinn í báða enda og er talið, að súgur- inn gegnum þennan gang valdi mestu urn það, hve það er stöðugt í sjó- Skip það, sem sést hér á myndinni er 188 feta langt og 40 feta breitt. Ný og afkastamikil vatns- leiðsla tekin í notkun á ísafirði Aðalleiðslan er sex km. löng ©g g'erð úr sex þmnlnnga stálpípmn. Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Að undanförnu hefir verið unnið að lagningu nýrrar og afkastameiri vatnsleiðslu fyrir ísafjarðarkaupstaö, og var það verk hafið í fyrrasumar. Fyrir fáum dögum var leiðsl- an tengd við aðalvatnsgeyminn. Eldvarnarkerfin hafa komið að góðum notum. Eidvarnarkerfin saman- standa af mörgum geymum, sem eru staðsett á ákveðn- um stöðum í húsinu, en leiðsl- ur eru lagðar frá þeim á ýmsa staði. Komi eldur upp í húsinu er skrúfað frá geym unum en kolsýran dreyfist þá um húsið og slekkur eldinn. í Málningarverksmiðjunni Hörpu, en þar voru slík eld- varnarkerfi sett fyrst, hefir þrisvar kviknað í siðan tæk in voru sett þar. En tækin hafa komið þar af góðum not um og slökkt eldinn svo að segja á svipstundu. Einnig er það mikill kostur að kolsýr- an skemmir hvoiki vélar, á- höld, tré, póleringu eða ann- að sem hún kemst í snerting við, en slekkur eldinn mjög auðveldlega og örugglega, sér staklega ef kviknar i út frá olíu, benzíni, spiritus og öðr- um fljótandi efnum og eins frá rafmagnseldum, þar sem hægt er að beita henni hættu laust. Nú er verið að setja slík eldvarnarkerfi á ýmsa (Framhald á 8. síðu) Haukur Jörundsson frambjóðandi Fram sóknarmanna í Borgarfjarðarsýslii Það hefur verið ákveðið, atl Haukur Jörundsson, kennari við bændaskólann á Hvanr,- eyri, verði í framboði af hálfu Framsóknarmanna í Borgar- fjarðarsýslu við kosningarnar í haust. Vatnsgeymirinn er í svo- nefndri Stórurð. Leiðslan er 6 km. löng úr 6 þuml. víðum stálpípum. í fyrrasumar var um það bil helmingur verks- ins unninn og var leiðslulagn ingin hálfnuð, þegar snjóar lögðust á í haust sem leið. Leiðslan er lögð meðfram svonefndum Seljalandsvegi, og var vegurinn breikkaður um leið. Þessi nýja vatnsæð flytur % smálest af vatni til bæjarins á hvern íbúa á dag, eða um 2000 smálestir alls. Aðalvatnsgeymirinn í Stór- urð tekur um 100 smálestir og við hann er steypt tví- hólfa inntaksþró til þess að taka við óhreinindum úr vatn inu og minnka straumþung- ann. Tólf þumlunga yfirfalls leiðsla liggur frá geyminum í frárennslisæð við Seljalands- veg, því að vatnsmagnið er mun meira en notað er dag- lega. Högh Nielsen, verkfræðing- ur, er dvaldi á ísafirði i fyrra og hafði yfirumsjón með verk inu, gerði teikningar að vatns veitunni og annaðist undir- búning verksins. Ógurlegur fjárfellir _ í Grænlandi | SaeiSfjárstofiiluu grænlenzki er af ís- lenzknm nppruna. Ellefu þúsund ær féllu úr hor og hungri í héruðunum við Julianehaab í Grænlandi síðastliðinn vetur og vor. Er það helmingur alls sauðfjár þar um slóðir. Allmikil stund hefur verið lögð á að kenna Grænlend- ingum sauðfjárrækt. Var með al annars á sínum tíma flutt fé héðan af íslandi til undan eldis í Grænlandi, og er út af því komin sauðfjárrækt arstofn Grænlendinga. Síðastliðið haust settu sauð- fjáreigendur í aðalsauðfjár- ræktarhéruðunum umhverfis Julianehaab um 22 þús. ær á vetur. En vetur varð harður og kaldur, og gróður lifnaði mjög seint vegna íss og kulda, svo að ógurlegur fellir varð. Misstu sumir allan sinn fén- að, svo ekki stendur ein kind uppi af búfjáreigninni. Lambadauði var mjög mik ill í vor, og er ekki búizt við, að dilkar til frálags í haust nái þremur þúsundum. Sjo farast í Ishafimi Sjö menn létu lífið, er bandarískur kafbátur sökk í íshafinu í gær. Sprenging varð í kafbátnum og kvikn- aði í honum út frá henni. Haukur Jörundsson er fædd. ur árið 1913. Hann stundaðí, ungur nám í íþróttaskólar- um í Haukadal og héraðsskól- anum á Laugarvatni. Síðan lauk hann búfræðinámi ao Hólum í Hjaltadal, fór að því búnu til Noregs og lauk prófi í allmörgum greinum vic menntaskólann að Hamri. Eft ir það hóf hann nám í lana- blúnáðarháskólanum að Ási og lauk þaðan kandidatsprófi 1936. Árið 1937 fór hann náms för um Norðurlönd, Hollantí og Þýzkaland, og síðar dvaldi, hann um skeið við nám í Englandi. — Kennari at Hvanneyri gerðist hann áric 1936. Haukur Jörundsson er glæsimenni mikið, ágætlega menntaður og sérstaklega un., allt, er að búfræðilegum efr.. um lýtur, hinn öruggasti og ötulasti til allra starfa og mjög vinsæll af öllum, sen.. kynni hafa af honum. Er það ánægjuefni að fá til fram- boðs í Borgarfirði ungaii. mann, sem slikum kostum er búinn sem Haukur Jörunds- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.