Tíminn - 27.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 27. ágúst 1949 179. blað Afbrýðisýki Bjarna Benediktsson- ar og ástarglettur kommúnista ?a5 er alkunna, þegar mjög neitar ástir takast meö manni lOg konu og síðan slitnar upp jr trúlofuninni eða hjóna- oanúinu, að þá kemur hatur :[ stað ástar, blandið sjúklegri ifDrýðisemi. Hefir slíkt orðið sálaflífi margra býsna hættu :iegt. ?etta virðist líka geta kom- :ið fyrir, þar sem pólitískar ástir hafa tekizt, en farið út ’um þúfur. Sjálfur hinn rétt- visi dómsmálaráöherra okk- ar, Bjarni Benediktsson, virð- :ist vera orðinn fórnarlamb þessa óhugnanlega fyrirbæris :i svo átakanlegum mæli, að þjoðfrægt er að verða. [Fyrsta ástin. .Tfyrsta ástin er oft talin heitust. Bjarni Benediktsson kom ungur frá Þýzkalandi, i'ullur af „hreinum hugsun- jm,“ sem í þann tíð þóttu aðalsmerki í Sjálfstæðis- ÆÍokknum, enda veldi Hitlers á hátindi og þá mest von um erlendan bakstuðning úr þéirri átt. Meðal fyrstu stjórn málaafreka hans var að stófna hér, að fyrirmynd nazista, verkamannafélög með öllum þeim nöfnum heiðinna goða, er honum voru tiltæk. Því næst brá hann sér í biðilsbuxur og gekk í dyngju kommúnista. Reiddi því bón- orði mun betur af en þegar .Egiil, sonur Gríms meðhjálp- ara, bað rekunnar á haugnum forðum, og mun Bjarna fljótt hafa þótt sætur Líbanonsilm- urinn hjá þeirri rauðu. Voru nú kaup ráðin og skyldi hinn hreinhugsandi unnusti leggja kommúnistum til Hermann Guðmundsson, en annars áttu formenn verkalýðsfélag apna, í kraftí þessara nýju tengda, ýmist að vera Sjálf- stæðismenn eða landráða- menn, eins og kommúnistar heíta nú á máli Morgunblaðs- iíis, allt eftir því sem þénan- legast þótti á heimilinu, og þekktust margir ekki i sund- ur. Sátu Bjarni og Brynjólfur þá löngum stundum á leyni- fúndum og réðu ráðum sín- um, og í bæjarráði Reykjavík ur gekk hnífurinn ekki á milíi dáta þeirra. Vegleg giftingar- veizla. Þegar tilhugalífið hafði staðið hæfilega lengi, var stofnað til hjónabands og slegið upp veizlu mikilli. Hefði sú veizla verið mjög að géði fornmanna, sem trúðu á Þór og Óðin, því að margir fylgispakir liðsmenn brúð- glgmans hlutu ósmáar gjafir, áður en þeirri veizlu lauk, en öðrum voru gefnar frjálsar hendur til fjárafla. Voru þá faktúrur fluttar til landsins í tunnum. Árið 1942 slógu íhaldsmenn og kommúnistar sér sem sagt saman um breytingu á kjör- dæmaskipuninni og studdu í sameiningu nýja ríkisstjórn, en a árunum 1944—1947 var reitunum þó fyrst ruglað sam an fyrir alvöru. Það eru ekki slæmar heim- ildir fyrir því, hver var hvata maður og höfundur þessa pólitíska hjpnabands. Ólafur Thors formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefir sjálfur lýst því oítar en töhi verður á komið, að sér hefði aldrei komið til hugar, að flokkur sinn gengi í sæng með komm- únistum, ef Bjarni Benedikts son hefði ekki barizt svo ein- dregið fyrir því. Hann ætti að vita þetta manna bezt. , ( ,:-r JIJ Herská eiginkona. Það þarf ekki að rekja sögu þessa hjónabands. Allir vita, hvernig fór. Þetta hjónaband endaði með barsmíðum. Kommúnistar sögðu Bjarna upp. Þar eiga gremja hans og afbrýðisemi upptök sín, það er brotthlaup rauðu drottningarnnar, sem hann getur ekki gleymt. Missirinn var svo sár. Einn góðan veðurdag komu kommúnistar og tóku fundar hús á Bjarna, þar sem hann sat með mikla sveit heima- manna sinna, og hótuðu að reka hann út. Óð hann í fyrstu fram í vígamóði, er hann sá eiginkonuna svo ó- frýnilega, og mun hafa hugs- að líkt og Þór við Vimur, þeg- ar hann fékkst við Gj álp, dótt ur Geirröðar, að á skyldi að ósi stemma. En sögulokin urðu önnur en við ána Vimur, og hafa kommúnistarnir ann- aðhvort verið Gjálp snjallari eða Bjarni ekki fullkomlega jafnoki Þórs. Kommúnista- kvinna ein úr innrásarliðinu greip aftan í hálsmál Bjarna, svo að þrengdi að öndunar- færunum, og formaður Sjálf stæðisflokksins, Ólafur Thors, varð fyrir viðlíka ástaratlot- um, þótt handtökin væru önn ur. Við það hörfuðu þeir frá liði sínu, og bar þá ekki að reynirunna eins og Þór forð- um, heldur sluppu þeir nauðulega inn í Landsíma- húsið og komust síðan undan á flótta út um bakdyrnar og burt með nýtízku farartæki, og þó með aðstoð lögreglu. Mun Bjarna jafnan þykja sem þar hafi hann bæði látið megingjarðir sínar og Þórs- hamar. „Klaki og myrkur“. Þrátt fyrir þessar brösur gekk Bjarni enn oft og átak- anlega eftir rauðu drottning- unni. Sat hann vikum sam- an við dyr kommúnista, bauð sættir og lofaði öllu fögru. En allt kom þetta fyrir ekki. Það var steinhjarta í hinu kommúnistíska brjósti. Ekk- ert var falt látið, nema skyndi sambúð á ísafirði og víðar í fjarlægð frá höfuðvígi Bjarna. Það er ekki að undra, þótt ást, sem svona grimmilega er forsmáð, snúist í hatur og sjúklega afbrýðissemi. Það sannaðist líka á Bjarna, það sem í vísunni stendur: Bætur saka síðla fást, sálar- þjakast styrkur. Burtu hrakin öll er ást. Allt er klaki og myrkur. Slík hafa orðið afdrif hinna pólitísku ásta hans. Þegar honum varð ljóst, að kommúnistar myndu fyrir engan mun vilja þýðast hann lengur, gerðust þau undur, að mennirnir, sem ekki hafði verið unnt að stjórna án, urðu skyndilega landráða- menn og glæpamenn. Og á svo sjúklegt stig er aíbrýði- semi hans nú komin, að allir, sem við kommúnista tala, þótt ekki sé nema á götu, eru að hans áliti í einhverju makki við þá. Og ef kommún isti minnist á einhvern mann í greinarkorni í blaði. án þess að skamma hann séi’staklega, kippist Bjarni við og afbrýði- semin blossar upp. Hann sér þá undir eins í anda pólitískt ástamakk af því tagi, sem hann þekkir svo vel frá fyrri dögum. .» m->- * ^7* ifi jf Glettur kommúnista. Það dylst ekki, að komm- únistar skilja þetta hörmu- lega ástand Bjarna og not- færa sér það til þess að erta hann. En oft gengur þeim þó annað og meira til en að storka þessum vonbiðli. Haukur Helgason gekk milli manna í Strandasýslu fyrir siðustu kosningar og sagði: Hermann Jónasson er alveg hárviss hérna í sýslunni. Þið ættuð að kjósa mig. Þið fáið tvo þingmenn ef ég fæ nægjanlegf atkvæðamagn. Nú býður hann sig enn fram í Strandasýslu og er bú- inn að vera nyröra í hálfan mánuð. Aðferðin er hin sama og áöur. Áður en hann fór norður skrifaði hann, sjálfum sér til framdráttar, grein í Þjóðvilj- ann, einmitt í þessum dúr. Þar er því haldið fram, að kommúnistar muni vinna mest á. Kosning Hermanns Jónassonar í Strandarsýlu sé hins vegar alveg örugg, og þess vegna óþarfi fyrir Strandamenn að fylkja sér svo fast um hann. — Með þessu telja kommúnistar sig geta bezt skarað eld að sinni köku. Skynvilla dómsmála- ráðherrans. Dómsmálaráðherrann er svo skeleggur í embættisrekstri sínum, að hapn fyrirskipar réttarrannsókn til þess að komast eftir gjaldeyrisinn- stæðum rithöfunda erlendis, og allir bíða þess með önd- ina í hálsinum, að slíkt hið sama gangi yfir heildsala og burgeisa, sem eiga tugmilljón ir innistandandi í öðrum lönd um. En hann kom svo tröllbit- inn úr hj ónasænginni hjá kommúnistum, að hann held ur, að séu ástaratlot, þegar kommúnistar eru að reyna að koma ár sinni fyrir borð á þann hátt, er hér hefir verið lýst. Svo svæsinni skynvillu veldur afbrýðisemi hans. En svona er það, þegar myrkur og klaki setzt að í sál manna. Heit kosning. í kosningunum 1937, þegar Ólafur Thors spillti mest fyr- ir frambjóðanda Sjálstæðis- flokksins með Hólmavíkur- fundinum, varð slíkur hiti á átökunum, að litlu flokkarnir moluðust milli hinna tveggja meginfylkinga. Kommúnistar eru að reyna að koma í veg fyrir, að slíkt gerist nú. (Framhald á 7 síOu) Góðar samgöngur eru mikils virði og víst er það dásamlegt að geta ferðast fljúgandi, þegar eitthvað liggur við. íslenzkar flugvélar hafa margan sjúkan mann flutt til beztu og fullkomn ustu læknishjálpar, sem kostur var á. Og margir heilbrigðir hafa fengið fljóta, þægilega og skemmtilega ferð um leiðir loftsins. Eins og vænta má er margt ógert í flugmálum íslands til að tryggja framtíðarflugiö. það vantar nýjar lendingarstöðvar, skýli og hjálpartæki. Þetta hlýtur svo að vera og það er engin ástæða til að mæðast yf- ir því þó að samgöngukerfi loftleiðanna sé ekki fullmótaö fremur en annað strax í upp- hafi. Annað er það, sem ástæða er til að hugleiða. Rekum við okk- ar flugmál af fullri hagsýni svo að við náum sem fyrst að því marki, sem vio óskum? Það er atriði, sem vert er að gefa gaum, því að það skiptir okkur öll miklu máli. Ég held að þar sé töluverður misbrestur á. Við höfum tvö flugfélög, sem sjálf- sagt eru bæði rekin með mikl- um myndarskap og dugnaði. En þau eiga í harðri samkeppni að því er virðist, þannig, að þau fljúga bæði sömu leiðirnar, með þeim árangri, að oft eru tvær flugvélar sendar sömu leið sama dag með þá farþega, sem önnur hefði getað flutt. Svona búskapur held ég að sé okkur dýr umfram allar þarfir. En við megum ekki gleyma því, að rekstur flugsins er mikið gjald- eyrismál og því varðar það hvern einasta landsmann. Það er því skylda allra skynsamra manna að krefjast hagsýnnar ráðsmennsku í flugmálunum og að þar sé miðað við þjóðar- hagsmuni. Við megum ekki við því, að eyða því fé, sem á að fara til endurbóta og öryggis í flugmáium í gagnslausa sam- keppni innbyrðis milli þeirra fé- laga, sem annast þessa þjón- ustu. Hitt er svo ef til vill rétt að taka fram líka, að það er víðar en á þessu eina sviði, sem við búum við tvöfaldan og marg- faldan tilkostnað. Við eyðura mörgum tugum milljóna árlega í óþarfan verzlunarkostnað og þykir mörgum góð hagfræði, þó að sá kostnaður hljóti reyndar allur að leggjast á almenna neytendur. Okkur finnst kann- ske til um að sjá tvær skrifstof- ur til að annast flugmálin og sjá tvenna olíutanka og tilheyr- andi leiðslur á einum litlum verzlunarstað. Þá segjum við, að þarna sé verið að eyða sam- eiginlegum sjóðum og sameigin- legri lífsbjörg þjóðarinnar að ó- þörfu. En það er ekki víst, að okkur þyki neitt athugavert við það, þó að við höfum svo marg- faldan tilkostnað á við þetta við bílaverzlun, vélaverzlun, matvöruverzlun og alla verzlun aðra, þó að þar sé um ennþá meiri óhagsýni að ræða. En eitt af því, sem við verðum að læra og gera til að bæta lífskjör al- mennings, er að gæta hagsýni og spara óþarfan kostnað á sem flestum sviðum þessarar þjón- ustu. Starkaður gamli. tt FYRIR FRJÁLSAN GJALDEYRI: í Eftirfarandi vörur getum vér útvegað þeim, er hafa n umráð yfir frjálsum gjaldeyri. St GDLFTEPPI □□ DREGLA SNYRTIVDRUR „4711“ REIÐHJÚL BARNAÞRÍHJÚL PENINGASKÁPA SKJALASKÁPA Sýnishorn og verðlistar fyrir hendi á skrifstofu vorri Tjarnargötu 10. — Sími 5124. Daníel Ólafsson & Co. h.f. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.