Tíminn - 30.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 30. ágúst 1949. 181. blað Þorketl krafla: versvegna verndar Alþýöuflokk- urinn verzlunareinokunina og hvernig gerir hann það? Ég mætti manni í Austur- ritræti, bónda norðan úr landi, og það var geysilegt '.iast á honum. Ég kallaði á lliann og sagði: Þekkirðu mig ekki maður? Jú, en það var svo mikill asi á honum, að ég- íekk hann naumast til að stanza. Irlann sagðist hafa verið í göngum í 27 ár á hverju einasta hausti, en það væri ftann handviss um, að í eng- um.göngum hefði hann haft .meiri yfirferð en í leit að því byggingarefni, er hann hefði burft vegna bygginga sinna í aum.ar. — Hvað er þetta maður?, sagði ég. Ertu ekki í kaupfé- 'iaginu? Af hverju kaupirðu þetta ekki þar? En það stóð ekki á upplýs- Ingunum hjá honum. Kaupfélagið fær ekki leyfi íyrir helming þess bygging- arefnis, sem félagsmönnum er leyft að nota,. Hann parítaði þakjárn hjá kaupfélaginu í fyri’a, en fékk ekkert. Þá kom hann suður og pantaði hjá heildsala, en þaö var brigðað. Nú var hann að leita fyrir sér hvort hann fengi aluminíum í þak. Hann þurfti að fá steypu- styrktarjárn. Það fékkst ekki í kaupfélaginu- Hann ætlaði að steypa Ioftin fyrir slátt, en varð að láta mennina fara. Sjálfur fór hann suður í bíl til að reyna að fá járnið keypt hér. Þannig eru verzlunarhætt- Ir Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Það eru hundruð aðkomumanna á þönum í Reykjavík til þess að kaupa hjá heildsölum eitt og annað, sem ekki fæst- í kaupfélögunum. Þetta er einfaldlega vegna þess, að með atkvæðum Al- þýðuflokksmanna í viðskipta nefnd, Fjárhagsráði og ríkis- stjórn er innflutningur, sem kaupfélögin eiga að hafa, 'fcekinn af þeim og afhentur heildsölum. Kvað verður af innflutn- Jngsvörunum? Þeim innflutningi, sem kaupfélögin fá, er skipt bróð- urlega milli viðskiptamanna. Alþýðublaðið segir 24. ág.: „Það kemur miklu meira til landsins heldur en nokkru sinni sést í verzlunum. Meiri- hluti þjóðarinnar er sæmi- 'lega vel klæddur, þótt sjald- an eða aldrei sjáist fyrsta ílokks flík í fatabúðunum. í»að eru þúsundir ísskápa á islenzkum heimilum, þótt al- drei hafi fengizt ísskápur í íslenzkri verzlun. Sum heim- ili eru full a,f gólfteppum, gler- óg kristalsvösum, ávöxt um, búsáhöldum, heimilis- tækjúm og ótal flciru, sem ílutt er löglega til landsins, en kemur ekki á hillur verzl- ananna. Þfcgár þeir (þ. e. verzlunar- mfchrí) fá „partí“ af eftir- sóttri vöru, geta óbreyttir neýteridur hrósað happi, ef helmingur vörunnar-kemur á frjálsan markað, og oft er hún öll seld á bak við tjöld- in. í þess stað dreifa verzl- unarmennirnir vörunni til ættingja, vina og kunningja, og „redda“ öörum „business- mönnum“ gegn því að þeir muni greiðann, þegar þeir sjálfir fá „partí“. Og engum getur dulizt, að mikið af alls konar vöru hækkar smátt og og smátt í verði eftir því sem fleiri „reddarar“ fara um hana höndum, unz úr þessu öllu verður gífurlegur svart- ur markaður." Þetta eru vörurnar, sem Al- þýðuflokksmenn í valda- nefndunum hjálpa Sjálfstæð ismönnum til að afhenda heildsölunum- Hér er vitnis- burðurinn tekinn úr blaði sjálfs verzlunarmálaráðherr- ans. Þannig hefir Alþýðufl. með stuðningi sínum við Sjlfstæðisflokkinn skipað verzluninni, bæði í sveitum, þorpum og hér í höfuðstaðn- um. Það má til sanns vegar færa, að verzlunin undir stjórn Emils Jónssonar sé nú orðin það • lakari en ein- okunin forðum, að nú er verzlunareinokunin bundin við Reykjavík, svo að menn hvaðanæfa af landinu verða að fara þangað öllum stund- um sem þeir geta til að reita saman hjá fornsölum og öðr- um verzlunum það, sem þeir þurfa, og höfuðstaðarbúar lifa við þau kjör, sem blað verzlunarmálaráðherrans lýs ir svo átakanlega. Smánarlegur Pílatus- þvottur. Vitanlega eru til alveg ör- ugg ráð til að útrýma þess- um óþverra úr íslenzku þjóð- lífi og, það vita þeir vel, flokkarnir, er viðhalda hon- um. Ef .skömmtunarseðlarnir væru innflutningsleyfi yrði enginn svartur markaður til á þeim vörum, sem þeir ná yfir, fremur en í Englandi, þar sem svipaðar reglur giltu. Ef innflutningsleyfi fylgdu fjárfestingarleyfunum þyrftu ekki hundruð manna úr þorp um og sveitum að vera tím- um saman í Reykjavík til að reita fjárfestingarvörurnar saman. Ef kaupfélögin fengju inn- flutning af öðrum vörum í samræmi við tölu viðskipta- manna sinna, myndu þau auðvitað sjá hverjum manni fyrir sínum réttláta skammti Ef mál fyrir svartan mark- að og okur væru rannsökuð fyrir opnum tjöldum, dæmd fyrir opnum dyrum, dómar birtir og refsingar fram- kvæmdar, — ef allt þetta og fleira, sem Framsóknarmenn hafa lagt til að væri gert vita allir að okri heildsaladótsians yrði útrýmt á stuttum tíma. Hver hefir greitt atkv. á móti því, að þetta yrði gert? Það er þýðingarlaust fyrir Alþýöuflokkinn, þvert ofan í staðreyndir um vinnubrögð í næstum þrjú ár, að reyna að neita því, að svartamark- aðsbraskið og einokunin er á- stand, sem hann stendur að og hefir notað vald sitt til að koma á og viðhalda. Viðskiptamálaráðherra eða svartamarkaðsráðherra? Emil Jónsson hefir eins og flokkur hans haft nokkra til- burði með kisuþvott frammi fyrir þjóðinni. Hann segir: „Ég er í rauninni ekki við- skiptamálaráðherra. Það er öll stjórnin, sem ræður þeim málum sameiginlega. Fyrir þá, sem til þekkja, er þessi hræsni ekki aðeins hlægileg, — hún er smánar- leg. Þau orð skulu nú rök- studd, svo að ekki sé um að villast- í viðskiptanefnd, sem ræð- ur innflutningnum eru 2 Alþýðuflokksmenn, 1 Fram- sóknarmaður og 2 Sjálfstæð- ismenn. • í Fjárhagsráði eru 2 Fram- sóknarmenn, 1 Alþýðuflokks- maður og 2 Sjálfstæðismenn. Allir vita, hvernig ríkis- stjórnin er skipuð. Viðskiptanefnd ákveður hverjir fá innflutningsleyfin. Þar hafa Alþýðufl. og Sjálf- stæðisfl. 4 atkvæði af 5. Hver einasti maður, sem nokkuð fylgist með þessum málum veit, að Emil Jónsson hefir stöðugt legið í sínum mönnum í nefndinni og jafn an á þann veg, að hlutur heildsala og þeirra manna, sem svartamarkaðsbraskinu valda, yrði meiri en ella, og meiri en þessum undirmönn- um og flokksbræðrum ráð- herrans var stundum ljúft. Ef eitthvað hefir verið sam þykkt svo, að það kæmi heild saladótinu illa, hefir verið áfrýjað til Fjárhagsráðs eða beint til ríkisstj órnarinnar, sem að lokum hefir algert úrslitavald. Vitanlega hafa fulltrúar Sjálfstæðismanna alltaf greitt atkvæði þannig, að gera hlut heildsalanna sem stærstan og Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra og forsætisráðherrann hafa undantekningarlítið greitt atkvæði á þann veg, sem verr gegndi. Á þennan hátt hefir Emil Jónsson og flokkur hans ráð- ið því, sem hann vildi ráða í verzlunarmálunum með þeim árangri að skapazt hefir hið ógeðslegasta ástand, sem þekkst hefir á íslandi síðan veldi hörmangaranna leið. Tilraun Emils til að sýkna sjálfan sig er jafnframt við- leitni til að sakfella flokks- bræður hans í Fjárhagsráði og viðskiptanefnd. Hið sanna er, að sekt Emils er meiri en flokksbræðra hans, því að hann hefir ráðið stefnunni, enda hafa hinir upphaflegu fulltrúar flokksins í viðskipta nefnd báðir flæmzt þaðan. Ef nokkur maður á skilið að (Framhald á 7 síðu) HVAR, SEM MENN HITTAST um þessar mundir, er rætt um kosningar og kosningaundirbúning. Menn íylgjast með þeim málum af mismunandi ástæðum og hugar- fari. Sumir vilja fylgjast með gangi málanna eins og þeir horfa á hvern annan kappleik án sérstakr- ar samúðar með nokkrum einum, og óráðnir í því, hverjum þeir eigi helzt að veita. Aðrir eru löngu fyrirfram ákveðnir að fylgja sín- um flokki af ævilangri og órjúf- andi tryggð og trúmennsku. MENN SKYLDU ÞÓ VARAST, að líta of léttúðugt á þessi mál. Þó að henda megi gaman að æði mörgu í kringum kosningar, eru þær þó sjálfar alvarlegar. Á kjör- degi velja menn og hafna og stíga örlagaríkt spor fyrir framtíð þjóð- arnnar. Eg er ekki einn þeirra manna, sem með titrandi taugum sjá land- ráðamenn á hverju strái og ég held ekki að þjóðin glatist eiliflega, þó að hún verði gæfulítil í næstu kosningum. Menning okkar og framtíð er í hættu, en þar kemur margt fleira til en kosningaúrslit- in. Og orð eins og landráðamaður og önnur slík hörðustu stóryrði tungunnar vildi ég ráðleggja að spara við hversdagslega notkun. Það er lítið um það, að menn vilji gera illt, eftir því, sem ég skil þá, en þeir velja sér oft úrræði af mikilli skammsýni, svo að þau eru ekki heppileg í framkvæmd. Og það eru margir, sem hafa ótrúlega teygjanlega hugsun til að ímynda sér sjálfir, aö það sem þá og þá virðist koma bezt heim við hags- muni þeirra sjálfra í bili, sé þjóð- inni allri afar nauösynlegt. ÞAÐ HEYRIR TIL AÐ MENN SKAMMIST fyrir kosningar og við skulum ekki láta okkur bregða við það. Skyldum við ekki geta verið svo sanngjörn að segja með Jakobi Thor: Margt er þó ljómandi laglega sagt í logandi skammagreinum. Og engum manni er vorkunn að taka á móti drengilegum árásum, þó að snarpar séu. HITT ER SATT, að bardaga- menn verða oft fyrir lágkúrulegum árásum. Það er jafnan reynt að leita höggstaðar á persónu þeirra og oft af miklum lubbaskap. Hvað helzt ber þetta við, ef menn eiga við litla karla, sem ekki hafa nein rök á takteinum gegn málstað þeirra. Þá er fálmað eftir hverju hálmstrái í ofboði og örvæntingu. Sé andstæðingurinn utan af landi en dvelji í höfuðstaðnum vegna baráttu sinnar eða annarra á- stæðna, er kallað að hann hafi flúið og flosnað upp. Sitji hann enn kyrr á æskustöðvum er hann nefndur útkjálkabúi eða nesja- maður. Snúi hann þangað aftur er kallað að hann sé látinn hverfa og grafinn. Sé slíkur baráttumað- ur bindindismaður er hann kennd- ur við ofstæki og stúkumennsku, en drekki hann er það lagt hon- um til lasts. Hvort sem hann er fátækur eða fjáður er reynt að ófrægja hann með því, og svona má lengi telja. ENGUM MANNI VORKENNI ég að standa undir slíku aurkasti ómerkilegra manna og þarf það engan að meiða fremur en hann hefir sjálfur gefið tilefni til. Hitt skulu allir muna, þeir sem berjast um viðkvæm málefni, hvort sem eru stjórnmál eða annað, að reynt er að skaða málstað þeirra með þvi að finna höggstað á persónu þeirra. Málefni og hugsjónir ættu því að vera þeim hvöt og styrkur til að vanda dagfar sitt og ganga drengilega til verks í hvívetna. SVO KEM ÉG AÐ KJARNA ÞESSA MÁLS, að blaðalesendur hafa það í hendi sér, hvernig blöð- in ræða við þá. Ef múgur manns lætur lítilsiglda blaðasnápa leiða sig á asnaeyrunum með smáskít- legu naggi og níði og persónuleg- um, heimskulegum rógi, mun svo lengstum fara, að einhverjir freist- ist til að grípa til slíkra ráða. ísköid fyrirlitning og nístandi tóm læti lesendanna við lubbaskap og heimskulegum rógþvættinga eru hins yegar þær undirtektir, sem fljótlega munu venja blöðin af sóðaskap, því að þeim er yfirleitt stjórnað af greindum mönnum, er finna talsvert vel, hvað borgar sig. Starkaður gamli. Alúðarþakkir til allra, sýndu okkur samúð við andlát og- jarðarför móður okkar GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUU á Lundum. Börn og tengdabörn. Frjáls gjaldeyrisviðskipti Til beirra, sem hafa umráð yfir frjálsum gjaldeyri, getum við útvegað: Gólfteppi og dregla (ekta Wilton). Niðursoijna ávexti — Sultutau. Reiðhjól — Kíkira — Myndavélar. Skjalaskápa — Þvottavélar. Verðið er hagstætt. Fljót afgreiðsla. Sýnishorn og verðlistar fyrir hendi og á leiðinni. Hafið samband við okkur áður en þér festið kaup annarsstaðar. F. Jóhannsson | Umboðsverzlun. || Sími 7015. — Pósthólf 891. p

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.