Tíminn - 30.08.1949, Blaðsíða 5
181. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 30. ágúst 1949.
5
S»rW$ud. 39. eíegúst
Brezkt leiðarmerki
Nú um mánaðamótin lækk
ar verðlag á vefnaðarvörum,
skófatnaði og fleirum slíkum
vörum í Bretlandi um 5%.
Fyrst urn sinn verða smásal-
arnir að taka þessa verðlækk
un á sig, en síðar verður henni
skipt miili þeirra, heildsala og
framleiðenda. Verðlækkun
þessi 'er gerð samkvL beinni
fyrirskipun stjórnarinnar og
er gert ráð fyrir, að verð á
fleiri vörum verði lækkað
með þessum hætti.
Þá hefur fjármálaráðherr-
ann brezki, Sir Stafford
Cripps, skrifað öllum stjórn-
ardeildum og stjórnarskrif-
stofum og lagt fyrir þær að
lækka rekstrarkostnað sinn
urn 10%, þar sem hann ætli
að lækka næstu fjárlög sem
svarar þeirri upphæð. Ætlun
Cripps mun síðar að lækka
skatta á lágtekjumönnum
eða tolla tilsvarandi.
Þetta eru svörin, sem
brezka stjórnin hyggst að
veita verkalýðsíélögunum, en
þau hafa rnörg verið að krefj-
ast kauphækkana að undan-
förnu. Stjórnin telur sig hins-
vegar ekki geta fallizt á þær,
þar sem þær myndu tefla út-
flutningsframleiðslunni í
voða, en hún er illa stödd
fyrir. Þessvegna hyggst hún
að fá verkalýðsfélögin til að
falla frá kauphækkunarkröf-
unum með því að gera virk-
ar ráðstafanir til að lækka
dýrtíðina.
Það voru hliðstæðar ráð-
stafanir, sem Framsóknaríl.
vildi að hér yrðu gerðar á s. 1.
vetri og verkalýðsfélögin
höfðu líka gert kröfu um.
Þá hefði verið hægt að af-
stýra kauphækkunum, sem
urðu hér á s. 1. vori. Fram-
léiðslan væri þá eigi aðeins
betur á vegi stödd, heldur
hefði launamönnum þá verið
tryggðar meiri og öruggari
kjarabætur.
Þessar ráðstafanir strönd-
uðu hinsvegar á því, að þær
hefðu skert hagsmuni og
gróðaaðstöðu þeirra fjárafla-
manna, sem ráða Sjálfstæðis
flokknum. Hann snerist því
öndverður á móti þeim. For-
ustumenn Alþýðufl. fylgdu
honum þar að ráðum eins og
endranær. Tillögur Framsókn
armanna voru felldar. Kröf-
um verkalýðsfélaga var hafn
að. Nýrri kauphækkunar-
bylgju var hleypt af stokk-
unum. Braskararnir fengu að
halda öllu sínu.
Afleiðingar af þessum
óheillaatburði ógna nú öllu
atvinnu- og fjárhagslífi þjóð
arinnar, því að við nóga erf-
iðleika var að glíma fyrir,
þar sem voru afleiðingar af
stjórnarstefnu Óiafs Thors og
kommúnista.
Öllum má vera það ljóst,
að framleiðsla landsmanna
hefur með þessu og öðru hlið
stæðu háttalagi á undan-
förnurn árum verið komið í
slíkar ógöngur, að henni verð
ur ekki bjargað nema með
róttækum ráðstöfunum, nið-
urfærslu, gengislækkun eða
öðrum slíkum ráðstöfunum.
Úm það munu aliir þeir flokk
ar, sem staðið hafa að núv.
stjórn, sammála, þótt Fram-
ERLENT YFIRLIT:
Elnpagsmá! Bretlands
Breíap hafa ankið fraialeiSsIu isína og
sstfltaáiissig SBaelfa esi flestar aðrat'
efíh' styfjölelisiao
Um þessar mundir eru að
hefjast viðræður í Washington
um viðskipti Bretlands og
Bandaríkjanna og geta þær haft
hinar örlagaríkustu afleiðingar
fyrir sambúð landanna. í tilefni
af því er nú ..margt rætt um
fjármál Breta Ög fer hér á eftir
grein, sem nýlega birtist í „In-
formation" um þau mál:
Á meðan. brezku þingmenn-
irnir hafa v.erið í sumarleyfi og
nokkrir ráðherranna hafa hvílt
sig eftir erfiðan vetur, hefir
gagnrýnin á stefnu brezku
verkamannástjórnarinnar í
efnahagsmálum farið sívaxandi,
utan Bretlands.
1 Belgíu, Frakklandi og ítalíu
reyna menn nú að kenna Bret-
um einum. um það, hve út-
flutningurínn til Bandaríkj-
anna hefir minnkað og dollara-
skorturinn í Evrópu aukist. í
þessum löndum er viðkvæðið, að
brezka þjóðin geri minna en
nokkur önnur þjóð til þess að
leysa þetta vandamál.
Og í Bandaríkjunum eru það
æ fleiri, sem ráðast á stjórn
Attlees og .bera henni á brýn,
að stefna hennar miðist ekki við
það, sem nauðsynlegt verði að
teljast til úrlausnar efna-
hagsvandamálanna, heldur sé
hún rígbundin við kenningar
sósíalismans.
Svo einfalt. getur efnahags-
vandamálið orðiö i augum
sumra.
Bantlarískir öldungadeildar-
þingmenn hafa látið svo um-
mælt í þinginu, að Marshallfé
það, sem Bretar fái, sé notað
til þess að halda lífinu í lötum
og kröfuhörðum verkamönnum,
til þess að standa undir kostn-
aðinum af fáránlegum, félags-
legum löggjöfum og til þess að
þjóðnýta hvert iðnaðarfyrir-
tækið af öðru.
Þeir segja m. ö. o. að Banda-
ríkjamenn verði að borga fyrir
tilraun, sem Bretar séu að gera
til geysivíðtækrar þjóðnýtingar
og ríkisreksturs og vitað sé fyr-
irfram, að sú tilraun muni fara
út um þúfur. Marshallhjálpin
nái því hreint ekki tilgangi sín-
um, þ.' e. hún sé ekki notuð til
viðreisnarinnar í landinu, til
þess að koma jafnvægi á efna-
hagsmálin og auka utanrikis-
verzlunina.
Þeir segja því, að það verði að
minnka aðstoðina til Bretlands.
Sumir hafa jafnvel haldið því
fram, að Bandaríkin ættu með
öllu að hætta stuðningi sínum
við Bretland. Enda þótt þessir
menn eigi heima í hópi aftur-
haldssömustu republikananna
og takist tæplega að fá slíkar
tillögur samþykktar á þinginu,
þá má ekki gleyma því, að þeim
getur tekist að hafa áhrif á
marga af leiðtogum bandarísku
þjóðarinnar, en í augum þeirra
allra er hugtakið ,.sósíalismi“
runnið undan rifjum kölska
sjálfs.
Blöð íhaldsmanna í Bretlandi
hafa undanfarið notfært sér
þessa gagnrýni bandarisku
þingmannanna í baráttu þeirra
gegn stjórn Attlees. Hafa blöð-
in lagt höfuðáhersluna á það,
að stefna verkamannastjórnar-
innar hafi stofnað Marshall-
hjálpinni til Bretlands í hættu.
Málgagn stjórnarinnar, „Daily
Herald“ hefir hreint ekki haft í
fullu tré við hin voldugu íhalds-
blöð í deilu þessari. En um s. 1.
helgi barst stjórninni hjálp frá
hinu virta, óháða vikublaði
„The Economist".
Þessi ritstjórnargrein í „The
Economist“ hefir vakið mikla
athygli, því að undanfarið hafa
verið allmikil brögð að því, að
blaðið gagnrýndi gerðir stjórn-
arinnar.
í umræddri grein segir, að
gagnrýni Bandaríkjanna og
Evrópulandanna sé röng, órétt-
mæt og að sumu leyti móðg-
andi fyrir Breta. Efnahagsörð-
ugleikarnir séu sameiginlegt
vandamál Evrópulandanna, en
ekki „einkavandamál" Breta.
Og orsökin til erfiðleikanna sé
hvorki stefna brezku stjórnar-
innar í félagsmálum né verzl-
unarmálum.
Blaðið segir, að þjóðnýtingar-
áætlanir stjórnarinnar hafi ekki
STAFFGRD CRIPPS
enn getað haft nein áhrif á sam
bandið milli inn- og útflutn-
ings. í greininni segir ennfrem-
ur, að í tveimur mikilvægustu
atvinnugreinunum, sem þjóð-
nýttar hafa verið, sé ástandið
mun betra nú, en það myndi
hafa verið, ef ekki hefði verið
um neina þjóðnýtingu að ræða.
Er þar átt við járnbrautirnar og
kolanámurnar.
Segir í greininni, að kola-
skorturinn myndi hafa verið
meiri og verðið hærra, og allur
flutningur með járnbrautum
myndi einnig hafa verið mun
dýrari, en hann er nú, ef þessar
atvinnugreinar hefðu ekki verið
þjóðnýttar.
Þá vísar blaðið á bug þeirri
fullyrðingu, að með hinu
stranga rikiseftirliti með utan-
ríkisverzluninni sé aðeins verið
að framkvæma kenningar sósí-
alismans. Bezta sönnunin fyrir
(FramhalcL á 6. slðu).
sóknarflokkurinn einn þori
að segja þaS fyrir kosningarn
!ar. ÞaS mun því ekki valda
deilum milli þeirra eftir kosn
; ingarnar, að slíkar ráðstaf-
anir þurfi að gera. Um hitt
verður deilt, hvort fyrr eða
jafnhliða skuli gera svipaðar
ráðstafanir til að lækka dýr-
tíðina og nú er verið að gera
í Bretlandi,- og láta kjara-
skerðinguna,- er fylgir um-
ræddum aðgerðum i þágu
framleiðslunnar, verða þann-
ig sem minnstar. Það mun
Framsóknarflokkurinn gera
að ófrávíkjanlegu skilyrði,
enda hefur hann enga trú á
því, að almenningur myndi
una þessum aðgerðum, nema
hann finndi, að allt væri gert
á móti til að draga úr dýrtíð-
inni og þeir ríku væru full-
komlega látnir taka á sig
hlutfallslega sömu byrðar og
aðrir.
Reynslan sýnir hinsvegar
glögglega aö Sjálfstæðisfl.
og Alþýðuflokkurinn munu
verða andvígir slíkum ráð-
stöfunum. Þeir hafa slegið
skjaldborg um hagsmuni
gróðamanná, eins og bezt sést
á því, er þeir höfnuðu kröf-
um verkalýðsfélaganna á s. 1.
vori.
í kosningunum, sem nú
fara í hönd, á almenningur
því um tvennt að velja: Ann-
arsvegar stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins
að leysa vandamálin einhliða
á kostnað almennings og
hlifa bröskurunum. Hinsveg-
ar stefnu Framsóknarflokks-
ins að leysa þau á kostnað
allra og þó gróðamannanna
fyrst og fremst.
Aðgerðir brezku stjórnarinn
ar, sem lýst var hér að fram
an, ætti að geta verið góð
leiðbeining um þáð, hvora
þessa stefnu eigi heldur að
velja. En eftir þessu vali mun
stj órnarstefnan mótast á kom
andi kjörtímabili. Hún mun
fara eftir því, hvort þjóðin
eflir Framsóknarflokkinn eða
hina flokkana tvo. Um komm
únista þarf ekki að ræða, því
að þeir hafa sjálfir dæmt sig
úr leik.
Raddir nábúanna
Mbl. birti nýlega mynd úr
New York Times af leyni-
samningi, sem Rússar og Þjóð
verjar eru taldir hafa gert
með sér sumarið 1939 til við-
bótar griðasáttmálanum
fræga. Um þetta segir Þjóð-
viljinn í forustugrein á fyrstu
siðu á súnnudaginn:
„Með greininni er birt
mynd af niðurlagi, „leyni-
sáttmála .... þar sem Hitler
og Stalin komu sér saman
um að skipta Evrópuríkjum
frá Eystrasalti til Svartahafs
á milli sín.“ Slíkur leynisátt-
máli hefir aldrei verið til —
eins og myndin sannar. Á
henni er. sýnd undirskriftin
„Molotow" með latneskum
bókstöfum, en eins og kunn-
er, hafa Rússar sitt eigið staf
róf og nota það jafnan. Það
er eins fráleitt að Molotoff
skrifi undir samning með
latneskum bókstöfum og að
Bjarni Benediktsson klóraði
nafnið sitt með rússneskum!
Er ástæða til að þakka
Bjarna fyrir að birta fölsun
þessa, hún er táknræn um
vinnubrögð hans og hinna
vestrænu húsbænda hans.“
Þjóðviljinn ætti svo sem að
vita það, að Molotoff kunni
ekki að skrifa nafnið sitt
nema með rússneskum bók-
stöfum! Annað eins er þó
hugsanlegt, að Molotoff
kunni einnig að skrifa nafn
sitt með latneskum stöfum og
noti það við undirritun samn-
inga, er það á við. Nokkuð er
það, að Rússar sjálfir hafa
ekki andmælt því, að slíkir
samningar væri til, og þess
vegna þarf Þjóðviljinn að
geta lagt fram öruggari sönn-
unargögn en kunnáttuleysi
Molotoffs!
Hvers mega sam-
viimumeim vænta?
Það hefir staðið barátta
um verzlunarmálin allt þetta
kjörtímabil. Samvinnumenn
vita, hve óskir þeirra og rétt-
mætar kröfur hafa verið eins
kisvirtar og þeir fengið mis-
rétti, verzlunarokur og svart-
an markað í staðinn. Um öll
héruð landsins hafa menn
búið við vöruskort og mis-
rétti.
Fjölmennir fulltrúafundir,
eins og Alþýðusambandsþing
ið, hafa gert ályktanir og
áskoranir, sem þing og stjórn
haía haft að engu.
Ráðherrar Alþýðuflokksins
segjast hafa verið sáttasemj-
arar í ríkistjórninni, þegar
fjallað var um verzlunarmál.
Þeir hafa þó ekki komið á
neinum sættum þar. Um
verzlunarmál hefir ekki verið
gerð nein sætt ennþá. AI-
þýðuflokkurinn hefir aðeins
samið um þessi mál við Sjálf
stæðismenn með því að
ganga að öllum þeim kröfum,
sem þeir hafa sett, þó að til
þess yrði hann að hundsa
áskoranir Alþýðusambands-
ins og þverbrjóta fyrirmæli
og yfirlýsingar sjálfs flokks-
þings Alþýðuflokksins.
Framsóknarflokkurinn tók
ekki neinum sættum í þess-
um málum, þar sem ekki var
boðið upp á annað en mis-
rétti og svartan markað.
Hann áfrýjaði málunum und
ir dóm þjóðarinnar og krafð-
ist þess, að þjóðin fengi að
velja sér nýja fulltrúa.
Nú líður að úrslitastund-
inni þegar þjóðin kveður upp
dóminn-
Hvers eiga samvinnumenn
að vænta á komandi árum,
ef þeir greiða nú atkvæði
mönnum, eins og Guðmundi
I. Guðmundssyni, Sigurði Á-
gústssyni, Þorst. Þorsteins-
syni, Ásgeiri Ásgeirssyni,
Finni Jónssyni, Jóni Pálma-
syni og s. frv., að ekki séu
nefnd nöfn eins og Björn
Ólafsson, Gísli Jónsson og
Eggert Kristjánson?
Ef þeir, sem nú hafa sætzt
á réttleysi samvinnufélag-
anna, fá ekki þá einu ráðn-
ingu, sem þeir skilja og virða
— en það er stórkostlegt at-
kvæðatap, — mega samvinnu
menn eiga víst, að f jöturinn
verður hertur að hálsi þeirra
eftir kosningarnar. — Þeir
skulu muna, að Sjálfstæðis-
flokkurinn gengur til kosn-
inga með þann formann, sem
ennþá hefir ekki lagt fram
nema eina virka tillögu í dýr
tíðarmálunum, og hún er
krafa um nýja skatta á sam-
vinnufélögin. Við þennan
mann gerði Alþýðuflokkur-
inn hina eftirminnilegu sætt,
sem viðskiptamálaráðherrann
gortar af-
í kosningunum í haust
verða menn annað hvort að
afneita samvinnuhreyfing-
unni eða þeim flokkum, sem
hafa sýnt henni beran fjand
skap undanfarið.
Auðvitað munu ráðsmenn
þeir, sem kvarta nú um það
kjökurhljóði að vera ofur-
seldir almenningsdómi bjóða
mörg boð og góð sér til póli-
tísks lífs, en reynslan hefir
sýnt að lítið er leggjandi
upp úr kjassi þeirra í kosn-
ingum.
Fortíðin vitnar. Hún er
þeirra dómur. Það skilja þeir
sjálfir og það eiga þeir líka
að fá að finna í kosningun-
I um. ZXÖ.