Tíminn - 30.08.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1949, Blaðsíða 8
„ERIÆiVT YFERLIT í BAG: Efnahagstnál Bretlands 33._árg. Reykjavík „A FÖRNVM VEGI“ í DAG: Safia úr sveitinni. 181. blað Glæsileg stofnun F.U.F. i Rangárvallasýslu Á þriðja hundrað manns gekk í félagið á stofnfnndinnm og' á f jórða hnndrað manns sólíi héraðsháííð Framsóknarmanna afö lleimalandi. Síðastl. sunnudag héldu Framsóknarmenn í Rangárvalla sýslu héraðshátíð að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Þar var einnig stofnað Félag ungra Framsóknarmanna fyrir alla Rangárvallasýslu. í félagið gengu á þriðja hundrað manns og nokkuð á fjórða hundrað manns sótti samkom- una, sem var hin myndarlegasta og fór hið bezta fram. Stofnun F. U. F. Héraðsmótið hófst með stofnfundi F. U. F. í sýslunni. Nær það félag yfir alla sýsl- una. Helgi Jónasson, alþingis- maður, setti fundinn og nefndi Ólaf Ólafsson, Hvols- velli fundarstjóra en fundar- ritari var kosinn Guðni Jó- hannsson, Teigi. Fundurinn hófst með því, að Þráinn Valdemarsson erindreki flutti Grískir uppreisnar- menn tapa enn f herstjórnartilkynningu gríska stjórnarhersins sem gefin var út í Aþenu í gær, segir, að herjum stjórnarinn- ar hafi nú tekist að hrekja uppreisnarmenn úr flestum af virkjum þeirra í Gramos fjöllum. Segir í tilkynning- unni, að mikill fjöldi uppreisn armanna hafi nú flúið innyf- ir landamæri Albaníu, og hafi þeir skilið eftir bæði vopn og vistir. Síðasta virki hinna grísku uppreisnarmanna er í Gramosfjöllum, því að stjórn arhernum hafði áður tekist að brjóta á bak aftur mót- spyrnu þeirra fyrir noröan fjöllin." Efnahagsmál Ber- línar rannsöknð Hernámsstjórar Vesturveld anna í Berlín hafa nú skipað nefnd, sem rannsaka á efna- f hagsmál borgarinnar. Fyrir þremur vikum barst þeim skýrsla frá Reuther, borgar- stjóra, þar sem bent var á, að atvinnuleysi færi vaxandi í borginni og efnahagsástnd- ið yfirleitt versnandi. Óþurrkarnlr. (Framhald af 1. síðu) hlöður séu til, að þurka meginhluta heyafla við fyrri slátt. Bregði nú ekki mjög fljótt til þurrks, mun það hafa ískyggi legar afleiðingar í för með sér fyrir fjölda bænda. Sennilegt er að neytendur í bæjum og kaupstöðum við Faxafóla muni þá einnig verða afleið- inganna varir, þegar kemur fram á veturinn, því að lítill heyfengur eða hrakinn leiðir af sér minnkandi mjólkur- framleiðslu á þessu stærsta mj ólkurf ramleiðslusvæði landsins. ræðu og einnig talaði Helgi Jónasson, alþingismaður. Óskar Jónsson, í Vík í Mýr- dal, var staddur sem gestur á fundinum og flutti hann kveðju frá Framsóknarmönn um í Vestur-Skaftafellssýslu. , Á fundinum gengu á þriöja hundrað manns í hið nýstofn aða félag. Stjórn félagsins skipa þess ir menn: Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli formaður, Stefán Runólfsson, Berustöðum, og Guðni Jóhannsson, Teigi, gjaldkeri. Meðstjórnendur Bjarni Helgason, Forsæti og Guðsteinn Þorsteinsson, Köldukinn. Varastjórn skipa Helgi Egilsson, Skarði, Ágúst Einarsson, _ Holtsmúla og Guðj ón Ólafsson Syðstu- mörk. Endurskoðendur voru kosnir Gunnar Guðnason, Brekku og Teitur Guðjónsson, Nefsholti, og til vara Ólafur Hannesson, Austvaðsholti og Sveinjón Ólafsson, Skálholti. Fulltrúaráð félagsins skipa þessir menn: Aðalsteinn Jóns son, Sumarliðabæ, Karl Þórð- arson, Kvíarholti, Guðni Kristinsson, Skarði, Guðlaug ur Árnason, Bala, Bjarni Guðjónsson, Uxahrygg, Sig- urður Eiríksson, Fíflholtshjá- leigu, Magnús Einarsson, Bakka, Pálmi Eyjólfsson, Hvolsvelli, Böðvar Gíslason, Butru, Sveinjón Olafsson, Skálholti og Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri. Að undanförnu hafa tvö félög ungra Framsóknar- manna verið starfandi í Rang ■ árvallasýslu, F. U. F. í Fljóts- jhlíð og F. U. F. vestan Rang- ár. Hafa bæði þessi félög starfað af miklum dugnaði og fjöri undanfarin ár, en rétt þótti nú að stofna eitt alls- herjarfélag fyrir sýsluna. En þessi tvö félög, sem starfandi voru áður, munu eftir sem áður starfa sem sjálfstæðar deildir í félaginu. Þessari myndarlegu félags- stofnun ungra manna og kvenna í Rangárvallasýslu ber mjög að fagna. Skemmtisamkoman. Að stofnfundi F. U. F. lokn um hófst almenn samkoma. Hófst hún á ræðu Eysteins J ónssonar, menntamálaráð- herra og var ræðu hans tekið með afbrigðum vel. Síðan . söng Sigurður Ólafsson við undirleik Árna Björnssonar, píanóleikara og var söngnum fagnað hið bezta. Samkom- una sótti á fjórða hundrað manns og / var hún hin ánægjulegasta og myndar- legasta í alla staði. Þelr, sem þjóna hinum æðri máttarvöldum, skrýða sig misjafnlega, eftir því til hvaða þjóða eða þjpðflokka og trúarbragöa þeir teljast. Hér getur að líta þrjá assýríska presta. Eru búningar þeirra hinir margbrotnustú, þótt ekki séu þeir að sama skapi faliegir í vestrænum^au&um. Hernema Bandarikin eyna Formosa ? Fregnir Jiess efnis berast frá Hongkong Fregnir frá Hongkong herma, að blaðið akungpao" hafi skýrt frá því, að Bandaríkjastjórn hafíf* nýlega til- kynnt Kuomintang-stjórninni, að Bandaríkin háfi í hyggju að hernema Formosa og gera eyna að hluta 'áf yfirráða- svæði sínu í Kyrrahafinu. Áður hersetin af Japönum. Eyjan var áður hersetin af Japönum og framtíð henn- ar verður endanlega ákveð- in á friðarráðstefnunni. Eft ir að styrjöldinni lauk, hafa Kínverjar ráðið yfir eynni, og búist var við, að stjórn Kína myndi fá umráð yfir henni er endanlega hefði ITudirbúmngi lokið. Brezka stjórnin kom sam- an til fundar í dag, og lauk við að undirbúa þátttöku Breta í ráðstefnu þeirri, sem halda á í Washington um doll araskortinn, og setin mun m. a. af fjármálaráðherrum Breta, Bandarikjanna og Kanada. — Þeir sir Stafford Cripps, fjármálaráðherra Breta og Ernest Bevin, utan- ríkisráðherra, munu leggja af stað til Washington á mið- vikudaginn kemur. verið gengið frá...friðarsamn ingum. •: rS- "’JSSS-j Búsist við samþýkki Chiang Kai-slieki í blaðinu vár - ennfremur skýrt frá því, að einn af leið togum Kuomintang hefði ný lega rætt mál þetta við Mac Arthur, en -án; árangurs. Búist er við, að Chiang Kai- shek muni fallast á, að Bandaríkin hernemi eyna, en hann hefir" dvalið þar undanfarið. ■ - '&■ - Kommúnistar nálgast Kanton. •*> Frá vígstöðvunum í Suður Kína berast þær fregnir, að kommúnistar riálgist óð- fluga Kanton, hráðabirgða- höfuðborg Kuomiritangstjórn arinnar. Megiriher þeirra mun vera um 125 mílur frá borginni, en framvarðarsveit- ir eru komnar énnþá nær. Búið er að loka bandaríska sendiráðinu í Káriton og ann ast brezki ræðismaðurinn þar störf þess. GOTTVALD ræðst á presta Herferðin í Tékkóslóvakiu gegn rómversk-kaþólsku kirkjunni heldur áfram. í ræðu sem Gottwald, forseti landsins, hélt í gær, sagði hann m. a. að rómversk- kaþólskir kirkjuleiðtogar í Tékkóslóvakíu ynnu fyrir aft urhaldsöflin og vildu spilla sambúoinni við Rússa. Síldarafliim. (Framhald af 1. síðu) Hvanney, Hornafirði 912, Hvítá, Borgarnesi 744, Illugi, Hafnar- firði 2939, Ingólfur, Keflavík 1002, Ingólfur Arnarson, Rvík 2418, Isbjörn, ísafirði 2005, Jón Finnsson, Garði 1473, Jón Guð- mundsson, Keflavik 2703, Jón Magnússon, Hafnarfirði 795, Jón Stefánsson, Vestmannaeyjum 698, Jón Valgeir, Súðavik 1414, Kári Sölmundarson, Reykjavík 2502, Keflvikingur, Keflavík 2695 Keilir, Akranesi 1670, Kristján, Akureyri 1176, Marz, Reykjavík 2607, Muggur, Vestm.eyjum 1371, Mummi, Garði 956, Mun- inn II, Sandgerði 1425, Narfi, Akureyri 2157, Njörður, Akur- eyri 2774, Nonni, Keflavík 828, Ólafur Magnússon, Keflavík 1409, Ólafur Magnússon, Akra- nesi 2269, Olivette, Stykkishólmi 1422, Otur, Reykjavík 1460, Pálmar, Seyðisfirði 1559, Pétur Jónsson, Húsavík 1690, Pól- stjarnan, Dalvík 4309, Reykja- röst, Keflavík 1254, Reynir, Vestm.eyjum 2178, Rifsnes, Rvik 2729, Runólfur, Grundarfirði 2049, Siglunes, Siglufirði 3988, Sigrún, Akranesi 1904, Sigurður, Siglufirði 4063, Sigurfari, Flat- ey 1285, Síldin, Hafnarfirði 759, Sjöfn, Vestm.eyjum 638, Sjö- stjarnan, Vestm.eyjum 1807, Skaftfellingur, Vestm.eyjum 2533, Skeggi, Reykjavík 2173 Skíði, Reykjavík 2305, Skjöldur, Siglufirði 2176, Skógafoss, Vest- mannaeyjum 920, Skrúður, Eskifirði 1480, Skrúður, Fá- skrúðsfirði 810, Smári, Húsavík 3732, Snæfell, Akureyri 2880, Snæfugl, Reyðarfirði 3498, Stefn ir, Hafnarfirði 1796, Steinunn gamla, Keflavík 2478, Stella, Neskaupstað, 1598, Stígandi, Ól- afsfirði 3809, Stjarnan, Reykja- vik 1936, Straumey, Akureyri 1959, Súlan, Akureyri 3500, Svanur, Akranesi 1541, Sveinn Guðmundsson, Akranesi 2635, Sædís, Akureyri 2132, Sæfinnur, Akureyri 1984, Særún, Siglufirði 2067, Sævaldur, Ólafsfirði 1149, Valur, Akranesi 710, Valþór, Seyðisfirði 2727, Vébjörn, ísa- firði 918, Víðir, Akranesi 778, Víðir, Garði 980, Víðir, Eskifirði 4641, Vikingur, Seyðisfirði 1487, Viktoría, Reykjavík 1472, Vil- borg, Reykjavík 2552, Vísir, Keflavík 1660, Von, Grenivik 1698, Von II, Vestm.eyjum 2448, Vöggur, Njarðvik 1069, Vörður, Grenivík 1817, Þorgeir goði, Vestm.eyjum 1768,' Þorsteinn, Dalvík 2027, Þorsteinn, Rvík 914, Þorsteinn, Akranesi 686, Þráinn, Neskaupstað 3224, Þrist- ur, Reykjavík 1326, Ægir, Grindavik 2765. Tveir um nót: Bragi og Fróði, Njarðv. 2020.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.