Tíminn - 21.09.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1949, Blaðsíða 1
i——------------------—-—~—-? Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjórii Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81502 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda i-----------------------------— 83. árg. TÍMINN, miðvikudaginn 21. september 1949 200. blað’ Nýja veginum um Öxnadalsheiði og Norðurárdal nær lokið Hvalfjörður versti farartálmimi á laniN leiðiiiEii mllli Reykjjavíkur ©g' Aknreyrar. Á þessu hausti má gera sér vonir um, að lokið verði að mestu eða öllu leyti vegagerð um Öxnadalsheiði og Norð- urárdal í Skagafirði, og er þá búið að hlaða upp nær allan veginn frá Reykjavík til Akureyrar, að litlu öðru undan- skildu en köflum í Hrútafirði og alllangri leið við innan- verðan Hvalfjörð, beggja megin. Ætti þá Norðurlandsleiðin að vera nokkuð öruggur vetrarvegur í öllum meðalvetrum. Tíðindamaður frá Tímanum átti í gær tal við Karl Friðriks son, umsjónarverkstjóra vega málaskrifstofunnar á Akur- eyri, og spurðist fyrir um það, hversu miðaði áfram vega- lagningunni á Öxnadalsheiði og í Norðurárdal. Fer hér á eftir frásögn Karls: Fjórða sumarið Þetta er fjórða sumarið, sem unnið er að hinum nýja vegi um Öxnadalsheiði og Norðurárdal, sagði Karl', og hefir ætið verið unnið með stórvirkum nýtízku vélum. Verkstjórar við þessa vega- gerð hafa jafnan verið Jó- hann Hjörleifsson og Rögn- valdur Jónsson — Jóhann í Sílfrastaðafjalli, en Rögnvald ur á heiðinni. í sumar var ekki hægt að hefja vínnu fyrr en um miðj- an júlimánuð, en eigi að sið- ur hefir verkinu miðað vel á- fram. Er nú unnið með þrem- ur jar^tum og tveimur vél- skóflum, en verkamenn við vegagerðina eru um eða lítið eitt yfir þrjátíu. Tveir kaflar eftir, en von til að þeim verði lokið hægt að snúa sér að nýjum viðfangsefnum af tvíefldum krafti, þegar ekki þyrfti leng- ur að verja stórfé til lagn- ingar Öxnadalsheiðarvegar né binda þar stórvirkar vélar, svo fremi sem fjárframlög til vegagerða yrðu ekki stórlega skert. Hvalf jörðurinn — Versti kaflinn á Iand- leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar er nú Hvalf jörð- urinn innan verður, sagði Asgeir ennfremur. Vegur- inn fyrir Hvalfjarðarbotn er ævinlega erfiður, og stundum alófær, og er raunar vanvirða, liversu lengi hefir dregizt að yfir- stíga þei'tian farartálma. En nú er þess að vænta, að bráðlega verði ráðizt í það að gera endurbætur á þeim vegi, svo að hann hamli eigi samgöngum á landi milli Suðurlands og Norðurlands Að því verki unnu og nokkrum öðrum minni end urbótum má telja, að kom- inn sé fullkominn vegur milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar, eftir því sem veg- ir gerast hér á landi. Sr. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur látinn Séra Árni Sigurðsson, frí- kirkjuprestur í Reykjavík. iézt í Landakotsspítala í gær. Séra Árni var þjóðkunnur og mikils metinn kennimaður innan íslenzku kirkjunnar, og einnig fyrir margs konar fé- lagsmálastörf önnur. — Hann var aðeins 56 ára að aldri, og hafði þjónað fríkirkjusöfnuð- inum í Reykjavík í 27 ár. Er mikill harmur kveðinn aö söfnuðinum við fráfall hans. Hættir rannsóknum á Mýrdalsjökli Átta visindamenn frá brezk um háskóla, sem dvalið hafa við Mýrdalsjökul í sumar fra 20. júlí komu í gær til Reykja- víkur og hafa lokið rannsókn- um sínum þarna á þessu sumri. Hafa þeir haft aðal- bækistöð sína norðan við Haf- ursey, en auk þess stöðvar uppi á sjálfum jöklinum og við Vatnsrásarhöfða. Hafa þeir stundað margs kyns mæl ingar og athuganir á breyting um jökulsins og standa rann- sóknir þessar í nokkru sam- i bandi við fyrri rannsóknir þeirra Jóns Eyþórssonar, veð- (Framhald á 7. síðuj Það eru tveir kaflar, sem ekki er enn lokið við — annar frá Valagilsá að Neðri-Kotum, en hinn í Giljareitum — nokkur spölur á báðum stöðum. En von er til, að þessum köfl- um verði lokið í ár, ef ekki stendur á fé til þeirra. og tíð verður góð fram eft- ir haustinu. Er það mjög háð tíðinni, hversu fer um þetta. En þegar þessari vega- gerð er lokið, ætti að vera fenginn vegur milli Suður- lands og höfuðstaðar Norð- urlandsins, er verður nokk uð öruggur til vetrarferða, ef ekki eru því meiri snjóa lög. Ný verkefni Ásgeir Ásgeirsson, skrif- stofustjóri vegamálaskrifstof unnar, sagði í viðtali við tíð- indamann Timans, að það hefði ekki aðeins þýðingu að því leyti, að stórmerkum á- fanga í samgöngumálum landsmanna væri náð, er lokið væri vegagerð á Öxna- dalsheiði, heldur myndi þá Fjölsótt samkoma Fram- sóknarmanna í Grundarfirði Háít á jiráðja Hundrað suanns sétíi sam> komnna. Á sunnudaginn var efndi Framsóknarfélag Grundarfjarð- ar til almennrar skemmtisamkomu í samkomuhúsinu í j Grafarnesi og var hún mjög f jölsótt og í alla staði hin myndarlegasta. Samkoman hófst kl. 9 á sunnudagskvöldið með kvik- I myndasýningu en siðan flutti ‘.Þráinn Valdimarsson erind- reki ræðu. Að henni lokinni skemmti Jón Sigurðsson með einsöng og lék undir á gítar. Var söng hans tekið hið bezta og varð hann að syngja nokk- ur aukalög. Að lokum var dansað og lék Jón Sigurðs- son fyrir dansinum. Samkoma þessi var hin myndarlegasta og sótti hana hátt á þriðja hundrað manna. Flæsa austan fjalls í gær í gær var flæsa austan- fjalls, og náðu margir bænd- ur í Rangárþingi þá inn heyi, sem þeir áttu úti í sætum og göltum. Dálítið er enn úti af flötu heyi, og þarf lengri þurrk til þess að það náist þurrt. Þessi mynd er frá ökrunum á Sámsstöðum. — Búið að skrýfa kornið. Kornyrkjan á Sámsstöðuni: Líkur til, að kornupp- skeran nái meðallagi En allt síðsproítnara cn cndranær. Kornuppskera að Sámsstöðum í Fljótshlíð hófst í dag, og hefir Klemens Kristjánsson tilraunastjóri tjáð blaðinu, að líkur séu til, að hún verði í meðallagi. Hins vegar er korn- ið síðsprottnara nú en venjulega, og nemur það um háif- um mánuði frá því, sem er á meðalsumri. Kornakrarnir átta hektarar. Kornakrarnir á Sámsstöð- um eru um átta hektarar að stærð í sumar, sagði Klemens i viðtali við blaðamann frá Tímanum. Er bygg í hálfu þessu landi, en hafrar í hinum helmingn- um. Standa akrarnir vel og hafa staðið í sumar, þótt þeir séu síðsprottnari en venju- lega, sökum virkuldanna. — Hafrarnir verða yfirleitt ekki fullþroska fyrr en undir mán- aðamótin. Sigurkorn frá Færeyjum Byggtegundir á Sáms- stöðum eru f jórar, en hafra tegundirnar þrjár. Meðal byggtegundanna er fær- eysk tegund, sem nefnd er sigurkorn. Hefir hún reynzt mjög vel, þótt hún sé seinþroska. Þolir hún veðr- áttuna hér mjög vel, og virðist vera afarörugg. Ein hafrategundin, Svalöv Same-hafrar, er einnig mjög góð og örugg. Er þessi tegund fljótsprottin og þolir veðrátt- , una vel hér. Grasfræuppskeran heldur rýr Grasfræekrurnar á Sáms- stöðum voru slegnar nýlega, og voru þær þremur vikum (síðar sprottnar nú en endra- nær. Verður frætekjan í rýr- ara lagi, sökum vantandi (Framnaid á 7 síðu) Fullfermi á tæpri viku Togarinn Akurey kom í gær til Reykjavíkur eftir sam- tals átta daga útivist, frá því hann lagði úr höfn, og hafði fengið fullfermi á Halamið- um. Hann var'með 190 tunn- ur lifrar. I Kosningaskrif- j I stofa Framsókn-1 armanna á j Akureyri | Framsóknarflokkurinn | | ’iefir opnað upplýsinga- | | ag kosningaskrifstofu í 1 1 lafnarstræti 93 á Akureyri, i I sími 254. 1 Til þessarar skrifstofu i | ber að snúa sér með allt, | | sem varðar kosningaundir- i | búninginn á Akureyri og | I Eyjaf jarðarsýslu, og er | | heitið á þá, sem styðja i | vilja að kosningu þeirra | i dr. Kristins Guömundsson- i I ar á Akureyri og Bernharðs | | Stefánssonar og Þórarins i i Eldjárns í Eyjaf jarðarsýslu | f að snúa sér til hennar. HIIMMMItlllHlllllllllkMlltllllllllHIIIMIIMIHIHMIHIIIIIIIll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.