Tíminn - 21.09.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 21. september 1949 200. blað <sf~ Þórurm S. JóhanrLsdóttir: 'Jrá hafi ti'I heiía Ji Píanó-hljómleikar í dag. Sólin kom upp kl. 7.07. Sólarlag kl. 19.33. Árdegisflóð kl. 5.30. , Síðdegisf lóð kl. 17.48. I nótt. Nœturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Næturakstur annast bifreiöa- stöðin Hreyfill, sími 6833. Útvarp'ið Ú.tvarpið í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Hefnd vinnupiltsins" eftir Victor Cher- buliez; XIII. lestur (Helgi Hjörvar). 21.00 Tónleikar: Kvint ett í Es-dúr op. 44 eftir Schu- rnann (plötur). 21.35 Frásögu- báttur: Guðni gamli; sjúkrasaga (Ingólfur Gíslason læknir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok: Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla er í Álaborg. Esja fór í gærkvöldi kl. 21.00 vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fór kl. 21.00 i gærkvöldi austur um land til Vopnafjarðar. Skjald breið er í Reykjavík. Þyrill er í Faxaflóa. Sambandsskip. Hvassafell kemur til Reykja- víkur í kvöld. Eimskip. Brúarfoss fór frá Kaupmanna höfn 18. sept. til Reykjavíkur. Dettifoss er í Kaupmannahöfn. Fjallfoss kom til Leith 18. sept., fór þaðan 19. sept. til Kaup- rnannahafnar. Goðafoss kom til Reykjavíkur 15. sept. frá IIull. Lagarfoss fór frá Reykjavík 17. sept. til London, Antwerpen og Rotterdam. Selfoss fór frá Rvík 14. sept. austur og norður um land, var á Húsavík í gær. Trölla foss kom til Reykjavíkur 18. sept. frá New York. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 17. sept. frá Leith. Einarsson & Zoéga. Foldin kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Lingestroom er í Amsterdam. og eru sýningar hafnar aftur í Sjálfstæðishúsinu og'verður sýn ing í kvöld og næstu kvöld. Í.R. vann Reykjavíkur- boðhlaupið. S.l. mánudag fór fram boð- hlaupið umhverfis Reykjavík og fóru leikar þannig að sveit í.R. varð hlutskörpust og hljóp á 17:05,2 mín. Næst varð sveit K. R. hljóp á 17:30,0 og þriðja varð sveit Ármanns 18:26,0. Þetta er í þriðja sinn er Í.R. vinnur hlaup ið í röð og vann því verðlauna- gripinn til eignar. I sveit Í.R.. voru: Pétur Einarsson, Örn Eiðs son, Stefán Sörensson, Svavar Gests, Garðar Ragnarsson, Jó- ; hann Guðmundsson, Þorsteinn Löve, Þorsteinn Friðriksson, Þor valdur Óskarsson, Kristinn Vil- helmsson, Finnbjörn Þorvalds- son, Reynir Sigurðsson og Ósk- ar Jónsson. Haustfermingarbörn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík komi til viðtals við prófessor Ásmund Guðmunds son í Fríkirkjunni, fimmtudag- inn 22. sept. kl. 5 e. h. — Safn- aðarformaður. Ilaustfermingarbörn komi til séra Bjarna Jónsson- ar í dómkirkjuna í dag kl. 5 e. h. og haustfermingabörn séra Jóns Auðuns komi í kirkjuna kl. 5 e. h. á fimmtudag. Málverkasýning • Harðar Ágústssonar. Mikill áhugi er fyrir málverka sýningu Harðar Ágústssonar í Listamannaskálanum og hafa um 600 manns skoðað sýning- una og 30 myndir hafa selst. Er þetta óvenjulega góð aðsókn og ' sala hjá jafn ungum málara og Hörður er. Að sýningunni lok- inni fer Hörður utan aftur til framhaldsnáms. Sýningin er op- jin daglega frá 10—23. Þórunn Jóhannsdóttir píanósnillingur kom til Reykjavíkur s.l. sunnu ^ggiuia dag frá London ásamt foreldr- um sínum og munu þau dveljast hér um þriggja vikna skeið. Átta kennarar hafa verið ráðnir við gagn- fræðaskólana í Reykjavík. Kenn ararnir eru þessir: Jón Guðjóns- son og Sigurður H. Sigurðsson við gagnfræðaskóla Austurbæj- ar; Lilja S. Kristjánsdóttir, Helga Þórðardóttir og Gunnar Bergmann við gagnfræðaskól- ann við Lindargötu, og við gagn- fræðaskólann við Hringbraut. Ragnar Georgsson, Jón ísleifs- son og Finnur Einarsson. | Ný farþega-afgreiðsla F. í. 1 Flugfélag íslands hefir komið farþegaafgreiðslu sinni á Reykja víkurflugvelli fyrir í nýjum húsa . kynnum. — Var bækistöð fé- | lagsins áður suðvestan til á vell- j inum og kvörtuðu margir und- I an því, að erfitt væri að rata þangað, enda var leiðin ómerkt og talsvert löng. Nú er ekið að nýju farþegaafgreiðslunni frá Njarðargötu, fyrir sunnan Tívoli Slysavarnafélagi íslands hefir borizt kr. 1.100,00 pen- ingagjöf frá fólki í Borgarfirði í Austurbæjarbíó, fimmtudaginn 22. sept. kl. 7,15 Aögöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Ritfanga- verzlun ísafoldar og hjá Lárusi Blöndal. Flugferðir eystra, og fylgdi gjöfinni eftir- farandi bréf: „Við undirrituð leyfum okkur hér með að senda Slysavarnafé- lagi íslands kr. 1.100,00 að gjöf, sem er ágóði af samkomu er við hinn 4. september gengumst fyr ir að haldin yrði hér til styrktor og eflingar slysavarnarmálum i þjóðar okkar, sem okkur er afar kært málefni, og við svo lítum á, að beri að styrkja og efla. En Slysavarnafélag íslands I teljum við hinn fyrsta og rétta j aðilja um þau mál. — Með vin- ! semd. — Anna Jóhannsdóttir, Þórhalla Sveinsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Óli Jóhannsson, Sigmar Ingvarsson, Sigursteinn Jóhannsson, Sigursteinn Hall- grímsson og Bjarni Steins.“ Sýnikenslunámskeið Húsmæðrafél. Reykjavíkur byrjar 26.—27. sept. Kennt verður Kalt borð, Græn- metisréttir, Smurt brauð, bakstur o. fl. Kennari verður frú Sigríður Haraldsdóttir. Allar nánari upplýsingar í síma 4740 — 5192 — 1810 — 5236 — 4442 — 80597. N. B. Þátttaka óskast tilkynnt hið allra fyrsta. Forstöðunefnd Þakka* innilega hinar mörgu vinarkveðjur, heim- | sóknir og gjafir á sjötugsafmæli mínu. STEFÁN BJÖRNSSON | Akurseli UllltllltllltlllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIM Allsherjarþingið sett Allsherj arþing S. Þ. kom saman til fundar í New York í fjórða sinn í gær. Forseti þingsins 'var kjörinn Carlos Romulo forseti Filippseyja. — Aðalmál þingsins verða eins og fyrr hefir verið skýrt frá ástandið á Balkanskaga og ráðstöfun fyrri nýlendna í- tala. Þá á einn'ig að kjósa ful!- trúa í öryggisráðið i stað full- trúa Kanada, Argentínu og Ukraínu. Lítil síldveiði Sæmilegt veiðiveður var á síldarmiðunum norðaustan lands í gær, en litlar sem eng- ar fregnir bárust um veiði. — Nokkuð var þó saltað s.l. sól- arhring og var það síld, sem barst í fyrrinótt. Söltunin á öllu landinu nemur nú nær 67 þús. tunnum. Blöndunariæki — blandið verð Loftlciðir. 1 gær var flogið til ísafjarðar,! Patreksfjarðar, Akureyrar Vest- mannaeyja, Ingólfsfjarðor. í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Akur eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, j Kirkjubæjarklausturs og Fagur- hólsmýrar. Einnig frá Hellu tíl V estmannaey j a. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaéyja (2 ferðir), Akureyrar, ísafjarðar, Patreks- fjarðar, Bíldudals og Sands. „Hekla“ er væntanleg um kl. 17.00 í dag. „Geysir" er væntanlegur frá New York í dag. Úr ýmsum áttum BÍáa Stjarnan er lcominn aftur til Reykja- víkUr, eftir förina til Akureyrar Verðlag á ýmsum varningi hér í tænum. og sennilega víðar, kemur fólki stundum einkenni- lega fyrir sjónir — jafnvel á því, sem þó er selt fyrir opnum tjöldum. Um skeið fengust ekki blönd- unartæki í baðherbergi. Nú er hins vegar komið allmikið af slíkum tækjum í margar búðir. En þá bregður svo við. þótt þess- ar vörur hafi alls staðar komið fram í íslenzkt dagsljós um svipað leyti, að verð á þeim er harla mismunandi — sums stað ar tvöfalt hærra en annars stað- ar, og meira en það. Öll eru þessi tæki þó svipuð, svo að ó- fróður almúginn sér þar engan mun á, og allar segja verzlan- irnar hið sama, ef talið berst að verðinu: Tækin eru frá ítalíu. og þess vegna eru þau svona dýr. En spurning almennings er: Ilvers vegna eru þau svo mis- jafnlega dýr, eftir því i hvaða búð er? Og nú kemur hér verðlistinn — að vísu aðeins frá 4 eða 5 verzlunum. í Héðni kosta þessi tæki 268 krónur, hjá Málmey á Laugavegi 306,80, hjá Á. Einars- son & Funk 370 og hjá Slippfé- laginu hvorki meira né minna en 611 krónur. í Kaupfélagi Þingeyinga í Húsavík munu slík tæki hafa fengizt í sumar fyrir nokkuð yfir 200 krónur. Hvernig víkur þessu við? Svo spyrja fróðleiksfúsir menn. Og margir myndu vafalaust fúsir til þess að aka verðlagsstjóranum milli búðanna, svo að hann gæti kynnzt þessu, að vísu ekki ein- stæða, en samt athyglisverða fyrirbæri. J. H. „Sex í bíl” sýna Candidu í Rvík Annaö kvöld kl. 8,30 hefir leikflokkurinn 6 í bíl fyrstu sýningu hér í Reykjavík á Candidu eftir Bernhard Shaw. Eins og skýrt hefir verið frá áður hefir flokkurinn verið á ferðalagi víða um land í sumar. Lagt var upp í fjögra vikna ferð 9. júli og farið um Norðurland og Aust- urland. Síðan var skroppið til Vestfjarða og sýnt þar á fimm stöðum. Auk þess hefir verið farið um helgar og hafðar sýningar í nágrenni Reykjavíkur. í flokknum eru 6 leikarar: Gunnar Eyjólfsson, sem er (leikstjóri, Lárus Ingólfsson, |sem jafnan sér um útbúnað á sviði, Jón Sigurbjörnsson, sem var bílstjóri, Þorgrímur Einarsson, Hildur Kalman og Guðbjörg Þorsteinsdóttir. . Hvíslari er enginn með flokkn jum. Leikendurnir láta hið bezta yfir ferðalagi sínu. Þeim var hvarvetna vel tekið og fólk kom oft langan veg á sýning- ar þeirra. Alls hafa þeir haft 45 sýningar á 31 stað og eru þá taldar með sýningar í Krist j nesi og á Vífilstöðum, þar sem 'aðgangur var ókeypis. Átján ríki . . . Framhald af 8. síðu. jafns við pundið. Franska stjórnin feldi gengi frankans um 27% eða lítið eitt minna en pundið. Búizt er við að ítalia muni fella gengiö til jafns við pundið, þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um bað, enn. Ríkisstjórnir Póllands, Aust urríkis og Ungverjalands hafa Itilkynnt, að þær muni ekki ,lækka gengið. I jÞýzka markið að líkindum fellt Adenauer lcanslari Vestur- Þýzkalands hélt ræðu í gær í tilefni af skipim stjórnar sinnar. Ræddi hann fyrstu verkefni stjórnarinnar og að- aliega viöhorf til gengisfell- ingarinnar i Evrópu. Kvað hann það líklegt að óhjá- kvæmilegt reyndist að láta markið fylgja pundinu, þótt það væri ekki ákjósanlegt tilhugsunar. Niðurgreiðslur í Svíþjóð | Erlander forsætisráðherra ^Svía lét svo um mælt í gær, |að Svíar mundu gera ýmsar jráðstafanir til þess að koma 1 í veg fyrir aukinn framfærslu j kostnað vegna gengisfellingar innar. Hann sagði, að hann i mundi að líkindum hækka . um 1—2% og ef til vill mundi jverða gripið til niðurgreiðslu til þess að halda framfærslu- kostnaði í sama horfi. Til þess mundi þurfa 150 millj. kr. á | ári og tekjuafgangur ríkis- ^sjóðs þyldi það vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.