Tíminn - 25.10.1949, Síða 4

Tíminn - 25.10.1949, Síða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 25 október 1949 228. biað Vátrygging ríkisskipanna Eftirfarandi grein hefir Mbl. þrjóskazt við að birta og óskast hún því birt í Tímanum: Grcinargerð frá Skipaiitgerð ríkisins Greidd vátr.iðgj. Tjónab.mótt. # í 5 ár (1943-’48) á sama tíma ESJA ----------- ----------- Hr. ritstjóri Morgunblaðs- ins! Vegna greinar í blaði yðar hinn 11. þ. m. varðandi vá- tryggingu ríkisskipanna, þar sem vikið er að Skipaútgerð ríkisins á all óvinsamlegan hátt, viljum vér hér með biðja yður að birta eftirfarandi: Tilefni nefndrar greinar er það, að á síðast liðnu ári tók Samábyrgð íslands á fiski- skipum við vátryggingu ríkis- skipanna samkvæmt lögum um það efni, og heldur grein- arhöfundur þvi fram, að við þetta hafi vátryggingarið- gjöldin fyrir nefnd skip lækk að um 200 þúsund krónur á ári, og hafi þó vátrygging hins nýja skips, Heklu verið frí að auki hjá Samábyrgðinni, en samkvæmt því hefðu ársið- gjöldin raunverulega lækkað um 310 þús. kr. á hinum skip- unum. Hér er all mjög hallað réttu máli, því heildariðgjöld fyrir 7 skip (Esju, Súðina, Ægi, Óðinn, Þyril, Herðubreið og Skjaldbreið vátryggð fyrir kr. 9.474 þús. lækkuðu um að- eins tæplega 124 þús. kr. þeg- ar Samábyrgðin endurnýjaði vátryggingarnar við hagstæð- ari skilyrði en áður voru fyrir hendi. Næstum öll lækkun eða 100 þús. kr. kom fram á tveim skipum, Esju og Súðinni, og eru fyrir þessu öllu sérstakar ástæður, sem oss þykir hlýða að gera nánari grein fyrir. Eðli vátrygginga er það að jafna tjónum niður þannig, að þeir, sem tryggingarnar kaupa, verði ekki skyndilega fyrir miklum eða óbærilegum tjónum, en enginn vátrygg- ingakaupandi má búast við því að geta beinlínis grætt á því til langframa að kaupa vátryggingu, enda gætu engin vátryggingafélög þrifizt og starfað við slík skilyrði. Þeg- ar til lengdar lætur, og að öllu eðlilegu, fara því vátrygginga iðgjöld eftir útkomunni.sem verður á tryggingunum hjá þeim, er taka þær að sér.* í þessu sambandi viljum vér benda á það, að mjög slæm útkoma varð hjá vá- tryggjendum flestra ríkisskip- anna á undanförnum árum. Átti styrjöldin sinn þátt í þessu vegna mikilla þrengsla í höfnum, þar sem mörg skip lágu oft hlið við hlið og börðu og pressuðu hvert annað á alla kanta. Kom þetta einkum hart niður á strandferðaskip- unum, Esju og Súðinni, sem sigldu og áttu annríkt allan styrjaldartímann. Viljum vér í þessu sambandi skýra frá því, hvaða vátryggingaið- gjöld vér greiddum fyrir þessi tvö skip síðustu 5 árin (1943— 1948), áður en Samábyrgðin tók að sér vátryggingu þeirra, og jafnframt viljum vér gera grein fyrir þeim tjónabótum, er vér á sömu árum fengum útborgaðar frá hlutaðeigandi vátryggjendum skipanna eða eigum von á að fá hér eftir samkvæmt reikningum og skil ríkjum, sem fyrir liggja. Fara upplýsingar um þetta hér á eftir: Óuppgerðir tjónareikn- ingar, sem fyrirliggja..... Tap vátryggjenda ....... Við þennan halla bætist svo það, að margar óviðgerðar dældir eru á skrokk skipsins frá því seint á árinu 1946 og þar til snemma á árinu 1948 SÚÐIN Tjónareikningar, sem nú liggja hjá vátryggj. til upp- gjörs, en flokkunarviðgerð fór fram á skipinu seint á árinu 1948, og var hún að verulegu leyti fólgin í við- gerð á sjótjónum ....... Tap vátryggjenda virð- ist því muni reynast.... Auk ofanritaðra tjóna er nú fyrir dómstólunum hér skaðabótakrafa að upphæð kr. 85.900.67 frá erlendum skips- eiganda vegna áreksturstjóns, sem Súðin er sökuð um á nefndum tíma. í sambandi við loftárásina, sem Súðin varð fyrir hinn 16. júní 1943, greiddu vátryggj- endur bætur eins og skipið hefði farizt algerlega, en þær bætur eru ekki meðtajdar hér að ofan, enda þar um sér- staka vátryggingu að ræða. Samkvæmt framangreindu virðast hinir erlendu vá- tryggjendur tapa rúmlega 1 millj. kr. á vátryggingu hinna nefndu tveggja skipa á 5 ár- um (1943—1948) eða að meðal tali 200 þús. kr. á ári, án þess að skipin hafi farizt eða orðið fyrir stórstrandtjóni eða stór- eldsvoða. Tjónin eru að mestu leyti fyrir tíðar dældir í hlið- ar við bryggjur og bólvirki o^ í sambandi við önnur skip. Ennfremur vegna skemmda á öðrum skipum eða hafnar- mannvirkjum, sumpart staf- andi af því, að hafnarmann- virki hafa verið í mjög slæmu ástandi. Það, sem nú hefir verið sagt sýnir, að hæð vátrygg- ingariðgjaldsins gefur ekki allt til kynna um það, hvort vátrygging sé hagstæð eða ekki. Hitt skiptir mestu máli, hvað fyrir iðgjaldið fæst, en hvað sem líður vátrygginga- skilmálunum, þá er oft all mikill mismunur á því, hvern- ig vátryggjendur halda á tjónauppgjörum. Hefir hér að framan verið frá því skýrt, hvað komið hefir á móti ið- gjöldum greiddum fyrir Esju og Súðina á undanförnum 5 árum, en reynslan á eftir að sýna, hvernig þetta verður hjá Samábyrgðinni í fram- tíðinni. Súðin er að vísu ekki lengur í eigu Skipaútgerðar- innar, en á móti 31.116 kr. vátryggingariðgjaldi hins fyrsta árs hjá Samábyrgð- inni, liggja nú þegar fyrir til uppgjörs skaðabótareikningar að upphæð kr. 84.638.01. Lét forstjóri Samábyrgðarinnar í þessu sambandi orð falla um það, að þar sem Súðin fór kr. 605.241.18 kr. 898.234.16 9.721.99 302.714.97 kr. 907.956.15 kr. 907.956.15 er vátryggjendunum hefir ver ið tilkynnt um. En ekki er vit- að, hvað viðgerðir á þeim skemmdum muni kosta. Greidd vátr.iðgj. Tjónab.mótt. í 5 ár (1943-’48) á sama tíma kr. 243.371.62 kr. 371.496.87 624.571.63 752.696.88 kr. 996.068.50 kr. 996.068.50 eina ferð til útlanda á vá- tryggingartímabilinu yrði sennilega, vegna 'hinnar slæmu útkomu, reiknað eitt- hvert aukaiðgjald. Slíkt auka- iðgjald var þó ekki reiknað af fyrrverandi vátryggj endum þó að eins stæði á. í umræddri blaðagrein er gefið til kynna, að vér höf- um verið því mjög andvígir, að Samáhyrgðin tæki að sér vátryggingar ríkisskipanna og er hér átt við það, að vér lögðum eindregið á móti því, að samkeppni um vátrygg- ingarnar yrðu útilokuð með lögum, en óskir vorar um þetta voru teknar til greina við setningu viðkomandi laga, enda rökstuddar með dæmum, sem vér hirðum ekki að taka upp hér. Samábyrgðin tók nú við vá- tryggingum ríkisskipanna á heppilegum tíma, hvað það snertir að geta sýnt lækkun á iðgjöldum. Nýju skipin voru að koma og verið var að gera eldri skipin tjónafrí eftir á- níðslu styrjaldartímans. Skil- yrði til viðgerða hafa farið batnandi, þrengsli í höfnum minnkað, hafnarskilyrði, sjó- merki og siglingatæki batn- að og valdið stefnu til lækk- unar vátryggingariðgjalda fyrir skip á heimsmarkað- inum. Samábyrgðin mun og hafa lagt á það höfuðáherzlu, er hún tók að sér umræddar vátryggingar ríkisskipanna að sýna í byrjun lækkun á ið- gjöldunum, hvað sem síðaf yrði, og á stofnunin þakkir skildar fyrir þá bjartsýni, sem fram kemur í því að ákveða iðgjöldin fyrir Esju og Súðina langt fyrir neðan það, sem venjuleg tjón hafa að meðal- tali reynzt á undanförnum ár- um. Vonandi ber þetta sig hjá stofnuninni, vegna þess að betri tímar fara í hönd, en reynist þetta á annan veg mun þó Samábyrgðinni þykja litlu tilhætt að lækka iðgjöld- in í bili, því að í skjóli laga- legra forréttinda sé vanda- laust að hækka þau síðar, eins og með þarf, til þess að tryggingarnar beri sig. En þá kemur að því sama og áður, (Framhald á 6. slSu> Þá eru nú kosningarnar af- staðnar, þó enn sé ekki orð- ið vitað um úrslit þeirra, og við vitum það eitt, að kosning hefir yfirleitt verið góð. Hitt kemur seinna í ljós, hver úrslitln eru, og munu þó flestir hafa frétt margt um þau, þegar þetta verður lesið. Eg ætla hér að minnast á tvö atriði af lokastigi kosningabarátt- unnar. Þau eru bæði umhugsun- arverð og annað þeirra hefir nú þegar vakið mikið umtal. Meirihluti útvarpsráðs lét flytja athugasemd frá S. í. F. vegna um- mæla, sem höfð voru í stjórnmála- umræðunum um saltfisksöluna. Það voru þeir Magnús Jónsson prófessor, Jóhann Hafstein og Stefán Pétursson, sem þessu réðu. í því sambandi liggur beint við að spyrja: Hefði þessi meirihluti útvarpsráðs leyft að birta athuga- semd frá S. í. S. eða kaupfélaginu á Hólmavík vegna þeirra ósann- inda dómsmáiaráðherrans, að maís kaupfélagsins hefði verið 16% dýr- ari en maís kaupmanna? Hefði meirihluti útvarpsráðs lát- ið birta athugasemd í tilefni af því, sem viðskiptamálaráðherra fullyrti um heildaryerð skömmtun- arvara? Það eru þó þungar ásak- anir á skömmtunarstjórnina, að hún hafi verið framkvæmd svo, að helmingur skammtaðrar vefnaðar- vöru hafi aldrei komið í búðir. til sölu? Hefði meirihluti útvarpsráðs tek ið til birtingar athugasemd vegna þess ruglings, sem fram kom hjá Ólafi Thors um framkvæmd af- urðasölu bænda og verðlagsvald þeirra afurða, ef til dæmis Stétt- arsamband bænda hefði óskað? Svona má lengi telja. Sjálfur Magnús Jónsson hefir ppinberlega gert athugasemd vegna ummæla við þessar útvarpsumræður. Mörg- um getur fundizt ástæða til þess að leiðrétta eða skýra nánar það, sem að honum hefir verið vikið. Og nú hefir meirihluti útvarpsráðs far ið inn á þá braut, að láta útvarp- ið taka til birtingar svör til ræðu- manna eftir að þeir eru hættir umræðunum. Ríkisútvarpið hefir enga stofn- un til að rannsaka hvert atriði í stjórnmálaumræðum og prófa sannleiksgildi þess. Þessar umræð- ur fara fram á ábyrgð stjórnmála- flokkanna og hlutleysi útvarpsins sýnir sig í því að veita þar öllum flokkum sama rétt eftir þeim regl- um og undir þeirri stjórn, sem þeir koma sér sjálfir saman um. Nú er sá siður upptekinn að birta viðbótarumræður aukreitis frá þeim, sem hallað þykir á og finna náð fyrir meirihluta útvarpsráðs. Almenningur skal svo hugleiða, hvort hann telur, að vegur útvarps ins aukist af slíkum vinnubrögðum og málatilbúnaði. Víkverji sagði svo í Mbl. í fyrra- dag, kjördag sjálfan: „í gærmorgun gerði ég að gamni mínu að fara yfir öll dag- blöðin, eins samvizkuSamlega og ég gat. Reiðubúinn að viðurkenna, ef andstæðingarnir segðu eitthvað gott og eins að reyna að finna í Sjálfstæðisblöðunum, ef einhvers- staðar væri hallað réttu máli. Eg þykist fylgjast það vel með al- mennum málum að sé nokkuð dómbær á þetta. Mér til ánægju sá ég, að Sjálf- stæðisblöðin stóðust prófið. í þeim var engin tilraun gerð til að snúa staðreyndunum við og heldur ekki, sem er næst verst því, að beita bolabrögðum. Gefa í skyn, að allt sé nú kannske ekki með felldu, vekja grun um óheiðarleik and- stæðinganna. Með öðrum orðum, dylgja. Mest bar á slíkum óþverrahætti í Tímanum“. Eg vil að þetta geymist. Eg vil að þetta siðferðisvottorð og vits- munavottorð, sem Víkverji gefur sjálfum sér og sálufélögum sín- um, fari ekki fram hjá lesendum Tímans. En hvað það hefir verið huggunarríkt og notalegt fyrir sið- prúða og heiðarlega Morgunblaðs- lesendur að fá þessa gleðilegu vitneskju með morgunkaffinu sínu áður en þeir fóru að greiða at- kvæði gegn guðleysi kommúnista og Framssóknarmanna í nafni Drottins og hans útvöldu þjóna, Ólafs Thors og Víkverja. En þennan umrœdda dag, sem Víkverji las blöðin til að dæma um heiðarleik þeirra, sáu aðrir menn að Mbl. sagði: Að kaupfélög hefðu selt maís 16—17% dýrara en kaupmenn á sama tíma. Að vefnaðarvara og skömmtuð búsáhöld til sölu hér á landi frá því skömmtun hófst með október 1947 og til júníloka í sumar hefði numið einum 74 milljónum króna. Og sjálfur sagði Víkverji, að við síðustu alþingiskosningar hefði Framsóknarflokkinn vantað 1400 atkvæði til að koma manni að i Reykjavík, og hefi ég ekki séð, að hann sé farinn að leiðrétta það ennþá, dyggðablóðið. Það er slík blaðamennska, sem þessi siðferðispostuli segir, að stand izt öll próf og fái beztu einkunn fyrir hegðun og velsæmi. Við skulum aldrei gleyma þess- um pistli hans. Starkaður oamli. HANGIKJÖT nægar birgðir fyrirliggjandi. Ný framteibsla kemur í bverri viku. REYKHÚS S.Í.S. Sími 4241. iiimimiiuittmmxttttiitmxtmitititxinæxxtttttmmtmimttmtittnixtttmiii

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.