Tíminn - 25.10.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 25 október 1949 228. blað TJARNARBID I i C Z s : Auga fyrir anga i (Gunfighters) Afar spennandi ný amerísk | mynd í eðlilegum litum. Bönnuð börnum. y | : Sýnd kl. 5, 7 og 9. uimimiiii N Y J A B I □ ■ Neð báli og brandi i (Drums Along the Mohawk) | Sö'guleg stórmynd um frum-1 byggjalíf í Bandaríkjunum. — | Myndin sýnir á stórfelldan hátt I baráttu landnemanna gegn árás i um villtra Indíána. Aðalhlutv.: | Henry Fonda Claudette Colbert Bönnuð börnum yngri en 14 ára f § | Sýnd kl. 5, 7 og 9. | j liliiiliiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiinimmvimiiiiiiiiiii Hafnarf jarðarbió Járntjaldið = i | Amerisk stórmynd um njósn- f f irnar miklu í Canada 1946. Aðalhlutverk: Dana Andrews Gene Tierney Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. I Slæðingur I Topper kemur aftur! f Bráðskemmtileg og spennandi = amerisk gamanmynd. — Dansk- f ur texti. Aðalhlutverkið, Topp- | er, leikur ROLAND YOUNG, f sem einnig lék sömu hlutverk í I tveim Topper-myndunum, er f bíóið sýndi s.l. vetur. É Önnur hlutverk: Joan Blondell, Carole Landis f Bönnuð börnum innan 12 ára. i Sýnd kl. 5, 7 og 9. j uiiiiinininniraiiiiiiiiiiiiiHiiiiinmfiniinumiiniiuuiii ViO SKÚLAfiOTU Spaða* drotíningin (The Queen of Spades) Sýnd kl. 7 og 9. Feiti I*ór sem glæpamaður | (Tykke Thor sem Gangster) Sýnd kl. 5. fTiUr'i Drottning listarinnar Fögur og heillandi mynd úr lífi i hins mikla tónsnillings Franz | Schubert og konunnar, sem! hann sótti verk sín til. Tónlst- i in er úr verkum Schuberts. — i Danskur texti. Aðalhlutverk: i lloma Massey Alan Surters Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA B I □ Herlæknirinn (HOMECOMING) Tilkomumikil og spennandi ný | amerísk kvikmynd. : CLARK GABLE LANA TURNER ANNE BAXTER JOHN HODIAK Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. IIIISIIIIIIIIIItllUIIHUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII aiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiHiiiuiiiiiiiiiiuiiuiiuuiit 1111 IIIUUUIMlll'IIHIIIIIIIIUIUUIIHItHUUIHIIIIUIItvllllllllll BÆJARBID I HAFNARFIRÐI | Olbogabörn : Efnismikil og mjög vel leik- f 5 in sænsk kvikmynd, er hlotið I : hefir mikið#2of. Aðalhlutverk: Adolf Jahr Britta Brunius Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. I__ __ _ «*MMiuillHUIlliuiiiliii3HiitiicinnntHiiir»«*fiimifiiiiii. TRIPDLI-BÍD Konungur sláttunnar (The Dude Goes West) f : Afar spennandi, skemmtileg og f hasarfengin, ný, amerísk kú-1' rekamynd. Aðalhlutverk: Eddie Alberts Galo Storm Glibert Roland Barton McLane Sýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin er bönnuð börnum | yngri en 16 ára. Sími 1182. UIIIIIHIIIHIIHHIIUIIIIIIIIIHIIHIIIIIIHIIiaUIIHlllliruUHI Vátrygging ríkis- skipanna (Framhald at 4. síðu). að hugsanlegt er, að annar aðili komist á þá skoðun af ókunnugleika. eða bjartsýAi, að hægt sé að reka trygg- ingarnar fyrir lægra gjald en Samábyrgðin telur sig þurfa að taka. Og hvað á þá að gera. Á að láta hinn nýja aðila taka að sér tryggingarn ar eða leyfa Samábyrgðinni að ná sér upp á þeim? Á und- anförnum 20 árum hefir fyrri aðferðin verið höfð og talin samrýmanlegust hagsmunum kaupanda trygginganna. Það hefir líka áður komið fyrir, að Samábyrgðin hafi misst viðskipti af nefndum sam- keppnisástæðum, og skal i því sambandi bent á eftirfarandi dæmi: Fram til 1934 hafði Sam- ábyrgðin haft á hendi vá- tryggingu Ægis, og höfðu ið- gjöldin farið hækkandi vegna tjóna. Við endurnýjun vá- tryggingarinnar nefnt ár taldi stofnunin sig þurfa að fá árs- iðgjald að upphæð kr. 41.250. 00, en var ófáanleg til þess að ábyrgjast áhættu skipsins í sambandi við bjarganir strandaðra skipa, og virðist þar með viðbúið, að sú starf- semi yrði að leggjast niður, þó að hún hefði þá og síðan oft reynzt mjög arðvænleg. En þá tókst Skipaútgerðinni að fá Ægi vátryggðan annars staðar en hjá Samábyrgðinni fyrir ársiðgjald kr. 27.546.75 með sömu tryggingarupphæð (900 þús. kr.) og vátryggingar skilmálum og Samábyrgðin bauð, en með ótakmörkuðu leyfi til björgunarstarfsemi. Var þetta mikill mismunur á þeim tíma. Vér höfum þá gert máli þessu þau skil, er ættu að nægja til þess að sýna, að aðdróttanir til vor í umræddri blaðagrein eru algerlega út í bláinn. Með þökk fyrir birtinguna. Skipaútgerð Ríkisins, Pálmi Loftson Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10B. Síml 6530. Annast sðlu fastelgna, skipa, blfrelða o. fl. Enn- fremur alla konar trygglng- ar, svo sem brunatrygglngar, innbús-, llftryggingar o. fl. I umboðl Jóns Flnnbogasonar hjá Bjóvátrygglngarfélagl ís- lands h.f. Viðtalstíini alla vlrka daga kl. 10—5, aðra t.tma eftir samkomulagl. Eldurinn gerir ekkl boð á undan sér! Þelr, sem eru hyggnlr, tryggja straz hjá Samvirmutryggmgum —---- 39. dagur Gunnar 'Widegren: Greiðist við mánaðamót , verð að skrifa Georg. Það eru vanalega fjórir tímar og sjö arkir, og ég léttist um tvö pund. Murran kemur inn. Nýtt heimboð. Hún er líka í önn- um. En í þessu ber Löngu-Bertu að, og hún er fús á að koma, þótt enginn mælist til þess. — Ef Stella er orðin svona hrædd við að vera ein, skal ég styrkja hana með návist minni. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína? sagði hún sjálf, þegar hún seldi aðgöngumiðana fyrir málarann. Það er mikill sannleikur í þeim orðum! Leggið þau á minnið. Um hvaða leyti dags tekur ungfrúin á móti gestum? — Velkomin klukkan hálf-sjö. segir Stella rauna- mædd. Löngu-Bertu hefði hún sízt viljað fá heim til ! sín. Það veit enginn, hverju hún kann að ljóstra upp. — Hálf-sjö, segir hún. Það er betra, finnst mér, að ég fari heim með þér og borði með þér — ja, ég get borgað hálfan kostnaðinn og þvegið diskana, svo að ekki verði sagt um mig í eftirmælunum, að ég hafi niozt á félögum mínum. — Velkomið, ef þú vilt þaö heldur, segir Stella and- varpandi. Það þarf ekki að kvarta yfir matnum. Þær sjóða kálsúpu, brúna kartöflur og svo gæddu þær sér á eplaköku sem þær keyptu á heimleiðinni. Stella veltir þvi sífellt fyrir sér, hvernig hún eigi að búa Löngu-Bertu undjr komu Karls Uggeholts. Hún verður að fara gætilega í sakirnar, því að Langa- Berta var alltaf Langa-Berta. Auðvitað ber sitt af hverju til tíðinda, áður en Stella hefir ráðið við sig, hvernig hún á að hefja atlöguna. Það er alltaf eitthvað að gerast kringum Löngu-Bertu. Hún hafði til dæmis farið inn á undan Stellu, því að hún fann sem var, að hún var gesturinnn. Á gólfinu í forstofunni liggur bréf — með herstimpli. Langa- Berta er búin að þrífa það, áður en Stella áttar sig. Hún aðgætir undir eins hver sendandinn er. — Það er frá grifflinum þínum, segir hún. Jú — þó það væri nú. Ef þú vilt, þá skal ég fara undir eins, svo að þú getir lesið það í næði. Svo verður Jóhanna auð- vitað í öðrum lieimi það sem eftir er kvöldsins.... — Blessuð vertu — ég er ekki eins forvitin og þú heldur, svarar Stella og stingur bréfinu niður í skúffu. Langa-Berta horfir forvitnisaugum á eftir því — Ég get ekki að því gert — ég verð alltaf forviða, þegar fólk opnar ekki bréfin sín undir eins, segir Langa- Berta í hjartans einlægni. Það er alltaf svo æsandi að vita, hvað í bréfum stendur. Þau varða heill og ham- ingju og líf og dauða, og svo stingurðu því niður í ; skúffu! Eins og þetta sé götóttur sokkur! Stella er enn að hugleiöa, hvernig hún á að búa vin- konu sína undir komu málarans, er síminn hringir. Hún svarar. Þetta er stúlka, sem biður afsökunar og segist hafa hringt i skakkt númer. En nú flýgur Stellu ráð í hug. Hún sleppir ekki heyrnatólinu — lætur eins og hún sé að tala við einhvern. — Nei, komdu sigursæll! Málverkin hans pabba.... þú ættir að gera það — svo lengi hefir það staðið til.. Um sjöleytið — það væri ágætt.... Auðvitað þakkar maður fyrir og verður feginn, fyrst þú stingur upp á því.... Vertu velkominn.... En heyrðu....! — Hann er farinn, segir hún og rennir augunum til Löngu-Bertu ásakandi. — Gott og vel! Ég get farið, ef þörf krefur. Hvaða griffalsstautur er þetta eiginlega, sem nú er kominn í spilið? — Það er ekki neinn griffill, svarar Stella kuldalega. Bara málarinn, sem ég hjálpaði. Þú heyrðir erindið hans. Og auðvitað verðurðu kyrr. — Ja — annars veiztu, að ég er ekki vön að vera vin- stúlkum mínum til óþæginda, þegar þær eru í einhverju stússi, segir Langa-Berta, og svo kemur buna af spurn- ingum um málarann. Stella getur furðanlega svarað flestum þeirra, því að málarinn hefir sagt henni meg- inhlutann af ævisögu sinni. Og svo matast þær Langa- Berta og setjast aö því búnu við prjóna. Langa-Berta hefir helzt aukatekjur af því að prjóna. Margir panta hjá henni ýmsar flíkur, svo að hún hefir cftast nóg að gera. Nú er hún að prjóna græna peysu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.