Tíminn - 25.10.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1949, Blaðsíða 1
I Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn i------,- Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda ------------------------------ 33. árg. Reykjavík, Imðjudaginn 25. október 1949 228. blað Þingkosningar í höfuðstaönum færa Framsóknarflokkn- um sigur í fyrsía skipti Rnniivcig l»orsíeÍMsdóttsr kosin með 2996 atkvíeðnm Úrslit kosninganna í Reykjavík urðu þau, að Alþýðu- flokkurinn fékk 4420 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 2996, Sósialistaflokkurinn 8133 og Sjálfstæðisflokkurinn 12990 atkvæði. Kjörnir voru Haraldur Guðmundsson af A-Iista, Rannveig Þorsteinsdóttir af B-lista, Einar Clgeirsson og Sigurður Guðnason af C-lista og Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Hafstcin og Gunnar Thoroddsn af D-lista — Árið 1946 fékk Alþýðuflokkurinn 4570 atkvæði, Framsókn- arflokkurinn 1436, sósíalistar 6990 og Sjálfstæðismenn 11580. Framsóknarmenn hafa því meira en tvöfaldað fylgi sitt, en Alþýðuílokkurinns stórtapað, sniöað við fjölgun kjósenda í bænum. Það er og athyglisvert, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir einnig tapað hlutfallslega í höfuðstaðnum, auk þess sem geysilega mikið var af útstrikunum og breytingum á lista hans, svo að segja má, að flokkurinn sé margklofinn. Rannveig Þorsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn nær tvöfaldar fylgi sitt í kaupstöðum landsins Sósíalistar og Alþýðuflokkurinn tapa. Finnur og Emil ná kosningu með naumindum Kosningu varl Iokið í öllum sýslum landsins um kl. 9 i gærkvöldi og um kl. 10 hófst talning .atkvæða í kaup- staðakjördæmum og Borgarfjarðarsýslu laust eftir mið- nættið. í kaupstaðakjördæmunum hefir Framsóknarflokkur- inn aukið fylgi sitt mjög. I síðustu kosningum fékk hann ! þar samtals 2685 atkvæði en nú um 4660 atkvæði. Alþýðu- fíokkurinn hefir tapað miklu, og þjéðin hefir þar með for- dæmt samstöðu hans i flestum málum við Sjálfstæðisflokk- inn í stjórnarsamvinnunni. Athyglisverðast í þessu sambandi er það, að tveir af fremstu forystumönnum flokksins, Finn- ur Jónsson á ísafirði og Emil Jónsson í Hafnarfirði, sem samhentastir hafa verið Sjálfstæðisflokknum, skriðu með naumindum inn á þing, og Finnur aðeins á landlistaat- kvæðum. — Sósíaiistar hafa tapað í öllum kaupstöðum og sums staðar mjög mikið, svo sem á Akureyri. Hafnarfjörður. í Hafnarfirði, þar sem um langt skeið hefir verið eitt höguðvígi Alþýðuflokksins, náði Emil Jónsson viðskipta- málaráðherra kosningu með litlum meiri hluta. Hlaut hann 1058 atkvæði og 48 á landlista, samtals 1106 at- kvæði. 1946 fékk hann 1126 atkvæði. Stefán Jónsson fékk 78 at- kvæði, Magnús Kjartansson 390 og Ingólfur Flygenring 1002. Árið 1946 fékk Jón Helga son 47 atkvæði, Hermann Guð mundsson 410 atkvæði og Þorleifur Jónsson 688. Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðis- menn hafa því aukið fylgi sitt hlutfallslega til mikils muna, en kommúnistar tapað. ísafjörður — Finnur fékk færri persónuleg atkvæði en Kjartan. Á ísafirði var kosinn Finn- ur Jónsson, og kemst hann á þing á landlistaatkvæðum. Hann fékk 579 otkvæði og 49 á landlista, samtals 628. Jón á. Jóhannsson fékk 67 og tvöfaldaði nærri fylgi Fram- sóknaimanna, Aðalbjörn Pét ursson fékk 115 atkvæði, en Kjartan Jóhannesson fékk 616 atkvæði. Árið 1946 fékk Finnur Jóns- son 713 atkvæði, Kristján Jónsson 35 atkv., Sigurður T’noroddsen 153 atkv. og Kjart an Jóhannesson 564 atkv. Sósíalistar og Alþýðuflokks- menn hafa því tapað, en Sjálfstæðismenn unnið á, auk Framsóknarmanna. Áki hélt velli í Siglufirði. í Siglufirði var kosinn Áki Jakobsson með 564 atkv., Jón Kjartansson fékk 133, Erlend ur Þorsteinsson fékk 500 og Bjarni Bjarnason fékk 418. Árið 1946 fékk Áki 601 at- kvæði, Jón 129, Erlendur 463 og Sigurður Kristjánsson 330. Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokkurinn hafa því unnið á, en sósíalistar tapað. Fram- sóknarmenn unnu örfá at- kvæði. Sjálfstæðirmenn sigruöu á Akureyri. Á Akureyri var kosinn Jón as Rafnar með 1292 atkvæð- um, Kristinn Guðmundsson fékk 1072 atkvæði, Steindór Steindórsson 439 og Steingrím ur Aðalsteinsson 709 atkv. Árið 1946 fékk Sigurður Hlíðar 961 atkvæði, Þorsteinn M. Jónsson 844, Steindór 579 og Sceingrímur 931. , Framsóknarmenn hafa því unnið verulega á, þótt það nægði ekki til þess að tryggja dr. Kristni þingsætið. enda töpuðu bæði Alþýðuflokkur- inn og sósíalistar. (Framhald á 2. síðu). Ráðherrar Framsóknar- | flokksins leggja sennilega | fram tausnarbeiöni sína | í dag Ráðherrar Framsóknarflokksins tilkynntu, er | þeir féllust á að sitja í ríkisstjórninni fram yfir kosn- | ingar, að þeir myndu leggja fram lausnarbeiðni ssna, | þegar að þeim afstöðnum. Er nú gert ráð fyrir því, að lausnarbeiðni þeirra | I verði afhent forsætisráðherra í dag. Lýkur þar með af | 1 hálfu Framsóknarflokksins, eins og tilkynnt hafði | | verið fyrir kosningar, stjórnarsamvinnu þeirri, sem f f hófst veturinn 1947. ^.llllMlimimMIIMIIIMMMMIMmuilllMIIIIMIimillWMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIMMIIIimiHlimiimiMIIHMH ««•«•« Bóndi í Kjós fellur niður stiga og bíður bana Var aS Icggja af stað heimleiðis af kjörstað Það sorglega slys varð á kjörstað í Kjósinni á sunnu- daginn, að Jón Ólafsson, bóndi að Vindási, féll niður stiga, með þeim afleiðingum, að höfuðkúpan brotnaði, og and- aðist hann í sjúkrahúsi í gærmorgun. Kosning fór fram í hinu nýja skólahúsi sveitarinnar, norðan Laxár, skammt frá Laxárbrú. Er hús þetta ekki enn fullgert, vantar handrið- ið á stigann og ekki tókst að koma ljósum í lag fyrir kjör- daginn. Hins vegar var Jón kunnugur í húsinu, og er gizk að á, að hann hafi fengið að- svif. Jón var í þann veginn að leggja af stað heim til sín, er slysið varð. Klukkan var orð- in nær átta, og orðið skugg- sýnt. Stiginn er í tveimur á- föngum, og var Jón í efstu þrepunum. er hann steyptist iniður, og féll niður i neðri Iþrepin, rétt viö fætur tveggja m'anna, sem gengið höfðu nið ur á undan honum. Þegar var símað eftir lækni frá Reykjavík, og var Jón síðan fluttur í Landakots spítalann í Reykjavik. Þar ; andaðist hann klukkan hálf- sjö í gærmorgun. I Gert er ráð fyrir, að lík Jóns verðl flutt heim í dag. i Jón var maður hálf-fimmt- tugur. góður búþegn og mæt- ! ut- maður. Hann lætur eftir Jsig ekkju, Kristínu Jónsdótt- ur frá Sandi, og tvö ung börn. pilt og stúlku. Rauði Krossinn 25 ára Hinn 10. desember n.k eru liðin 25 ár síðan Rauði Kross íslands var stofnaður. í til- efni af því hefir þótt viðeig- andi að láta tímarit hans, Heilbrigt líf, koma út nálægt afmælinu, öll heftin í einu lagi. Af þessu tilefni hefir út- koma tímaritsins dregist nokkuð, og eru kaupendur beðnir að virða til betri veg- ar. Reynt hefir verið að vanda til ritsins eftir föngum. Af þeim ritgerðum, sem væntan lega birtast í þvi að þessu sinni, mætti nefna: Tennurn ar og fæðan, eftir Valtý Al- bertsson lækni, Vandræða- börn og vangefin. eftir Bald- ur Johnsen héraðslækni, Of- drykkja er sjúkdómur, eftir Alfreð Gíslason lækni. Komi ekkert óvænt fyrir, sem tefur útkomu ritsins, kemur það væntanlega út í næsta mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.