Tíminn - 08.11.1949, Side 1

Tíminn - 08.11.1949, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarjlokkurinn c~--------------- i Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda i. -----—-—— 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember 1949 240 blað Einkennilegt framferði útgerðarmanns: Sendir fjögur skip í aðra heimsálfu og rekur síðan áhafnirnar heim I’etta cr nýjasta nýtt frá Paris. Skór þessir voru á tízku- sýningu, sem nýlega var haldin í London. Skórnir eru úr sléttu skinni og með leðursólum. Á hinum háa hæl er út- skurður skreyttur gylltu flúri. 4 skozkir sjómenn drukkna út af Jökli lok út ifið vinnia sísaa á líiiuvoiðaraninn Eastlmrn frá AlÐcrdeen Línuveiðarinn Eastburn frá Aberdeen varð fyrir brot- sjó út af Jökli snemma síðastliðinn laugardagsmorgun og tók út fjóra menn, og drukknuðu þeir allir. Kom línuveið- arinn til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið, en fór síðan til Skotlands. Skipverjar á Eastburn voru að leggja línur sínar 85 mílur út af Snæfellsnesjökli, er slysið varð. Var veður allsæmi legt, en nokkuð mikil alda. Allt í einu reið brotsjór yfir skut skipsins, og sogaði hann með sér fyrir borð fjóra menn, sem þar voru að vinnu sinni. Voru það skipstjórinn, er var sonur stýrimannsins á skip- ínu, bátsmaðurinn og tveir hásetar og var annar þeirra tengdasonur stýrimannsins. Tókst ekki að ná neinum þeirra. Var stýrimaðurinn í brúnni er þetta gerðist. Engar skemmdir urðu á skípinu við áfall þetta. Ráðstefna bif- reiðarstjóra Ráðstefna bifreiðarstjóra hófst í Reykjavík á laugardag inn var og er gert ráð fyrir að henni ljúki i dag. Er ráð stefna þessi haldin að tilhlut an Alþýðusambands íslands til þess að ræða skipulagsmál og kjaramál bifreiðastjóra og undirbúa landsamband þeirra. Helgi Hannesson for- seti Alþýðusambandsins setti ráðstefnuna. Hana sitja 28 fulltrúar félaga og félags- deilda víðsvegar að af land- inu. Aflalítið hjá Skaga- strandarbátum Frá fréttaritara Tímans á Skagaströnd. Frá því í október hafa 4 þil bátar og nokkrar trillur róið frá Skagaströnd en aflað treg lega. Fiskurinn hefir verið frystur. Kaupfélagið á Skagaströnd hefir að undanförnu verið að láta stækka frystihústjygg- ingu sína. Er viðbótarbygging ! in komin undir þak. | Undanfarna daga hefir ver , ið frem'ur slæmt veður og nokkur snjókoma þar nyrðra. Engin síld gengin í Hvalfjörð eða Sundin Bátur frá Akranesi lagði fyrir nokkru net i Hvalfjörð, Kollafjörð og sundin við Reykjavík, en varð ekki var síidar. Virðist af þessu sýnt, að engin síld er enn gengin hér inn, hvort sem hún kann að koma síðar í lraust eða ekki. Slífjpfn v«ni á Gra‘nlandsvciðiim í suiiiar tsflÉHtss saldsar Sketiim, e« cngum gjald- eyri skilað ísknzkur útjeríarRiaður, Bjcrgvin Bjarnason frá ísa- firði, tók sig í haust upp með fjögur skip sín og hélt til annsrrar heimrálfu. Mun hann ætla að gsra skip sín út í Nýfundnaiandi. Vcru islenzku sjómennirnir sóttir vestur fiugvélum, cn Björgvin ætlaði að ráða útienda fiskimenn á skipin. Mun það þykja furðulegt, að slikar ráðstaf- rr.ir skuli geta áít sér stað, ekki sízt þegar tekið er tillit tiJ þess, að sjómenn, sem unnu á þessum skipum í sumar, munu ckki hafa fengið kaup sitt greitt og gjaldeyri ekki f.kilað fra Græniandsfiskveiðum þeirra í sumar. Tíminn hefir af’að sér nckkurra upplýsinga um þetta mál. Fróðlegur skemmti- fundur Ferða- félagsins Cræulandsmynd Árna Stefánssonar og frásögn Stefáns Jónssonar Á Grænlandsmiðum. Skip Björgvins Bjarnason- ar, útgerðarmanns á ísafirði, Grótta, Richard og Huginn I og H, voru öll á Grænlands- veiðum í sumar. íslenzkir sjómenn voru þá á skipunum, og munu þau hafa selt afla !nn til skozks fyrirtækis, án nokkurs samráðs við íslenzk yfirvöld. Þegar leiðangurinn kom frá Grænlandi í sumar, var gjald eyriseftirliti bankanna ekki gefin nein skýring á þvi, hvað orðið hefði af andvirði hins selda afla og hefir engin slik skýring, né hin minnsta greinargerð yfirleitt, fengizt á þvi enn i dag. Sjó- mennirnir, sem á skipunum voru, fengu ekki kaup sitt greitt og.'hafa orðið að leita aðstoðar yfirvaldanna. Hörfað til fjarlægra vígstöðva. En sagan er þar með ekki nema hálfsögð. í haust lögðu þessi sömu skip af síað íil Nýfundnalands, og þegar þangað’ kom, voru íslenzku sjómennirnir rekn ir af, en til sícð að ráða er Ienda menn í staðinn. Síð an voru íslenzku sjómenn- irnir fluttir til Reykjavík- ur með flugvélum, en út- gerðarmaðurinn og skipin urðu efíir í Veslurálfu. Þegar hér var komið, munu ^msir, sem átt höfðu kröfur á fyrirtækin, þar á meðal ’ánstofnanir, hafa farið að verða alláhyggjufullir. Kom svo, að viðskiptamálaráðu- neytið kærðí útgerðina vegna tilmæla frá gjaldeyriseftirliti bankanna, sem vildi fá ein- ’averja vitneskju um hvað orð ið hefði af andvirði alls þess afla, sem þessi fjögur skip fengu við Grænland í sumar. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir afláð sér frá sakadómara, liggur sú kæra þar, og hefir ekkert verið hægt að aðhafast í málinu, nema að yfirheyrðir hafa ver ið ýmsir kunnugir menn hér heima. En höfuðpaurinn, Björgvin Bjarnason, er sjálf- ur víðsfjarri öllum þessum réttarhöldum, önnum kafinn við útgerð sína á Nýíundna- landi. Býst sakadómari við honum heim á næstu vikum, og er því dregið að gera ráðstafan- ir til að flýta för hans aftur til íslands. Hefir þetta farið fram- hjá ráðherranum? Hitt er annars óneitanlega furðulegt, að svo virðist sem sjálfur sjávarútvegsmálaráð herra, Jóhann Þ. Jósefsson, hafi alls ekki veitt þessari einkennilegu útgerðarstarf- semi athygli. Timinn hefir aflað sér upp lýsinga um það, bæði frá (Framhald á 2 síðu.J S | B-listafagnaður- [ inn að Hótel Borg 1 B-listafagnaðurinn að f Hótel Borg á fimmtudags- I kvöldið byrjar klukkan j hálf-níu með kaffidrykkju. | Meðan setið verður að borð j um flytja stuttar ræður | meðal annarra Rannveig I Þorsteinsdótíir, Hermann | Jónasson og Eysteinn Jóns I son. j Því næst skcmmtir = Brynjólfur Jóhannesson j leikari. Síðan verður sung- | ið og dansað. I Nú er þegar búið að j panta flesta aðgöngumiða í að kvöldfagnaðinum, enda | útrunninn hinn auglýsti i tími, er starf'» ólk B-listans i hafði forgangsrétt að mið ! unum. { Æskilegt er, að þátttak- j endur sæki aðgöngumiða j sína í flokksskrifstofuna í ! Edduhúsi í dag. Símar j skrifstofunnar eru 6066 og i 5564. 'uniiiiiiiiiiitiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiumniiM*.. Stefán Jónsson | Ferðafélag Islands hélt skemmtifund í gærkvöldi, og var þar sýnd Grænlandskvik mynd Árna Stefánssonar vél- virkja, en Stefán Jónsson fréttamaður sagði frá Græn- landsför Súðarinnar og dvöl- inni við Grænland. Var frá- sögnin öll hin skemmtilegasta og fróðle>asta, og kunnu sam komugestir honum og Árna Stefánssyni beztu þakkir .fyrir erindið og myndina. i Að loknu erindinu og sýn- ingunni var dansað, eins og venja er til j skemmtifund- um Ferðafélagsins. Sr.Guðmundur Guð- mundsson kosiim prestur í Bol- ungarvík Prestkosning fór fram i Hólsprestakalli í Bolungarvík íyrir sk^mmu og voru at- kvæði talin i skrifstofu biskups í gær. Umsækjendur voru aðeins tveir. Séra Guð- mundur Guðmundsson fyrr- lum prestur á Brjánslæk var 'löglega kjörinn með 258 at- kvæðum. Séra Sigurður M. .Pétursson fékk 45 atkvæði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.