Tíminn - 08.11.1949, Side 4

Tíminn - 08.11.1949, Side 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 8. nóvember 1949 240 blað Samvinrian og fram- leiðsluskipulag heimsins Undanfarin hundrað ár hef ir sú tizka verið við líði í hinum menntaða heimi, að tala um efnahags- og fram- leiðsluskipulag þjóðanna, sem kapitalískt, fasistískt, sócia- listiskt, kommúnistískt eða nazistískt skipulag. Menn hafa nefnV efnahags- og fram leiðsluskipulag þjóða sinna eftir „ismunum“, sem mæla með ýmsum efnahags- fram- leiðslu- og stj órnskipulögum. Þessi tízka hefir ekki leitt neitt gott af sér svo vitað sé. Þvert á móti. Menn hafa orð- ið svo uppteknir af að hugsa um hin ímynduðu sæluríki ismanna að við sjálft hefir legið að heimurinn tortímd- ist vegna þess. í Kína hefir verið barizt yfir ismum það sem af þessari öld. Á Spáni var barizt yfir þeim á milli heimsstyrjaldanna tveggja, og síðasta heimsstyrjöld átti að nokkru leyti rætur sínar að rekja til ismanna. Eins og út- litið er nú í heiminum sýnist ekkert líklegra en, að ef til annarrar styrjaldar dregur þá verði orsök hennar fyrst og fremst sú, að tvær stór- þjóðir vilja lifa eða deyja fýrir átrúnaðarisma sína. Mannlífið er ákaflega ein- kennilegt og sumlr vegir þess eru órannsakanlegir. Er það t. d. ekki einkennilegt, að menn og heilar þjóðir skuli fylgja ismunum af svo miklu ákaflyndi og svo mikilli biindni, að fceir séu reiðubún- ir að stofna sjálfum sér í glötun og eyðileggja framtíð, ekki aðeins sinnar eigin þjóð- ar, heldur alls heimsins fyrir þessa isma sína? Er þetta ekki einkennilegt þegar þess er gætt, að fleira er líkt en ólíkt með efnahags- fram- leiðslu- og stjórnskipulögum þjóðanna, þrátt fyrir hina ýmsu isma, sem sumir þeirra byggja svo mikið á? Er þetta ekki einkennilegt þegar þess er gætt, að e>n hefir heim- urinn ekki séð einn einasta hagfélagsisma framkvæmd- an þannig, að grundvallar efnahags- og .framleiðslu- skipulagi þjóðanna hafi verið bréytt að nokkru verulegu leyti? Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir alla isma þá er og verður efnahags- og framleiðslu- skipulag heimsins alltaf byggt á ósjálfráðri samvinnu manna, stétta og heilla þjóða. Efnaskiptingunni breyta, einstökum framleiðsluháttum má breyta, stjórnarfari má breyta, og lögum má breyta. En grundvellinum undir efna- hags- og framleiðsluskipu- lagi heimsins vetíur ekki breytt. Einstakir menn, allar stéttir og allar þjóðir eru nauð beygðar til að lúta grund- vallarlögmáli framleiðslunn- ar sjálfrar og byggja fram- leiðslu- og hagskipulag sitt á ósjálfráðri samvinnu. Hin ósjálfráða samvinna er alls staðar. Það skiptir litlu máli hvort við lifum í Rússlandi komm- únsmans, á Spáni fasismans, í Englandi sósir^ismans, í Bandaríkjum kapitalismans, eða í Gyðingalandi samvinn- unnar: við búum í öllum þess- um tilfellum við efnahags- og framleiðsluskipulag, sem grundvallast fyrst og fremst Eftir Hanncs Jónsson félagsfræðing á ósjálfráðri samvinnu. Þessi ósjálfráða samvinna er milli einstaklinga, stétta og heilla þjóða. Efnahagsafkoma einstakra þjóða byggist að svo miklu leyti á efnahagsafkomu ann- arra þjóða, að efnahagsleg einangrun þeirra er algjörlega óhugsandi i nútíð og framtíð. Þjóðirnar verða að vinna sam jan að framleiðslu neyzluvara jheimsins. Þessi samvinlia er í því fólgin, að ein þjóð leggur áherzlu á að framleiða á- kveðnar vörutegundir. Danmörk leggur t. d. mesta áherzlu á landbúnað, Banda- rikin á iðnað, ísland á fiski- veiðar, Tékkóslóvakía á iðnað, England á verzlun og iðnað, o. s. frv. Þessi lönd miða fram leiðsluskipulag sitt við það að framleiða tilcölulega fáar gjaldeyrisvörur, sem þær nota» svo til viðskipta við önnur lönd, sem miða framleiðslu- skipulag sitt við að framleiða aðallega einhverjar aðrar vörutegundir. Þannig er ósjálf ráð samvinna milli þjóðanna. Ein þjóðin sérgreinir fram- leiðslu sína í þeirvi vissu, að önnur þjóð hafi sérgreint framleiðslu sína í einhverri annarri vörutegund. verzlun eða aðrar starfsgrein ar af því að verkaskipting nútímans hefir komið á ó- sjálfráðri samvinnu milli at- vinnustéttanna við fram- leiðsluskipulagið. j Sama máli gegnir með þjóð félagsstéttirnar. Efnahags- afkoma þeirra byggist fyrst og fremst á ósjálfráðri samvinnu. ,Hafliði sjómaður veiðir fisk- inn, en Jón fisksali selur ^hann; Guðmundur bóndi yrk jir jöröina, en Grímur kaup- j félagsstjóri selur markaðsvör ^urnar fyrir hann. Sigurjón húsasmiður byggir húsin, en ■ Ólafur húsgagnasmiður smíð- jar húsgögnin; Einar verka- maður hleður og afhleður skipin, léggur vegi, grefur grunna fyrir húsum o. s. frv., en Andrés klæðskeri saumar fötin. Þannig mjitti lengi telja. Atvinnustéttj/nar vinna hver ,sitt starf innan fram- leiðsluskipulagsins og skipta síðan á framleiðsluvörum sín um og gjaldmiðli, sem gerir þeim fært að kaupa fram- leiðsluvörur hvaða atvinnu- stéttar sem er. Þannig er grundvöllur framleiðsluskipu lagsins ósjálfráð samvinna. Sjómaðurinn fæst ekki við landbúnað, húsabyggingar, Hagskipulag heimsins — Samvinnuskipulag. Hin ósjálfráða samvinna manna, stétta og þjóða við framleiðsluna er sennilega eini vísindalegi grundvöllur- inn fyrir einkennum fram- leiðslu- og hagskipulags ]>cims ins. Það er augljóst mál, að ekki er hægt að tala um hagskipu- lag heimsins sem sósíalistískt, fasistískt, nazístískt, komm- únistískt, eða kapitaliskt. Ef hagskipulag heimsins væri sósialistískt eða kommúnis- tískt væri þjóðnýtingin mest áberandi í framleiðsluskipulag inu; ef það væri fasistískt eða nazitískt væri hlutafélags rekstur undir ríkiseftirliti og takmörkuð þjóðnýting mest áberandi í framleiðslu- og efnahagsskipulaginu; og ef það væri kapitalískt þá væri einkareksturinn öllu ráðandi í framleiðslu- og hagskipu- lagi heimsins. Staðreyndin er jhinsvegar sú, að í heiminum er sambland allra þessarra rekstursforma. Því ber ekki að neita, að hægt væri að tala um fram- leiðslu- og hagskipulag ein- stakra þjóða sem mest megn- is eru sósíalistískt, fasitískt, kapítalískt eða kommúnis- tískt. En er talað er um fram- leiðslu- og hagskipulag alls heimsins þá er augljóst, að það er ekki hægt að skorða það við einn eða neinn þess- ara isma. Hins vegar mætti vel tala um framleiðslu- og hagskipulag heimsins sem samvinnuskipulag, þ. e. að mest einkennandi atriði hag- skipulags heimsins sé verka- skiptingin, sem í eðli sínu er byggð á ósjálfráðri samvinnu milli einstaklinga, stétta og þjóða. Þetta kemur til af því, að ósjálfráð samvinna i formi verkaskiptingarinnar eða sér- greiningar framleiðslu þjóð- anna er mest áberandi og ein- kennandi þáttur alls fram- leiðsluskipulags alls heimsins. Framh. Ég gat þess um daginn, að í Mbl. hefði gætt nokkurrar óþreyju eftir því, að Rannveig Þorsteins- dóttir færi að efna kosningaloforð sín. Víkverji hafði engan frið fyr- ir bréfum, sem gengu eftir þeim efndum. Það er vel, að menn hlakki til að stefna Framsóknar-1 manna fái að ráða, — en sumir j munu kvíða því, ef íhaldið kemur einhverju fram. En nú hefi ég ver- ið beðinn að koma á framfæri skilaboðum til frú Kristínar Sig- urðardóttur. Mbl. hrósaði Heimdalli af því litlu fyrir kosningar, að hann hefði náð inn 600 nýjum félögum í haust. Ég hefi bent á það, að þess- um félögum er meðal annars náð á þann hátt, að safna áskriftum fyrir Heimdall í skólum bæjarins, gegn þvi, að hverjum þeim, sem leyfir að láta skrá nafn sitt í bæk- j ur Heimdallar, er heitið ríflegum afslætti af aðgöngumiðum að kvöldskemmtunum „Bláu stjörn- unnar“ í Sjálfstæðishúsinu. Þetta mun ekki vera byggt á samning- um við Bláu stjörnuna, heldur Sjálfstæðishúsið, sem tekur þennan halla á sig, en eins og allir vita, veitir Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra undanþágu frá lög- um, svo að Sjálfstæðishúsið megl selja vín á þeim skemmtunum öll- um. Það mun vera arðvænlegasti rekstur hússins og þá sennilega sá, sem ber uppi áskriftasöfnun Heim- dallar, og þann tilkostnað, sem henni fylgir. Nú eru þetta bara ágizkanir um þátttöku hússins í þessum kostn- aði, því að enga reikninga hefi ég séð, en einhver borgar þetta. Ef það er ekki Sjálfstæðishúsið, er það sennilega félagssjóður Heim- dallar, hvaðan sem honum koma tekjur, eða kosningasjóður Sjálf- stæðisflokksins. En ég lít svo á, sem bókfærsla þessara atriða sé nánast innanbæjarmál hjá íhald- inu, og málið í heild horfi eins við almenningi, hvernig sem það er í bækur fært. Fyrstu bekkir framhaldsskólanna eru barnaskólar, þar sem eru ófull- veðja og ósjálfráða börn, 13—15 ára gömul. Veit ég vel, að sumt af þeim hefir ákveðnar stjórnmála- fkoðanir. Um þetta er ekki nema gott að segja og það fólk er lík- legast til að hafa framvegis sjálf- stæðar stjórnmálaskoðanir, hversu lengi sem það heldur sinni barna- trú. En meginhluti barna hefir eng ar stjórnmálaskoðanir og vafasamt að kaupa þau með ódýrum böll- um til að ganga á hönd ákveðn- um stjórnmálaflokki. Og nú hefi ég skýrt málið og þá er ég kom- inn að skilaboðunum til frúarinnar. Ég hitti tvœr konur úti í bæ og þær höfðu talsverða trú á dugn- aði frú Kristínar Siguiðardóttur og vitnúðu í áhuga hennar á bind- indismálum og einbeittan vilja hennar til að sporna við því, að kommúnistar spilltu hjörtum ungl- inganna með guðlausum hugsun- um og saurugu tali. Og nú eru skilaboðin þau, að þessar konur treysti frú Kristínu til þess að taka fyrir þann sið, að hennar flokkur og hennar hús reki áfeng- issölu til að kaupa skólabörn inn í Heimdall fyrir ágóðann af brenni vínssölunni. Þær treysta því, þess- ar gcðu konur, að frú Kristín láti ekki börnin þeirra sjá fyrir sér drykkjuskap í hennar eigin húsi, Sjálfstæðishúsinu. Og það þarf ekki að biða eftir því, að þing komi saman, og ekki að sækja neitt undir menn 1 öðrum flokkum, — kommúnista, hálfkommúnista og þeirra vini, til að koma þessaTl sjálfsögðu siðabót á, því að hún er bara heimilismál. Húsfreyja Sjálf- stæðisflokksins, fulltrúi reykvískra mæðra og eiginkvenna, verður væntanlega ekki lengi að koma þessu í lag á hcimavigstöðvunum. Starkaður gamli. I Vinum mínum nær og fjær, jafnt samtökum sem ein- | | staklingum, þakka ég hjartanlega kveðjur allar og | 1 gjafir, heiður og ástúð á afmælisdegi mínum 4. nóv. | í s. 1., um leið og ég árna þeim allrar blessunar. Hveragerði, 6. nóv. 1949 Jóhannes úr Kötlum. E 5 uuMuitimmmmmmmmmmmimmimmiimimmimiimmmmmmmmiiiiimmiiiiiiitmmmmmimimu UTAN Ú R HEJMI Elzti maður heimsins Rússnesku blöðin hafa nýlega skýrt frá þvi, að elzti maður heims ins sé nú í Sovétríkjunum. Hann heitir Mahmet Buzakov og hefir verið bóndi að atvinnu. Hann varð nýlega 140 ára gamall. Konan hans, sem enn er á lífi, er 117 ára göm- ul og elzta barn þeirra, sem er dóttir, varð nýlega 100 ára. Alls eiga þau nú 112 afkomendur á lífi. Týnda borgin Leiðangursmenn frá American Museum of Natrual History hafa nýlega ferðast um Dauðadalinn svonefnda í Afganistan. För þeirra hefir borið þann árangur, að þeir hafa fundið rústir Peshawarun- borgar, sem undanfarið hefir geng ið undir nafninu týnda borgin. Á dögum Alexanders mikla hafði hún um 100 þús. íbúa, en síðar urðu náttúrubreytingar. er orsök- uðu algert vatnsleysi á þessum slóðum. Geysilega stórt landssvæði, sem nú nefnist Dauðadalurinn, lagðist í auðn og borgin var yfir- gefin og hefir hennar ekki verið leitað með árangri fyrr en nú. Márgar byggingar hennar, eins og vígi og musteri standa enn uppi og er búist við miklum straumi fornfræðinga þangað á næstunni. Fyrir níu krónur. Danska blaðið Information seg- ir nýlega eftirfarandi sögu frá Sví þjóð og segif að hún sé sönn. Kona ein, sem hafði keypt svefn- klefafarmiða með járnbrautarlest á stöðinni í Vesturási sagði var- færnislega um leið og hún tók við miðanum, að það væri víst enginn karlmaður í klefanum. Af greiðslumaðurinn svaraði: Nei. Frúin getun ekki ætlast til að hún fáj allt fyrir einar 9 krónur. j. Allt til aö auka ánægjuna Stofuskápar — rúmfastakassar 3 gerðir. Borð marg- ar tegundir, kommóður (ekki úr pappa). Eldhússtæði og sérlega góðir eldhúskollar ný komnir. Borðstofu- stólar væntanlegir í byrjun nóvember. Dívanar ýmsar stæröir og rúmstæði. Verzl. Ingþórs Sími 27 — Selfossi Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.