Tíminn - 08.11.1949, Síða 6

Tíminn - 08.11.1949, Síða 6
TÍMINN, þriðjudaginn 8. nóvember 1949 240 blað TJARNARBID Gullna borgin (Die goldene Stadt) 2 Hrífandi falleg og ahrifamikil | þýzk stórmynd frá Bæheimi, | tekin í hinum undurfögru Agfa | Wfe. g litum. Myndin er með scenskum texta. \ Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 >• r> ’ N Y J A B I □ Hin stórfenglega litmynd i með: Sýnd kl. 9. Tarzan og Græna i Gyðjan Ævintýrarík og spennandi I Tarzan mynd. Aðalhlutverkið | leikur hinn heimsfrægi íþrótta- i kappi Herman Brix GAMLA B I □ SARATOGA (Saratoga Trunk) 1 Bönnuð börnum innan 14 ára. | Sýnd kl. 9. Susie sigrar (Susie Steps Out) I Bráðskemmtileg og fjörug, ný, amerísk söngvamynd. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. Aukamynd: IÐNNÁM dönsk menningarmynd. Sýnd kl. 5 og 7. Hafnarf jarðarbíó | 1 >'' s . Kjatran O. Bjarnason sýnir ÍSLENZKAR MYNDIR kl. 7 og 9. Simi 9249. aiiHiiiMiMiuniiimiiiiiiiimiiiuitMntituuuuimniiHiu Ráðskonan á Grund | Vegna ótal fyrirspurna verður I þessi afarvinsæla og eftirsótta Ígamanmynd sýnd kl. 5, 7 og 9 I\ Tryggið yður aðgöngumiða i tíma. Sími 6444. : MlHiiHHHliiinnnunHirninru,mirimwnnnMff Snðrænir söngvar (Song of the South) Skemmtileg og hrífandi fögur kvikmynd í eðlilegum litum, gerð af snillingnum WALT DISNEY Aðalhlutverk: RutU Warrick Bobby Driscoll 0 Sýnd kl. 5, 7 og 9. mimiiiiifmmnn Gef mér eftir 5 konnna = Skrautleg frönsk gaman- | 1 mynd, sprenghlægileg : : Michelin Presle Fernand Gravey Pierre Renoir : jj Sýnd kl. 5, 7 og 9. I | S S iiiuiuuiiiiMiiiiiiimmiiiiiMNimmiiim^iiiiimimiiuii BÆJARBID í HAFNARFIRÐI [ s I Ástarglettur og i I ævintýri Brá.ðskemmtileg ensk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Anna Neagle Michael Wilding Tom Walls Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9184. TRIPDLI-BÍÖ Leynilögreglu- maðurinn Diek Tracy (Dick Tracy) Ákaflega spennandi amerísk leynilögreglumynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Frakkir félagar (In fast company) Skemmtileg amerísk gaman- mynd um fimm sniðuga stráka. Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1182. tiiiiiiiiiiiiiHimiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiimiiimuiH Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu). Það er óg talið, að Attlee hafi ráðið mestu um brottvikningu þeirra þingmanna Verkamanna- flokksins, er ýmist voru á mála hjá kommúnistum eða íhalds- flokknum. Þó er iangt frá því, að Attlee stjórni með harðri hendi. Hinsvegar er honum ljóst, að eng- in stjórn fær staðist, nema nokkr- um aga sér haldið uppi. Stefna Attlees. Einbeitni Attlees hefir nýlega sýnt sig í því, að hann hafnaði ákveðnum kröfum um kosningar 1 haust, en Bevan heilbrigðismála- ráðherra og ýmsir aðrir foringjar flokksins beittu *sér fyrir þeim. Það verður talið hræðslumerki af okkur, sagði Attlee, ef við látum kjósa nú. Við skulum bíða til vjrrs- ins og sýna, að við þorum að láta áhrif gengislækkunarinnar og sparnaðartillagnanna sjást áður en kosið er. Ef við töpum, þá skul- um við tapa heiðarlega. En ég vil heldur bíða ósigur en að stjórna þannig, að hægt sé að segja, að ekki hafi verið gert hið ítrasta til að tryggja viðreisnina og því ekki hlifst við að gripa heldur til rót- tækra ráðstafana en að hugsa um stundar vinsældir. Svo virðist, sem brezka þjóðin láti sér vel líka þessa stefnu Attlees. Ýms erlend blöð sögðu, að gengislækkunin myndi reyna á skilning og þegnskap brezkrar al- þýðu meira en flestar aðrar ráð- stafanir og hún væri þar að ganga undir eitt erfiðasta próf sitt. Það virðist hún ætla að standast, eins og flest hin fyrri. Og þessvegna fylgir hún líka Attlee, þótt marg- ir stjórnmálamenn hennar virðist honum glæsilegri og snjallari. Hún finnur hinsvegar, að hann er traustur og heiðarlegur og hikar ekki við að segja sannleikann. Þess vegna treystir hún honum og fylkir sér um merki hans. Eldurinn gerlr ekkl boð á undan lér! Þelr, «em eru hyggnlr, tryggja straz bjft Samvinnutryggingum Lækkun ríkisát- gjaldanna (Framhald af 5. siðu). þær tekjur, sem af honum fást, til greiðslu á ríkisskuld- unum, ættu þær að geta lækkað verulega. Þar meff myndi vaxta- og afborgana- greiðslur ríkisins lækka og þannig verða lækkun á rík- isútgjöldunum. Ýmsir kunna að telja, aff sumar þær ráðstafanir, sem hér eru nefndar, séu harðar affgöngu. En i slíkt óefni hef ir fjárhagur landsmanna komist, að þjóðin á enga aðra kosti, en verstur er þó sá að gera ekki neitt og bíða eftir hruninu og öngþveitinu. Verði líka ekki hafist handa um aff draga úr ríkisútgjöld- unum nú, kallar þjóðin í þess stað yfir sig aukna tolla og skatta og þaff mun reyn- ast henni þungbærara en að gera þær ráffstafanir, sem hér eru nefndar. Meff þeim skapast einmitt möguleikar til skatta- og tollalækkunar. X+Y. 48. dagur 7 Gunnar Widegren: Greiðist við mánaðamót af lestinni, segir hún og er hin viðskotaversta. Hún fer rétt eftir átta og bíllinn bíður flautandi hérna fyrir utan. — Er Teresa að leggja af stað í ferðalag? spyr Stella. Hvert er ferðinni heitið? — Þú heldur, að ég fari að skrifa það á nefið á þér? segir móðir hennar háðslega. — Jú, það vantaði ekki annað. — Jæja — fyrirgefðu forvitnina. Ég óska þér góðrar ferðar, segir Stella og læzt vera góðvildin sjálf, en hyggur þó á hefndir. Er frúin búin að tala við póst- húsið eða á ég að sjá um, að bréfin verði send til hennar. Móðir hennar gengur í gildruna. — Æ — ég hef alveg gleymt pósthúsinu^ segir hún. Og svo kemur nýja heimilisfangið. — Guð komi til, stynur Stella, rýfur sambandið í örvæntingu og slangrar inn í krókinn, þar sem „eld- hús“ hennar er. Nú tók þó í stóru hnjúkana, eins og Langa-Berta var vön að komast að orði. Þetta var sama utanáskriftin og Refur hafði skilið eftir, og hann ætlaði einmitt í tveggja vikna leyfi með sömu lest. Ferðinni var sem sagt heitið til Jamtalands — þang- að, sem almannarómurinn sagði, að fólk leggði leið sína' þegar það ætlaði að lyfta sér upp utan við sið- ferðileg lög og rétt. — Guð styrki mig í öllu, sem að höndum kann að bera, sagði Stella við sjálfa sig um leið og hún lét kaffibollana á bakkann. FIMMTÁNDI KAFLI Einn góðan veðurdag situr Lars heima hjá Karen systur sinni og leggur kapal. Hann vill kvænast Stellu. Nú veit hann loks, hvað hann vill. Ástin hefir fest ræt- ur í hjarta hans — gildar eins og eikarrætur, segir hann, þegar Karen lætur í ljós vantrú. Frá því þau voru i menntaskóla hefir hún verið ráðanautur hans og trúnaðarmaður í óteljandi ástarævintýrum og hjart- ans málum. Þau eru tvíburar og mestu samlokur. Hann spyr, hvort hún haldi ekki, að Stella sé stúlka með útþrána í blóðinu. Hvort hún myndi ekki geta lært að steikja flesk á teini, sjóða graut yfir opnu eld- stæði í fjallaskála, hrjóta í svefnpoka undir berum himni og klífa fjallatinda? — Jú — aðra eins fætur og hún hefir, svarar Karen, sem lært hefir réttu orðatiltækin. Og ég held líka, að hún gæti orðið myndarlegasta forstjórafrú. Ekki skyldi ég amast við því að fá hana fyrir mágkonu. — Nú — hvað er þá til fyrirstöðu? Ég manna mig upp strax á morgun og bið hennar í skrifstofunni, segir hann afdráttarlaust. — Bara eitt, Lars minn, segir Karen hlæjandi: Manstu, hvernig gamla manninum er við þetta skrif- stofudufl, sem hann kallar svo? Honum er ekki verr við neitt en það, að skrifstofufólkið sé að draga sig saman. Þú ættir að telja gamla manninum hughvarf, áður en þú biður hennar. — Já — en þarna hef ég hana alveg hjá mér, oft og tíðum, og hvernig ætti ég að svo að biða. Gamli mað- urinn..... — Þú veizt, hvað einþykkur og sérvitur pabbi hefir alltaf verið, og þó hefir hann aldrei verið verri en eftir uppskurðinn, segir systir hans. Hann færi aldrei ofan af því, að Stella hefði bara gifzt þér af því, að þú varst háttsettur maður í fyrirtækinu. — Hvað á ég þá að gera? stynur hann. Ég þori ekki að láta þetta dragast. Ég bauð henni í gær að borða með mér, en hún afþakkaði það. Hún þóttist ekki mega vera að því. Ég bað hana þá um að borða með mér seinna. En hún sagðist alls ekki geta þegið nein slík boð hjá yfirmönnum fyrirtækisins. Finnst þér nema von, að þetta taki á taugarnar? — Ágætt hjá henni, segir Karen. Hún þykist vera jafnoki þinn og vel það, og hún er ekki upp á aðra komin. En eigi ég að leggja þér ráö, þá myndi ég fyrst af öllu ráða þér frá því að leggja hana í einelti í skrif- i stofunum. Betra væri að bjóða henni hingað heim til

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.