Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 1
?k;■- ,V-*» Ritstjóri: Þkrarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarjlokkurinn I. Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. desember 1949 27G. blað Strákarnir vilja allir fá að taka í hendina á séra Friðrik og það leynir sér ekki að áhuginn er nægur fyrir hendi. (Ljósmynd Guðni Þórðarson) Mjólkurbúðirnar um / iólaheimsókn hjá séra Friðrik: iliiliillillilllllllllltlllllllliillillllltilirililiitiviiiiilili11111111111111111 Mjólkurbúðirnar í Reykja- vík munu verða opnar til kl. 4 síðd- á aðfangadag, en á jóladaginn verða þær lokað- ar allan daginn. Á annan i jólum verða þær opnar kl. 9—12 árdegis. Á morgun, að- fangadag, verður sett tvöfalt mjólkurmagn í búðirnar til þess að fólk geti birgt sig upp til jóladagsins. Vegna flösku- leysis verður ekki hægt að selja alla þá mjólk á flöskum, heldur verður fyrst sent út venjulegt magn af flösku- mjólk, en síðan verður mjólk in seld í lausu máli. Rjómi, sem fengizt hefir að norðan, verður settur í búðirnar á morgun, aðfanga dag, og verður hann skammt- aður, ldl. út á mjólkurskömmt unarreit nr. 40 meðan birgð- ir endast. Rjóminn verður að eins seldur í lausu máli, og ekki mældur á flöskur. í fyrradag og gær gekk held ur illa að ná mjólk til búanna austan fjalls og fékkst ekki mjólk nema úr lágsveitum , Árnessýslu og vestursveitum í Rangárvallasýslu. Nú hefir j færðin batnað aftur, svo að ] von er á nægu mjólkurmagni til bæjarins, ef færð spillist ekki aftur. Lokun bifreiða- stöðvanna um jólin i Bifreiðastöðvunum í Reykja vík verður lokað klukkan fjögur á aðfangadag og ekki opnað aftur fyrr en klukkan tiu árdegis á annan dag jóla. Næturakstur fellur niður tvær nætur. Meira en hálfrar aldar starf að baki í þágu íslenzks æskulýðs „Strákar eru jafn góðir nú og þeir voru 13111 aldamótin“ sejíir hann Það er einn félagsskapur í þessum bæ, sem oft er hljótt um og margir bæjarbúar vita harla lítið um þó að fá félags- samtök hafi gert reykvískri æsku meira gagn. Það er K. F. U. M. Og maðurinn sem stendur að baki þessa félagsskap- ar er æskulýðsleiðtoginn elskaði og dáði séra Friðrik Frið- riksson. Þó að aðrir menn hafi nú tekið við mörgum hinum daglegu störfum vegna samtakanna er það samt fyrst og fremst séra Friðrik sem á drengina í K. F. U. M. Blaðamað- ur frá Tímanum fór því í heimsókn til séra Friðriks i gær, í tilefni af jólunum, svo að lesendur Tímans geti lítillega kvnnst þessum einstæða manni, sem æskulýðurinn elskar, bæði sá sem var og er. Enginn auglýsingamaður. Þú veizt, að ég læt aldrei hafa neitt eftir mér í blöðun um, sonur sæll, segir hann um leið og komið er inn úr dyrunum. En komdu nú samt inn og við getum talað sam- an, — en ekki blaðaviðtal bæt ir hann við, reiðir hnefann og brosir sínu einstæða brosi sem enginn annar nær. Við vitum það líka að séra Friðrik er enginn auglýsinga- maður. Honum er ekki vel við að sjá nafnið sitt á prenti, ætlar af göflunum að ganga vogi einhver sér að tala vel um hann og hæla honum svo hann heyri til og ekki er hon um heldur gefið um að koma fram í útvarp þó að stöku sinnum hafi hann látið und- an þrábeiðni vina sinna í því efni. Þeir sem voru drengir og eru En gestrisni hans er alltaf jöfn. Hann lætur hana í té jafnt drengjum sínum sem eru og þeim sem einu sinni voru og eru raunar enn þó fulltíða menn séu. Það skiptir þá engu máli í hvaða tilgangi komið er. Jafnvel þó hann megi eiga von á illu umtali í blaði gleymist slíkt þegar til alvörunnar kemur. í herbergi séra Friðriks i K. F. U. M.-húsinu i Reykja- vík eru bækur svo að segja hvert sem litið er. Og þar sem ekki eru bækur eru skrifuð blöð eða óskrifuð blöð sem | Frásögn Tímans af örbirgð-1 | inni í fátækrahverfunum | | hefir vakið gífuriega athygli | { Margvíslegar gjafir bárust í gær, en út- I [ rýmiiig fátækrahvérfanna er hið eina, j I sem gctur forðað þjálifélagslegri ógæfu i Frásögn Tímaús af því örbirgðarástandi, sem ríkir | | á fjöida heimila í fátækrahverfum Reykjavíkur, hefir \ 1 vakið gífurlega athygli. Hefir komið í ljós, að margir I | hafa alls ekki haft hugmynd, hvernig ástandið er í 1 | rauninni orðið. Dæmj þáú, sem nefnd voru í blaðinu, I | voru, þó aðeins tekin af handahófi. Mörg hundruð | | lifa nú viðlíka lífi og þar var lýst, og eygja ekki neina 1 f von um annað skárra. llugur þessa fólks mettast smám = I saman hatri og beiskju til þess mannfélags, sem leik- i ur það svo grálega, þar sém algerður sljóleiki og full- | komin uppgjöf hafa þá ekki náð fullnaðartökum. Likam i legt hlutskipti þess er hungur og kuldi, og í kjölfar l þess hvers kyns sjúkdómar, kvefsóttir, lungnabólga, 1 berklaveiki og sjúkdómar af völdum næringarefna- f skorts. Framtíð þeirra barna, sem lifa þetta uppeldi | af, getur í mörgum tilfellum ekki boðið annað en það I lægsta, sem þekkist í lífi fólks í íslenzkum kaupstað. | Mikill fjöldi fólks hringdi í gær í skrifstofur blaðs- 1 ins og í heimasíma blaðamanna til þess að spyrjast f fyrir um fólk það, sem skýrt var frá, og heimilisástæð- | ur þess og annarra, sem líkt eru settir. Talsvert af f gjöfum, bæði peningar og fatnaður, barst blaðinu f einnig til úthlutunar, og sums staðar hafði starfsfólk 1 á vinnustöðvum skotið saman á myndarlegasta hátt. f Þessu var komið til skila í gærkvöldi. 2 Kona, sem mjög mikið hefir Iátið til sín taka í f mannúðarmálum Reykjavíkurbæjar, bað blaðið að f koma á framfæri þeirri hugmynd, að fólk, sem gæti | komið því við, biði fjölskyldum, sem enga jólagleði f geta veitt sér heima fyrir, til sín á aðfangadagskvöld, | og lyfti þeim þannig eina kvöldstund frá þeim útlejgð- | ardómi er þær eiga við að búa í þjóðfélaginu fyrir þá f eina sök að stríða við fátækt og heilsuleysi. Tíminn þakkar þessa mannlund og höfðingsskap, f og sannast hér enn, hversu hjálpfúsir og gjafmildir | Reykvíkingar eru. En því miöur koma hjálpsemi og I gjafir ekki nema fáu þessu fólki að öðru haldi en gleðja það í bili og lina um stundarsakir sárustu neyðina. | Ekkert getur bjargað því og börnum þess frá tortím- f ingu, nema betri húsakynni og viðunanleg atvinna, | en sjúkrahús- og hælisvist þeim, er þess þurfa. Allar = gjafir eru virðingarverðar og þakksamlega þegnar, en f stóru átökin geta ein bjargað því, sem enn verður | bjargað. lll•llllllllmlll•lllHllll IIIIIIIIIIIMllll — verið er að skrifa. Séra Frið- rik er alltaf ungur. Hann er alltaf að starfa og um þess'- ar mundir er hann þegar tími vinnst til að vinna að á- framhaldi af ævisögu sinni og sögum sem hann hefir ára tugi sagt drengjunum í K. F. U- M., eins og til dæmis Sölva sem kominn er út í tveimur bindum. Hinir fjölmörgu að- dáendur hans og bókmennta vinir bíða með óþreyju eftir áframhaldi af sögunum, en sjálfur segist séra Friðrik engu lofa. Æskan á líf hans og starf. Það er nú orðið meira en hálf öld sem séra Friðrik Friðriksson hefir starfað fyr ir æskulýð þessa bæjar. Auk þess hefir hann einnig starf að afar lengi fyrir æskulýð- inn í Hafnarfirði og einnig á Akranesi. Milli æskunnar á þessum stöðum hefir hann skipt sér og hún á hann, líf hans og starf. Vttað er og frá Danmörku að æskan þar vilji eitthvað í honum eiga en við (Framhald á 8. síðu). I. ..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.