Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 5
276. blað TÍMINN, föstudaginn 23. desember 1949 Bækur á iólamarkaði Föstud. 23. des. Að jólum Jólin og allur undirbúning- ur þeirra er orðinn mörgum manni verulegur þáttur dag- legs iífs í skammdeginu. Eng inn getur sagt, að jólunum sé lítill gaumur gefinn eða að þau komi ekki við menn. Hitt er annað mál, að skoð- anir munu vera skiptar um það, að hvað miklu leyti allt það umstang sé heppilegt og jólunum samboðið. Þó að nokkur svipur af braski og kaupmennsku sé á annari hlið jólaundirbún- ingsins er þó margt í há- tíðahaldinu eflaust samboðið kristnum jólum. En vel mættu rnenn hugleiða það með sér stund úr degi, að hve miklu ie.vti svo er. í kristnum löndum ætti jafnaðarkrafa og virðing fyr- ir rétti hins einstaka manns á að vera grundvöllur allra fé lagsmála. Og þess ættu menn ekki sízt að minnast á jól- unum. Þá ættu menn líka að muna það að verðmæti lífs- ins eru mismunandi dýrmæt. Við erum oft og einatt minnt á gildi þess,-að fá nógar hvíld arstundir, nógu hátt kaup, nógu góðan mat og svo frv. Það eru líka til lágmarks- kröfur, sem ekki má láta ó- uppfylltar um öll þessi atriði. Auk þess er jöfnuðurinn rétt- lætismál. Engan veginn er það æski- legt að menn , uni réttleysi sínu og sinna í þessum mál- um. ■ En hin daglega lífsbarátta, um öll þessi atriði má held- ur ekki deyfa tilfinningu manna eða glepja sjónir þeirra á því, sem er líka aðal- atriði og grundvöllur ham- ingju og farsældar. Mann- lífið á að vera samfélag frjálsra manna, jafnra við rétti, þar sem hver og einn fái sem bezt að njóta starfa og krafta sinna og þar sem ekki gleymist. heldur að iefegja rækt við andlegan þroska og ménn njóta frjáls- raeðis til þéirra hluta. Það er h^ett yi’ð.' a:ð,rija<5rgum gleymist gildi andjegS' lifs á þessum tímúm.' *• ÍÞó er þáðNÍsvo, að það eru einmitt hihax.-andlegu hliðar lifsins sera 'ráða svo óendan- lega mikíu ufn alla hamingju manna. Lífsyiðhorfið fer eftir þéim, lífSsktlningurinn og stefnan og framkvæmdin að verulegu ley'U. Því er það á- reiðanlegti,;^ð lækninganna við méihum Jqóðhfsins er að verulegunff írfbta að leita á hinu andlega sviði. Þó að efnahagúr manna sé yfirleitt gdður á íslandi og margir geti lifað í munaði og vellystingum er lífsgleðin engan veginn að sama skapi meiri en áðúr var, þegar lífs- kjörin voru fátæklegri. Þó eru vitanlega allar endurbætur og framfarir misheppnaðar að mestu leyti nema þær geri menn hamingjusamari. En þessi mistök stafa af því, að efnishyggjan hefir glapið menn og þeir hafa farið að vanrækja sálarlífið og þarfir þess. Margt getur skemmtilegt skeð. Skáldsaga eftir Ste- fán Jónsson. Stærð: 336 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 30.00 innb. — ísafoldar- prentsmiðja. Stefán Jónsslon er löngu orðinn þjóðkunnur höfundur og jafnframt vinsæll að ekki sé sagt ástsæll barnabóka- höfundur. Ég veit ekki hvort rétt er að kalla þetta barna- bók. Víst segir hún einkum frá stálpuðum börnum og höf- undur segir, að hún sé eink- um ætluð börnum og ungling- um og vinum þeirra. En hún mun vera skemmtileg og holl ur lestur hverjum sem er. Og mér er nær að halda að þetta sé bezta íslenzka skáldsagan, sem út hefir komið á þessu ári. Söguhetjan er eitt af vand- ræðabörnum Reykj avíkur. Það er tápmikill og hraustur ! strákur en ódæll og ófyrir- leitinn. Hann hefir misst móður sína, faðir hans er skipstjóri og drykkjumaður og býr með konu, sem ekki hefir líy>' á stjúpsyni sínum. Svo er drengurinn sendur í sveit og þó að á ýmsu gangi og mörg ævintýri gerist, lær- ir hann þar að meta starf og manngildi. Og þegar líður að sögulokum hefir hann lært það, að þó að heimurinn sé fullur af ranglæti læknar enginn ranglætið með því að vera ranglátur sjálfur. í þessari sögu eru ýmsar góðar persónulýsingar, bæði eldra fólks og yngra. Og því er lýst óvenjulega vel og satt hvernig leiksystkini og ann- að gott fólk verður aðkomu- piltinum til hj álpar. Frásögn Stefáns er alltaf létt og lipur, næm fyrir því sem spaugilegt er, eins og honum er lagið. Með þessari bók hefir Ste- fán Jónsson tryggt sér hefð- arsæti meðal íslenzkra sögu- skálda. Oft er kátt í koti. Tólf smáleikrit fyrir börn. Margrét Jónsdóttir þýddi og endursagði úr sænsku. Stærð: 87 bls. 18X11 sm. Verð: kr. 17.00 innb. Bóka útgáfa Æskunnar. Margrét Jónsdóttir er vin- sæll barnabókahöfundur. Þessi bók er með öllum hennar góðu einkennum létt- um og látlausum stíl og hreinu máli. Efni þáttanna er valið með það fyrir augum, að nokkra fræðslu megi veita um líf jurta og dýra einkum, og almenn lifssannindi. og undirbúningur þeirra kaup mannlegur gróðatími, ætti að mega vænta þess, að þau gætu átt þátt í því að beina sjónum manna og eftirtekt að því, sem skiptir þá mestu máli. Ef til vill hefir íslenzka þjóðin aldrei haft meiri þörf en einmitt nú fyrir það að geta átt hljóða helgistund og gefið sér tóm til þess að átta sig á því hvar lindir mannlegrar hamingju spretta upp. Ef þjóðin ber gæfu til þess, mun hún ganga farsæl móti framtíð sinni, starfsfús og starfsglöö, hófsöm í hátt- um og réttvís í skiptum. Þá Þórdís Tryggvadóttir hefir teiknað myndir í þessa bók. Jón Thoroddsen: Mað'ur og kona. Fimmta útgáfa. Steingrímur J. Þorsteins- son bjó til prentunar. Gunnlaugur Scheving gerði myndirnar. Stærð: 263 bls. 24X17 sm. Verð: kr. 70.00 og 80.00 innb. Helgafell. Helgafell gaf Pilt og stúlku út í fyrra í viðhafnarútgáfu með myndum eftir Halldór Pétursson. Nú kemur Maður og kona í hliðstæðri útgáfu. Og ekki þarf að fjölyrða um það, að vel er að þessar sög- ur séu gefnar út í viðhafnar- útgáfum og dreift sem víðast og rækilegast, því að það á að vera fastur þáttur íslenzkr ar menningar að vita skil á þeim. Trúað gæti ég því, að mynd ir Schevings ýmsar séu ekki við alþýðuskap í fyrstu. Þó er mikið lagt í þær sumar eins og til dæmis mynd sr. Sigvalda, þar sem hann rýn- ir í ræðuna og sýnist að megi hafa amen eftir efninu. En yfirleitt hefir listamaðurinn fylgt þeirri reglu að láta ekki andlitsdrætti persón- anna talá. Andlft/'all sést yfirleitt ekki á myndunum og þykir það eðlilega vöntun, því að öll erum við vön að lesa svipi og sálarástand manna allmjög úr andlitinu, þó að fieira komi til. Færi því vel á því, að listamenn legðu rækt við það lesmál líka. Helgafell hefir hér unnið að því að þjóðin tileinki sér enn sem fyrr sögur Jóns Thoroddsens og það er gott verk og farsælt. Þorbjörg Árnadóttir: Sveitin okkar. Stærð. 235 bls. Verð: kr. 50.00 innb. Norðri. Þetta er falleg bók að út- liti. Yfir upphafi hvers kapi- tula er teikning og eru þær hið bezta bókarskraut. Allar eru þær myndir efni bókar- innar viðkomandi, myndir úr íslenzkri sveit, frá lífi fólks- ins þar úti og inni og náttúr- unni. Efni bókarinnar eru endur minningar prestsdóttur í sveit frá bernsku og æskuár- um og segir hún sjálf frá. Þegar menn vita að höfundur inn er dóttir séra Árna Jóns- sonar á Skútustöðum virðist sjálfsagt flestum líklegt, að bókin sé minningar hennar sjálfrar. En hvort sem svo er að meira eða minna leyti, er það ekkert efamál, að þetta er lýsing á því, sem höfundur hefir sjálfur reynt og þekkt. Bókin er sönn og rétt lýsing frá íslenzku sveitalifi. Og þó að hlutunum sé lýst með rómantískum ljóma minn- inganna verður sagan í raun og veru ekki ósannari vegna þess, því að sú rómantík er sönn. Æskulíf i sveitum ís- lands hefir verið og er enn rómantík. H. Kr. Anglýstnjfnsíml TllHANS , Séu jólin eitthvað meira, eri mun hagsæld og hamingja átveizlur og _ drykkj uveizfúr verðá hlutskipti hennar. er 81300. HER KOMA NOKKRAR peraia- str ksvísur. Fyrst er J., sem hefir ort bæði íraman og aftan við það, sem gefið' var og vúl hafa vís- urnar svona heilar: Lýður hrópar langþreyttur, l.ictt er stjórnarh kið. Bkki kemur Ólafur cnn með pennastrikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Skyldi hann hafa skjótráður skrafað helzt til mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Lengi gat sá loftbelgur loforð veitt — og svikið. Ekki kemur Ólafur cnn með pennastrikiö. orðinn næsta auðmjúkur er hann fyrir vikið. Svo eru hér fimm höfundar, sem hafa vísurnar svona: Lýður verður langeygur, lengist betliprikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Oft sér maður einfaldur ætlar helzt til mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Verðbólgunnar vindbelgur víst hefir margan svikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Tíðum maður tregvitur talar heldur mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Enginn maður enn hþfur : öllu meira svikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. SVO ER HÉRNA smákvæði, níd langþráða strik, eftir „Þraínn;. Það er svo: Dýrtíðin nú drjúgum vex, daprast hugir menna. Ráðin þaú, er segja sex, ‘ I segist stjórnin kanna. Ólafur þó einn á ráð, er það pennastrikið. Hljómi þökk um lög og lár Láfa fyrir vikið. Nú brotinn penna Óli á ckki þætti mikið, þó ríkið bagga bæri þá, bara’ ef gerði’ hann strikie OG NÚ FARA JÓLIN í HÖND og þetta er síðasta blaðið fyrir þc, góðu hátið. Ég vil þvi enda rneíl því að óska öllum lesendum mír • um gleðilegra jólal. Ég vil osktv þess, að þessi hátíð geti fært okh ur nær þeirri gleði, sem göfugu.íf er, gleðinni þeirri, að finna sjálf an sig í heilbrigðu samræmi víS gróandi líf. Þrátt fyrir allt giy, og glamur og auglýsingabrag, seir. jólafastan hefir ekki alveg farið varhluta af fremur en stunduru áður, vona ég að jólahátíöin get’ minnt okkur á hin sönnu verö ■ mæti lifsins og eitthvað af þv». sem raunverulega er ómaksip': vert að sækjast eftir. GLEÐILEG JÓL! Starkaður gamlí Sextugur: Guðbjartur Ásgeirsson Hafnarfirði Tíminn fer hratt framhjá. Vikurnar liða, mánuðurnir og árin cðara en maöur gerir sér grein fyrir. Enginn getur skotizt til hliðar og látið nokk ur ár fara framhjá, en þó er engu likara en sumum takizt það. Maður verður ekki var við að sumt fólk eidist. Einn af þeim mönnum sem ekki eldist er sextugur í dag. Það er Guðbjartur Ásgeirsson i Hafnarfirði. Eg veit ekki hvort ég á heldur að kalla hann ljósmyndara eða matsvein. Hann hefir lengst af haft mat sveinsstörfin að lífsstarfi en er meiri ljósmyndari en flest- ir þeir, sem þykjast bera þann titil með meiri rétti. Guðbjartur er fæddur á ísafirði á Þorláksmessudag fyrir sextíu árum. Hugur hans snerist snemma til sjós og fór hann til starfa á sjónum þeg ar á unga aldri og hefir jafn- an reynzt þar traustur starfs maður og það sem lika er mikilsvert, elskaður og virtur af öllum starfsfélögum sín- um. Guðbjartur hefir líka í ríkum mæli til að bera þá eig inleika, sem gera menn vin- sæla hiá þeim, ssm tækifæri hafa t.il að kynnast. Eftir að Guðbjartur hafði stundað sjóinn um skeið fór hann í land og byrjaði að vinna við prentiðn og gerði það um nokkurt skeið- En sjóv inn kallaði hann aftur til starfa og um margra , árr„ skeið var hann matsvelnn í togurum frá Hafnarfirði. En þar hefir hann búið síðustu áratugina. En þó að Guðbjartur_S$uft£ aði sjóinn, gleymdi Ranrr aldrei hugðarefni sínu, ljó. - myndagerðinnl og hefir harn náð sjaldgæfum árangrf "* þeirri listgrein. Guðbj/artuú stundar Ijósmyndagerð nefni lega ekki sem iðn, heldur sem list og er því ekki neinjjjíts/, • * i > (Framh. á 6. síou.) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.