Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1949, Blaðsíða 3
276. blað' TÍMINN, föstuðaginn.23. desember 1349 3 Nú eru jólin alveg á næstu grösum. Tíminn fyrir jólin er venjulega svo fljótur að líða við alls kyns undirbúning, að maður veit ekki fyrr til en aðeins eru tveir, þrir dagar til þeirra, og þá er venjulega helmingurinn ógerður, sem gera þurfti, og síðustu dag- arnir verða samfleytt púl frá morgni til kvölds við hrein- gerningar, bakstur, sauma og fleira. Þetta mæoir venjulega mest á kvenþjóðinni, eins og allir kannast við, en karl- mennirnir sleppa að öllum jafnaði létt frá cllu þessu stússi, en njóta bara ánægj- unnar af öllu erfiðinu þegar fylling tímans er komin — þ. e. sjálf jólin gengin í garð. Annars er þessi hátíð eink- um hátíð barnanna, og því um að gera að hún verði sem ánægjulegust fyrir þau. Það eru annars skemmtilegar og skrítnar hugmyndir, sem sum börn gera sér úm jólin. T. d. man ég eftir, að ég ímyndaði mér þau alltaf sem einhverja veru, sem kæmi svífandi hægt og hægt — já, meira að segja mjög hægt! Það kann- ast allir við, hvað aðfanga- dagurinn er lengi að líða fyr- ir börnum, — og allan þenn- an óralanga tíma eru jólin að mjakast nær og nær — koma fyrst fram á fjallsbrúnina og halda síðan niður hlíðarnar, skjótast síðan inn i fjárhús og fjós og svo kl. G inn í íbúð- arhúsin- Annars er það dálítið leið- inlegt hvernig jólin eru að verða, — ekki hugsað um annað en að gefa nógu dýr- ar og miklar jólagjafir — í stað þess að takmarka gjaf- irnar, einkum við börnin, og ef fólk vill endilega gefa hvert öðru, þá væri ósköp hæfilegt að hafa það bara eitthvað smávegis, sem gam- an er að fá og sýnir, að vin- arhugur fylgir, — í stað þess að gefa eitthvað ægilega dýrt og fínt, svo að menn lenda í stökustu vandræðum að veita því viðtcku og standa í þakk- arskuld fyrir um aldur og æfi og finnst þeir alltaf þurfa að vera að borga fyrir. Því að eins og þar stendur: „Gjöf skal gjaldast, ef vináttan á að haldast". Nú þykir enginn maður með mönnum, sem gefur gjöf undir, — ja, að | minnsta kosti 50 kr., og svo , vitanlega allt þar fyrir ofan,; m.eira að segja eru til sögur, og það sannar sögur, um fólk, sem ekki hefir litið við að kaupa hluti vegna þess, að þeir voru of ódýrir, en þegar komið var með nákvæmlega sömu hlutina, og þeir sagðir | allmiklu dýrari, þá hefir það | hreint og beint ginið við þeim. Svo finnst fólki líka, að það geti ekki staðið sig við að gefa minna en næstu jól á undan, helzt meira, og nátt úrlega alls ekki minna en það hefir fengið. í sannleika sagt, þetta jólagjafabrjálæði er orðið hreinasta plága, eins og öllum kemur víst saman um, en enginn virðist hafa bol- magn til að breyta. Þetta lík- ist helzt snjókúlu, sem veltur niður brekku og hleður því meiru utan á sig, því lengra sem hún veltúr. — B. H. Verk, sem vert er að þakka Eitt merlcasta ritið, sern gef ið hefir verið út hér á landi á þessu ári, er tvímælalaust Illionskviða Hómers í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Með útgáfu þessari hefir almenn- ingi verið gefinn kostur á að eignast eitt mesta höfuðverk grískra bókmennta í þýðingu, sem jafnframt er eitt mesta afreks- og snilldarverk is- lenzkra bókmennta. Þótt þýðingar Sveinbjarnar á kviðum Hómers hafi verið taldar til merkustu atburða í íslenzkum bókmenntum hafa þær lengi veríð ófáanlegar. Illionskviða hefir aðeins ver- ið gefin út hér einu sinni eða 1855, en Odysseifskviða tvis- var, 1829—40 og 1912. Illions- kviða hefir þvi ekki verið fá- anleg á bókamarkaðinum svo áratugum skiptir og ekki nema sárfáir þvi átt kost á að kynnast hinni snilldarlegu þýðingu Sveinbjarnar. Fyrir fáum árum síðan hófst stjórn Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins handa um að gefa út þýðingar Svein bjarnar á kviðum Hómers.og fól þeim Kristni Ármannssyni og Jóni Gíslasyni að sjá um verkið. Árangur þessa var sá, að Odysseifskviða kom út í fyrra. en Illionsk. í ár Útg. er í alla staði hin vantíaðasta og hefir bersýnilega ekkert verið til þess sparað að gera hana vel úr garði. Mjög merki legar skýringar fylgja frá hendi þeirra Kristins og Jóns og jafnframt eru birtar all- margar myndir til fróðleiks- auka og prýðis. Allur frágang ur er eins góður og beztur þekkist hér á landi. Tilgangurinn með þessum línum er ekki að fjölyrða um kviður Hómers og þýðingu Sveinbjarnar, því að þess ætti ekki heldur að vera þörf. Til- gangurinn er fyrst og fremst sá að færa þeim mönnum, sem að útgáfunni hafa staðið, beztu þakkir fyrir að hafa gef ið þjóðinni kost á að eignast í annað sinn þessi snilldar- verk, sem um larcgt skeið hefir verið meginþorra hennar hul- inn fjársjóður. Og að lokum skal það sagt, að vilji menn gefa vinum sínum góða og ís- lenzka bók geta þeir enga val- ið aðra betri en þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum. Þær eiga skil ið að skipa sess með íslend- ingasögunum í bókaskápum þeirra, er unnia íslenzkri sögu og bókmenntum K. S. Þessi gullfallega myndabók með landlagsmyndum frá íslandi, er komin í bókaverzlanir. — ÍSLAND VORRA DAGA verður jólabókin í ár. Kaupið bókina strax E dag. I Því aöeins fá eintök verða til so!h fvrir iól. Im*MMMMM«»«*MM*M«M***»*******M**»«*M***M«*MM»*M»' ••••••♦••♦••«••♦•»•*••»••••••••««••••♦•♦♦' . »»*<• •*♦♦< .♦♦♦♦.•♦••«*«**«»*M*M«»*«»«*««*t«M«</ ♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< 8 1 «*♦•*♦«: ----♦«,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.