Tíminn - 28.12.1949, Blaðsíða 1
*l: f Mrsil
I s
Ritstjóri:
Þkrarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
r——■»•■»•—■»■■»■■»•■»— 1
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasimar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda 1
33. árgr.
Reykjavík, miðvikudaginn 28. desember 1949
278. blað
»
Ungur maður bíður bana
í bílslysi í Norðurárdal
Joppi, soiai í voru tvoir iirioðnr, vait á
lH*v»ju fvrir noðan bioinii Ilraiiiisnof.
Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi.
Um klukkan fjögur á annan dag jóla ók jeppabíll út af
þjóðveginum skammt neðan við Hraunsnef í Norðurárdal.
Voru tveir menn í bílnum og hlaut annar þeirra svo mikil
meiðsl, að hann andaðist þremur stundum síðar af völdum
heilablæðingar.
Bill þessi var jeppi með blæj
ur, D-60, og var hann að koma
vestan frá Gillastöðum í Döl-
um. Voru í honum bræður
tveir, Jóhannes og Sveinn
Kristvinssynir, til heimilis að
Víðimel 21 í Reykjavík, ætt-
aðir úr Húnavatnssýslu. Höfðu
þeir verið vestur á Gillastöð-
um um jólin, en húsfreyjan
þar var systir þeirra bræðra.
Slysstaðurinn.
Á veginum fyrir neðan
Hraunsnef í Norðurárdal er
beygja fyrir klett og lægð
sunnan við beygjuna. Var
hrímað svell á veginum þenn
an dag, en á jeppa þeirra
bræðra voru keðjur á brem-
ur hjólum.
Þegar kom fyrir klettinn
þarna neðan við Hraunsnef,
snerist jeppinn á veginum og
kastaðist út af honum. Er
brekka þar fyrir neðan, og er
álitið, að bíllinn hafi farið
tvær veltur. Lagðist yfirbygg-
ingin alveg saman.
Var með fullri meðvitund.
Bílstjórinn, Sveinn Krist-
vinsson, slapp lítið meiddur.
Kastaðist hann út úr bílnum
og losnaði alvég við hann.
Bróðir hans, Jóhannes, hékk
hálfur út úr jeppanum, er
hann stöðvaðist. Var hann
með fullri meðvitund og gat
með hjálp gengið af stað heim
að Hraunsnefni.
Hitaveitan frá
Reykjahlíð tekin
í notkun
Á aðfangadag jóla var heita
vatninu, sem leitt er frá
Reykjahlíð í Mosfellssveit í
aðalveituna frá Reykjum
hleypt á. Ekki er þó búið að
hleypa öllu því heita vatni,
sem ráðgert er að þaðan komi.
Rúmir 50 sek»lítrar koma nú
frá Reykjahlíð. Þegar búið er
að virkja allar borholur, sem
bærinn á þar, munu fást það-
an um 130 lítrar. Mikil bót
varð þegar að aukningunni
og hafa hitaveitugeymarnir
verið fullir á hverjum morgni
síðan, enda hefir veður ver-
ið milt. Þessi viðbótarleiðsla
frá Reykjahlíð mun kosta um
3 millj. króna fullgerð.
Frá Hraunsnefi var símað
til læknis í Borgarnesi, og kom
hann upp eftir um það bil hálf
tíma síðar. En þremur tímum
síðar andaðist Jóhannes, af
völdum heilablæðingar, að
læknirinn telur.
Mann tekur út
af togara
Það sorglega slys vildi til
á Halamiðum í fyrradag á
annan dag jóla að ungur
maður úr Vestmannaeyjum
drukknaði. Var það Brynjólf-
ur Guðlaugsson skipsmaður á
togaranum Bjarnarey frá Eyj
um. Lætur hamn eftir sig
konu og tvö börn.
Kyrrlát jól á
Akureyri
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Jólin á Akureyri voru kyrr-
lát fyrir slökkviliðið og lö-
reglu. Hvergi kviknaði í og
lögreglan þurfti ekki að sinna
neinum vandræðastörfum.
Veðráttan var hins vegar
ekki sem bezt um jólin. Hláka
gerði færð erfiða á götunum
en talsverður snjór hafði ver-
ið um hríð, áður en hana
gerði. í fyrradag fór svo aft-
ur að snjóa og í gær var mikil
snjókoma og illfært orðið um
götur bæjarins.
Tæknihjálp til
frumstæðra þjóða
Truman Bandaríkjaforseti
hefir lýst því yfir, að hann
muni innan skamms leggja
fyrir Bandaríkjaþing frum-
varp um tæknilega aðstoð til
ýmissa þjóða, sem skammt
eru á veg komnar í tækniþró-
un. Þessi hjálp mun fyrst í
stað einkum ná til ríkja í
Suður-Afríku og Suður-Ame-
ríku, því að þar er hjálpin tal
in brýnust.
Mynd þessi er af einu málverkanna á sýningu gamalla er-
lendrá mglverka í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lind-
argötu, sem opin er nú um hátíðarnar. Nefnist myndin
Heimkoma glataða sonarins og er eftir hollenzka málar-
ann Jacques Jordanes, sem uppi var 1593—1678. Mikil að-
sókn hefir verið að sýningunni undanfarna daga, enda er
hér um einstætt tækifæri að ræða, til þess að kynnast er-
lendri málaralist frá fyrri öldum.
Einstæð málverkasýning op-
in hér yfir hátíðirnar
Sigurður Benediktsson svnir f jörutíu mál-
verk erlendra ineistara frá fyrri ölduin í
■liróttahiisi Jóns Þorsteinssonar
Dagana fyrir jól var opnuð sýning á 40 gömlum
erlendum málverkum í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu- Á sýningu þessari gefur að líta ýmis ágæt mál-
I verk eftir ýmsa fræga málara, sem uppi hafa verið á
fjögurra alda skeiði allt frá því um aldamótin 1500. Er hér
um að ræða einstakt tækifæri, sem ekki hefir áður gefizt
hér á landi, til þess að fá að skyggnast inn í heim hinna
miklu meistara fyrri alda á sviði málaralistarinnar. Það
er Sigurður Benediktsson, sem komið hefir þessari sýningu
á, og segir hann svo í formálsorðum að sýningarskrá:
„Listaverk þau, sem hér um
getur, eru flest hingað kom-
in frá Englandi, en nokkur
frá Ítalíu, Frakklandi og Hol
landi. Með trausti, velvild og
fyrirgreiðslu góðra manna
hef ég aflað mér umráðarétt
ar á þeim um stundarsakir
með það fyrir augum að gefa
íslendingum kost á að eignast
þau, ef þeir vildu.
En nú er svo komið efna-
hag manna hér á landi, að
þeir, sem vilja, geta ekki, —
og er nú senn komið að skulda
dögunum. Virðist því ekki
annað bíða þessara mynda,
en að þær reytist héðan í
ýmsar áttir. Hef ég því afráð-
ið, áður en svo fer, að gefa
fólki kost á að sjá þær, og
hafa nokkrir vinir minir hvatt
mig til þess. Kann ég þeim
öllum hinar beztu þakkir fyr
ir heil ráð og ýmsa aðstoð
við undirbúning þessarar sýn
ingar. Vil ég þar sérstaklega
nefna Jón Þorsteinsson,
íþróttakennara, Jóhannes S.
Kjarval og Björn Th. Björns-
son, listfræðing, sem manna
bezt hafa dugað mér.“
Opin fram yfir hátíðir.
Sýningin verður opin frá
kl. 2—10 síðd. yfir hátíðirn-
ar. Slík sýning eldri
erlendra málara hefir ekki
verið haldin hér fyrr,
og íslendingar fengið mjög
takmörkuð tækifæri til að
kynnast þeim, þar sem hér
er ekkert opinbert jrólverka-
safn erlendra málverKa, og er
því ástæða til að hvetja fólk
til að sjá sýninguna. Þá er
einnig ástæða til að geta
þess, að sýningarskráin er
mjcg vel gerð og veitir mik-
ilsverða fræðslu.
Góður fiskafli
við Eyjar
í gær fór vélbáturinn „Leif
ur“ frá Vestmannaeyjum á
dragnótaveiðar og fiskaði vel.
Fékk báturinn 4 smálestir af
ýsu í þremur hölum. Þykir
sjómönnum aflalegt við Eyj-
arnar og bíða nú aðeins eft-
ir úrræðum Ólafs Thors svo
að útgerð geti hafizt.
Minni áfengissala
en í fyrra
Áfengissalan hjá Áfengis-
verzlun ríkisins varð heldur
minni í des. fyrir jól en að
undanförnu. í ár er salan 2,3
millj. kr. minni en á sama
tíma í fyrra. Tvo síðustu dag
ana fyrir jól seldist áfengi
fyrir 979 þús. en það er 23
þús. minna en í fyrra.
Aðalfundur Rækt-
unarfélags Norð-
urlands
Aðalfundur Ræktunarfélags
Norðurlands var haidinn. á
Akureyri 10. þ- m.
Auk venjulegra fundar-
starfa var rætt um að félag-
ið beitti sér fyrir búnaðar-
fræðslu, meðal annars í
framhaldsskólum i Norðlend
ingafjórðungi og var áætluð
nokkur fjárupphæð í þeim
tilgangi. Ennfremur var sam
þykkt svohljóðandi ályktun í
einu hljóði:
„Aðalfundur Ræktunarfé-
lags Norðurlands, haldinn 10.
des. 1949, lítur svo á, að
fræðslumálakerfi landsins
þurfi hið bráðasta gagngerðr
ar endurskoðunar, einkum
með tilliti til þess, að meiri
áherzla verði lögð á upp-
fræðslu og virka kennslu í
málefnum og störfum land-
búnaðarins og öðru því, er
snertir atvinnulíf þjóðarinn-
ar“.
Úr stjórninni gekk Stefán
Stefánsson, Svalbarði, og var
hann endurkosinn.
Fjárlögin ekki
saraþykkt enn
Franska þingið hefir ekki
enn samþykkt fjárlög næsta
árs. Umræður voru mjcg
harðar í gær. • Andstæðingar
stjórnarinnar, einkum kom-
múnistar, saka stjórnina um
það að auka fjárframlög til
vígbúnaðar á kostnað verk-
legra framkvæmda og endur-
reisnar atvinnulífsins.