Tíminn - 28.12.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.12.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 28. desember 1949 278. blaff Verzlunareinokun og samvinnurekstur Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verkalýðs- hreyfingin og sósíalistar leggja þann skilning í hug- takið arðrán, að það þýði fyrst og fremst, að verkamað- urinn fái ekki. sannvirði fyr- ir vinnu sína, að vinnuveit- andinn greiði honum aðeins lítinn hluta af verðmæti vinnu hans. En það er til tvenns kon- ar arðrán. Hið fyrst er vinnu launaarðránið, hið síðara milliliðaarðránið. Þessa hafa alþýðustéttir bæjanna á ís- landi ekki gert sér nógu góða grein fyrir. Enskir verka- menn og alþýðustéttir ýmsra annara þjóða, svo sem eins og Svíþjóðar, Sviss og Belgíu hafa hins vegar haft augun hjá sér varðandi báðar teg- undir arðránsins. Þeim skilst, aö það er eins auðvelt að arð ræna þær með milliliðaokri á verzluninni eins og það er auðvelt að arðræna þær af vinnunni einni saman. Þess vegna leggja alþýðustéttir þessara þjóða nú engu minni áherzlu á starfrækslu sam- vinnufélaga en verkalýðs- félaga. fslendingar hafa séð mörg augljós dæmi verzlunararð- ránsins. Þjóðin varð að þola embættislega verzlunarein- angrun um áratugi. Síðan tók við arðrán selstöðukaup- manna og arftaka þeirra. Þar við tók verzlunararðrán íslenzkra og hálfdanskra braskara, sem ráku verzlanir í ýmsum héruðum landsins og seldu hart nær allar vöru- ur á einouknarverði. Sama er að segja um fyrstu innlendu verzlaninrar í Reykjavík. Það var ekki fyrr en samvinnu- félögin fóru að mega sin ein- hvers í landinu, að milliliða- arðránið minnkaði verulega. Milliliðaarðrán skapast vegna einokunaraðstöðu. Milliliðaarðránið skapast fyrst og fremst vegna ein- okunaraðstöðu kaupmanna. Kaupmannsarðránið er í því fólgið, að leggja óhóflega mikla álagningu á innkaups verð varanna. Þannig verður hver króna alþýðustéttanna smærri, þegar þær fara að verzla við kaupmenn. Áður hafði kaupkrónutalan verið færð eins mikið niður og frek ast var hægt vegna vinnu- launaarðránsins. Þannig verða alþýðustéttirnar að þola hið tvöfalda arðrán. Einokunaraðstaða kaup- manna takmarkast oft eitt- hvað vegna samkeppni þeirra i milli. Þó gætir samkeppn- innar næsta lítils, ef einungis kaupmannaverzlanir eru við lýði í landinu. Kaupmenn hafa haft lag á að stofná kaupmannafélög og þar hafa þeir tryggt sér einokunarverð fyrir vörur sínar, enda þótt þeir í orði kveðnu þykist fylgja frjálsri samkeppni og þykist reka verzlun sína í samkeppni við aðra kaup- kaupmenn. Aðferðin, sem kaupmenn nota til þess að drepa heil- brigða samkeppni, er sú, að þeir stofna félög, sem á yfir- borðinu eru ósköp sakleysis- leg. Undir niðri eru þessu fé- lög hins vegar eins konar ein .okunarhringar.. Þannig eru Eftii* Haimes Jóusson félagsfræðing. félög eins og t. d. Félag mat- vörúkaupmanna, Félag vefn- aðarvörukaupmanna og Fé- lag stórkaupmanna. Þau vinna í orði kveðnu að frjálsri samkeppni en í raun og veru vinna þau fyrst og fremst að því að skapa kaup- mönnum sem hæzt verð fyrir vörur sínar, þ. e. skapa þeim óhóflega háa álagningu og oft einokunarverð. Heilbrigð samkeppni getur því ekki þróast, ef einungis kaupmenn ráða verzlunarmál unum. Félagssamtök þeirra sjá um að skapa einokunar- verð og drepa þar með heil- brigða samkeppni. Það er ekki fyrr en verzlun arfélög utan kaupmannafé- laganna eru stofnuð og starf rækt, að heilbrigð sam- keppni getur átt sér stað. Þau fél&j, sem örugglegast hafa unnið að því að við- halda heilbrigðri samkeppni, eru samvinnufélögin. Án þeirra og verðlagseftirlitsins, sem gildir til bráðabirgða; væri einokunarverð á hverri vörutegund í landinu vegna leynisamþykkta kaupmanna- félaganna. Söguleg dæmi um ein- okun kaupmanna. Hér skulu nú tilfærð nokk ur dæmi til staðfestingar því, sem sagt hefir verið um ein- okunarverð og kaupmanna- félög. Höfundur þessarar greinar var sendisveinn, afgreiðslu- maður og verzlunarstjóri við Vesturgötuútibú Silla og Valda um þriggja og hálfs árs skeið. Þetta var á þeim árum. sem Kron var að hefja starfsemi sína. Áður en Kron stofnsetti verzlun sina á Vesturgötu 33, var nokkurn veginn sama verð á öllum vörum hjá kaup mönnum í Vesturgötuhverf- inu. Væri einhver kaupmað- ur að brölta með lægra vöru- verð en hinir, þá var algengt, að annar kau.pmaður úr hverfinu hringdi til for- manns Matvörukaupmanna- félagsins, segði honum af „óþekkt“ viðkomandi kaup- manns og færi fram á, að stjórnin tæki i lurginn á hon um. Afleiðing þessa var venju legast sú, að kaupmaðurinn, sem þjóna vildi frjálsri sam- keppni, varð að hækka vöru- verð sitt, ella var hann rek- inn úr Matvörukaupmanna- félaginu. Einstakir kaupmenn úr Vesturgötuhverfinu áttu það til að vera „óþekkir“ við Mat- vörukaupmannafélagið.' Einn þeirra var Runólfur Sigurðs- son, sem verzlaði á Vestur- götu 52. Annar var Dagbjart ur Sigurðsson, sem um langt skeið verzlaði á Vesturgötu 42. Báðir þessir menn voru mjög illa séðir af félagi mat vörukaupmanna, og að lok- um fór svo, að Dagbjartur Sigurðsson og 4 aðrir kaup- menn í Reykjavík urðu svo óánægðir með matvörukaup- mannafélagið, að þeir stofn- uðu hið svokallaða „Litla verzlunarbandalag. Seldu þá almennt á lægra vöruverði en kaupmenn. Siðar fóru þeir aftur í Matvörukaupmanna- félagið. En þeir hafa alltaf verið illa þokkaðir af kaup- mönnum höfuðstaðarins vegna þess, að þeir sýudu í verki vilja sinn til að við-j halda frjálsri samkeppni í bænum. i En Litla-bandalagið olli Matvörukaupmannafélaginu ekki mikilla áhyggna. Óttinn við hið lága vöruverð Kron á fyrstu árum þess var hins vegar eitur í beinum Matvöru kaupmannafélagsins. Kaup- menn vissu, að tíminn mundi smátt og smátt draga með- limi Litla bandalagsins aftur inn í Matvörukaupmanna félagið. Hins vegar voru þeir fullvissir um, að þeir gætu al drei fengið Kron i félag sitt. ] Þess vegna yrðu þeir að keppa við þetta félag neyt- enda. Þeir sáu því fram á, að dagar einokunar matvöru- kaupmannafélagsins væru taldir nema því aðeins hægt I væri að drepa samvinnufélag 1 neytenda í bænum. Baráttan viff Kron. Kaupmenn ákváðu, að eina varanlega tryggingin fyrir einokunaraðstöðy sinni væri að drepa Kron. Gerðu þeir allt, sem þeir gátu til að koma hinu unga neytenda- félagi alþýðunnar í Reykja- vík fyrir kattarnef. Þeir rægðu það fyrir viðskiptavin um sínum dags daglega, köll- uðu það einokunarfélag, svindlfyrirtæki; sogðu það hafa lélegar vörur og verra starfslið og njóta þar fyrir utan bæði skatta og innflutn Sveinn frá Fossi talar við okk- Svo hefir það alltaf verið með ur hér í baðstofunni í dag um mennina — og er likast til bezt gamalt og nýtt. í þessu lífi. ingsfriðinda. Fólk hlýddi á raus kaupmanna í búðunum og margir trúðu áróðri þeirra. En kaupmenn voru ekki á- nægðir með árangurinn. Kron hélt velli. Þess vegna fóru kaupmenn brátt að nota nýtt vopn í baráttunni við Kron. Þetta var að lækka vöruverðið niður í kostnað- arverð á einstöku vöruteg- und, sem lítið seldust, benda síðan á verð þessarar vöru hjá sér og Kron, slá svo fram kattarröksemdum eins og þeim, að úr því að verð á þessari vörutegund væri hærra hjá Kron, þá væri vöru verð kaupfélaga almennt hærra en vöruverð kaup- manna. Kaffibætisgrýlan- Höfundur þessarar greinar man sérstaklega eftir fram- kvæmd þessa herbragðs í sam bandi við kaffibætissölu. Verð á kaffibætisstönginni hafði verið kr. 0.75 í Vesturgötu- hverfinu, allt þar til Kron stofnsetti verzlun sína. Kron seldi stöngina hins vegar á kr. 0.70. Nokkrir viðskipta- menn kaupmanna kvörtuðu yfir að þurfa að kaupa þessa vörutegund dýrari hjá þeim en Kron. Málið var rætt af nefnd kaupmanna. Sú ákvörð un var tekin að lækka sölu- verð kaffibætisins niður í kr. 0.65. Síðan átti að fylgja þess ari lækkun þannig eftir að ( benda á kaffibætisverð Kron og kaupmanna í hvert skipti, I „Gestrisni íslendinga hefir verið viðbrugðið, og má það til sanns vegar færa, þó þar hafi alltaf verið mismunur á með menn og heimili, eins og í sjálfu sér er eðlilegt. En nú á síðustu árum hafa samgöngutækin breytt þessu mjög, og menn stofnað hótel og greiðasölur víða um landið, og má segja, að þess- ar stofnanir séu búnar að taka við móttöku gesta, af búendum, síðan að bílarnir komu til sög- unnar og flugvélarnar, og fólk- ið þar með hætt að ferðast á hestum, eins og kunnugt er. Allt er þetta til bóta og hagn- aðar fyrir fólkið, sem þarf að ferðast, bæði að losna við vötn- in og að rölta á hestum hvernig sem viðraði, oft misjafnlega út- búið til að mæta illviðri, roki og slagveðri. Líka er þetta gott fyrir búendur, sem eru í gests- götu, að losna við umferðina, sérstaklega að vetrinum til vegna heyja, sem víðast er ekki of mikið af, eins og eðlilegt er, enda þótt nú sé orðið hægara með öflun þeirri en áður var, vegna tilbúna áburðarins. Ég, sem þessar linur skrifa, þekkti þá tíma vel, þegar ferðast var einungis á hestum eða gang- andi. Sjálfur bjó ég lengi í gests götu, og ferðaðist mikið, oft með marga hesta. Ég hygg, að enginn skóli í lífinu hafi verið að vissu leyti eins góður fyrir unga menn eins og að ferðast, og kynnast fólkinu og þeim heimilum, sem bezt voru með alla rausn og myndarskap, hvort sem gesti bar að á nótt eða degi, og alla þá lipurð, alúð og nærgætni bæði við menn og hesta. Svona ein- læg og elskuleg gestrisni hlaut alltaf að verða til lærdóms ung- um og gömlum, sem ferðuðust, og gera þá að betri mönnum en þeir hefðu kannske annars orð- ið. Líka mátti læra af þeim mönnum og heimilum, sem ekki kunnu að taka svona vel á móti gestum, og þó sérstaklega ferða- hestum. Á þessu hefir alla tíð verið mikill munur, sem í sjálfu sér er ósköp eðlilegt, því að öðr- um er gefið þetta og hinum hitt. Þegar menn voru á ferðalagi á sumrum þá var varla hægt að stoppa á bæjum nema þar, sem hægt var að fá haga handa hest- unum nálægt bænum, en til voru bændur, sem bjuggu í gesta götu og höfðu til þess vissa bletti þar heima við og jafnvel í túnvarp- anum, en hinir voru fleiri, sem ekki athuguðu það. Þetta var með lausríðandi fólk, en lesta- menn höfðu vissa áningarstaði eða haga handa þeim hestum. sem þeir voru með, og var sá hagi vanalega nokkuð langt frá bæjum, enda voru lestamenn með tjöld og nesti. Eftir að sím- inn kom í kringum landið voru mikil þægindi að honum fyrir ferðamenn og gestgjafa. I þeim hreppum, sem síminn er kominn á hvert heimili, hafa búendur af því mikil þægindi og geta ráðið ráðum sínum með eitt og annað innan hrepps og spar- að margar sendiferðir á milli bæja, og ef að þarf að sækja eða senda éinhvern hlut á milli bæja þá geta menn komið sér saman um að senda frá báðum bæjunum. Þar sem er mjólkur- sala geta menn pantað það, sem þarf úr búð og fengið það sent með mjólkurbíl heim í hlað. Allt er þetta hægt í gegnum símann og því þyrfti hann að komast sem fyrst á hvern einasta bæ í landinu, og þó fyrr hefði verið. I Eins og kunnugt er, hafa bænd ur verið að eignast búvélar eða vinnuvélar, hver um annan þver an þessi síðustu ár, og er það vel farið, og vinnuvélar þurfa að koma sem fyrst á hvert sveita heimili í landinu ,en jafnframt því er alveg eins nauðsynlegt fyrir bændur að eignast skýli yf- ir vélarnar að vetrinum til. Góð- um bændum hlýtur að þykja eins vænt um vélarnar sínar eins og hestana sína, enda koma þær í þeirra stað, og þurfa eins góða umhirðu ef vel á að Véra. Munið það, bændur góðir.“ Svo verður þá annað efni að bíða til morguns. Starkaður gamli. Þökkum innilega sýnda samúð viff andlát og jarffar- för móður okkar og tengdamóður ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Hól, Landeyjum. Guffrún-Brynjólfsdóttir. Ársæll Brynjólfsson Arndís Helgadóttir. Jón Sveinsson. sem neytendur Jcvörtuðu við kaupmenn um hærra vöru- (Framhald á 7. síOu) Jarðarför föffur míns SIGFÚSAR GÍSLASONAR frá Hofströnd fer fram fimmtudaginn 29. desember og hefst frá Dómkirkjunni klukkan 11 árdegis. Athöfninni verður útvarpað. Halldóra Sigfúsdóttir Flókagötu 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.