Tíminn - 28.12.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.12.1949, Blaðsíða 8
.ERLEJXT YFfRLIT“ f DAG Rússneshi einræSisherrann ,,Á FÖRWM VEGi“ í DAG: Eru að verða straunthvörf? C3. árg. Reykjavík 278. blað 28. des. 1949 z ÁSKORUN TIL REYKVÍKINGA | Frásögn Tímans af því, hvernig raunverulega er á- I statt í braggahverfum Reykjavíkur og öðrum bústöðum I hinna snauðu, hefir vakið mikla eftirtekt meðal bæjar- | búa. Fjöldi fólks liefir rætt þetta mál við mig síðustu I daga, og margir hafa látið af hendi rakna ýmsar gjaf- | ir til þessa örsnauða fólks nú um jólin. Slík afstaða er virðingar- og þakkarverð og sýnir I glöggt, hversu margir eru reiðubúnir til þess að leggja I nokkuð á sig til hjálpar þeim, sem í nauðir hafa rekið. = En til þess að breyta hinu óviðunandi ástandi þarf þó \ stærra átak. Fyrir því skora ég á Reykvíkinga hvern \ og einn, að kynna sér ástandið í braggahverfunum, og I taka þetta mál til umræðu í félögum og á mannfúnd- [ um og vinna að því á allan hátt að skapa það almenn- ingsálit, sem knýi fram róttækar aðgerðir og viðunandi = Iausn. Það ástand, sem nú ríkir, er blettur á þjóðinni, I ranglæti gagnvart nauðstöddu fólki, sóun á andlegum I ag líkamlegum þroska borgaranna og þjóðfélagslegt f afbrot, sem mun hefna sín á komnndi tímum. Þessari áskorun beini ég til allra borgara Reykja- I ;[ víkurbæjar, en vænti sérstaklega aðgerða af hálfu f presta bæjarins, lækna og kennara og þeirra, sem hafa | með liöndum hjálparstarfsemi og mannúðarmál. Reykjavík 27. desember 1949, Jón Helgason. .......................... dálfstæði Indónesíu viðurkennt Stórkostleg sýning í London 1951 Júlíana Hollandsdrottning ai alaði sér formlega við há- tíðlega athöfn í Amsterdam \ ldum yfir Indóneslu og h lland viðurkenndi þar með itndóneslu sem sjálfstætt lýð- veZdi. Dr. Hatta forsætisráð- ne ra Indónesíu var viðstadd vir er drottningin ritaði und- r ; firlýsingu um valdaafsal- 6 c g þakkaði fyrir hönd lands ;;íns. Hann óskaði þess einn- g i 6 góð sambúð og vináttu- ,engsl héldust milli þessara ianda. í gær voru svo mikil íatióahöld í höfuðborg Indó- nesra, þar sem fullveldinu var fagnað og lýst yfir sjálf- . tæöi Bandaríkja Indónesíu. Bretar hafa ákveðið að efna til mikillar sýningar ár- ið 1951 og verður hún haldin í London. Hefir þingið þegar samþykkt mikla fjárveitingu til hennar, svo mikla, að tal- ið er eins dæmi, að ríki leggi fram svo mikið fé í slíku skyni. Sýningin verður bæði almenn vöru- og framleiðslu- sýning og menningarlegs eðl- is. Verður þar lögð höfuð- áherzla á að kynna brezka list. Sýningin á að standa frá því í maí til septemberloka. Verður henni komið fyrir á auðum svæðum fram með Thems-fljóti, en slíkar eyður mynduðust margar á stríðs- árunum við sprengjuárásir Þjóðverja, og hefir ekki verið byggt í þær enn. Mörgum öðr um þjóðum verður boðið að taka þátt í sýningunni og verð ur þetta því alþjóðleg sýning að ýmsu leyti. Jólasveinn á kvik- myndasýningum Stjörnubíó tók upp þá ný- i breytni á annan í jólum, er það sýndi barnakvikmynd, að' láta jólasvein koma fram á leiksviðið í hléinu og skemmta börnunum með leik, söng og dansi. Kunnu börnin vel að meta þessa nýbreytni sem von jlegt var og fögnuðu jólasvein-. . inum ákaft. Piltur og stúlka leikin á Ákureyri Taft-efnið, sem er í þessum únfalda en fallega samkvæm- skjól þykir bæði fallegt og j ientugt. Snið kjólsins er nýj- asta tízka frá París. Leikfélag Akureyrar er ný- lega byrjað að sýna leikritið Pilt og stúlku eftir Emil Thor- oddsen. Leikstjóri * er Jón Norðfjörð. Var leiknum ágæt- lega tekið á frumsýningu. Eins og kunnugt er, sýnir Leikfélag Reykjavíkur Bláu káp- una í Iðnó um þessar mundir við ágætar viðtökur. Er þetta í annaö sinn, sem Bláa kápan er sýnd hér, í fyrra sinnið 1938. Efri myndin sýnir Birgir Halldórsson, Sigrúnu Magn- úsdóttur og Guðmund Jónsson i leikatriði í 3. þætti núna. Neðri myndin sýnir hins vegar Arnór Guðmundsson, Pétur Jónsson og Sigrúnu Magnúsdóttur í sama atriði 1938. — Bláa kápan er sýnd í kvöld. | Verklegar fram- kvæmdir fram eftir vetri Víðast hvar á landinu var einmuna tíð fram í desember svo að fé gekk úti og bænd- ur gátu unnið að margs kyns framkvæmdum. Úr Bárðardal er skrifað, að tíð þar hafi verið einmuna góð, og hafi það bætt mjög fyrir hart vor og stutt og slæmt sumar. Fé gekk úti fram í desember og var þess mikil þörf, þar sem hey eru víða með minna móti. Mikill fóðurbætir var keypt- ur í haust og fé þó fækkað. Á s. 1. vori varð að fresta ýmsum brýnurn framkvæmd- um vegna harðindanna og hefir nú verið reynt að bæta úr því í haust. Unnið hefir verið að byggingum og land- broti til ræktunar með jarð- ýtu og dráttarvél og höml- uðu frost ekki þeirri vinnu fyrr en komið var fram í nóv- ember. Einnig var unnið að Viðskiptasamningur Breta og Júgóslava Viðskiptasamningur milli Júgóslava og Breta var undir- ritaður í Belgrad fyrir nokkr- um dögum og gildir hann næstu fimm ár. Bretar selja Júgóslövum allmikið af iðnað arvörum og vélum, en fá í stað inn allmikið af timbri og málmum. Einnig var um líkt leyti undirritaður samningur um brezkar eignir í Júgóslav- íu og ráðstafanir þeirra. Egill Jónasson fimmtugur Egill Jónasson hinn kunni hagyrðingur á Húsavík varð fimmtugur í gær. Vísur Egils og kvæði, einkum af gaman- toga, eru nú landsfleyg, enda er fyndni Egils og hagmælska með afbrigðum. byggingum hér og þar fram undir desemberbyrjun. * Anægðir með síldveiðina Norsk blöð birtu um fyrrl bánaðamót heildarniðurstöð- una af síldveiðum Norð- manna hér við land á s.l. sumri. Samkvæmt opinberum skýrslum nam veiðin alls 223.760 tunnum. Norsku veiði skipin hér við land voru 254 talsins og að auki eitt flutn- ingaskip. Samtals fóru skipin 261 ferð milli Noregs og ís- landsmiða. Flotinn hafði 280.000 tunnur- Er það 2% meira en árið á undan og 82% af því magni, sem Sví- ar reiknuðu með að fá. Verð- mæti síldarinnar er 4 millj. sænskra króna. Rekstrarkostnaður S.Þ. Talið er að kostnaður við rekstur og starfrækslu á veg- um Sameinuðu þjóðanna muni verða minni á komandi ári en á því, sem nú er að líða. Stafar það sumpart af gengisfellingunni í Evrópu og eru útgjöld S. Þ. áætluð 37,1 millj. dollara árið 1950. Við þá upphæð verður þó að leggja áætlaðan kostnað við alþjóðastjórn í Jerúsalem, sem samþykkt var eftir að fjárhagsáæthm næsta árs var gerð og munu heildarútgjöld- in því nema um 44,6 millj. dollara. Námskeið Í.S.Í. % Axel Andrésson sendikenn- ari í. S. í- hefir lokið nám- skeiðum við eftírtalda skóla: Hólaskóla. — Þátttakendur voru úr íþróttafél. Hólaskóla og Umf. Hjaltá. 48 alls. Nám- skeiðið stóð yfir frá 17. nóv. til 11. des. í lo'k námskeiðsins þreytti blandað lið úr ofan- töldum félögum kappleik á Sauðárkróki við kapplið úr Umf. Tindastóll. Leikurinn fór svo, að Hólamenn og Hjalti unnu með 3:2. Eftir leikinn sátu keppendur í boði Tindastóls kaffisamsæti, sem haldið var á Hótel Tindastól- Við gagnfræðaskóla og barnaskóla Sauðárkróks. Þátt takendur 164. Við Hvanneyrarskóla. Þátt- takendur 85. Á öllum námskeiðunum var. mikill áhugi og árangur góð- ur. YFIRLÝSINÍG. Eg lýsi því hér með yfir, að ég hefi ekki óskað eftir leið- réttingu þeirri, sem höfð er eftir mér í dagbók Morgun- blaðsins þ. 21. þ. m. og hlýtur þessi frásögn því vera á mis- skilningi byggð. Hinsvegar hefi ég skrifað stutta athuga- semd undir fUllu hafni þ. 20 þ. m. og sent Morgunblaðinu og Alþýðúblaðinu til birting- ar. Sigríður Eiríksdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.