Tíminn - 21.01.1950, Side 6

Tíminn - 21.01.1950, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 21. janúar 1950 17. blað TJARNARBID Californla Afar viðburðarík og spenn- andi amerísk kvikmynd tekin í \ eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Barbara Stanwyck Ray Milland Barry FFitzgerald Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9 Reimleikar Sprenghlægileg gamanmynd í niéð hinn heimsfræga gaman-1 leikara NILS POPPE Sýnd kl. 3. N Y J A B I □ Skrítna fjölskyldan (Merrily we live) Pramúrskarándi fyndin og skemmtileg amerisk skopmynd gerð af meistaranum HAL RO- ACH, framleiðandi Gög og Gokka-myndanna. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Uppreisnin á SÍkilev Þessi æfintýraríka og spenn- andi mynd. Sýnd kl. 3. Bönnuð börnum yngri en 12 ára < Sala hefst kl. 11 f. h. Hafnarf jarðarbíó Fjárbændurnir í Fagradal Falleg og skemmtiieg amerisk stórmynd í eðlilegum litum. — Leikurinn fe rfram í einum hinna fögru, skozku fjalladala. Sýnd kl. 9 Síðasta sinn. Gög og Gokke I hinu villa vestri Sýnd kl. 7 Sími 9249 Bohéme-líf Falleg og skemmtileg þýzk '■ söngvamynd. — Danskur texti. \ Sýnd kl. 7 og 9. Hann, hún og Hamlet LITLA og STÓRA. Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. 5KU14Ú0TU Freyjurnar frá Frúarvengi (Elisabetu of Ladymead) Ensk stórmynd, tekin í eðlí- legum litum. Sýnd kl. 7 og 9. Fífldjarfur flug- maður (The fighting Pilot) Mjög spennandi og viðburða- rik amerísk kvikmynd. Sýnd kl. 3 og 5 Gættu peninganna Óvenjulega vel samin og leik in sakamálamynd spennandi frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Clifford Evans Patricia Roc Nýjar fréttamyndir frá Politiken Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Dansmærin Estrella Sýnd kl. 3. GAMLA B I □ Anna Karenina eftir Leo Tolstoy Ensk stómynd eftir hinni \ heimsfrægu skáldsögu. .. Aðalhlutverk: Vivien Leigh Ralph Richardsson Sýnd kl. 5, 7 og 9 Smámyndasafn Teikni- og gamanmyndir og j ; fræðslumyndin „Haust börn“. Sýnd kl. 3 Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Captain Kit Spennandi sjóræningjamynd. Aðalhlutverk: Charles Lawton Randolph Scott Barbara Hutton Bönnuð börnum innan 14 ára. j Sýnd kl. 7 og 9. r * \> . v' TRIPDLI-BID ( Island I lifandi myndum 1925 — 25 — 1950 ára afmæli Fyrsta íslandskvikmyndin tek in af LOFTI GUÐMUNDSSYNI Kvikmynd þessi hefir ekki verið sýnd í 25 ár. Sýnir m. a. FFiskveiðar, land búnað, ferðalög, ísl. glímu, fyrsta heimsflugið og m. m. fl. Hvernig leit þetta allt út fyr- ir 25 árum? Aukamynd: Hvaladrápið í FoFssvogi o. fl. VENJULEGT VERÐ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Sími 1182. Blekkingar Vísis... (Framhald af 5. síðu). kom svo leyfið fyrir hinu skip inu. í þessari frásögn blaðs- ins er sannleikurinn 50 pró- sent. „Fáir ljúga meiru en helming‘(. V. Stóreflis vörugeymsla og skrifstofubygging við höfn- iná. Sannleikskornið í frá- sögn blaðsins er, að hér er um að ræða dálitla stækk- un á vöruhúsi, sem Samband ið'xeisti fyrir mörgum árum, en hefir reynzt langt um of lítíð vegna aukins vöru- magns frá því fyrir stríð. í húsi þessu eru fóðurblöndun- arvélar og varð ekki undan því skotist lengur, vegna mjög aukinnar blcndunar og geymslu á fóðurvörum, að gera þarna nokkra stækkun. Húsbygging þessi, sem er fjarri því að vera „stóreflis vörugeymsla“, hefir svo að kálla • ekki farið af stað á liSná árinu, og því litlu verið eytt af efni til hennar. Skrif- stofubyggingu hefir enginn heyrt nefnda i þessum við- auka, heldur aðeins rýmkun á geymslurúmi í einnar hæð- ar húsi- Byggingar þessar og fram- kvæmdir, sem „blað heildsal- anna“ gerir mest veður út af, eru að mjög verulegu leyti gerðar fyrr en á síðastliðnu ári, svo er um skrifstofuhús við Sölvhólsgötu, og ullar- verksmiðja og ullarþvottahús hefir verið í smíðum frá því 1947 og gert að ráði Nýbygg- ingarráðs, eins og vöruflutn- ingaskipið. Hækkun vél- smiðjuhúss og undirbúningur að stækkun vörugeymslu hef ir hinsvegar hafist á síðasta ári samkv. leyfi, en að henni er lengri aðdragandi og á- kvarðanir um þessar fram- kvæmdir. Hefir því verið hóf lega í sakirnar farið af hálfu S.Í.S. og þeirra, éem leyfin veittu, en þau ummæli eiga ekki jafnvel við alla þá, er sótt hafa á um stórfram- kvæmdir á seinasta ári. Vísishöf. og aðrir þeir, er skrifa í blöð á sama hátt, ættu að kappkosta að hafa meiri gát á tungu sinni, jafn vel þó að hætta sé nokkur á, að íhaldið biði ósigur annan sunnudag. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skdpa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. i umboðd Jón Fiyinbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aöra tíma eftir samkomulagi. Hver fylgist með tímunum ef ékUi LOFTPB’ WILLY CORSARY: 17. dagur Gestur í heimahúsum Af einskærri kurteisi afneitar maður sannfæringu sinni, dylur tilfinningar sínar, þaggar niður hugsanir sinar, at- yrðir barn, sem er of einlægt í orðum sínum, helgar tíma sinn fólki, sem helzt vill vera laus við mann — allt af tómri kurteisi. Hvers vegna misbýður fólk þannig mannlund sinni — drepur sálina í sjálfu sér, kæfir það bros, sem er líf og sannleikur? Stundum getur líf einhvers verið undir því kom- ið, að sagt sé eitt orð, sem kemur frá hjartanu, eða geisla frá sönnu brosi leyft að brjótast í gegnum skýin.... Hún stóð upp og tók að ganga um gólf. Hver vissi, hvílíkur sársauki og þjáning höfðu knúð Sabínu Nansen til þess að koma að Heiðabæ þetta kvöld! Ef til viH hefði ég getað bjargað henni, hugsaði hún. En ég vissi ekki einu sinni, að hún kom hingað. Það hefði ekki getað gerzt í gamla daga. En þá var ég ekki orðin frú Elsting — þá var ég aðeins ína Delente. Þá gat ég hughreyst marga og glatt, og kannske hefi ég þá forðað einhverjum frá þvi að gera það, sem Sabína hefir ef til vill gripið til. En nú er ég orðin virðuleg frú, sem hagar hverju orði og athöfn eftir föstum reglum. Og milli mín og þessarar konu stóð virðuleiki minn, nákvæmni í hegðun og auður — i mynd Jóseps. Hún stóð um stund við gluggann og starði í áttina að Lind arbrekku. í svipuðum sporum hafði hún staðið kvöldið áð- ur, er hún horfði i ljósið í gluggunum þar. Sabína Nansen hafði þá ekki setið þar við skriftir, eins og hún imyndaði sér, heldur þessi maður, sem beið í örvænt- ingu með kveðjubréfið 1 hendinni. Hvers vegna hugsa ég svona mikið um þetta? spurði hún sjálfa sig. Kannske er þetta ekki svo sérstaklega hörmulegt, og ég hefi aldrei séð þessa konu. Hún spurði ekki eftir mér á mánudagskvöldið. Hvað kemur mér þetta við? Minningu frá bernskuárunum skaut upp í huga hennar. Þá hafði hana dreymt um það að verða hjúkrunarkona. Hún ætlaði að helga líf sitt sjúkum og mæddum. Þessi æsku- tíraumur hafði veitt henni yndi, sem hún hafði aldrei síðan notið. Hún hafði séð sjálfa sig sem huggara og verndara þeirra, sem þjáðir voru. Nú stóð hún hér og hugsaði um þessa ókunnu konu, sem hún hafði aðeins heyrt talað um, og þá minntist hún aftur æskudrauma sinna og allra þeirra margvíslegu liknarstarfa, er hún hafði ætlað sér að inna af höndum. Henni fannst hún á ný vera orðin nátengd lífi samþegna sinna, og slikrar kenndar hafði hún ekki orðið vör árum saman. Henni fannst hún bera ábyrgð á velferð annarra, enda þótt þeir væru henni gersamlega ókunnír. Nú afréð hún að fara til Utrecht og ná tali af Felix. Klukk- an var orðin nær fjögur. Hún gat verið komin til borgar- innar innan klukkustundar, og Felix var sjálfsagt annað hvort i skrifstofunni eða kaffihúsinu, þar sem hann eyddi flestum tómstundum sínum. Hún ætlaði bókstaflega að draga hann heim með sér og yfirheyra hann. Hann mundi náttúrlega þræta fyrst i stað og reyna að ljúga sig frá vandræðunum. En hún þekkti hann svo vel, að hún gat greint á milli þess, er hann sagði satt og ósatt. Að lokum skyldi hann meðganga og segja henni allan sannleikann undandráttarlaust. Hún skyldi komast að því, hvað hann væri við þetta riðinn, og kæmist hún að einhverju, sem gat varpað ljósi yfir hvarf Sabínu, ætlaði hún að síma til Hooch læknis, svo að hann gæti sagt það hinum syrgjandi manni. Hún flýtti sér í kápu, batt klút yfir höfuðið og hljóp nið- ur í garðhýsið til þess að kveðja konu garðyrkjumannsins. Síðan settist hún í bil sinn og ók af stað. En í leynum hjartans tortryggði hún sjálfa sig. Hún var ekki viss um, að hún færi til Uterrht af einskærum áhuga á örlögum Sabínu Nansen. Var hún ekki að flýja vonbrigði sjálfrar sín — yfir ösku uppfylltra óska og vona? Það var í rauninni ekki ætlun hennar að fara aftur að Heiðabæ. Þegar . til kastanna kom, var hún ekki lengur gædd þeim hæfileika, sem þurfti, til þess að njóta þeirrar einveru, sem hún hafði þráð. Það var mjög heitt, og hana sveið í augun, þegar hún starði fram á veginn á móti golunni. Hún ætlaði að seilast eftir hlífðargleraugunum sínum. En skyndilega greip hún andahn á lofti. Hún hafði rekið höndina í rauða silkiklútinn, sem hún fann við svalirnar. Það var eins og henni hefði veriö gefið merki um yfirvofandi hættu. Hvernig hafði þessi rauði klút- ur komizt í bílinh? Kristján hafði stungið honum í vasann, og hann hlaut að hafa skilið hann eftir í bílnum, þegar hún

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.