Tíminn - 28.01.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 28.01.1950, Qupperneq 6
6 TÍMINN, laugardaginn 28. janúar 1950 23. blað TJARNARBÍD California 1 I V . / S Afar viðburðarík og spenn- J ; andi amerísk kvikmynd tekin í < ; eðlilegum litum. < Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. < Og' dag'ar koma Áhrifamikil og vel leikin amer- ísk kvikmynd. Sýnd kl. 5 og 7. Reimleikar Sýnd kl. 3. ©FSÓTTCR (Pursued) Mjög spennandi, viðburðarík og sérstaklega vel leikin amerísk kvikmynd frá Warner Bros. — Aðalhlutverkið er leikið af ein- um vinsælasta leikara, sem nú er uppi, ROBERT MITCHUM, ásamt Theresa Wright. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÚ IAnua Karenina j eftir LEO TOLSTOY. — Aðal- | hlutverk: l VIVIEN LEIGH Sýnd kl. 9. t gifting'ar- þönkum (Honeymoon) ; Ný amerísk gamanmynd, semí I gerist í höfuðborg Mexícórikis j ! og nágrenni hennar. s !; Sýnd kl. 3, 5 og 7. | ! Sala hefst kl. 11 f. h. j N Ý J A B í □ IFornar ástir og' nýjar La femme que j’ai le plus aimée í Bráðskemmtileg frönsk gaman- ! niynd um ástalíf fólks á ýms- j um aldri. Aðalhlutverk: Arletty < Mireille Balin S Sýnd kl. 7 og 9. j Gög og Gokke I á flótta Ein af þeim allra hlægilegustu. / Sýnd kl. 3 og 5. j Sala hefst kl. 11 f. h. í Flughetjurnar (Sky Devils) Bráðskemmtileg og spennandi amerísk gamanmynd. — Aðal- hlutverk: Spencer Tracy Sýnd kl. 9. Skóg'arfólk Falleg og skemmtileg amerísk litmynd. Sýnd kl. 3, 5 og 7. BÆJARBÍD IHAFNARFIROI j Mýrarkotsstelpan j Efnismikil og mjög vel leik- < in sænsk stórmynd, byggð á < samnefndri skáldsögu eftir hina ! frægu skáldkonu Selmu Lagerlöf ’ — Danskur texti. — Aðalhlutverk: Margreta Fahlén Sýnd kl. 7 og 9. Simi 9184 S Hafnarf jarðarbíó llppreisnin á Sikiley Ævintýrarík og spennandi mynd. — Aðalhlutverk: Arturo de Cordova Lucille Bremer Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. ; Vegna áskorana verður hin vinsæla mynd Steinblómið Sýnd í kvöld kl. 3 og 9. Gættn peninganna Aðalhlutverk: Clifford Evans Patricia Roc Nýjar fréttamyndir frá Politiken Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. Bönnuð börnum innan 16 ára. TRIPDLI-BID Sally O'Rourke Skemmtileg og spennandi am-' erísk mynd um kappreiðar og} > veðmál. — Aðalhlutverk: Alan Ladd Gail Russel Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Simi 1182. Umim&us s. Ræjarstjórnar- kosning'ar nar. (Framhald af 3. siSu). höfnuðum frú Sigríði Eiríks- dóttur, og svo má ekki vera. Eg er þess fullviss að þú les- andi góður, skoðar hug þinn tyisyar áður en þú kýst ann- an lista, en þann sem ber nafn frú Sigríðar Eiríksdótt- ur, sért þú ekki ánægður með ‘hehbrigðismál bæjarins. Haf- irðu t. d. einhverntíma staðið andspænis þeirri staðreynd að hafa sjúkling innan heim- ilisins sem þurft hefir að fá Sjúltrahússvist, stundum mjög aðkallandi, en ekki getað Æ’ngið. Eins er ég alveg viss um að þú sem móðir manst eftir þegar þú þurftir í sárri neyð að fá hjálp hjá Líkn. Frú Sigríður Eiríksdóttir á indælt heimili, þar sem hún án efa hefði getað notið þægi legra og kyrrlátra stunda, en henni hefir bara ekki verið það lagið, að standa hjá þeg- ar verkefnin kölluðp, og hún sá að margt þurfti skjótra úrlausna. Nú stöndum við andspænis miklu vandamáli, sem eru heilbrigðismál þessa bæjar, við vitum að þar myndu starfs kraftar frá Sigríðar fá að njóta sín, þess vegna kjósum við B-listann. á sunnudaginn- Sigríður Björnsdóítir. Málgagn hoimskii og siðloysi.s. vísku auðkýfinga eigið þið að hafa flúið af manndóms- leysi, og kiknað undir hug- sjón ykkar. Á ykkur á ekki að vera mark takandi. Þann ig skrifa hin andlegu leiðar Ijós Sjálfstæðisflokksins. Að endingu þetta. Síðan ég lcomst til vits og ára, hefi ég aldrei séð Morgunblaðið leggja lið góðu máli. Eftir því sem aldur hefir færst yfir mi,g, hefi ég sann færzt betur og betur um það, að eitthvað heilbrigt og gott sé í hverjum manni, sem (Framhald af * síga) Morgunblaðið ofsækir. Þess- vegna mun mér hin mesta ánægja, að sjá persónulegt níð um mig í dálkum Mogg- ans. En hitt er alvarlegt mál, ef þessu málgagni heimsk- unnar og siðleysisins tækist að afmanna þjóðina og gera henni engin vé lieilög. En svo hlýtur að fara, ef kjós- endurnir í landinu sýna ekki þessum mönum með atkvæði sínu, að þeir hafa skömm á öllu þeirra athæfi. Atkvæðaseðillinn er eina málið, sem þeir neyðast til að skilja. TENGILL H.F. Sími 80 694 Heiði við Kleppsveg annast hverskonara raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. WILLY CORSARY: 23. dagur Gestur í heimahúsum heldur ástmögur drauma hennar. En maðurinn sleppti henni snögglega, áður en varir þeirra mættust. Hann hrökkl aðist aftur á bak, eins og hún hefði hrundið honum af sér. Hún grillti í andlit hans í myrkrinu. Munnurinn var opinn, augun eins og svartar glufur. Þetta minnti hana 1 óhugnanlega á lík. Það fór hrollur um hana. Bæði meö- jaumkun og sjálfsásökun greip hana, því að hún vissi, að hún hafði vakið manninum von, sem var dæmt til þess að deyja, þegar hann sá andlit hennar. Það var eins og hún hefði sjálf orðið fyrir þeim vonbrigðum, er hún olli manninum. Þegar hann loks tók til máis, var rödd hans ósegjanlega þreytuleg. — Þér verðið að afsaka, sagði hann. Ég sá yöur standa hér og hélt, að þér væruð. .. . þér væruð önnur manneskja. Ég hefi beðið lengi.... — Mig tekur þetta sárt, svaraði hún lágt. Ég kom hingað til þess að tala við yður. — Við mig? — Já — erðu þér ekki Ríkarður Lorjé? — Jú. +* — Ég er frú Elsting. Ég bý í Heiðarbæ, stundarfjórðungs- gang héðan. Ég hitti kunningja mína, læknirinn hérna og konu hans, af tilviljun í gær, og þau sögðu mér, að Sabína Nansen væri horfin — eða að minnsta kosti farin.... Aftur ásakaöi hún sig fyrir að særa hann og valda honum vonbrigðum, því að nú var eins og hann eygði nýja von. — Þekkið þér Sabínu? Vitið þér, hvar hún er? Vitið þér kannske, hvað gerzt hefir? Hann greip utan um handlegg hennar og hristi hana, og orðin hrukku af vörum hans eins og högl. Hún flýtti sér að svara: Nei — ég þekki hana ekki, og ég veit ekkert, hvað af henni hefir orðið. En ég kom hingað til þess að tala við yður... . Getum við ekki farið inn? Þetta var eins og draumur — að standa hér undir lindi- trjám i myrkrinu og tala við bráðókunnugan mann. Hann sleppti henni snögglega. — Auðvitað. Ég hafði ekki rænu á að bjóða yður inn. Gerið þér svo vel. Ég er viti mín fjær af ótta. Enginn veit, hvað komið hefir fyrir Sabínu. Hann opnaði dyrnar. — Má ég ganga inn á undan og kveikja ljós? Hann fór inn í þröngan gang, opnaði aðra hurð og seild- ist inn fyrir. Ljósið flæddi fram í dyrnar. — Gerið svo vel að koma inn. Ljósið féll beint á andlit mannsins. Hann var kornungur, eins og hún hafði ímyndað sér, og eitthvað í svip hans, er minnti á vansælt barn — eitthvað, sem upphefur allt, er heitir aldur, því að dauði og þjáningar eru jafnaldrar sjálfs mannkynsins. Hann var órakaður, jarpt hárið úfið og fötin svo hrukk- ótt, að engu var líkara en hann hefði sofið í þeim. Skór hans voru útataðir í mold og óhreinindum. Hún þóttist vita, að hann hefði óhreinkað þá svona í rigningunni, kvöldið sem hann kom. Öllu þessu veitti hún undir eins athygli. Hún sá líka, að augnaráð hans var mjög sérkennilegt, bæði tryllingslegt og starandi. Hann var eins og blindur maður, sem veit sig í hættu, er hann reynir árangurslaust að sjá. Hún gekk inn í stofuna og lokaði hurðinni á eftir sér. Hún varð undrandi, er hún kom inn. Öllu var mjög smekk- lega fyrir komið, og gamlir bjálkarnir svo hlýlegir og vina- legir, að henni kom það gersamlega á óvæpt. Við opinn ar- ininn stóð rokkur, í gömlum skáp var gljáandi koparketill, og á borðinu var fallegur, heklaður dúkur. En það var ryk á öllu, og í tinkeri voru visin hagablóm. Öskubakkar og und- irskálar voru full af ösku og sígarettustubbum, og þung stybba af innibyrgðum tóbaksreyk var í stofunni. — Væri ekki betra að opna glugga? sagði hún. Ungi maðurinn flýtti sér að draga frá mislit gluggatjöldin og opna gluggann. Hann tautaði eitthvað um það, að hann hefði lokað öllum gluggum, er hann fór um morguninn. — Ég hefi ekki verið heima, sagði hann. Ég fór til Gouda og kom ekki aftur fyrr en seint í dag, og svo gekk ég hérna út á ásana.... Hann ýtti til hennar stól, og hún settist. Sjálfur settist hann ekki. Hann gat aldrei verið kyrr. Hann stakk höndun- um í buxnavasana, dró þær upp aftur, gekk fáein skref, hall- aði sér upp að skáp eða þili, æddi að borðinu, fitlaði við dúkinn eða barði fingrunum í plötuna. Vinstra augnalokin titraði í sífellu. Og samt gerði hann sér far um að sýnast eins rólegur og honum var unnt. En barátta hans við sjálf- vn sig var svo átakanleg, að það gekk ínu til hjarta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.