Tíminn - 21.03.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1950, Blaðsíða 8
„EiUÆ\T YFIRLYTí( I BAG KGsnintgariwr í Danmörku. Eyskens gengur iiia ! stjórnarmyndun | í Belgíu | . Verkfallsalda að skella á í landinu. Gaston Eyskens, leiðtogi kaþólska flokksins í Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, hefir í dag rætt við leiðtoga ýmissa flokka um myndun nýrrar stjórnar. Meðal annars ræddi hann við formenn jafnaðarmannaflokksins og frjáls- lynda flokksins. Eyskens hafði áður tilkynnt blaðamönn- um, að hann myndi birta yfirlýsingu um árangur viðræðn- ánna í gærkvöldi, en einkaritari hans tilkynnti seinna, að Cngin slík tiikynning myndi gefin út fyrr en í kvöld. Telja fréttaritarar, að erfiðlega muni ganga fyrir Eyskens að ná samkomulagi. 30 þús. í verkfalli í Antwerpen. Um 30.000 verkamenn í Antwerpen hófu í gærmorg- un sólarhrings verkfall, í mótmælaskyni við það, að Leopold verði aftur gerður að konungi. Meðal þessara verkamanna eru um 24.000 hafnarverkamenn, og hefir vinna stöðvast við 100 belgisk og erlend skip í höfninni í Antwerpen. Víðtæk mótmælaverkföll. Verkaiýðsfélög, sem ka- þólski flokkurinn stjórnar, hafa hvatt félagsmenn sína til þess að taka ekki þátt í verkfalli þessu. Þá gerðu um 10.000 verka- menn í Briissel verkfall í gær, einnig í mótmæiaskyni. Er búist við, að seinna i þessari viku mun víðtæk mótmæla- verkfþll skella á í Belgíu. Ráðstefna um blindraletur f gær hófst í París ráð- stefna um blindraletur, sem haldin er á vegum menning- ar- og vísindastofnunar S.Þ. Helmingur fulltrúanna á ráð- stefnunni er blindur. Nú eru notuð í heiminum eigi færri en 8 blindraleturskerfi, og er markmið ráðstefnunnar að reyna að samræma þessi blindraleturskerfi, eftir því sem unnt er. ........................................................... | Kornvörur keyptar frá útlöndum j j í smápokum og pappaöskjum j | Ó}>örf ssjíddevf'ispvðshi. Víinirnar af f | þessieni KÖkum miklu dýrari fyrir nc.ytendur en þær þurfa að vera. Á síðustu árum hafa verzlanir keypt til landsins 1 allmikiö af kornvörum í litlum umbúðum, og hefir sá j | innflutningur farið ört vaxandi. T. d. er hveiti selt í ! | smápokum, sem taka 5 og 10 ensk pund hver, en hafra- j | grjón og hrísgrjón í % eða 1 kgr. pappaöskjum. Mun | nú svo komið, t. d. hér í Reykjavík, að smásöluverzlan- i j | ir selji miklu meira af kornvöru í slíkum smáumbúð- | | um heldur en í lausri vigt eða heilum sekkjum. Þetta | | tel ég mjög óheppilega verzlpnarhætti. Ég hefi aflað | | mér upplýsinga um það, að hveiti í 5 og 10 punda pok- f | um er 10—15% dýrara heldur en í 50 kgr. sekkjum. Og ] | hafragrjónin og hrisgrjónin, sem seld eru í % eðal 1. | kgr. pappaöskjum, eru 30—40% dýrari heldur en sömu 11 | vörutegundir í lausri vigt eða í heilum sekkjum. | Með þessum smápakkainnflutningi er miklum er- § | lendum gjaldeyri eytt að þarflauSu, og nauðsynlegar \ kornvörur til manneldis eru á þennan hátt gerðar i | miklu dýrari fyrir neytendur en þær þurfa að vera. Til þess að byrðar gengisbreytingarinnar verði i | sem léttbærastar fyrir almenning er mjög nauðsyn- | | legt að halda vöruverði í skef jum og gera það sem unnt |, I er til þess, að menn geti fengið nauðsynjavörur með i | sem hagstæðustum kjörum. Eitt af því, sem nú þarf \ i | að gera, er að stöðva með öllu innflutning á kornvör- 1 | um í smápokum og litlum pappaumbúðum. Er máli | þessu hér með skotið til gjaldeyrisyfirvaldanna til |, I athugunar. Skúli Guðmundsson. i állllllllllllllllllllllllllllllMlllillllllillilllllrlllillllllllllllMlllllilrlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM | Á von á barni Ensku blöðin skýra frá því, að Elísabet krónprinsessa eigi von á erfingja í september næstk. Maður hennarí Philip hertogi, hefir undanfarna mánuði starfað sem sjóliðs- foringi á Miðjarðarhafsflota Breta, en hún var hjá hon- um á Malta frá 20. nóv.—28. des. í vetur. Jazzblaðið efnir til jazzhljómleika Næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 11,30 e. h. verða haldnir jazzhljómieikar í Austurtoæjarbíóá. Hljómleik- ar þessi eru á vegum Jazz- blaðsins og standa í sam- bandi við kosningar, sem blaðið lét fara fram meðal lesenda sinna, um vinsæl- ustu íslenzku jazzleikar- ana. Þeir sem fremstir voru í kosningunum munu leika þarna, og skiptast þeir niður í nokkrar hljómsveitir. Auk þess munu hljómsveitir Kristjáns Kristjánssonar, Jan Morávek og lítil híjóm- sveit, sem Gunnar Egilson hefir æft saman sérstaklega fyrir þessa hljómleika, koma þarna fram. Af öðrum hljóðfæraleikur um, sem koma þarna fram má nefna þá Gunnar Orm- slev, Ólaf Gauk, Vilhjálm Guðjónsson, Jón Sigurðsson og Braga Hliðberg. Einnig munu þau Sigrún Jónsdóttir söngkona . og Haukur Morthens söngvari koma fram á hljómleikun- j um. Ásamt þeim munu þá j um tuttugu og fimm manns koma fram á hljómleikum þessum. Farinn til Riiss- lands. Rússinn Valentin Gubichev er nú farinn frá Bandaríkj- unum áleiðis til Rússlands. Hann var, sem kunnugt er, starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum og var hann fyrir nokkru dæmdur fyrir að reka njósnir fyrir Rússa í Banda- ríkjunum. Hann kaus fremur að snúa heim til Rússlands, en afplána sekt sína í Banda- ríkjunum. Aldarafmæli Jóns Ólafssonar ritstjóra Blaðamannafélagi íslands gefið fundar- iBoff Sians að stofnfundi félagsins. í gær voyu liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Ólafssonar rit- stjóra og skálds. í tilefni af þessu aldarafmæli afhenti Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri Blaðamannafélagi íslands til eignar fundarboð að stofnfundi Blaðamannafélags ís- lands, er Jón Ólafsson sendi öðrum ritstjórum blaða í Reykja vik 1S. nóv. 1897. Jón Ólafsson var fæddur að Kolfreyjustað 20. marz 1850. Hann var átstjóri fjöl- margra blaða bæði hér á landi og vestan>'>diafs. Má segja, að hann sé fyrsti ís- lendingurinn, sem gerði blaða mennsku að lífsstarfi sínu. Jón var alþingismaður Sunn mýlinga um alllangt skeið. Hann var svipmíkill og snjall rithöfundur og þjóðkunnur frá þeim tíma, -er hann hóf blaðamennsku. Hann var skáld gott og orti hinn kunna íslendingabrag, sem frægur hefir verið æ síðan og olli á sínum tíma uppnámi miklu. Fundarboðið. Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri, dóttursonur Jóns Ólafssonár, afhenti Blaðamannafélagi íslands í gær fundarboð-það, er Jón sendi öðrum ritstjórum í Reykjavík og varð það upp- haf að stofnun Blaðamanna- félagsins. Fundarboð þetta var svohljóðandi: „Það eru vinsamleg til- mæli við yður, að þér vilduð gera svo vel að -koma niður á salinn á Hótel ísiand (þar sem stúdentafélagið er vant að halda fundi) föstudaginn 19. nóv. kl. 8yz síðd. Tilgang- ur minn er að bera þar upp við yður tillcgu um stofnun blaðamannafélags bæði í því skyni að efla hagsmuni stétt ar vorrar á ýmsa lund og efla félagslega umgengni og við- kynni blaðamanna á milli. Skal ég á fundi þessum reyna að skýra fundarefnið ýtarlega og benda á ýmisleg verkefni, er mér hafa hugkvæmzt sem sennileg viðfangsefni fyrir blaðamannafélag, ef það kæmist á“. Fundarboð þetta sendi Jón Hannesi Þorsteinssyni, Birni Jónssyni, Einari Hjörleifs- syni, Valdimar Ásmundar- syni, Bríet Bjarnhéðinsdótt- (Framhald á 2. síðu). Opið bréf til Jóhanns Þ. í Tímanum á morgun verð- ur birt opið bréf til Jóhanns Þ. Jósefssonar alþingismanns í Reykjavík frá Helga Bene- diktssyni útvegsmanni í Vest- mannaeyjum. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fund um „trú og vísindi" \ Mels Uun^al prófessor og’ séra Sig'urbjöru Einarsson verða frunimælendur. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fund í Tjarnarbíó í kvöld og hefst hann kl. 8.30. Umræðuefni verður „Trú og vídindi.*' Frummaelcndur verða, prófessorarnir Níefe P. Dungal og Sigurbjörn Einarsson. Að ræðum þeirra loknum verða frjálsar umræður eftir því sem tími leyfir. Frummælendur hafa eins og kunnugtæivdátíð þessi mál mikið til .‘fín taka, og mun því mörgum leiká hugur á að hlýða á- rökraéður þeirra. Einnig má' vænta, að ýmsir aðrir fróðir menn taki til máls á fundiríum. Á fundum þelm, sem félag- ið hefir haldið í vetur, hefir verið svo mikið fjolmenni, að ekki hafa allir íeiigið sæti og er mönnum þvr ráðlagt að koma stundvíslega. Eins og fyrr, er öllum stú- dentum, sem framvísa félags- skírteinum, heimill aðgangur að fundinum. Þeir stúdentar, sem ekki hafa enn vitjað fé- lagsskírteina, ættu að gera það í Tjarnarbíó kl. 5,15—7, og komast þannig hjá bið, því að afgreiðsla hvers skírteinis tekur nokkurn tíma. Kvöldvaka. Þá er ákveðið, að stúdenta- félagið efni til kvöldvöku að Hótel Borg n. k. föstudags- kvöld. Þessi kvöldvaka verð- ur með svipuðu sniði og fyrri kvöldvökur félagsins í vetur. Þar verður margt til skemmt- unar, m. a. hinn vinsæli spurn ingaþáttur. Þetta verður síð- asta kvöldvaka félagsins á þessum vetri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.