Tíminn - 19.04.1950, Qupperneq 3

Tíminn - 19.04.1950, Qupperneq 3
85. blað TÍMINN, miðvikudaginn 19. apríl 1910 3 Á sumardaginn fyrsta Eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu. Blikan landssléttir þau Skrifað upp eftir lausum blöðum úr ljóðabók Hjálmars Jónssonar frá Bólu. [Kvæði þetta orti Bólu-Hjálmar vorið 1861. Gamail húnvetnskur bóndi hefir óskað þess eindregið að fá það birt og hefir Timinn tal- ið rétt að verða við ósk hans.i Runninn er dagur á austurlopt enn, indæll og fagur sem kætir oss menn, út skulum draga með tól iðju tvenn og taumhöldin laga við plóginn. Jafnframt sem iðjum og húð gjör- ist hlý, himininn biðjum að samverka því, hver annan styðjum þá nauðsyn er ný, úr nauðungarviðjum sé sál vor frí. >i - v Græðum út töðu, hún borgar sig bezt, byggjum svo hlöðu, þá færi til sést, með verkiðnum hröðum það við réttum flest, sem verji oss sköðum og horpest. Myljum vér hauður í matjurta körf, móðir vor auðug er þakklát og örf, miðlar hún brauði i bjargræðisþörf bömunum snauðum við þau störf. Akurinn girðum, sem blessun oss ber, brauð vort í kyrrðum þá vaxandi fer; söfnum inn birgðum, þá árgæskan er, alt það vel hirðum sem guð lér. Brauðmolann þiggjum með þakk- læti og sátt, þarfirnar byggjum á föðursins mátt, guðs tryggð ei yggjum, þó gefjst oft smátt, gjafarann styggjum ei sjálfrátt. Húsiðnir stundum sem hollan fé- sjóð, heilnæm i mundum er kveldvinn- an góð, fróðsögur grundum og lærdómsrík ljóð, leyfum svo blundinum þreytt blóð. Þolgóðir stríðum og stritustum við, stakkinn oss sníðum að feðranna sið; við stjórnvölinn bíðum, þótt hall- ist á hlið, þá hafaldan riður við borðið. AUSTAN LANDS brúsandi höf, bak við sig réttir oss lífhnoss að gjöf, á fóðrunum léttir hún gleypandi gröf, gangrúmið þetta er stutt töf. Náttúran bendir á blíðari heim, bjarmann fram sendir frá lífsvon- ar geim; arfur vor stendur í stjórnarhring þeim, starfa þar hendur að gullseim. Brosandi sunna með indælis yl, árdegis runnin á stjörnublátt þil, dýrð upprisunnar hún teiknar þér til, tímans að kunnir þú rétt skil. Eins þegar rökkvar, þær ráða mátt spár — 1 ránarskaut klökkva, svo hlýrnir burt gár, líkt muni sökkva þinn sárkaldur nár í svefnbólið dökkva, sem til stár. Náttúrukvæði er notasælt Ijóð, náttúran glæðir vor trúarbrögð góð, náttúran fræðir, í návist ef stóð, náttúran bæði og sál fróð. Berum oss strita við bjargálnirnar, brauð kostar svita, sem óskilið var; líðandi vitum vér lífsstundirnar, léttir senn hita, því kveldar. Sigurmark fríðast er siglingin ein, sankristnra tíða rétt auðkennis- grein, borðsálmur lýða og húsandagt hrein hungur af sniður og slysmein. Sunnudagsvinnunar eldur í auð, álnirnar þynnir og borgast með nauð, tfeinist ráðsminnum það sex daga brauð, er svitinn að hlynnir, og guð bauð. Drottinn, guð faðir, þú blessa vort brauð; blessan nóg þar er að líðum ei nauð, heyr vorar kvaðir, þá hönd gerist snauð, að hungur ei skaði víls gnauð. í guðs föður nafni svo göngum út vær, guðsson, hans jafni, sé leiðarsteinn kær, en andinn i stafni þá ólagið slær, uns í lífshafnir vort skip nær. JORÐ OSKAST til leigu, á suðurlandi í næstu fardögum. Einnig kem- ur til greina bústjórn eða kaup á jörð. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Tímans merkt ,,Jörð á suðurlandi“ eða til Inga Þórðarsonar Skagabraut 40 Akranesi, sími 193. Niðurlag. Um ýmislegt fleira var rætt en þarsem hér hefir ver ið getið um, t. d.véikindi í sauðfé, garnaveiki og kýla- pest, sem draga úr arðsemi sauðfjárræktarinnar. En laus ir hafa fjáreigendur verið við mæðiveikina í þessum lands fjórðungi. í kauptúninu á Egilsstöðum er dýralæknir fjórðungsins, Bragi Stein- son, og tók hann þátt í um- ræðunum um þau mál. Þarna voru og meðstjórnendur Páls Hermannssonar, þeir Sveinn á Egilsstöðum og Páll á Skeggjastöðum og höfðu þeir allan veg og vanda af stjórn þessa bændanám- skeiðs. Þar var og hinn ný- kjörni heiðursfélagi Búnað- arfélags íslands, Björn Halls son á Rangá í Hróarstungu, forgangsmaður um félags- samtök bændanna á Austur landi. Allmargar konur hlýddu oft á fyrirlestra og ræður á fundunum. Laugardagurinn var síð- asti fundardagurinn og í fundarlok töluðu ýmsir menn og þökkuðu Búnaðarsam bandi Austurlands og Bún- aðarfél. fslands fyrir að þessi samkoma var haldin og létu óskir í ljósi um að ekki yrði langt til annarar slíkrar. En þegar búfræðin var útrædd tóku menn upp léttara hjal og munu síðan hafa skemmt sér nokkuð fram eftir nóttu. Ekki gátum við sunnanmenn tekið þátt í þeirri gleði sökum þess að við þurftum að ná í Heklu, í neðra, á Reyðarfirði. Nokkru eftir miðnætti sátum við all ir í sama „trukknum“ og komumst nú klakklaust yfir Fagradal á hálfri þriðju klukkustund og háttuðum síðan í rúmin sem biðu okk- ar á gistihúsinu. Með nokk- um söknuði hafði ég kvatt ýmsa menn í efra, ekki síst Pál Hermannsson, sem var herbergisfélagi minn á Egils stöðum. Við vöknuðum snemma, þó seint væri alltaf til hvíldar gengið. Páll er manna fróðastur um marga hluti, ekki síst um kveðskap alþýðu og gat sagt mér margt sem ég ekki vissi áður. En frá Egilsstöðum lá vegur hans beint upp að húsmæðra skólanum á Hallormsstað og hygg ég að vel hafi farið um hann þar, og er hann þar með úr þessari sögu. Efáir Ra$>'uar Ásgcirsson. Jörö til sölu y2 lendan Hjörsey „Norðurbær* fæst til kaups og ábúð ar í næstu fardögum. Þeir sem kynnu að vilja sinna þessum kaupum snúi sér til undirritaðs áiJúanda og eiganda jarðarinnar, sem gefur allar nánari upplýsing ar. Jóhann Jónatansson, Hjörsey, Hraunhreppi Mýrasýslu. — Sími um Arnarstapa á Mýrum. Við félagarnir sváfum vel og vært neðra nokkuð fram eftir, því ekki var búist við að Hekla kæmi fyr en um há degi. Þá gengum við um borð og var vísað á klefa til um- ráða næsta sólarhring, en Vopnafjörður var næsti á- fangastaður, og þar hafði ver ið boðað til funda 28. og 29. marz. Þar var góð hvíld að vera á sjó í blíðu veðri, við létum fara vel um okkur spil uðum þegar við nenntum því, og höfðum áhyggjulítið líf. Landsýn er víða tignáírleg á Austurlandi og ekki síst á vetrum. Allra einkennilegast er þó í Borgarfirði, þar sem hvert fjall ber sinn sérstaka svip og Dyrfjöll eiga hvergi sinn líka. Mánudaginn 27. marz kom um við á Vopnafjörð, kaup- staðinn á Kolfieinsftanga. ^ Formaður búnaðarfélagsins þar í sveit, Friðrik Sigurjóns son í Ytri Hlíð kemur um borð til að taka á móti okk- ur. Hann hefir lcomið okkur fyrir á heimili kaupfélags-- stjórans Halldórs Ásgríms- sonar alþingismanns. Hall- dór var að vísu ekki heima, heldur 1 Reykjavík á þing- inu, svo sem honum bar, en frú hans Anna Guðmunds- dóttir var heima og hennar góðu umhyggju nutum við meðan við dvöldum þar. Og þarna var auðséð að Páll Zóphóníasson var kom- inn í sitt kjördæmi, ég hafði gaman af að athuga hann þar, því það var eins og hann ætti hvert bein í hverjum manni — og þeir í Páli. Hann virtist þekkja hvern mann i sýslunni og auk þess' hverja einustu kú, nyt hennar og fituprósent mjólkurinnar og nautin í marga ættliði og það þarf áreiðanlega mjög laginn mann til að koma póli tískum hælkrók á Pál í Norð ur-Múlasýslu. — Er þó skylt að taka fram að aldrei var á stjórnmál minnst á fund- um okkar félaga, enda eru bændanámskeið engir þing málafundir, og eiga ekki heldur að vera það. í Vopnafirði hafði tíðin verið all önug og ófærð á vegum. Þó brugðið hefði til þíðu voru snjóhöft víða á vegum og þeir því ófærir bíl- um. En Friðrik í Hlíð hafði beðið menn um að gera til- raun til að gera vegi slark- færa svo hægt yrði að sækja bændanámskeiðið, sem hald ið var í kaupstaðnum, á Tanganum. Brugðust menn vel við, jafnt kaupstaðarbú- ar sem bændur, mönnuðu bíl mokuðu snjónum af vegun- um og tókst að gera þá ak- færa, svo að menn af fjar- lægum bæjum gátu sótt fund ina. Og það sem sjaldgæfara er. Þetta verk unnu þessir menn kauplaust, og er það fátítt nú með þjóð vorri að menn láti sér nægja þakk- læti einsamalt fyrir erfiðis- vinnu. Þetta varð til þess að fund arsókn var ágæt, báða fund ardagana. Fundir hófust eft ir hádegi. Við félagar héld- um hver sitt erindi á dag og auk þess mætti' Bragi Stein- grímsson dýralæknir fyrir Búnaðarsamband Austur- lands og hélt hann tvö er- indi um sjúkdóma í kúm. All miklar fyrirspurnir urðu út af erindum okkar og all fjör ugar stundum. Voru ekki sist eftirtektarveröar umræð- urnar um hin svonefndu til búnu áburðarefni og hefðu þær vafalaust átt erindi til fleiri en vopnfirskra bænda. Kom fram sú skoðun að mis fellur ýmsar, jafnvel kúa- dauða, mætti rekja til fóðurs sem sprottið er upp af til- búnum áburði. Hitt kom og berlega fram, þar eins og annarsstaðar, að tilbúnu áburðarefnin eru misbrúkuð, með því að nota of mikið af köfnunarefni á sömu túnin, ár eftir ár, í stað þess að bera fosfor og kali með. En mis kenna mönnur^um um sem brúka hann skakkt, en ekki áburðinum, sem er hin mesta hjálp og lyftistöng við alla ræktun sé hann notaður rétt. En með því t. d. að kalla til- búna áburðinn „gerfi“ áburð er verið að læða efa og ótrú inn í huga bændanna. Væri nær að auka þekkingu bænda um þessi ágætu áburð arefni en að vera með slíka blekkingu. En hitt virðist mér of algent að bændur fari ekki nærri nógu almennt eftir þeim reglum og ráðlegg ingum um notkun tilbúins á- burðar, sem Áburðareinka- sala Ríksins gefur út um þær tegundir sem eru fáanlegar á hverju vori, og samdar eru af hinum færasta manni. Fara vafalaust mikil verð- mæti forgörðum vegna þess, og á þessu þarf að verða breyting og það strax á þessu vori. Bragi dýralæknir og Páll Zóph. héldu ekki kyrru fyrir alltaf fyrri part dagsins, en brugðu sér upp á bæi að tala við kýrnar um bændurna — eins og þar segir. Ég hélt mig lengst og mest við heim ili kaupfélagsstjórans þvi þar er eitt hið mesta bókasafn sem ég hef séð á Austurlandi og margt ágætra verka. Hefði verið hægt að una sér þar lengi. Mjög hafa orðið mikiar breytingar á Vopna- firði frá því er ég kom þar síðast, fyrir 20 árum. Við biðum daglangt á Vopnafirði eftir Heklu. Heimsóttum Árna héraðslækni Vilhjálms son og frú hans en eyddum deginum að öðru leyti við lest ur bóka, rabb við kunningja eða spilamennsku. Vel hafði ferðalagið gengið, allt sam- kvæmt áætlun hingað til og hygg ég að við.félagar höf- um ekki farið lafn auðveldan búnaðarnámsskeiðsleiðang ur sem þennan. Veðurfar, skipaferðir var sem bezt varð á kosið og öll fyrirgreiðsla af hálfu Austfirðinga á sömu loið. Fundir okkar á Vopnafirði voru haldnir í samkomuhús- inu þar „Miklagarði“ sem hefir án efa átt það nafn skilið lengi vel. En nú er það hús gamalt og hrörlegt orð- ið og undirbúningur að nýrri samkomubyggingu haf inn. Vopnafjörður virðisH: mér vera að mörgu leyti hin prýðilegasta sveit og enda þótt ég sé þar ekki kunnug- ur fannst mér að svipað mætti segja um íbúa héraðs ins. Allur fimmtudagurinn, 30. marz fór í að bíða eftir Heklu — og leiddist okkur þó hvergi sú bið. Nokkru eftir miðnætti sáust ljósin á skip inu. Var þá farið að hita mót orinn í bátnum sem losaði Vopnafjörð við okkur. Blítt var og bjart af tungli þegar við kvöddum á heimili kaup félagsstjórans þar sem svo ágætlega hafði» farið um okk ur þá fjóra daga sem við vor um á Vopnafirði. Innan stundar vorum við svo komn ir um borð og Hekla sem stefndi út fjörðin, en á því tök sem hljótast af misnotk I enda ég þessa frásögn. un tilbúins áburðar, ber að ‘ Ragnar Ásgeirsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.